Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 14
14 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Það er allt of algeng skoðun á Íslandi að ákvæði Mann- réttindasáttmála Evrópu séu bindandi fyrir visst fólk, sem ekki eru skoð- anasystkini lítils minnihlutahóps sem fer mikinn. Ekki alls fyrir löngu flutti ég mál fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópu (annað málið sem þar var munnlega flutt gegn Ís- landi). Vörður Ólafsson húsa- smíðameistari hafði verið skyldaður með lögum til greiðslu fé- lagsgjalda til Samtaka iðn- aðarins. Vörður sætti sig eng- an veginn við að félagsgjöldin væru notuð til pólitísks áróð- urs um ágæti Evrópusam- bandsins. Vörður hafði sigur og eru málinu oftsinnis gerð skil í erlendum lögfræðigrein- um þótt ekki fari nú mikið fyr- ir því á Íslandi. Skoðanafrelsi og félagafrelsi Þannig er mál með vexti að skoðanafrelsi og félagafrelsi eru nátengd hugtök. Niður- staða Mannréttindadómstóls Evrópu var að, að samanlögðu mati (e. in conjunction with) á ákvæðum Mannréttinda- sáttmála Evrópu um skoðana- frelsi og félagafrelsi, stæðist gjaldtakan ekki. Ekki þarf lengi að skoða viðkomandi ákvæði til að skilja niðurstöð- una. Á sínum tíma naut ég nokkurs fjárhagslegs tilstyrks félaga iðnmeistara til að ráða erlenda sérfræðinga og ná til- settum árangri, en kostaði mitt starf að mestu sjálfur og sé ekki eftir því. – Mig langaði eðlilega ekkert að Ísland yrði undirselt innlimun í Evrópu- sambandið, ekki frekar en Vörður. Raunverulegt félagafrelsi á Íslandi Ég tel langlíklegast að löngu úrelt lög um stéttar- félög og vinnu- deilur frá árinu 1938 standist ekki mannrétt- indaviðmið nú- tímans um skoð- anafrelsi. Þau fela í sér skyldu- aðild að stéttar- félögum í raun. Enda eru þeir hér á landi sem ekki kjósa aðild illa settir eða úti- lokaðir hvað starfsmöguleika varðar. Hjá Mannréttinda- dómstóli Evrópu er slíkt athæfi margdæmt. Auglýsingar Alþýðu- sambands Íslands Alþýðu- samband Ís- lands hefur að undanförnu slegið um sig með heldur bet- ur greindarlegum auglýs- ingum. Svo sem „það er nóg til“. Eva Peron hefði, af allri sinni afburðaþekkingu, sem best getað tekið undir með Drífu Snædal. Nema hvað; á því landi Evrópu sem ber, að öllu samanlögðu, hæstu skatt- byrðina er auðvitað nóg til. Og þessar pólitísku auglýsingar eru kostaðar af öllum félögum ASÍ, hvort sem þeim líkar betur eða verr. – En hvernig læt ég að hafa slíkar efasemd- ir? Aðgerðir til úrbóta Ég tel réttmætt að með- limir ASÍ sem ekki vilja láta slíkt yfir sig ganga, líkt og Vörður Ólafsson á sínum tíma, láti mannréttindabrot ASÍ ekki átölulaus. ASÍ-félögum er velkomið að vera í sam- bandi við mig. Viðkomandi þarf, líkt og Vörður, að vera reiðubúinn að koma fram und- ir eigin nafni. En þar er hreint ekkert að óttast; „woke“ fólkið er sem sé pappírstígrisdýr. – Stalín er ekki lengur hér. Nú, eða kannski tekur Al- þingi af skarið og tryggir lýð- ræði og lýðræðislega meðferð valds í íslenskum verkalýðs- félögum líkt og Mannréttinda- sáttmáli Evrópu kveður á um. Alþýðusamband Íslands brotlegt við Mannrétt- indasáttmála Evrópu Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson »Ég tel lang- líklegast að löngu úrelt lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 standist ekki mannréttinda- viðmið nútímans um skoðana- frelsi. Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. ✝ Guðjón fæddist 8. ágúst 1949 í Heimalandi í Þór- kötlustaðahverfi í Grindavík. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans 18. júní 2021. Guðjón var son- ur hjónanna Guð- mundar Jónssonar, f. 1902, d. 1979, og Ingibjargar Elías- dóttur, f. 1915, d. 1989. Bróðir Guðjóns er Elías Guðmundsson, f. 1942, kona hans er Eva Odd- geirsdóttir, f. 1942, og eiga þau fjögur börn. Fyrri eiginkona Guðjóns er Sveinfríður Ragnarsdóttir, f. 1949, þau skildu. Dætur þeirra eru 1) Kristín Guðjónsdóttir, f. 1965, gift Gísla Stefáni Sveins- syni og á hann Óskar, Elínu Þór- dísi og Kristin Má og átta barna- börn. 2) Hildur Guðjónsdóttir, f. er Kristín Hannesdóttir, f. 1953. Börn hennar eru Kristinn Arn- ar, Jónína Fjóla og Brynja Stein- unn. Guðjón tók landspróf í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1966 og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1971. Hann lauk BS-prófi í landafræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og rekstrar- og við- skiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands 1992. Guðjón vann hjá Orkustofnun á árunum 1969-1988 og var einnig kennari í unglingadeild Víghólaskóla í Kópavogi frá 1976 til 1980. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) frá 1988 til 2010. Guðjón kom að stofnun Fisktækniskóla Íslands frá upphafi, var í stjórn skólans og fjármálastjóri frá 2015 til 2021. Auk þess gegndi hann fjölmörgum trúnaðar- og félagsstörfum í gegnum tíðina. Hann var félagi í Rótarý- klúbbi Keflavíkur og frímúr- arastúkunni Sindra. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 30. júní 2021, klukkan 13. 1982, gift Arnari Snæberg Jónssyni og eiga þau Tómas Andra, Brynjar Frey, Egil og Bryn- hildi Unu. Seinni eiginkona Guðjóns var Agnes Geirsdóttir, f. 1952, d. 2018. Börn Agnesar og Birgis Lárussonar, fv. eig- inmanns hennar, eru 1) Geir Rúnar, f. 1974, maki Laufey Ólafsdóttir. Börn Geirs og fv. eiginkonu hans, Stefaníu Óskar Þorsteinsdóttur, eru Agnes, Björgvin Óli og Ásbjörn. Barnabarn Geirs Rúnars er stúlka fædd í júní 2021. 2) Hrafnhildur, f. 1980, maki Þór- arinn Kristjánsson. Börn Hrafn- hildar og fv. eiginmanns henn- ar, Aðalsteins Sigurðssonar, eru Birgir Jarl og Amanda Brák. Eftirlifandi unnusta Guðjóns Ég bjó með mömmu hjá ömmu og afa og systkinum hennar og var tæplega þriggja ára þegar þú komst inn í líf mitt og við urðum fljótt miklir vinir og þú kletturinn minn og pabbi. Eflaust ansi eig- ingjörn á hvort annað þannig að það slitnaði um tíma sambandið við Sæmund pabba. Þú varst í Hamrahlíð og síðan í landa- og jarðfræði í Háskólanum. Um nær hverja helgi fórum við í Heima- land til Ingu ömmu og Munda afa. Þau voru með kindur og hænur, einnig kartöflugarð og alltaf gaman í réttunum. Þú kenndir samfélagsfræði í Víg- hólaskóla 1976-1980. Þú þurftir ekki mikið að hasta á nemend- urna, ef þér fannst einhver órói í bekknum stóðstu bara upp og þá komst ró hópinn því þú varst mjög hávaxinn en alltaf svo ró- legur. Við ferðuðumst mikið og kenn- arinn í þér þreyttist ekki á að