Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
HROLLVEKJANDI SPENNUMYND
THE WRAP FILM
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI
97%
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
INDIE WIRE
BLOOM nefnist fyrsta umfangsmikla
samstarfsverkefnið sem sprettur upp
úr nýju norrænu samstarfsneti,
Yggdrasil, þar sem leikhús og leik-
hópar sem starfa í Skandinavíu vinna
saman. Um er að ræða samstarf milli
Kristján Ingimarsson Company
(KIC) og Teater Nordkraft í Álaborg
í Danmörku, Hálogaland Teater í
Tromsö í Noregi og Borgarleikhúss-
ins á Íslandi.
„Hugmyndin er að framleiðsla
þvert á landamæri styðji við bakið á
sjálfstæðri leikhússenu. Í framleiðslu
BLOOM verður samstarfið með ný-
stárlegum hætti þar sem KIC sér um
listræna framleiðslu og útfærslu, sem
meðal annars er unnin í gegnum
vinnustofur en leikhúsin þrjú sem
koma að samstarfinu sjá svo um upp-
setningu á hverjum stað fyrir sig. Í
samstarfinu er lögð mikil áhersla á að
nýta eins og mögulegt er starfskrafta
á hverjum stað fyrir sig, þegar sýn-
ingin ferðast um. Þess vegna er stefn-
an sú að tveir til þrír leikarar frá
fyrsta sýningartímabilinu í Álaborg
fari með til annars vegar Íslands og
hins vegar Noregs, þar sem tveir til
þrír leikarar frá Borgarleikhúsinu og
leikhúsinu í Hálogalandi verða svo
æfðir inn í sýninguna á nýju sex vikna
æfingatímabili. Hér er komið spenn-
andi tækifæri fyrir hefðbundin leik-
hús til að vinna með tilraunakenndari
leikhópum og í þessu tilfelli gefur það
KIC einnig tækifæri til þess að bjóða
ólíkum leikurum að kynnast aðferð-
um hópsins. Þannig fær stór upp-
færsla lengra líf og fleiri fá tækifæri
til þess að sjá hana, bæði hérlendis og
erlendis,“ segir í tilkynningu frá
Borgarleikhúsinu, en stefnt er að
frumsýningu BLOOM hérlendis leik-
árið 2022-2023.
Samkvæmt upplýsingum frá hópn-
um fara konur með öll hlutverkin í
BLOOM, en sýningin verður „ófilter-
uð sprengja af þeim litríka, líkamlega
frumkrafti sem einkennir jafnan
ævintýralegar sýningar Kristjáns
Ingimarssonar.“
BLOOM í Borg-
arleikhúsinu
- Yggdrasil nýtt norrænt samstarfsnet
Kraftur Konur leika öll hlutverk.
Myndlistarhjónin Christo og
Jeanne-Claude voru fræg fyrir
gjörninga þar sem þau pökkuðu
mannvirkjum eða náttúrufyrir-
bærum inn með sínum hætti. Jean-
Claude lést árið 2009 og Christo í
fyrra en þá vann hann að undirbún-
ingi síðasta slíka gjörnings þeirra
sem átti að felast í því að pakka
Sigurboganum í París inn en hug-
myndina höfðu þau þróað frá sjö-
unda áratug liðinnar aldar. Og þótt
hjónin séu bæði fallin frá verður
verkið framkvæmt, undir stjórn
frænda Christos.
Samkvæmt
The Guardian
verður Sigur-
boginn klædd-
ur í silfurblátt
efni sem hald-
ið verður sam-
an með rauðu
reipi og verð-
ur ráðist í verkið í næsta mánuði,
nú þegar öll leyfi hafa fengist. Um
25.000 fermetrar efnis fara í verkið
og 3 km af reipi. Allur verður efni-
viðurinn síðan endurunninn eftir að
framkvæmdinni lýkur í október.
Sigurboganum verður pakkað inn
Undirbúningsteikning
Christos að verkinu.
Í Mexíkóborg hefur verið opnuð viðamikil margmiðl-
unarsýning, DaVinci Experience, sem hverfist um list-
sköpun og hugmyndaheim endurreisnarmeistarans
kunna Leonardos da Vinci. Hér skoðar sýningargestur
eina kunnustu teikningu meistarans, Vitrúvíusarmann-
inn svokallaða. Teikningin sjálf, frá 1490, er varðveitt í
Accademia-safninu í Feneyjum og er sjaldan sýnd opin-
berlega, þar sem hún er mjög viðkvæm. Við teikn-
inguna hefur Da Vinci skrifað hugleiðingu verk róm-
verska arkitektsins Vitúvíusar og um hlutföll líkamans.
AFP
Vitrúvíusarmaðurinn stór í Mexíkó
Skáldsaga rithöfundarins Louise
Erdrich, The Night Watchman,
hreppti hin eftirsóttu bandarísku
Pulitzer-verðlaun í sínum flokki.
Sagan fjallar um nokkra ættingja
Chippewa-ættbálks bandarískra
frumbyggja á 6. áratug síðasta ára-
tugar þegar stjórnvöld undirbúa að
taka lönd þeirra. Aðalpersónan
byggist á afa Erdrich sem var einn
höfðingja ættbálksins.
Meðal annarra helstu Pulitzer-
verðlauna í menningargeiranum
má nefna að í flokki sögulegra bóka
hreppti verðlaunin Marcia Chatela-
in fyrir Franchise: The Golden
Arches in Black America, sem
fjallar um samband skyndibita-
keðja og samfélaga hörunds-
dökkra. Besta ævisaga var valin
The Dead Are Arising: The Life of
Malcolm X eftir Les Payne og
Tamöru Payne en hún hafði áður
hreppt National
Book Award. Na-
talie Diaz hlaut
Pulitzer--
verðlaun fyrir
bestu ljóðabók
ársins, Post-
colonial Love
Poem, og í flokki
bóka almenns
efnis var valin
best Wilmington’s Lie: The Mur-
derous Coup of 1898 and the Rise of
White Supremacy eftir David
Zucchino en hún fjallar um hvíta
öfgamenn í Norður-Karólínu.
Verðlaun fyrir besta leikritið
hreppti Katori Hall fyrir The Hot
Wing King og þá hlaut Tania León
verðlaun fyrir besta tónverk,
hljómsveitarverkið Stride, sem Fíl-
harmóníusveitin í New York frum-
flutti í fyrra.
Erdrich hreppti Pulitzer-verðlaunin
Louise Erdrich
Bandaríski leik-
arinn Ned Beatty
er látinn, 83 ára
að aldri. Beatty
lék í um 150
kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum
á löngum ferli en
sló fyrst í gegn í
Deliverence
(1972). Hann var
tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir
leik sinn í Network (1976) og fór til
að mynda með áberandi hlutverk í
tveimur myndum um Superman, í
All the President’s Men, Nashville,
The Big Easy og Hear My Song. Í
sjónvarpi lék hann til að mynda í
þáttaröðunum Roseanne og Homi-
cide: Life on the Street. Beatty var
einnig vinsæll sviðsleikari en settist
í helgan stein fyrir átta árum.
Leikarinn Ned
Beatty látinn
Ned Beatty