Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 4
Eldgosið í Geldingadölum 19. mars -26. júní Flatarmál hrauns, km2 Rúmmál hrauns, milljónir m3 3,82 79,8 13,0 Myndataka úr lofti Pleiades gervitungl TF-FMS sniðmælingar Riegel Lidar 26. júní var flatarmál hraunsins 3,82 ferkílómetrarsem er á við meira en 540 Laugardalsvelli Hraunið er orðið um 79,8 milljón rúmmetrar ogmyndi því fylla nærri 80 þúsund Laugardalslaugar Hraunrennslið er um 13 rúmmetrar á sek-úndu sem eru yfir 50 vörubílshlöss á mínútu Ný gosop Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Náttúru- fræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands mars apríl maí júní mars apríl maí júní mars apríl maí júní Hraunflæði, m3/s Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breytingar sem urðu nýlega á gos- óróa í gígnum í Geldingadölum urðu mögulega vegna hruns úr gígbarm- inum, að mati Þorvaldar Þórðarson- ar, prófessors í eldfjallafræði við Há- skóla Íslands. „Við höfum séð svipað gerast áður eftir að það hrundi niður í gíginn,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að það hafi hugsanlega tafið eitthvað fyrir hraunflæðinu og hægt á afgösun sem hafi valdið minni gosóróa eins og sást á jarðskjálftamælum. Lélegt skyggni hefur verið á gosstöðvunum undanfarið og lítið sést í vefmynda- vélum nema þoka. Það hefur því ekki verið hægt að fletta upp í myndum þeirra til að sjá hvort það hrundi úr gígbarminum. „Gígurinn náði svo að hreinsa sig og þá fylgdi smá sjónarspil eins og venjulega,“ sagði Þorvaldur. Sam- starfsmenn hans voru á gosstöðvun- um í gær og þeir sáu að ysta hraun- totan suðvestan megin í Nátthaga var aftur tekin að skríða fram. Þor- valdur taldi líklegt að hraunflæði niður í Meradali, í Geldingadali og í Nátthaga væri enn stöðugt. „Meginrásin, sem viðheldur hraunflæðinu, er undir yfirborðinu og við sjáum hana ekki. Hún hlýtur að vera þarna því vöxturinn á hraun- inu er svo stöðugur. Breytileiki sem við sjáum í gígnum virðist ekki hafa áhrif á hraunflæðið,“ sagði Þorvald- ur. Hann varð vitni að því um daginn í Geldingadölum að yfirflæði hrauns fór yfir hraunskorpu sem hafði storknað nokkru fyrr. Skorpan brotnaði og þá kom þar upp glóandi kvika. Þorvaldur telur að bráðin kvika sé undir stórum hluta yfir- borðs hraunsins. Hann var í Mera- dölum í fyrradag og þar var ekki að sjá mikla yfirborðsvirkni. „En hraunyfirborðið hafði greinilega hækkað og það var mikill hiti í hrauninu. Maður fann alveg fyrir honum,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að þótt ekki sjáist í rauðglóandi hraun sé ekki þar með sagt að þetta sé óvirkt. Hraunið sé jafnt og þétt að tjakka sig upp. „Það er ótrúlegt að sjá hvað hraunið er jafn þykkt. Það er alveg rennislétt í dölunum, sama í hvaða dal þú ferð. Það þýðir að undir öllu þessu yfirborði sem við sjáum er vökvakjarni sem er að lyfta öllu upp jafnt og þétt,“ sagði Þorvaldur. Hraunárnar sem stundum sjást eru líkt og straumvatn sem er að leggja. Glóandi áin sést þar sem straumurinn er stríðastur og svo er storkin skel með jöðrunum, líkt og ís við bakka í ás sem er að leggja. Hraunárnar eru því töluvert breiðari en sýnist á yfirborðinu. Þorvaldur sagði að nýjustu mæl- ingar á hraunrennsli staðfesti að kvikuframleiðnin í gosinu hafi ekki minnkað. Hann sagði varasamt að ganga út á nýtt hraun. Víða er storkin skel sem brotnar undan þunga manns og þá er hætt við slysi, jafnvel fótbroti. Mikil virkni er undir yfirborðinu - Hrun úr gígbarminum olli mögulega breytingu á gosóróa - Meginrásir hraunflæðis frá gígnum eru undir yfirborðinu Morgunblaðið/Eggert Nátthagi Hrauntotan neðst t.v. var að teygja sig lengra í gær. