Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 32
Sjálfsmynd er heiti nýrrar plötu Bubba Morthens sem kemur út á morgun, miðvikudag. Annað kvöld kl. 20.30 heldur hann tónleika ásamt hljómsveit og gestum í Eld- borgarsal Hörpu og fagnar útgáfunni með þeim hætti. Uppselt er á tónleikana en áhugasamir geta keypt sér aðgang að tónleikunum í netstreymi. Tónlistarkonurnar vinsælu Bríet og GDRN koma fram með Bubba ásamt Aurora-kórnum en kórstjóri er Sigríður Soffía Hafliða- dóttir. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Guðmundur Óskar Guðmundsson. Bubbi fagnar útgáfu Sjálfsmyndar með tónleikum í Eldborg á morgun Fyrri úrslitaleikur Vals og Hauka um Íslandsmeistara- titil karla í handknattleik fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, sem veitti Haukum harða keppni í undanúrslitunum, telur að Haukar séu sigurstranglegri en býst eftir sem áður við hnífjöfnu einvígi þar sem úrslitin ráðist á lokasek- úndum seinni leiksins á föstudaginn. »27 Reiknar með hnífjöfnu einvígi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vitaleiðin, braut við suðurströndina milli Selvogs- og Knarrarósvita við Stokkseyri, var formlega opnuð sl. laugardag. Leiðin er alls um 50 kíló- metra löng og er um svæði þar sem er fjölbreytt nátt- úra og margvís- legir möguleikar til afþreyingar í þremur byggðar- lögum; Þorláks- höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. „Vitaleiðin býð- ur upp á margt skemmtilegt, fjöl- breytta náttúruupplifun og dýralíf, menningu, mat, sögu og afþreyingu svo að dæmi séu tekin,“ segir Laufey Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. Hún hefur verið í fararbroddi við að koma þess- ari nýju leið á kortið, en þetta er af- rakstur af áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland. Í því starfi var farið vítt yfir sviðið og valdir staðir sem gætu verið áhugaverðir viðkomustaðir ferðamanna. Allt var þetta gert í því augnamiði að dreifa álagi. Aka, ganga og hjóla Nafnið Vitaleiðin kom af sjálfu sér. Í vestri er Selvogsviti, þá Hafnarnes- viti við Þorlákshöfn og loks Knarr- arósviti nærri Stokkseyri. Þessa leið má aka, ganga, hlaupa, hjóla og fara ríðandi á hestum. Unnið hefur verið að stígagerð á ýmsum hluta þessarar leiðar, þótt víða sé verk óunnið. Vitaleiðin er unnin í samvinnu Markaðsstofu Suðurlands, Sveitar- félagsins Árborgar og Sveitar- félagsins Ölfuss ásamt ferðaþjónustu á svæðinu. Margt kom inn í myndina í leit að nýjum áfangastöðum, en leiðin milli Selvogs og Stokkseyrar þótti henta sérstaklega vel. Á Vitaleiðinni eru sögð vera tækifæri fyrir fólk sem vill njóta, meðal annars þá sem búa á svæðinu og vilja jákvæða upplifun í nærumhverfi sínu. Fara hægt yfir og vinda ofan sér með aðstoð kyrrð- arinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. Upphaf og endir Í ávarpi sem Gestur Þór Krist- jánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, flutti við opnun Vitaleiðarinnar lýsti hann verkefninu sem innviða- uppbyggingu. Íbúum fjölgaði mikið og því þyrfti að mæta meðal annars með gerð útivistarsvæða. Þá væri þess sennilega ekki langt að bíða að hæfust farþegasiglingar frá megin- landi Evrópu til Þorlákshafnar. Þá væri mikilvægt að nýir afþreyingar- möguleikar, svo sem Vitaleiðin, væru tilbúnir. „Eigi ferðalag að heppnast þarf góðan upphafspunkt og enda- stað. Á þessari nýju leið höfum við hvort tveggja: vita hvorn á sínum enda og einn í miðjunni,“ segir Gest- ur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strönd Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg, Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Ölfuss og Þór- arinn Gylfason teiknari, sem gerði kortið á sjóvarnagarðinum á Eyrarbakka sem þeir þremenningar standa við. Þrír vitar á ströndinni - Ný ferðaleið - Ölfus og Árborg - 50 km - Margt að sjá Laufey Guðmundsdóttir Vitaleiðin Ljósið í Selvoginum. ALLT FYRIR ÚTILEGUNA! COLEMAN SPRUCE FALLS 4 PLUS 79.995. CAMPINGAZ KÆLIBOX 28L 26.995. BARDANI MONKEY BARNASTÓLL 4.995. BARDANI MUSICA GRANDE BORÐ 22.995. BARDANI GOBLIN MATARSTELL 8.995. Fiskislóð 1, Reykjavík / Hvannavellir 14,Akureyri / www.ellingsen.is COLEMAN DECK STÓLL 16.995. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.