Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.2021, Blaðsíða 22
Eitt ogannað 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Fylkir........................................ 0:0 ÍBV – Þróttur R........................................ 1:2 Valur – Keflavík........................................ 4:0 Staðan: Valur 8 5 2 1 20:11 17 Breiðablik 7 5 0 2 27:11 15 Selfoss 7 4 1 2 13:10 13 Þróttur R. 8 3 3 2 18:14 12 Stjarnan 7 3 1 3 9:11 10 ÍBV 8 3 0 5 13:17 9 Keflavík 8 2 3 3 8:13 9 Fylkir 8 2 3 3 8:16 9 Þór/KA 8 2 2 4 7:12 8 Tindastóll 7 1 1 5 5:13 4 EM karla 2021 16-liða úrslit: England - Þýskaland................................ 2:0 Svíþjóð – Úkraína ............................ (frl.) 1:2 _ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum í Róm 3. júlí. 50$99(/:+0$ Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: Phoenix - LA Clippers ..................... 102:116 _ Staðan er 3:2 fyrir Phoenix. >73G,&:=/D Knattspyrna Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – Selfoss . 18 Kópavogur: Breiðablik – Stjarnan...... 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Fagverksvöllur: Afturelding – ÍA....... 19.15 2. deild karla: Fjarðabyggðarhöllin: Leiknir F. – KV.... 17 Ólafsfjörður: KF – Fjarðabyggð ............. 18 Húsavík: Völsungur – Magni............... 19.15 BLUE-völlur: Reynir S. – Njarðvík ... 19.15 Ásvellir: Haukar – ÍR........................... 19.15 Vogaídýfuvöllur: Þróttur R. – Kári .... 19.15 Í KVÖLD! Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er að ganga til liðs við ítalska B-deildarfélagið Lecce. Ak- ureyri.net greindi frá þessu í gær. Miðvörðurinn ungi, sem er ein- ungis 21 árs gamall, er uppalinn hjá KA á Akureyri en hefur leikið með bæði Einherja og Magna að láni frá KA undanfarin ár. Hann lék alla þrjá landsleiki Íslands í maí/júní og hefur eftir það verið sterklega orð- aður við erlend félög. Lecce hafnaði í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. sport@mbl.is Brynjar Ingi á leið til Ítalíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ítalía Brynjar Ingi Bjarnason í leik með KA gegn Stjörnunni. Selfyssingurinn Guðmundur Þór- arinsson er í liði umferðarinnar í bandarísku MLS-deildinni í knatt- spyrnu. Guðmundur lék vel fyrir New York City í 2:1-sigri á DC United á sunnudaginn var. Guðmundur og félagar hafa ver- ið á fínu skriði í deildinni og unnið þrjá leiki af síðustu fjórum og sitja þeir í sjöunda sæti með 17 stig, átta stigum á eftir toppliði Seattle. Guðmundur var í liði Íslands í vináttuleik gegn Póllandi fyrr í mánuðinum og átti þátt í báðum mörkum Íslands í 2:2-jafntefli. Valinn í lið um- ferðarinnar AFP Örvfættur Guðmundur Þórarinsson í landsleiknum gegn Póllandi. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Elín Metta Jensen gerði sér lítið fyr- ir og skoraði þrennu fyrir Val þegar liðið tók á móti Keflavík í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, á Origo-vellinum á Hlíðar- enda í áttundu umferð deildarinnar í gær. Landsliðsframherjinn skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins áður en Sólveig Larsen innsiglaði sigur Vals- kvenna með marki á lokamínútunum en leiknum lauk með 4:0-sigri Vals og var sigurinn aldrei í hættu. „Elín var gagnrýnd nokkuð fram- an af móti fyrir að vera lengi í gang, en hún er nú komin með sjö mörk og er markahæst allra í deildinni ásamt DB Pridham hjá ÍBV,“ skrifaði Jó- hann Ingi Hafþórsson m.a. í umfjöll- un sinni um leikinn á mbl.is. Valur fer með sigrinum upp í 17 stig í efsta sæti deildarinnar en Keflavík er í sjöunda sætinu með 9 stig. _ Elín Metta Jensen hefur nú skorað sex þrennur í efstu deild frá því hún lék sinn fyrsta meistara- flokksleik í júlí 2010 en hún á að baki 158 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 118 mörk. Fyrsti sigur Þróttara Ólöf Sigríður Kristinsdóttir reyndist hetja Þróttar úr Reykjavík þegar liðið heimsótti ÍBV á Há- steinsvöll í Vestmannaeyjum. Leiknum lauk með 2:1-sigri Þrótt- ara en Ólöf Sigríður skoraði sig- urmark leiksins á 81. mínútu þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Auður Scheving, markvörður ÍBV, varði vel. Eyjakonur geta nagað sig í hand- arbökin fyrir að hafa ekki fengið neitt úr úr leiknum eftir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum, í stöðunni 1:0 og 1:2. „Eyjakonur fengu svo tækifæri til þess að jafna metin í uppbótartíma þegar þær fengu vítaspyrnu en Íris Dögg í