segja mér sögur um landið og staðarnöfn. Í Hong Kong eltu klæðskerarnir þig og vildu ólmir sauma á þig föt, því í þá daga var ekki svo auðvelt að fá nógu er- malangar skyrtur, en síðar varð það allt annað mál í Ameríku. Í Kína litu allir upp til þín. Fyrir um þrjátíu árum endur- nýjuðust góð kynni aftur við Sæ- mund pabba í Grindavík, hann lést árið 2012 úr veikindum. Þar var ég svo heppin að kynnast Villu minni og eiga fjóra bræður og ekki síst að kynnast Gísla mín- um. Fyrir utan ferðalögin hafðir þú gaman af að veiða, elda góðan mat, spila bridge, varst í Rótarý og síðan Frímúrurunum og þið Agnes dugleg í golfinu. Einnig hafðir þú yndi af sumarbústaðn- um ykkar, Hreiðrinu, á Hallkels- hólum og dundaðir þér þar við að smíða, dytta að ýmsu, matjurta- og blómarækt. Á sjötugsafmælinu þínu fórum við systur ásamt Brynjari, Geira og Habbý í dagsferð til Vest- mannaeyja í dásemdarveðri. Það var gaman að skoða goslokasafn- ið með þér, þú hafðir verið í Eyj- um í gosinu að moka vikri af þök- um o.fl. Við enduðum síðan í mat á Fjöruborðinu á Stokkseyri í hópi fjölskyldunnar og góðra vina. Í upphafi átti þetta að vera óvissuferð en þú varst ekki til í það nema vita um allt skipulagið hjá okkur systrum. Í byrjun Covid var pabbi í sjálfskipaðri sóttkví eins og svo margir aðrir en var svo heppinn að hafa góðan félagsskap og njóta lífsins með unnustu sinni, nöfnu minni Kristínu Hannesdóttur. Hún hefur verið alveg einstök, stutt hann og hvatt áfram í veik- indunum og staðið eins og klettur við hlið hans sem er alveg ómet- anlegt fyrir okkur systur. Við fundum svo vel hvað þér leið vel með Kristínu, ljómaðir alveg. Pabbi lá í viku á 11E á Land- spítalanum við Hringbraut og þar vorum við systur og Kristín mikið hjá honum og fengum að kynnast okkar einstaka liði lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hugsuðu svo vel um hann og reyndu að láta hon- um líða sem best síðasta spölinn sinn. Pabbi hafði einnig miklar mætur á Brynjari Viðarssyni lækni, sem hann hafði verið hjá sl. 15 ár og kann ég þeim öllum mínar bestu þakkir. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þin.“ (Kahlil Gibran) Blessuð sé minning þín pabbi minn, takk fyrir allt og allt. Góða ferð í Sumarlandið þitt. Þín Kristín. Fyrir nokkrum vikum sátum við Guðjón Guðmundsson saman í stofunni í Njarðvík. Tveir bændasynir í rafknúnum hæg- indasófa. Samskiptin hæglát í traustum skorðum. Annar orðinn veikur og ljóst að útlitið væri ekki gott. Í sjónvarpinu rann glóandi hraun yfir land við Fagradals- fjall. Guðjón velti fyrir sér sjón- arhorni myndavélarinnar og þeg- ar hann hafði áttað sig á því sagði hann mér ítarlega frá staðháttum sem hann þekkti vel til. Sem ung- ur maður hafði hann oft farið um dali og fjöll þarna á svæðinu til að smala kindum. Ég þekkti náttúrulega ekki þann unga smala. Við Guðjón hittumst nefnilega fyrst fyrir tuttugu árum. Ætli það hafi ekki verið eitt af fjölmörgum matar- boðum í Langholtinu. Hann á heimavelli sem gestgjafi og ástríðukokkur en ég hálfgerð taugahrúga að hitta hann og Agnesi í fyrsta skipti. Aðrir gest- ir fengu knús frá þessum stóra manni, en eftir örlítið hik okkar beggja fékk nýi tengdasonurinn varfærnislegt