Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
Páll Vilhjálmsson bendir á að al-vöru fjölmiðlar sögðu frá fundi
Trump, til stuðnings þeim frambjóð-
endum Repúblíkanaflokksins sem
forsetinn fv. styður í
næstu kosningum:
- - -
Öðrum þræði erTrump að gæla
við forsetaframboð
2024, segir Tele-
graph, sem þykir ekki
útgáfa höll undir fyrr-
verandi forseta.
- - -
Svo kemur RÚVmeð frétt af úti-
fundi Trump og
hljómar eins og safn-
aðarrit hatursmanna fyrrverrandi
forseta. Fyrirsögnin er ,,Hamrar
enn á ósannindum um kosningasvik“
og hér er smjörþefur af textanum:
„Við gætum þurft að vinna í þriðja
sinn,“ sagði forsetinn, „það er mögu-
legt.“ Í þessari setningu kristallast
jafnframt eitt megininntak ræðu-
haldanna: Áframhaldandi rang-
færslur um að hann hafi í raun unnið
stórsigur í forsetakosningunum í
nóvember en verið snuðaður um
hann með vélabrögðum.
Samkvæmt Telegraph talaði
Trump í rúma klukkustund.
- - -
Frétt RÚV gefur til kynna aðkarlinn hafi vælt í fimm mín-
útur um kosningasvindl. RÚV segir
ekkert frá tilefni fundarins, þátttöku
og pólitísku samhengi. Þingkosn-
ingar eru þar vestra á næsta ári þar
sem öll þingsæti fulltrúadeild-
arinnar eru í húfi, rúm 400, og 34 af
100 þingsætum í öldungadeildinni.
Safnaðarútgáfa hagsmunahópsins á
Efstaleiti er löngu hætt að segja
fréttir. Öllu púðrinu er eytt í boð-
skap og útleggingu rétttrúnaðar-
ins.“
- - -
Til hvers er ríkissjóður að pundamilljörðum í svo ónýta stofnun?
Trump
Söfnuður í
öngstræti
STAKSTEINAR
Páll
Vilhjálmssson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gámalásar tengivagns, sem átti þátt
í alvarlegu slysi á Vesturlandsvegi í
byrjun síðasta árs, voru í bágbornu
ástandi og er talið að það ásamt öðru
hafi valdið slysinu. Tveir slösuðust
alvarlega og man hvorugur þeirra
eftir aðdraganda slyssins. Þetta
kemur fram í skýrslu Rannsóknar-
nefndar samgönguslysa.
„Gámalásar tengivagnsins voru of
veikir til að halda gámi föstum undir
væntu hliðarálagi, án hliðarstýringa
sem höfðu verið fjarlægðar,“ segir í
orsakagreiningu slyssins. Þar kemur
einnig fram að ökumaður gámabif-
reiðarinnar hafi ekki gætt að því að
læsa loki gámsins.
Slysið varð þegar vörubifreið var
ekið suður Vesturlandsveg í Kolla-
firði á sama tíma og gámaflutninga-
bifreið með tengivagni var ekið á
móti. „Rétt áður en bifreiðarnar
mættust féll gámur af tengivagnin-
um í veg fyrir vörubifreiðina. Öku-
maður vörubifreiðarinnar hlaut al-
varlega áverka við áreksturinn.
Tengivagninn sveiflaðist til aftan í
gámabifreiðinni og rakst á fólksbif-
reið sem ekið var á eftir vörubifreið-
inni. Ökumaður hennar hlaut einnig
alvarlega áverka,“ segir í skýrslunni.
Rannsóknarnefndin leggur m.a. til
bindandi öryggisreglur um úttektir
á gámalásum og krókheysisbúnaði.
Slysið rakið til lélegra gámalása
- Tveir slösuðust alvarlega í slysinu
- Hvorugur man eftir aðdragandanum
Morgunblaðið/Eggert
Á vettvangi Loka þurfti fyrir bíla-
umferð vegna rannsóknar.
Ólafur B. Thors, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri
Sjóvár-Almennra, lést á
mánudaginn á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni,
83 ára að aldri. Ólafur
fæddist í Reykjavík 31.
desember 1937, yngstur
þriggja systkina. For-
eldrar hans voru Elísa-
bet Ólafsdóttir Thors,
f.4.7. 1910, d.16.12. 1999,
og Hilmar Thors, f. 7.7.
1908, d. 10.7. 1939.
Ólafur lauk stúdents-
prófi frá MR 1957 og embættisprófi í
lögfræði frá HÍ 1963. Hann öðlaðist
hdl.-réttindi 1964 og stundaði trygg-
inganám í Lundúnum árin 1964-65.
Ólafur var deildarstjóri hjá Al-
mennum tryggingum hf. 1963-70 og
varð svo aðstoðarforstjóri þar á ár-
unum 1970-76 og síðar forstjóri frá
1976-89. Hann var einnig forstjóri Al-
mennra líftrygginga hf. frá 1981-91
og framkvæmdastjóri Sjóvár-
Almennra trygginga hf. 1989-2002.
Ólafur var formaður Vöku 1961-62,
formaður Heimdallar 1966-68 og sat í
stjórn SUS 1967-69. Þá var Ólafur í
stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík 1966-70 og 1973-77 í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins. Hann
sat í miðstjórn flokksins 1971-73.
Ólafur var borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík frá 1970-82, sat
í borgarráði 1970-74 og var forseti
borgarstjórnar 1974-78.
Ólafur kom víða við á
starfsferli sínum og sat í
mörgum stjórnum, m.a.
í stjórn Landsvirkjunar
1977-83 og í bankaráði
Seðlabanka Íslands
1982-98. Þar af var hann
formaður bankaráðs
1986-90.
Ólafur hafði mikinn
áhuga á tónlist, bæði
klassískri og djass-
tónlist, og sat hann í
stjórn Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands 1976-78 og var
stjórnarformaður 1986-90, í stjórn
Sinfóníuhljómsveitar æskunnar 1986-
93, í úthlutunarnefnd listamanna-
launa 1974-78, í stjórn Ísafold-
arprentsmiðju 1969-82, í stjórn Sam-
taka um byggingu tónlistarhúss
1993-99, var formaður samstarfs-
nefndar ríkis og borgar um byggingu
Hörpu frá 1999 og formaður Aust-
urhafnar, rekstrarfélags um Hörpu,
til 2005. Ólafur var aðalræðismaður
Japans á Íslandi frá 1982-2002.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Jó-
hanna Jórunn Thors, f. 8.9. 1937, hús-
freyja. Sonur þeirra er Hilmar, f.
3.12. 1965, framkvæmdastjóri, en
kona hans er Hlíf Thors Arnlaugs-
dóttir, verkefnastjóri við Hugvís-
indasvið HÍ. Synir þeirra eru Ólafur
Baldvin Thors, BS í hagfræði, og
Benedikt Thor Thors stúdent.
Andlát
Ólafur B. Thors