Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Fórum í Blóðbankann og urðum reglulegir blóðgjafar. Spiluðum bridge eins og hans fjölskylda er þekkt fyrir. Ég var síðar í fjög- urra mann bridgehópi sem átti rætur í Önundarfirði og þegar liðsmann vantaði bættist Guðjón í hópinn. Í áratugi hefur verið spil- að til skiptis á heimilunum, okkur til ómældrar ánægju. Eitt hlé til að njóta veitinga okkar ágætu eiginkvenna og regla að byrja ekki rúbertu eftir miðnætti. Segja má að Guðjón bar ekki tilfinningar sínar á torg. Með til- komu Agnesar mynduðust góð tengsl við hennar fjölskyldu. Við gátum kvatt hana og fórum utan daginn fyrir andlát hennar. Ég sagði síðar við hann hversu fal- lega hann minntist hennar sem bar vott um ást og einlægni þann tíma sem þau áttu saman. Í seinni tíð strjálaðist spila- mennskan því miður vegna fjar- veru einhvers okkar, út á sjó, á Florida eða bústaðaferða eins og gengur. Það var svo óvænt ánægja, þegar hann kynnti Krist- ínu, húshjálpina sína, í síðustu spilamennsku okkar. Ómetanlegt að hún stóð við hlið hans til síð- ustu stundar. Á námsárunum og næstu ár á eftir vann Guðjón við jarðboran- ir. Lengst af veitti hann Samtök- um sveitarfélaga á Suðurnesjum forstöðu. Eitt meginverkefni þar var að vinna að framförum í sorphirðu. Sameina sveitarfélögin og Varn- arliðið í nútímalegri lausnum. Fór hann til USA til að kynna sér það nýjasta á því sviði. Það er því táknrænt að nánast á dánar- stundu hans eru kynntar stór- huga framkvæmdir í umhverfis- málum, Hringrásargarður í Helguvík. Fæstir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Milli okkar Guðjóns var alla tíð sterkur strengur. Það þurfti ekki alltaf mörg orð, en traust og væntumþykja var ávallt til stað- ar. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini í dánarkrans. (Heiðrekur Guðmundsson) Frændfólk, fjölskylda og vinir, Kristín, Hildur og Kristín H. Samúðarkveðjur til ykkar allra, þakkir fyrir allar góðu stundirn- ar. Össur og Ásdís. Ekki hvarflaði það að mér þeg- ar við Guðjón ræddumst við í síma um miðjan maí að það yrðu okkar síðustu samskipti. Reyndar vissum við af veikind- um hans en er ég innti hann eftir heilsu hans sagði hann hana bærilega og vék síðan að um- ræðuefninu sem voru bílakaup. Reyndist hann þá sem svo oft áður ráðhollur og leiðbeinandi. Guðjón var góðum gáfum gæddur og víða vel lesinn. Var sérlega ánægjulegt fyrir okkur hjónin að ferðast með þeim Agnesi hérlendis sem erlendis. Minnisstæðar eru ferðir til Þýskalands og til Tenerife þar sem þekking hans á sögu og landafræði var vel þegin og skemmtileg. Eins voru tvær ferð- ir með æskuvinkonum þeirra systra, Agnesar og Helgu, í Kar- abíska hafið sérlega eftirminni- legar. Síðan að sjálfsögðu voru ferðir innanlands, norður í sumarhús okkar í Skagafirði eða austur fyr- ir fjall til þeirra. Ótaldar eru þá margar sam- eiginlegar veiðiferðir með vinum og ættingjum, svo og veiðifélög- um, í Flóku en þar var Guðjón veiðileyfishafi og einvaldur. Minningar frá Vatnsdalsá, Þverá og Húseyjarkvísl koma fram í hugann, þá var alltaf gott veður, aðbúnaður fyrsta flokks og ekki skemmdi maturinn en Guðjón var þar á heimavelli enda frábær kokkur. Þær systur voru ásamt æsku- vinkonum sínum og mökum í saumaklúbb þar sem þorrablót var haldið árlega. Gistu þau hjón gjarnan hjá okkur þegar við buð- um til blóts en svo við aftur hjá þeim þegar blótað var í Keflavík. Það var mikil sorg þegar Guð- jón missti hana Agnesi sína fyrir tæpum þremur árum en þau voru einkar samrýnd og fór ekki á milli mála að milli þeirra ríkti mikil ást og virðing. Þau voru þá bæði hætt að mestu að vinna en vildu hafa eitthvað meira en golf- ið fyrir stafni svo þau stofnuðu lítið framleiðslufyrirtæki sem hannaði og saumaði kjóla. Urðu þeir einkar vinsælir og fóru þau hjón með þá í söluferðir víða um land. Þegar þau önnuðu varla