handaband. Þann- ig heilsuðumst við fyrstu árin en svo leysti snaggaralegt faðmlag handabandið af hólmi. Þrátt fyrir þessi örlitlu form- legheit í upphafi áttaði ég mig fljótt á því að Guðjón var ljúfur maður og traustur í eðli sínu. Kurteis og jafnlyndur og afskap- lega ræktarsamur við ættingja og vini – áhugasamur um hagi og velferð samferðafólks síns. Ég held reyndar að hann hafi alltaf unað sér best með fólk í kringum sig; hann var ekki einfari að neinu leyti. Um leið bar hann til- finningar sínar ekki á torg nema fyrir sína allra nánustu. Guðjón var merkileg blanda af heimsborgara og sveitamanni. Hann kunni að njóta lífsins þegar kom að mat, drykk og ferðalög- um og hafði ánægju af því að gleðjast og spjalla í góðra vina hópi. Fróðleiksfús. Lestrarhest- ur. Safnari. Græjukall. Mikill út- vistarmaður og sinnti áhugamál- um því tengdu af ástríðu; t.d. golfi, veiði, bústaðnum og ferða- lögum. Þessi útivistaráhugi þýddi að það mátti alltaf sjá á Guðjóni hversu gott sumarið hafði verið enda varð maðurinn fagurbrúnn við minnstu sólarglætu. En fyrst og fremst var tengda- pabbi minn alveg sérstaklega hlýr og góður afi. Það var ynd- islegt að sjá hann ræða við börnin okkar Hildar minnar, oft með glettni í augum. Finna fyrir stolti hans yfir smáum og stórum sigr- um þeirra eða bara einhverju hversdagslegu amstri og afrek- um. Hann var vinur þeirra, stuðningsaðili og fyrirmynd. Eft- ir fráfall Agnesar varði Guðjón auknum tíma með okkur, til dæmis þremur síðustu aðfanga- dagskvöldum sem nú eru kær og mikilvæg minning, síðast með Kristínu unnustu sinni sem var honum ómetanleg stoð og stytta síðustu mánuðina. Og nú er Guðjón farinn. Hann kvaddi helst til snemma eftir snörp veikindi. Það er erfitt að sætta sig við að svona hafi farið – en þannig virkar hin stöðuga hringrás. Í henni renna líf og dauði saman í eina órofa heild rétt eins og glóandi hraunið sem færir mosann í kaf í grennd við æskustöðvar hans. Eina svarið við því er að vera þakklátur fyrir þær sterku og hlýju minningar sem samfylgdin með Guðjóni Guðmundssyni skilur eftir sig. Þær munu lifa áfram um langa framtíð. Arnar Snæberg Jónsson. Látinn er frændi okkar, Guð- jón Guðmundsson frá Heima- landi í Grindavík. Við bræður og Guðjón vorum systrasynir þar sem örfá ár skildu á milli okkar en Guðjón og Sigga, systir okkar, voru jafnaldra. Mæður okkar, þær Elín og Ingibjörg Elíasdætur, voru mjög samrýndar systur og fljótlega eftir að Ingibjörg kynntist manni sínum, Guðmundi Jónssyni, og flutti til Grindavíkur kom Elín móðir okkar í nokkurra vikna heimsókn og kynntist þar föður okkar og síðar eiginmanni sínum, Ólafi Guðmundssyni frá Þór- kötlustöðum. Þau hófu síðan bú- skap í Reykjavík. Foreldrar Guðjóns byggðu sér heimili í Þórkötlustaðahverfi og kölluðu hús sitt Heimaland. Þarna fæddist Guðjón frændi og þarna var hann alinn upp ásamt eldri bróður sínum Elíasi. Í Þór- kötlustaðahverfi stunduðu íbúar vinnu tengda sjómennsku og fisk- vinnslu en sumir höfðu einnig lítil bú með sauðfé og fleiru, þar á meðal fjölskyldan í Heimalandi. Á 6. og 7. áratug síðustu aldar var Þórkötlustaðahverfið í Grindavík sambland af strjálbýlu sjávar- þorpi og sveit þar sem gamli og nýi tíminn fléttuðust