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Alls hafa sex nýliðar verið ráðnir í hlutastarf hjá slökkviliði Fjalla- byggðar. Þar eru nú 34 liðsmenn auk slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra. Jóhann K. Jóhannsson slökkvi- liðsstjóri segir ráðningarnar vera nauðsynlegar til nýliðunar. „Það þurfti að bregðast við hækk- andi meðalaldri í liðinu. Á ein- hverjum tímapunkti kúplast þeir eldri frá, en við viljum ekki missa þá strax því þeir hafa þekkingu og reynslu og það þarf að vera búið að þjálfa nýjan mannskap. Það er bæði verið að hugsa fram í tímann og tryggja að slökkviliðið sé starf- hæft,“ segir hann við Morgunblaðið. Slökkvilið Fjallabyggðar er með einingar á Siglufirði og á Ólafsfirði og voru þrír ráðnir á hvorn stað. Alls sóttu fjórtán um störfin, þar af tvær konur. Önnur þeirra hlaut ráðningu og segist Jóhann geta slegið því föstu að um sé að ræða fyrstu konuna sem ráðin er í slökkviliðið. Þversnið af atvinnuflórunni Jóhann segir að á næstu þremur til fjórum árum þurfi reglulega að ráða inn til að snúa við þróuninni í hækkandi meðalaldri. Hann vonast til að geta ráðið fleiri strax á næsta ári og geta þá fjölgað konum. Þeir sem sinna störfum hjá slökkviliðinu sinna að jafnaði öðrum störfum samhliða en mæta í hús þegar kallið kemur. Koma þeir alls staðar að og segir Jóhann hópinn þversnið af atvinnuflóru sveitar- félagsins. Greitt er fyrir æfingar og útköll en útköllin eru að meðaltali um það bil tvö í mánuði. „Síðasti laugardagur var fyrsti dagurinn þar sem nýliðarnir fóru í gegnum þessa grunnþætti sem snúa að slökkvistarfinu, það er annars vegar reykköfun og hins vegar dælu- og slönguvinna. Þetta var al- veg frábær dagur í blíðskaparveðri á Siglufirði, tuttugu stiga hita. Þau stóðu sig ofsalega vel við að fara í gegnum þetta. Reykköfun er náttúrlega eitt erfiðasta viðfangs- efni sem slökkviliðsmenn takast á við og það er ekki allra að fara bæði í gallann og svo með tækin á bak- inu, en það sem þau sýndu lofar góðu,“ segir Jóhann. Reykur Nýliðarnir æfðu reykköfun í fyrsta sinn á laugardaginn og segir slökkviliðsstjórinn vinnubrögðin lofa góðu. Endurnýjun í slökkvi- liði Fjallabyggðar - Réðu sex nýliða í slökkviliðið - Kona komin í hópinn Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur fellt úr gildi starfsleyfi Vöku fyrir móttökustöð fyrir úr- gang, bílapartasölu, bifreiða- og vélaverkstæði og hjólbarðaverk- stæði eftir að úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála (ÚUA) komst að þeirri niðurstöðu að fella bæri úr gildi ákvörðun HER veit- ingu tímabundins starfsleyfis að Héðinsgötu 2 í Reykjavík. Sú starfsemi er því án starfsleyfis og óheimil, að sögn Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur (HER), en í Morg- unblaðinu í gær sagði Reynir Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Vöku hf. að verið væri að átta sig á stöð- unni og sjá hvað Heilbrigðiseftirlitið segði. Heilbrigðiseftirlitið hefur sent Vöku bréf þar sem þetta er ítrekað. Auk þess hefur verið rætt við for- svarsmann í síma vegna stöðvunar á starfseminni. Sú starfsemi Vöku sem ekki er starfsleyfisskyld er áfram heimil. Það á t.d. við um akst- ursþjónustu, fjarlægingu númers- lausra bíla fyrir sveitarfélög og geymslu á þeim. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Vaka Starfsleyfið í Reykjavík er ekki lengur í gildi og því er starfsleyfis- skyld starfsemi fyrirtækisins ekki lengur heimil, að sögn HER. Starfsleyfi úr gildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.