eftir- spurn settist Guðjón við sauma- vélina og saumaði og sneið eins og hann hefði aldrei gert annað. Gat ég ekki annað en spurt hvort þetta hefði verið innifalið í námi hans sem landfræðings! En nú er komið að leiðarlok- um. Við sem hér eftir sitjum erum þess fullviss að hún Agnes hefur tekið vel á móti manni sínum með sömu væntumþykjunni og ástinni sem einkenndi þeirra samlíf hérna megin. Við sjáum þau dansa á þilfari sumarlandsins líkt og þau gerðu forðum í Karabíska hafinu. Farinn er hvers manns hug- ljúfi, stór og sterkur á alla lund. Afkomendum Guðjóns, stjúp- börnum og ættingjum færum við okkar samúðarkveðjur. Helga og Valdimar. Laugarvatn í Laugardal lengi skaltu muna. Í þeim fagra fjallasal fékkstu menninguna. Þannig skrifuðu nemendur Héraðsskólans í dýrmætar minn- ingabækur að námi loknu. Það var mikið ævintýri sem beið flestra þeirra fermingarbarna sem innrituðust að barnaskóla- námi loknu í Héraðsskólann Laugarvatni. Laugarvatn reis sem menntasetur á síðustu öld, staðurinn varð að skólaborg. Allt logaði þar af lífsfjöri og ærslum ungs fólks. Þrátt fyrir að þar ríkti heragi og strangt aðhald sem hið unga fólk mátti búa við, ekki síst í Héraðsskólanum, og það átti líka við um stúlkurnar í Húsmæðra- skólanum. Nemendur Mennta- skólans og Íþróttakennaraskól- ans bjuggu við meira frelsi. Nú eru liðnir áratugir síðan ég og mín skólasystkini gerðumst Laugvetningar, en í minningunni eins og næturvaka. Árgangarnir voru eins og stórir systkinahóp- ar. Það var mikill kærleikur og lífsreynsla sem batt þetta unga fólk saman sem vini til lífstíðar. Við fyrstubekkingar frá 1963 veittum fljótt athygli dreng frá Grindavík sem hóf nám í öðrum bekk haustið 1964. Þar var kom- inn tveggja metra maður úr Grindavík, Guðjón Guðmunds- son. Guðjón var aðlaðandi piltur og féll strax inn í vinahópinn eins og besti bróðir. Hann var einstak- lega prúður og gjörvilegur og körfuboltinn var þjóðaríþrótt Laugvetninga. Strax sáu menn fyrir sér stóran mann undir körf- unni. Skólaliðið varð sigursælt í körfuboltanum með risann á sín- um stað undir körfunni. Gaui eins og við kölluðum hann varð hvers manns hugljúfi bæði meðal nem- enda og mikilsvirtur af kennur- um. Hann var eiginlega fullorð- inn í allri framgöngu. Á lokavetri sátum við Guðjón ásamt Ólöfu Halldórsdóttur og Ara Berg- steinssyni í merkilegri skóla- stjórn Nemendafélagsins en Þórður Steindórsson frá Þrí- hyrningi var formaður. Stjórn Þórðar var farsæl og við komum að mörgum málum þennan vetur, kennararnir treystu okkur og skólastjórinn, Benedikt Sigvalda- son, var okkur mildur og eftirlát- ur. Við kynntumst hinni hliðinni á skólasjóranum en út á við virkaði hann oft eins og harðstjóri. Það var ungu fólki gott vega- nesti að vera í Héraðsskólanum á þessum byltingarárum æskunn- ar. Bítlaöldin gekk í garð og frelsi yfir eigin lífi og athöfnum var kjörorð æskunnar. Þar eins og annars staðar var fengur að Gauja. Hann lagði aldrei annað en gott til og það var mikill styrk- ur að honum í skólafélaginu. Guð- jón var potturinn og pannan í æv- intýrum okkar og mikið lím í vinahópnum í gegnum áratugina. Hlátur hans var einlægur. Gaui var gamansamur og sá vel hið spaugilega og minnugur á at- burði. Vinátta okkar í hinni ein- stöku stjórn Þórðar hefur haldið vel. Á fundum okkar bekkjar- systkinanna hefur hún verið ræktuð með stórhátíðum á ára- tugar fresti. Guðjón var bæði náms- og eljumaður sem átti greiða braut í lífinu og mikið traust samferða- manna sinna. Hann fór síðan í Hamrahlíð og kláraði stúdentinn og nam landafræði í Háskólan- um. Lengi starfaði hann við Jarð- boranir ríkisins og hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Minnisstætt var að heyra frásagnir hans af því þegar jarðhitinn braust fram úr iðrum jarðar og gleðina sem því fylgdi í sveitum landsins. En lengst og best vann hann fyrir