Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Öllum getaorðið ámistök,
nema ef til vill
þeim sem ekkert
gera - og jafnvel
það væru í eðli
sínu mistök. En stundum
eru mistökin ítrekuð, stór og
smá, og lýsa þá frekar við-
horfi eða afstöðu og hætta
um leið að teljast mistök.
Þegar horft er yfir feril Rík-
isútvarpsins á undanförnum
árum hljóta að minnsta kosti
að vakna efasemdir um að
þau lögbrot sem stofnunin
hefur framið séu einungis
saklaus og afsakanleg mis-
tök. Þau séu frekar eitthvað
verra. Getur verið að lög-
brotin stafi af viðhorfi
starfsmanna og innbyggðri
afstöðu stofnunarinnar
sjálfrar til sín og annarra?
Getur verið að ítrekuð „mis-
tök“ stafi af því að innan
stofnunarinnar hafi orðið til
það viðhorf að hún sé svo
merkileg og hafi þá stöðu í
þjóðfélaginu að hún sé í raun
hafin yfir lög?
Það er í það minnsta fullt
tilefni til að velta þessu fyrir
sér nú þegar Ríkisútvarpið
verður uppvíst að enn einu
brotinu. Og enn tengist það
auglýsingum, því þó að brot-
in séu margvísleg og misjöfn
þá tengjast þau ósjaldan
auglýsingum eða jafnvel
kostun.
Í gær birti Fjölmiðlanefnd
ákvörðun nr. 1/2021 með
þeirri „niðurstöðu að Ríkis-
útvarpið ohf. hafi brotið
gegn 5. mgr. 41. gr. laga um
fjölmiðla nr. 38/2011 með
birtingu auglýsinga í
tengslum við Krakkafréttir,
sjónvarpsþátt sem er ætlað-
ur börnum yngri en 12 ára
og er sýndur á RÚV.“
Þetta brot, líkt og sum
önnur, virðist stafa af því að
Ríkisútvarpið telur sjálfsagt
að það dansi almennt á
mörkum hins löglega, sé sí-
fellt að láta reyna á mörkin í
stað þess að taka þá afstöðu
að vera örugglega réttum
megin laganna, eins og sjálf-
sagt er að krefjast af opin-
berri stofnun sem árlega fær
milljarða króna frá skatt-
greiðendum.
Önnur nýleg dæmi um
brot Ríkisútvarpsins tengd
auglýsingum og kostun eru
þegar Fjölmiðlanefnd komst
að þeirri niðurstöðu að
Ríkisútvarpinu hefði verið
óheimilt að fá kostun á sjón-
varpsþátt og sömuleiðis að
því hefði verið
óheimilt að rjúfa
þátt með auglýs-
ingum. Enn
fremur hefur
Fjölmiðlanefnd
komist að þeirri
niðurstöðu að Ríkisútvarpið
hafi brotið gegn lögum um
hámarksmagn auglýsinga á
hverri klukkustund.
Loks má nefna - og er
þetta þó fjarri því tæmandi
upptalning - að Ríkisútvarp-
ið var sektað vegna „ófull-
nægjandi birtingar gjald-
skrár fyrir auglýsingar og
kostanir í tengslum við
heimsmeistaramót karla í
knattspyrnu, HM 2018 á
RÚV“.
Síðastnefnda brotið var
mjög alvarlegt gagnvart
öðrum á markaðnum þó að
það hljómi sakleysislega í
niðurstöðu Fjölmiðla-
nefndar. Þá var sektin sem
Ríkisúvarpinu var gert að
greiða smávægileg miðað við
tjónið sem stofnunin olli öðr-
um á markaðnum og miðað
við þann ávinning sem hún
hafði af lögbrotinu. Þetta er
raunar gegnumgangandi
með þær sektir sem lagðar
eru á stofnunina, þær eru
það lágar að þær hafa engin
áhrif á brotaviljann.
Ríkisútvarpið starfar á
markaði, nánar tiltekið á
fjölmiðlamarkaði og á aug-
lýsingamarkaði. Það er um-
hugsunarvert, svo ekki sé
meira sagt, að þessi ríkis-
stofnun, sem fær um fimm
milljarða króna á ári frá
skattgreiðendum og er auk
þess leyft að afla milljarða
króna í auglýsingatekjur,
skuli ganga fram af því of-
forsi á auglýsingamarkaði
sem dæmin sanna.
Deilt hefur verið um það,
meðal annars á Alþingi fyrr
á þessu ári, hvort að Ríkis-
útvarpinu ætti að vera heim-
ilt að afla sér auglýsinga-
tekna. Inn í þá umræðu væri
eðlilegt að tekin væri fram-
ganga Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði. Stofn-
unin hefur ekki gengið gæti-
lega fram og reynt að halda
sig innan ramma laga og
heilbrigðra viðskiptahátta.
