Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 ✝ Jóhannes Berg- sveinsson fædd- ist í Reykjavík 5. desember 1932. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi að morgni 22. júní 2021. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá MR 1953, embættis- prófi í læknisfræði frá HÍ 1962, stund- aði sérfræðinám í geðlækningum við University of London og við Stadshospitalet í Glostrup. Jó- hannes varð geðlæknir við Kleppsspítalann og við geðdeild Landspítalans frá 1969 og var yfirlæknir sjúkradeilda ríkisins fyrir drykkjusjúka frá 1975. Foreldrar Jóhannesar voru Bergsveinn Ólafsson, fæddur í Hvallátrum á Breiðafirði 25.8. 1901, d. 27.12.1981, og Elín Jóhannes- dóttir, f. á Seyðis- firði 16.6. 1909, d. 13.4. 1973. Jóhann- es kvæntist 25.8. 1956 Auði Garðars- dóttur, f. 21.5. 1934, húsmóður og ritara við Tryggingastofnun ríkisins, d. 18.3. 2013. Foreldrar hennar voru Garðar Jónsson, f. 6.11. 1898, d. 17.9. 1967 og Jóna Björnsdóttir, f. 26.9 1896, d. 29.3. 1966. Börn Jóhannesar og Auðar eru Jóhannes, f. 26.11. 1966, og tvíburarnir Bergsveinn og Elín, f. 5.9. 1971. Útför Jóhannesar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. júní 2021, klukkan 13. Svefneyjar út þig seiddu. Sólin af himni var, og dillandi stjörnur og dularfull tungl dönsuðu uppi þar. Sjónhending fram á sundið svanhvítur bátur rann með útskorið stýri og ísaumað segl og ástfanginn draumamann. Svefneyja til þú sigldir. Sjórinn var spegilgler en dillandi stjörnur og dularfullt tungl dönsuðu fyrir þér. Eilífðarbáran undan eyjunum byrgði sig, en fallega stúlkan þín fagnandi beið í fjörunni og kyssti þig. (Kristinn Pétursson) Ekkert var eins merkilegt og Breiðafjarðareyjar. Þar var þögn- in dýpst, kyrrðin mest og þar ríkti fegurðin ein. Vestureyjarnar og Hvallátur voru auðvitað í mestu uppáhaldi hjá Jóhannesi Berg- sveinssyni, tengdaföður mínum, sem við kveðjum í dag. Jóa kynntist ég þegar leiðir okkar Ellu, dóttur hans, lágu saman í október 2015. Þótt ég væri sannarlega enginn unglingur þegar ég hitti hann í fyrsta sinn þá var dálítill fiðringur í sálartetr- inu þegar stundin kom. Ég rétti fram hægri höndina, en hann þá vinstri og mér fannst mér hafa mistekist því Ella var búin að segja mér frá slysinu sem lamaði hægri handlegg hans. En kank- víst brosið og glettnin í augunum sem gægðust upp yfir gleraugun sögðu mér að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þetta gerðist. Hann tók mér opnum örmum og við urðum vinir frá fyrstu stundu. Jói var mikill og góður sögu- maður og síðustu ár skrifaði hann margar smásögur og frá- sagnir frá æskuárum sínum. Í sögu sinni „Hænsnakofinn“, seg- ir hann frá því hvernig á því stóð að eyjaklasinn Hvallátur varð honum svo hugleikinn. Þegar breskur her gekk á land í Reykjavík í maí 1940 þótti heim- ili fjölskyldu hans við Ránargötu ekki öruggt skjól fyrir fjörmik- inn gutta á áttunda ári. Húsið stóð hættulega nærri höfninni ef til þess kæmi að Þjóðverjar myndu senda hingað sprengju- flugvélar. Jói var því sendur í sveit vestur í Hvallátur ásamt Önnu föðursystur sinni en móðir hans og systkini voru send aust- ur að Ásólfsstöðum. Í Látrum varð hann eitt með náttúrunni, sjónum, túnunum og dýrunum. Þangað leitaði hugurinn stöðugt og minningarnar þaðan urðu hans hugarfró þegar þrekið og þrótturinn til líkamlegra verka dofnaði síðustu árin. Eftir andlát Auðar konu hans árið 2013 bjó Jóhannes einn í íbúð þeirra við Bárugötu. Mað- urinn sem kunni varla að sjóða vatn að sögn barna sinna lagði sig fram um að læra elda- mennsku, keypti kokkabækur og öll möguleg eldhúsáhöld sem gætu létt honum lífið. Árangur- inn af eldamennskunni fer kannski ekki í sögubækurnar en viljinn var sannarlega til staðar. Jóhannes talaði um það að hann vildi helst kveðja þessa jarðvist að heimili sínu en örlögin höguðu því þó þannig að hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi tveimur dögum fyrir andlátið. Þar kvaddi hann, sadd- ur lífdaga og í sátt við Guð og menn, að morgni 22. júní sl. Að leiðarlokum þakka ég Jó- hannesi fyrir samfylgdina, börn- um hans og fjölskyldu allri votta ég samúð. Blessuð sé minning Jó- hannesar Bergsveinssonar. Ingibjörg Hinriksdóttir. Heill sé þér og heiður, vinur minn, og hjartans þakkir fyrir liðinn dag. Vonin bjarta veginn lýsi þinn og Völvuspáin sé þér öll í hag. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Í dag kveðjum við fjölskyldan kæran heimilisvin okkar, Jóhann- es Bergsveinsson, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. júní sl. Kynni okkar Jóhannesar hófust fyrir hartnær 70 árum og höfum við átt samleið meira og minna öll þessi ár. Eiginmaður minn, Egill Ágúst Jacobsen, og Jóhannes voru æskuvinir af Ránargötunni og batt það fjölskyldur okkar ára- löngum tryggðar- og vináttubönd- um. Ekki er hægt að minnast Jó- hannesar án þess að nefna Auði Garðarsdóttur, konu hans, sem var hans stoð og stytta í hvívetna. Auður lést 18. mars 2013. Þau voru traust og samhent hjón og gestkvæmt á heimili þeirra á Bárugötu 35 sem var mikið rausn- arheimili. Missir Jóhannesar og barnanna þeirra, Jóhannesar yngri, Berg- sveins og Elínar, var mikill við frá- fall Auðar en Jóhannes sýndi þá þá þrautseigju og kraft sem í hon- um bjó að halda áfram og sjá um sig sjálfur. Hann var svo sem ekki einn þar sem börnin hans og þeirra fjölskyldur voru líka hans stoð og stytta. Á kveðjustund viljum við fjöl- skyldan þakka Jóhannesi sam- fylgdina, ræktarsemi og hlýju, og allar ljúfar og góðar stundir sem við áttum saman. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Katrín Jóhannsdóttir. Enn er komið að kveðjustund. Minn góði vinur og skátabróðir Jóhannes Bergsveinsson er látinn á 88. aldursári. Í mínum huga var hann alltaf bara Jói, traustur og vandaður maður, sem aldrei mátti vamm sitt vita, sannur vinur. Og þar með lauk 75 ára samfylgd okk- ar, sem aldrei bar skugga á. Á námsárum Jóa var það venja að háskólanemar réðu sig í verka- mannavinnu á sumrin. Oftast fylgdi með bæði útvera og hreyf- ing, sem var gott eftir innsetuna. Eitt sumarið á miðjum háskólaár- unum reyndist Jóa þetta örlagarík ákvörðun, því hann lenti í alvar- legu vinnuslysi. Hægri handlegg- urinn varð ónothæfur sem slíkur, auk þess sem sjón á hægra auga skaddaðist mikið. Flestir hefðu ef- laust gefist upp, en nei, ekki Jói. Hann lauk námi í læknisfræðinni eftir ótrúlega skamma töf. Hann valdi geðlækningar sem sérgrein og varð alkóhólisminn eitt af hans aðalviðfangsefnum. Ég er sann- færður um, að þar voru æðri mátt- arvöld að verki og beindu honum inn á þessa braut, því þar reyndist réttur maður kominn á réttan stað. Þeir eru margir ógæfumenn- irnir, sem Jóhannes sinnti jafnt innan vinnutíma sem utan. Hans góða kona, Auður Garð- arsdóttir, andaðist fyrir um átta árum. Það reyndist Jóa mikið áfall, þau voru svo samrýnd, að þau voru oftast nefnd saman. Spurt var: Hefurðu heyrt í Auði og Jóa nýlega? Þau bjuggu sér hlýtt, formfast og virðulegt heimili, sem gott var að stíga inn í. Þar var snyrti- mennskan og stílfegurðin í fyrir- rúmi. Á afmælisdögum var kallað til samsætis og þar mættu reglulega ættingjar og vinir. Við mætingu var öllum boðið til betri stofu og sest niður og spjallað. Í borðstofunni beið dúkað borð, hlaðið veitingum, sem þjónaði tvennum tilgangi, hlaðborð fyrir konurnar, en karlarnir fengu að setjast við borðið, er konurnar höfðu valið á diska sína og haldið aftur til stofu, því þeim var illa treystandi til þess að halda á kaffibolla í lausu lofti. Allir hlökk- uðu til boðanna, enda ævintýri lík- ast að líta þennan nú horfna virðu- lega heim. Þriðjudagsmorguninn, sem Jói kvaddi, var ég á leið í sjúkraþjálf- un. Allt í einu skaust upp í huga mér best að hringja í Jóa. Mér var litið á úrið og sá að það var full- snemmt klukkan aðeins 9:30. Ég skildi þetta ekki þá, en skil þetta atvik núna. Jói var bara að kveðja. Árin líða og samverustundun- um vill fækka með hækkandi aldri. En vináttuna höfum við rækt með símtölum, en þau verða ekki fleiri. Jói hvarf á braut sáttur við guð og menn. Megi hann hvíla í friði. Ég þakka ómetanlega samfylgd. Fjölskyldunni allri votta ég dýpstu samúð mína. Werner Ívan Rasmusson. Kynni mín af Jóhannesi Berg- sveinssyni hófust fyrir um sjö ár- um þegar við urðum nágrannar. Ég á hins vegar áratuga gamla