sveitarfélög- in á Suðurnesjum sem fram- kvæmdastjóri samtaka þeirra og bjó þar syðra. Á þeim vettvangi endurnýjuðust kynni okkar eftir stækkun kjördæmanna. Ég fann festu hans og hæfileika við að leiða góð mál áfram og fara fyrir þeim. Við skólasystkini Guðjóns söknum hans sárt. Hópurinn okk- ar hefur misst góðan félaga. Við sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Guðni Ágústsson. Kæri vinur. Þetta var ekki það sem við töl- uðum um þegar þú hringdir í mig síðast. Við töluðum um að taka hring saman í golfinu og þú ætl- aðir að kíkja í heimsókn í nýja sumarbústaðinn okkar hjóna. En svo kom þetta símtal til mín, að þú værir kominn á spítala mikið veikur þaðan sem þú áttir ekki afturkvæmt. Nú hugsa ég mikið um golfferðir okkar til Spánar og Portúgals. Þessar ferðir okkar eru ógleymanlegar og allar þær stundir sem við áttum með þér og Öggu í Hreiðrinu, Akureyri og golfvöllum landsins. Þegar við hittum þig fyrst voru þið Agga að skjóta ykkur saman og fljótlega kom í ljós hvaða öðlingur þú varst. Þegar þessi veira kom til landsins þurftir þú að draga þig í hlé frá öllu amstri vegna veikinda þinna. Ekki náðum við að hitta þig eins og við vildum vegna þess. En sem betur fer hittir þú Krist- ínu sem var þér ómetanlegt. En að lokum sigraði þessi sjúkdómur allt of fljótt. Guðjón minn. Vináttu þinni munum við aldr- ei gleyma og vonum við svo inni- lega að við hittum þig og Öggu síðar í Sumarlandinu þar sem flottustu golfvellirnir hljóta að vera. Takk fyrir yndislega vináttu. Steinar og Guðrún. Komið er að leiðarlokum. Í dag er Guðjón Guðmundsson borinn til grafar. Guðjón hóf störf árið 1988 sem framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum og gegndi því starfi allt til loka árs 2009, er hann lét af störf- um vegna veikinda. Auk þess að vera framkvæmdastjóri sam- bandsins sinnti Guðjón starfi framkvæmdastjóra Sorpeyðing- arstöðvar Suðurnesja, Kölku. Guðjón sat í ýmsum nefndum á vegum SSS og Kölku og gætti hagsmuna Suðurnesjamanna. Eftir að hann lét af störfum hjá sambandinu sat hann m.a. í stjórn Fisktækniskóla Íslands fyrir hönd SSS. Ég hóf störf hjá SSS árið 2006 sem fjármálastjóri og tók við góð- um vinnustað af Guðjóni þegar hann lét af störfum. Ég hafði leyst hann af í veikindum hans það ár og þó að okkur finnist ekki langt síðan árið 2009 var voru ekki margar konur sem höfðu gegnt eða gegndu stöðu fram- kvæmdastjóra landshlutasam- taka á Íslandi. Guðjón lét sitt ekki eftir liggja í því að hvetja mig til dáða og sagði mér að ég færi létt með að takast á við þetta verkefni. Það lýsti honum svo vel sem manneskju. Guðjón hall- mælti aldrei neinum, var óhræddur að hrósa fyrir vel unn- in störf og allt það sem hann tók að sér að gera vann hann af heil- um hug og mikilli samviskusemi. Um leið og samstarfsfólk hjá Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum kveður góðan vinnu- félaga þakkar Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum Guðjóni fyrir gifturík og farsæl störf í þágu sveitarfélaga á Suðurnesj- um og sendum við fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Berglind Kristinsdóttir. Góður drengur hefur nú yfir- gefið okkar jarðneska líf. Guðjón Guðmundsson var einstaklega lipur og ljúfur í öllum mannlegum samskiptum, en gat verið fastur fyrir ef þess þurfti með. Ég kynntist Guðjóni um haust- ið 1990. Hann var þá fram- kvæmdastjóri Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Ég var ráðinn sem sveitarstjóri í Garð- inn það ár og eitt af störfum mín- um var seta í stjórn SSS. Fyrsta árið varð það mitt hlutskipti að gegna formennsku í stjórn. Ég hafði litla þekkingu á málefnum Suðurnesja og hvert hlutverk stjórnar SSS væri. Það var ein- staklega þægilegt að geta leitað til Guðjóns framkvæmdastjóra. Hann var ávallt reiðubúinn að gefa sér til tíma til að upplýsa mig um málin og undirbúa næsta