Þvert á móti hefur hún ítrek-
að gerst brotleg við lög, fyrir
utan almenna framgöngu á
þessum markaði sem er sér-
staklega skaðleg fyrir þá
einkareknu miðla sem enn
reyna þó að halda úti starf-
semi í samkeppni við ríkis-
rekið ofureflið.
Lögbrot Ríkis-
útvarpsins geta
tæpast lengur
talist mistök}
Ítrekuð lögbrot
É
g hef ákveðið í samráði við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins að
ráðast í tilraunaverkefni um sér-
staka móttöku fyrir konur innan
heilsugæslunnar. Vísbendingar
eru um að þörfum kvenna fyrir heilbrigðisþjón-
ustu sé ekki alltaf mætt sem skyldi. Bent hefur
verið á niðurstöður rannsókna sem sýna þetta,
ábendingar þess efnis hafa borist ráðuneytinu
og orðið hefur almenn vitundarvakning sem
dregið hefur fram mikilvægi þess að bæta úr á
þessu sviði.
Í fyrra fól ég Finnborgu S. Steinþórsdóttur,
doktor í kynjafræði, að vinna úttekt þar sem
heilsufar kynjanna var kortlagt úr frá kynja- og
jafnréttissjónarmiðum og lagt mat á það hvort
heilbrigðisþjónustan mæti ólíkum þörfum
kynjanna. Að mínu mati var bæði tímabært og
mikilvægt að leggjast í slíka vinnu. Niðurstaða Finnborgar
er að konur virðast búa við lakara heilsufar og verri lífs-
gæði en karlar og að ástæður þess megi rekja að hluta til
félagslegrar og efnahagslegrar stöðu þeirra í samfélaginu,
þ.e. kynjaðra áhrifaþátta sem hafa áhrif á heilsu og líðan. Í
skýrslunni eru tillögur að aðgerðum og heilbrigðisráðu-
neytið vinnur nú að framkvæmd þeirra. Þar er meðal ann-
ars lagt til að efla þurfi þekkingu og færni heilbrigðis-
starfsfólks til að greina áhrif samtvinnaðra þátta á heilsu
og velferð, og hvernig kynjaðar staðalmyndir geta haft
áhrif á heilsu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ákvörðun
um að þróa verkefni um kvennamóttöku í heilsugæslunni
fellur vel að þessari tillögu úr skýrslu Finn-
borgar. Heilsugæslan hefur fengið 60 milljóna
króna viðbótarframlag vegna verkefnisins um
kvennamóttöku, þar af fær Þróunarmiðstöð ís-
lenskrar heilsugæslu 15 milljónir króna. Hlut-
verk þróunarmiðstöðvarinnar verður að
tryggja þekkingaröflun á þessu sviði og koma
henni á framfæri á landsvísu.
Sem dæmi um málefni sem mikilvægt er að
heilsugæslan sinni og varða konur sérstaklega
eru breytingaskeið kvenna, upplýsingar um
getnaðarvarnir, ráðgjöf um ofbeldi og afleið-
ingar þess og ýmsir sjúkdómar sem herja sér-
staklega á konur, svo eitthvað sé nefnt. Vegna
þessa hefur verið bent á að sérstakar móttökur
fyrir konur í heilsugæslu gætu verið góð leið til
að uppfylla betur þarfir þeirra fyrir þjónustu. Í
því tilraunaverkefni sem nú hefur verið ákveð-
ið að ráðast í er miðað við opnun einnar kvennamóttöku
innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mönnuð
verði stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks sem hefur þekk-
ingu á viðfangsefninu, s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum
eða ljósmæðrum. Undirbúningur að opnun kvenna-
móttöku hefst nú þegar.
Með því að taka markviss skref í þá átt að stuðla að
bættri heilbrigðisþjónustu við öll kyn og stuðla að úrbótum
á þessu sviði bætum við heilsu og líðan, og aukum þar með
jafnrétti kynjanna.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Móttaka fyrir konur í heilsugæslunni
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
R
ykkorn frá Sahara hafa
oft borist til Íslands.
Þetta kemur fram í
nýrri vísindagrein um
fok ryks og stórra kvarsagna frá
Sahara og hingað í Nature Scienti-
fic Reports. Höfundar greinarinnar
eru György Varga, Pavla Dagsson-
Waldhauserová, Fruzsina Holman-
Gresina og Ágústa Helgadóttir.
Vísindamennirnir starfa við
ELKH- rannsóknamiðstöðina í
stjörnufræði og jarðvísindum í
Búdapest í Ungverjalandi, Land-
búnaðarháskóla Íslands og hjá
Landgræðslunni.
Þeir lýstu því hvernig ryk-
storma frá Sahara hefur orðið vart
á Íslandi á undanförnum 15 árum.