marki Þróttara var ákveðin í að fá ekki mark á sig úr víta- spyrnum í kvöld og gerði sér lítið fyrir og greip spyrnuna hjá Liönu Hinds,“ skrifaði Sara Rós Ein- arsdóttir m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Þróttarar fara með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig en ÍBV er í því sjötta með 9 stig. _ Þetta var fyrsti sigur Þróttar gegn ÍBV síðan liðin mættust fyrst í nóvember 2004. Fyrir leik gærdags- ins hafði ÍBV unnið fimmtán sinnum og sex sinnum höfðu liðin gert jafn- tefli. Tókst ekki að nýta yfirburðina Þór/KA mistókst að koma sér úr fallsæti þegar liðið tók á móti Fylki á SaltPay-vellinum á Akureyri en leiknum lauk með markalausu jafn- tefli. Akureyringar voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu meðal annars skalla í slá í síðari hálfleik en þeim tókst ekki að nýta yfirburði sína í leiknum og jafntefli því niðurstaðan. „Ljósustu punktarnir í leiknum voru varnarleikur og vinnusemi Fylkiskvenna. Miðverðirnir Sæunn Björnsdóttir og Kolbrún Tinna Eyj- ólfsdóttir voru öflugir og María Eva Eyjólfsdóttir studdi vel við þær allan seinni hálfleikinn,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Þór/KA er áfram í níunda sæti deildarinnar með 8 stig en Fylkir er í því áttunda með 9 stig. _ Þór/KA hefur gengið afar illa á heimavelli í síðustu leikjum sínum en liðið hefur aðeins fengið 1 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum heima- leikjum sínum. Valskonur á toppnum - Eyjakonur brenndu af tveimur vítaspyrnum þegar Þróttur kom í heimsókn - Þór/KA og Fylki tókst ekki að koma boltanum í netið í fallbaráttuslagnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þrenna Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen kemur Val yfir gegn Keflavík á Hlíðarenda, en hún bætti síðar við tveimur mörkum í leiknum. VALUR – KEFLAVÍK 4:0 1:0 Elín Metta Jensen 21. 2:0 Elín Metta Jensen 35. 3:0 Elín Metta Jensen 57. 4:0 Sólveig Larsen 84. MM Elín Metta Jensen (Val) Mary Alice Vignola (Val) M Sandra Sigurðardóttir (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Sólveig Larsen (Val) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 7 Áhorfendur: Á að giska 100. ÍBV – Þróttur R. 1:2 1:0 Delaney Pridham 25. 1:1 Linda Líf Boama 47. 1:2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 81 MM Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti) Katherine Cousins (Þrótti) Liana Hinds (ÍBV) M Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ((Þrótti) Linda Líf Boama ((Þrótti) Delaney Pridham (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 6. Áhorfendur: 169. ÞÓR/KA – FYLKIR 0:0 M Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA) Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) Sæunn Björnsdóttir (Fylki) Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylki) Fjolla Shala (Fylki) María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki) Dómari: Elías Ingi Árnason - 8. Áhorfendur: 196. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/ fotbolti. _ Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík og Sara Rún Hinriksdóttir, úr Haukum, voru kjörin bestu leik- menn Íslandsmótsins í körfuknatt- leik. Verðlaunin voru afhent á Grand hótel í gær en Sara Rún er stödd er- lendis og gat því ekki verið viðstödd. Elísabeth Ýr Ægisdóttir úr Haukum og Styrmir Snær Þrastarson úr Þór Þorlákshöfn þóttu bestu ungu leik- mennirnir en leikmenn í deildunum sjá um að kjósa. Lárus Jónsson hjá Þór Þorlákshöfn var kjörinn besti þjálfarinn í efstu deild karla og Ólafur J. Sigurðsson hjá Val í efstu deild kvenna, en liðin urðu bæði Íslandsmeistarar. Á mbl.is/sport/korfubolti má sjá hverjir skipa úrvalsliðin og þar er einnig að finna viðtöl þessu tengd. _ Sundmaðurinn Róbert Ísak Jóns- son verður á meðal keppenda á Paralympics, Ólympíumóti fatlaðra, sem fram fer í Tókýó í Japan dagana 24. águst-5. september. Róbert Ísak verður því fimmti íslenski keppand- inn en þau Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson munu einnig taka þátt fyrir Íslands hönd. . _ Lionel Messi skoraði tvívegis þeg- ar Argentína tryggði sér efsta sæti A-riðils í Suður-Ameríku-bikarnum, Copa America með 4:1-sigri á Bóli- víu. _ Ómar Ingi Magnússon, marka- kóngur þýsku 1. deildarinnar í hand- bolta, hefur framlengt samning sinn við Magdeburg til ársins 2026. Hann var áður með samning til ársins 2024.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.