fund. Ég kynntist því strax við fyrstu kynni hversu mikill mann- kostamaður Guðjón var. Við unn- um svo saman næstu 16 árin í stjórn SSS og var það virkilega ánægjulegt samstarf. Á þessum árum störfuðum við bæjar- og sveitarstjórar á Suð- urnesjum mjög náið saman og skiptumst á að bjóða til reglu- legra samstarfsfunda. Guðjón, framkvæmdastjóri SSS, sat þessa fundi með okkur. Með okk- ur skapaðist því gott samstarf og kunningsskapur sem náði út fyrir hið daglega amstur. Við, ásamt mökum okkar, fór- um í margar ferðir saman til að skemmta okkur, þónokkrar sum- arbústaðaferðir, heimsóknir til heimila okkar og ferð til Vest- mannaeyja til Kaupmannahafn- ar. Allt voru þetta einstaklega vel heppnaðar ferðir og við kynnt- umst enn betur. Þar sýndi Guð- jón hversu skemmtilegur félagi hann var. Við Ásta, kona mín, fórum einnig í skemmtilega ferð til London með Guðjóni og Agnesi. Það var einstök ferð og sást vel hversu þau Agnes náðu vel sam- an. Guðjón var mjög áhugasamur um velferð og framgang mála á Suðurnesjum. Samfélagið hér var heppið að hafa hann öll þessi ár sem framkvæmdastjóra SSS. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Guðjóni fyrir einstaklega gott samstarf, minningarnar eru margar og góðar. Við Ásta sendum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Jónsson. - Fleiri minningargreinar um Guðjón Guðmundsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJARNI GEORG EINARSSON, Fjarðargötu 49, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju föstudaginn 2. júlí klukkan 14. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Þingeyrarprestakalls hins forna. facebook.com/events/1614047175472233/ Sylvía Ólafsdóttir Ólafur Bjarnason Gerður Matthíasdóttir Einar Bjarnason Alda B. Indriðadóttir Kjartan Bjarnason Sesselja Bernódusdóttir Elínborg Bjarnadóttir Valgeir Jónasson Gróa Bjarnadóttir Kristbjörg Bjarnadóttir Sævar Gunnarsson Símon G. Bjarnason Sólveig Halla Hallgrímsdóttir afabörn, langafabörn og langalangafabarn Elskuleg dóttir okkar, GUÐLAUG AUÐUR GUÐNADÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, lést á Landspítalanum 15. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Auðunsson Alda Þorsteinsdóttir Ólína M. Brynjólfsdóttir Bjarni Gunnarsson Okkar ástkæri GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Stekkjargötu 21, Reykjanesbæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 18. júní. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 30. júní klukkan 13. Kristín Hannesdóttir Kristín Guðjónsdóttir Gísli Stefán Sveinsson Hildur Guðjónsdóttir Arnar Snæberg Jónsson Geir Rúnar Birgisson Laufey Ólafsdóttir Hrafnhildur Birgisdóttir Þórarinn Kristjánsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN J. JÓSAFATSDÓTTIR, Brákarhlíð, Borgarnesi, lést miðvikudaginn 23. júní. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn 2. júlí klukkan 14. Jónanna Björnsdóttir Níels Guðmundsson Ari Björnsson Fanney Kristjánsdóttir Guðríður Björnsdóttir Einar Hermannsson Jón Jósafat Björnsson Dagný Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir og frænka, HJÖRDÍS SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, fyrrum skrifstofustjóri landlæknis, lést laugardaginn 19. júní á Hrafnistu. Útför hennar verður frá Áskirkju fimmtudaginn 1. júlí klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á barnahjálp UNICEF. Ingimundur B. Jónsson mágkona, frændsystkini og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK JÚLÍUS JÓNSSON, verður jarðsunginn í dag, miðvikudaginn 30. júní, frá Fella- og Hólakirkju klukkan 13. Kristín Guðrún Sigurðardóttir Hilmar Haukur Friðriksson Mekkín Sæmundsdóttir Friðrik Ingi Hilmarsson Sigfús Björgvin Hilmarsson Jón Sigurður Friðriksson María Rut Beck Jóhann Georg Jónsson Gréta Karítas Jónsdóttir Ylfa Kristín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.