Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 H verjum hefði dottið í hug fyrir 20 árum að bílahasarmyndin The Fast and the Furious yrði að níu mynda syrpu einhverra dýrustu hasarmynda sögunnar og að bílahasarinn yrði að slíkum súrreal- isma að árið 2021 væru menn í sport- bíl úti í geimnum að reyna að keyra á gervihnött? Líklega ekki margir en svona er nú staðan. Með hverri mynd syrpunnar hefur hasarinn orðið fá- ránlegri (þið munið eftir kafbátnum í áttundu myndinni og hamaganginum á frosnu Mývatni, er það ekki?) en segja má að fáránleikinn nái nýjum hæðum í nýjustu myndinni þegar tveir úr „fjölskyldunni“ eru sendir út í geim á sportbíl, sem fyrr segir, með eldflaugarhreyfil á þakinu. Og lifa það af, auðvitað. Já, fjölskyldunni skrifa ég með gæsalöppum því í öllum látunum, elt- ingaleikjunum, skothríðunum og lim- lestingunum hefur alltaf verið lögð áhersla á fjölskylduna og mikilvægi hennar og að hópurinn sem saman hefur lent í hinum bjánalegustu æv- intýrum sé álíka náinn og alvöru fjöl- skylda. Vin Diesel rymur reglulega um mikilvægi fjölskyldunnar og bregður varla svip enda svo til gjör- sneyddur leikhæfileikum. En svo lengi sem þessi misheppnaða tilfinn- ingasemi er í lágmarki heldur has- arinn manni við efnið og það gerir hann vissulega í F9. Því miður er lop- inn teygður alltof mikið inni á milli hasaratriða og klisjurnar eru þreyt- andi. Vin Diesel leikur sem fyrr hinn svellkalda Dominic „Dom“ Torretto sem er virkilega góður bifvélavirki og enn betri bílstjóri. Í grófkornóttu upphafsatriði og litdaufu (svo maður fatti nú örugglega að það á að gerast í gamla daga) sést faðir hans deyja í kappakstri og í ljós kemur að Dom á yngri bróður, Jakob. Dom er stungið í steininn fyrir að ganga í skrokk á manninum sem olli dauða föður hans og kemst svo að því að Jakob er með óhreint mjöl í pokahorninu. Jakob er gerður útlægur en snýr aftur, áratug- um síðar sem ægilegt og íturvaxið ill- menni sem vill ná sér niður á stóra bróður. Bræður munu berjast og allt það og eru auk þess með pabbakomp- lexa þrátt fyrir að vera miðaldra vöðvatröll. Jakob er með djöfullegt ráða- brugg, vill komast yfir eitthvert kúlu- laga tæki og stjórna með því öllum heimsins vopnum og varnarkerfum. Mun hann þá hafa heiminn í hendi sér ásamt skaðræðiskvendinu Cipher og illkvittnum syni ónefnds einræðis- herra. Eða eitthvað í þá veru, þunn grunnsagan skiptir svo sem engu máli þegar upp er staðið. Upp skjóta svo kollinum fyrrverandi óvinir, vinir og fjölskyldumeðlimir, aðallega til að gleðja eldheita aðdáendur syrpunnar og einn rís meira að segja upp frá dauðum enda allt hægt í F-heimi. Sem fyrr enda svo öll ósköpin í léttri sumarstemningu og allir skála í ís- köldum Corona-bjór sem er auðvitað vel við hæfi á fordæmalausum kór- ónuveirutímum og mjög augljós Co- rona-auglýsing. F9 hefur sína kosti og galla, eins og sjá má, og líkt og í fyrri F-myndum er veiki hlekkurinn sagan og handritið. Samtölin eru vægast sagt þunn og undarleg spakmæli fljúga af og til, til dæmis það að hættulegt sé að vera varkár. Myndin er gerð fyrir stórt tjald og öflugt hljóðkerfi og þegar lætin eru mikil er hún fín afþreying, þó alltof löng sé. Á meðan bílar fljúga, hvort heldur er yfir gljúfur eða út í geim, og hin ýmsu farartæki springa í loft upp er þetta hið besta sjónarspil. Leikstjórinn Justin Lin er greinilega fagmaður þegar kemur að slíkum at- riðum, eins og sjá má til dæmis af æsilegri eftirför á jarðsprengjusvæði í frumskógi snemma í myndinni. Hef- ur þá einn úr fjölskyldunni reiknað út hversu hratt þurfi að aka yfir slíkt svæði til að halda lífi, sleppa við að springa í loft upp. Eða þannig. F9 er sumarmynd með stóru S-i og eitthvað segir mér að gagnrýni muni engu máli skipta þegar kemur að að- sókn enda strax farið að undirbúa tí- undu myndina og spurning hvert verði farið í henni. Verður kapp- akstur á Mars eða Júpíter? Það verð- ur að minnsta kosti ekið hratt, enda hættulegt að vera varkár, eins og fram hefur komið. Og eitt spakmælki frá Dom undir lokin: Það er sama hvað þú ferð hratt, þú stingur ekki fortíðina af. Jarðtengingin endanlega rofin Reiði Dom (Diesel) og Jakob (Cena) eru bræður en ólíkir í útliti og háttum. Smárabíó, Sambíóin Egilshöll, Akureyri, Álfabakka og Keflavík, Laugarásbíó, Borgarbíó og Háskólabíó Leikstjórn: Justin Lin. Handrit: Justin Lin og Daniel Casey. Aðalleikarar: Vin Diesel, Michelle Rodriguez, John Cena, Jordana Brewster, Tyrese Gibson, Luda- cris og Nathalie Emmanuel. Bandaríkin, 2021. 145 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Glæfraakstur Það gengur á ýmsu í F9, eins og sjá má, og fjölmargir bílar enda í bílakirkjugarði. F9: The Fast Saga bbmnn Lista- og loftfimleikahópurinn Kría Aerial Arts frumsýnir kl. 20 í kvöld í Tjarnarbíói gagnvirka loftfim- leikasýningu sem nefnist Game On. Í sýningunni eru könnuð mörk veruleika og fantasíu og þremur sögupersónum fylgt eftir á ferð um sýndarveröld þar sem þær heyja baráttu, lenda í ævintýrum og hitta fyrir magnaðar verur. Flytjend- urnir klifra, dansa og svífa um loft- in á glansandi silkislæðum og leika hinar ýmsu sirkuslistir. Á sýning- unni er líkt eftir viðmóti tölvuleiks og áhorfendum boðið að taka þátt í sköpun sögusviðsins með því að velja á milli ólíkra atburðarása. Áhorfendur velja milli atburðarása Á hvolfi Úr sýningunni Game On. Valur Freyr Ein- arsson, leikari og höfundur verð- launasýning- arinnar Tengdó, mun leikstýra eigin verki á Nýja sviði Borg- arleikhússins á næsta leikári. Nefnist það Fyrrverandi og kemur úr ranni CommonNonsense- hópsins en Ilmur Stefánsdóttir leik- myndahöfundur hannar leikmynd og búninga og tónlistin er í höndum Davíðs Þórs Jónssonar. Anna Kol- finna Kuran mun sjá um sviðshreyf- ingar. Í tilkynningu segir að Fyrr- verandi sé „hjartnæmt og bráð- fyndið verk um líf með þeim sem við héldum að við værum hætt að búa með: fyrrverandi!“ Leikarar í verkinu eru Jörundur Ragnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Bachmann, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Halldór Gylfason og Esther Talía Casey. Áætluð frum- sýning er í mars á næsta ári. Valur Freyr leik- stýrir eigin verki Valur Freyr Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.