saman. Samgangur var mikill milli bæja. Í þessu umhverfi mótaðist Guð- jón. Á sjötta áratugnum fjölgaði enn í litla húsinu í Heimalandi, því móðurforeldrar okkar og Guðjóns fluttu þangað þegar þau luku búskap á Saurbæ í Holtum. Það var því ansi þröngt í þriggja herbergja húsinu í Heimalandi þegar sex manns þriggja kyn- slóða bjuggu þar undir einu þaki. Okkur er minnisstætt hve alltaf var gestkvæmt í Heimalandi. Í barnæsku var Guðjón trygg- ur og skemmtilegur leikfélagi okkar systkina. Farið var í úti- leiki svo sem „fallin spýtan“ og „yfir“ og það var mikið spilað á spil í Heimalandi. Fjölskylda okkar fór venjulega nokkra daga um jól og páska til Grindavíkur og oftast um það bil tvær vikur á hverju sumri og því kynntumst við systkinin Guðjóni vel. Við heimsóknir okkar systkina til Grindavíkur voru tvær aðal- miðstöðvar, þ.e. Þórkötlustaðir, þar sem föðurafi og föðuramma bjuggu, og Heimaland, þar sem móðurafi og móðuramma bjuggu í öruggu skjóli hjá Ingu, Munda og sonunum tveimur, Guðjóni og Elíasi. Árin liðu og áfram lágu leiðir okkar bræðra og Guðjóns ótrú- lega oft saman, annars okkar bræðranna eða beggja. Eftir að Guðjón hafði verið í Héraðsskól- anum á Laugarvatni urðum við skólabræður í MH, unnum saman hjá Jarðborunum á sumrin, vor- um samtíða í HÍ, ferðuðumst og spiluðum golf saman, veiddum saman og síðan störfuðum við all- ir lengi vel að úrgangs- og endur- vinnslumálum, en Guðjón var um árabil framkvæmdastjóri Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja (síð- ar Kölku), samtímis því að vera framkvæmdastjóri SSS. Á þessum tíma kynntumst við fjölskyldu hans vel, eiginkonu hans og dætrum hans tveimur sem nú kveðja góðan og um- hyggjusaman föður. Við ótímabært fráfall þökkum við bræður fyrir vináttu Guðjóns sem stóð áratugum saman og féll þar aldrei skuggi á. Öll fram- ganga hans bar alltaf merki þess að þar fór drengskaparmaður sem gott var að eiga að. Við bræður og eiginkonur okk- ar, Halldís og Jenetta, sendum öllum í fjölskyldu Guðjóns sam- úðarkveðjur. Elías Ólafsson, Benóný Ólafsson. Það var í öðrum árgangi Menntaskólans í Hamrahlíð haustið 1967 sem leiðir okkar Guðjóns lágu saman. Bekkurinn var þekktur fyrir hávaxið og stæðilegt fólk. Við áttum það sameiginlegt að vera af alþýðu- fólki komnir, ég úr sveit að vestan en hann úr Grindavík. Það kom mér því ánægjulega á óvart, á árshátíð skólans í Lídó, þegar hann birtist með önfirska blómarós upp á arminn, hana Sveinfríði af Brekkufjölskyld- unni frá Ingjaldssandi. Kristínu dóttur hennar gekk hann í föð- urstað á besta hátt. Að koma í Heimaland með börnin okkar að vorlagi voru forréttindi. Við sjúkrabeð hans nýlega sýndi Kristín mér mynd þar sem hún og Kolbeinn, sonur okkar, léku sér við heimalningana. Það var eins og að hraðspóla hálfa öld aft- ur í tímann. Þegar þau eignuðust svo Hildi voru óskabörnin komin eins og hjá okkur Ásdísi. Ýmislegt tókum við okkur fyr- ir hendur, fórum reglulega í sund í Laugardalslauginni, nokkuð sem ég byrja virka daga á enn í dag. Tókum meiraprófið, gæti verið gott að hafa slík réttindi. Guðjón Guðmundsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir að- sendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.