Fjallað er um veðurfræðilegan
bakgrunn stormanna, leiðir sem
rykagnirnar ferðast, möguleg upp-
runasvæði og almenna eiginleika
ryksins. Alls voru greindir 15 ryk-
stormar og sýndi greiningin að fín-
korna ryk getur ferðast þúsundir
kílómetra frá Sahara. Rykagnir
sem safnað var á Keldnaholti þeg-
ar sterkir rykstormar geisuðu
sýndu að það voru ekki aðeins agn-
arsmá rykkorn sem komu þessa
löngu leið heldur einnig stærri
agnir sem voru allt að 0,1 mm í
þvermál.
Ljóst þykir að loftslagsbreyt-
ingar hafa m.a. haft áhrif á loft-
strauma, flutningskerfi andrúms-
loftsins. Það þótti einkar mikilvægt
hvað vísindamennirnir fundu mikið
af stórum, loftbornum rykkornum.
Áhrif loftslagsbreytinga
Niðurstöðurnar benda til þess
að suður-norðlægir vindar séu
orðnir meira ráðandi en áður og
flytji heitt loft til heimskautssvæð-
isins. Um leið jafnast út hitamunur
á milli norður- og suðurslóða sem
hefur áhrif á loftstrauma. Áreiðan-
legar veðurfarsmælingar eru til
allt frá 9. áratug 19. aldar. Meðal-
hiti á jörðinni hefur hækkað um
nærri eitt stig (°C) síðan þá. Megn-
ið af þessari hlýnun hefur orðið á
síðustu 10-15 árum. Hún dreifist
ekki jafnt og er hlýnun á norður-
slóðum mun meiri en á suðlægari
slóðum. Ein afleiðing af þessu eru
sterkir vindar frá eyðimerkur-
svæðum Norður-Afríku sem geta
borið mikið ryk norður á bóginn.
Þessa hefur stundum orðið vart á
meginlandi Evrópu. Í Ungverja-
landi hafa fundist tengsl á milli
skotvinda í háloftunum og meira
foks af ryki frá Sahara til svæð-
isins við Karpatafjöll. Það þykir þó
einkar áhugavert að rykið frá Sa-
hara hafi svo oft sem raun ber
vitni fokið alla leið til Íslands.
Þá þykir það undirstrika
mikilvægi niðurstaðnanna að grein-
ing á hundruðum þúsunda smærri
og stærri steinagna sýna að mun
meira af stórum ögnum berst út í
andrúmsloftið en áður var talið.
Þessi stærri korn draga í sig geisla
sólarinnar og hitna fremur en að
endurkasta sólargeislunum eins og
smærri rykkorn gera. Það stuðlar
að hlýnun andrúmsloftins í stað
þess að kæla það. Niðurstaðan er
sú að taka verði tillit til þeirra
áhrifa í veðurfarslíkönum.
Ísland er helsta upprunasvæði
ryks í Evrópu. Hér eru 44.000 fer-
kílómetra eyðimerkur og að með-
altali er jarðvegsfok hér í 135 daga
á ári. Sýni af íslensku ryki voru
rannsökuð til að greina þau frá
ryki frá Sahara-eyðimörkinni.
Hægt er að greina með sérstökum
tækjabúnaði hvaðan rykið er komið
og meira að segja hvar á Íslandi
einstök rykkorn eru upprunnin út
frá stærð þeirra og lögun.
Rykið fýkur hingað
frá Sahara-eyðimörk
Gervihnattamynd/NASA
Loftflutningar Á þessari gervihnattamynd sést hvernig rykský er á leið frá
Sahara-eyðimörkinni til Íslands. Myndin var tekin 24. apríl 2019.
Dr. Pavla Dags-
son-Waldhause-
rová, loftgæða-
og ryksérfræð-
ingur, er einn ís-
lensku vísinda-
mannanna sem
tóku þátt í
rannsókninni
og skrifuðu
greinina. Hún er á meðal stofn-
enda Rykrannsóknafélags Íslands
sem stuðlaði að fjölþjóðlegu sam-
starfi vísindamanna.
„Við munum örugglega halda
þessum rannsóknum áfram,“
sagði Pavla. Hún hóf rykrann-
sóknir 2010-2011 í samvinnu við
Ólaf Arnalds prófessor við LBHÍ
og Harald Ólafsson prófessor við
HÍ. Pavla fékk styrk frá Rannís til
verkefnisins og sagðist mundu
leita stuðnings við frekari rann-
sóknir á þessu sviði. Þessar
rannsóknir og fleiri hafa þegar
skilað mikilvægum niðurstöðum
um ryk og uppruna þess.
Meiri
rannsóknir
RYKRANNSÓKNIR
Pavla Dagsson-
Waldhauserová