minningu um hann úr sjónvarp- inu. Tíminn í framhaldi af ’68- byltingunni þýddi endurmat á ýmsum sviðum, t.d. komu fram talsmenn hugvíkkandi efna sem svo voru kölluð, og gras og hass og fleira nýmeti þótti mörgum bæta, hressa og kæta. Á þessum tíma starfaði Jóhannes sem geð- læknir og fékkst aðallega við meðferð áfengissjúklinga. Í krafti sérfræði hans kom fyrir að sjónvarpið fékk hann til að ræða fíknimál við einhvern talsmann hinna nýju efna. Ég sá einn eða tvo svona þætti af tilviljun og varð mjög eftirminnilegt hve uppbyggilegur og kurteis Jó- hannes var við viðmælendur sína, líka þegar þeir héldu fram ýmsu gölnu fagnaðarerindinu sem honum gat ekki þótt annað en dauðans della. Löngu seinna flutti ég á efri hæðina á Bárugötu 35 í Reykja- vík með mínu fólki. Á neðri hæð- inni bjó Jóhannes, þá kominn á efri ár og orðinn ekkjumaður. Í nábýlinu við Jóhannes rifjaðist upp myndin sem ég fékk af hon- um í gömlu sjónvarpsumræðun- um, auk fleiri þátta sem komu til. Myndin af góðgjörnum manni, fróðum og minnugum svo af bar, gamansömum og velviljuðum. Við urðum góðir mátar þessi sameiginlegu ár okkar í húsinu. Í Vesturbænum eru víða veg- legir, hlaðnir veggir á lóðamörk- um. Okkar veggur þarfnast sár- lega viðhalds. Þetta mál bar á góma á húsfundi fyrir fáeinum mánuðum og lagði Jóhannes til að við máluðum frumskóg á okk- ar vegg að viðgerð lokinni, með ljónum og tígrisdýrum. Ég nefni þetta til marks um lifandi hug Jóhannesar allt til loka og vil bæta við: Þú færð þinn græna frumskóg Jóhannes, fyrr en seinna. Góð tilhugsun að börn í framtíðinni leiki sér í skjóli við vegginn þinn. Við Ingibjörg Sólrún, Hrafn- kell, Þyri Huld og Birnir litli kveðjum með virðingu og eft- irsjá. Börnum og skyldmennum öllum vottum við samúð. Hjörleifur Sveinbjörnsson. Jóhannes Bergsveinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, í Garðabæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. júlí klukkan 15. Gunnar Hauksson Guðrún Ingimarsdóttir Ingibjörg Hauksdóttir Birgir Hauksson Sóley Erlendsdóttir Ingvar Tryggvason Aðalheiður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU BERNHARÐSDÓTTUR, Lindasíðu 2, Akureyri. Árni Aðalsteinn Bjarman börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Skólabrekku 8, Fáskrúðsfirði, lést miðvikudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju mánudaginn 5. júlí klukkan 14. Þórir Traustason Halla Björg Þórisdóttir Óðinn Logi Þórisson Ásta Kr. G. Michaelsen Indíana Dögg, Ísafold Ýr, Aþena Rán og Víkingur Logi Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓSEF LEÓSSON frá Þórshöfn, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtu- daginn 24. júní. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 3. júlí klukkan 11. Jarðsett verður að Svalbarði. Börn og systur hins látna Við þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ESTHERAR E. ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki meltingar- og nýrnadeildar Landspítalans, 12E, fyrir einstaka umönnun, alúð og virðingu. Þórður M. Kjartansson Eiríka G. Árnadóttir Guðmundur Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA ELÍN HERMANNSDÓTTIR, Akraseli 10, lést 25. júní. Jarðsungið verður frá Seljakirkju föstudaginn 2. júlí klukkan 10. Hermann Kjartansson Valgeir Kjartansson Lísa Björk Bragadóttir Kjartan Bragi Valgeirsson Herdís Ýr Þórhallsdóttir Ævar Valgeirsson Þórir Steinn Valgeirsson Melody Hoay Hjalti Valgeirsson Bróðir okkar, mágur og frændi, GUNNAR BALDVINSSON, Kjarnagötu 37, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 24. júní. Útför hans fer fram frá Höfða- kapellu fimmtudaginn 1. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Hulda Baldvinsdóttir Hallgrímur Baldvinsson Edda Valdimarsdóttir Eiður Eiðsson Héðinn Baldvinsson Þórlaug Baldvinsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR B. THORS, fv. forstjóri, Hagamel 6, lést 28. júní á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. júlí klukkan 15. Jóhanna J. Thors Hilmar Thors Hlíf Thors Arnlaugsdóttir Ólafur Baldvin Thors Kristín V. Magnúsdóttir Benedikt Thor Thors

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.