Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 ✝ Haukur Skær- ingsson fædd- ist í Reykjavík 11. maí 1960. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði sunnu- daginn 13. júní 2021. Foreldrar hans voru Skæringur Bjarnar Hauksson, f. 24.5. 1937, d. 1.12. 2011, og Hulda Sigurjónsdóttir, f. 31.3. 1934. Systkini Hauks eru Sigrún Gróa, f. 31.1. 1958, Bára, f. 4.2. 1959, og Sigurjón, f. 3.12. 1962. Haukur kvæntist Selmu Jó- hannesdóttur 23.3. 1985, þau áttu saman eftirtalin börn: 1) Birgir Örn, f. 8.10. 1984, börn hans: a) Ingibjörg Eva, f. 2013, b) Hlöðver Bjarki, f. 2015, c) Marta Rún, f. 2017, 2) Bjarki Freyr, f. 16.1. 1989, sambýliskona hans: Hjördís Anna Sölva- dóttir, f. 8.3. 1993, börn þeirra: a) Alexandra Líf, f. 2013, b) Frosti Freyr, f. 2019. Fyrir átti Selma dótturina Mörtu Rut, f. 20.8. 1981, sem Haukur leit ætíð á sem dóttur sína, dætur hennar: a) Nadía Ósk, f. 2003, b) Hildigunnur, f. 1998. Þau skildu árið 1990. Haukur kvæntist aftur 28.10. 2011, eftirlifandi eig- inkona hans er Ma Del Rosario Estrella og á hún synina Juan Pedro Estrella, f. 23.9. 1987, bú- settan í Mexíkó, og Joseph Cardenas Estrella, f. 30.8. 1997. Haukur flutti ungur í Hafnar- fjörðinn og var í Lækjarskóla og eftir grunnskóla fer hann í Flens- borgarskólann í Hafnarfirði og síðar Héraðsskólann á Núpi. Árið 1978 fer Haukur að vinna uppi á velli hjá Kananum og lærir bif- vélavirkjun meðfram því starfi, hann útskrifast sem bifvélavirki árið 1985, starfaði hann þar í mörg ár eftir útskrift. Árið 2000 hóf hann störf hjá Heklu í ábyrgðardeild til 2010, þaðan í Frumherja í eitt ár, eftir það hóf hann störf hjá Bílson og starfaði þar allt til síðasta dags. Útför Hauks verður frá Víði- staðakirkju í dag, 30. júní 2021, klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://tinyurl.com/cdbayyss Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat/ Sunnudagurinn 13. júní 2021 mun aldrei liða úr minni, dagurinn þegar heimurinn stoppaði og ver- öldin hrundi. Pabbi minn er dáinn, hvernig gat það gerst? Hvers vegna hann? Ungur maður í blóma lífsins. Ég er enn að bíða eftir sím- talinu sem pabbi hringir og segir mér hvað gerðist þennan morgun, sé hann fyrir mér koma labbandi niður tröppurnar heima hjá sér ný- kominn úr sturtunni, hlæjandi og segir hvað gekk á þarna uppi. Aldr- ei hefði mig órað fyrir því að það væri hægt að finna svona mikið til af söknuði og sorg. Mér fannst pabbi ódauðlegur, hann átti alltaf að vera hérna með okkur, veit að það er eigingjarnt en hann átti samt svo mikið lengri tíma eftir. Ég sá lífið alltaf fyrir mér með hann innanborðs og að ég myndi heimsækja hann á elliheimilið. Pabbi var alltaf til staðar fyrir mig, og alla sem þurftu, alveg sama hversu stórt eða lítið var í gangi, skutla mér út um allan bæ eða hjálpa mér að setja saman hús- gögn, jafnvel hringja út um allt fyr- ir mig bara af því að ég „þorði“ ekki, því ég var búin að ýta hlutum á undan mér. Hann var alltaf mættur til að ýta við mér og hjálpa mér með mitt klúður, skoðun á bíl- inn já og smyrja hann, því ég er al- gjör slugsi. Á sama tíma og ég sé ekki fyrir mér neina gleði fram undan og það að ég hélt að ég myndi aldrei brosa aftur, þá er ég samt svo full af þakklæti yfir tím- anum sem ég fékk og öllu sem við gerðum saman. Er búin að brosa og gleðjast síðustu daga yfir góð- um og dýrmætum minningum. Costco-ferðir með pabba eru eitt það fyndnasta sem gerðist, það þurfti að þræða hvern einasta gang og skoða nánast hverja vöru og ef ég ætlaði að fara aðra leið en hann þá sagði hann „það er skipulag“. Allir bíltúrarnir „bara eitthvað“ niður á höfn var mjög vinsælt og á bílasölur aftur og aftur. Ferðin sem við fórum hringinn í kringum land- ið á sólarhring, alveg óvart, því það þurfti alltaf að fara aðeins lengra og ég ekki alveg með landakorta- lesturinn á hreinu. Það er gott að ylja sér við góðar minningar og verður svo lengi sem ég lifi. Ég á ekki eftir að skilja hvers vegna pabbi var tekinn frá okkur svona fljótt og óvænt! Ég spyr mig ótal spurninga á hverjum degi aftur og aftur sem ég veit að ég fæ aldrei svar við. Það stingur í hjart- að að keyra fram hjá húsinu hans á hverjum degi og hann er ekki úti með hundinn. Ég mun kíkja eftir honum í hvert skipti sem ég keyri fram hjá. Elsku pabbi, með söknuði og sorg í hjarta umvafða gleðiminn- ingum mun ég kveðja þig í dag, elska þig alltaf. „Vera í bandi?“ Marta Rut. Það er með sorg í hjarta sem ég sest niður til að setja nokkur fá- tækleg orð á blað til að minnast Hauks, sem lést mjög skyndilega sunnudaginn 13. júní síðastliðinn. Lífið kemur manni sífellt á óvart og þetta var harkaleg áminning. Maður er ekki mikið að velta sér upp úr lífinu, eða dauð- anum, og finnst alltaf að það sé nægur tími. En eins og dæmin sanna, þá ræður enginn sínum næturstað. Við vorum ekki mjög náin þessi síðustu árin því þau voru ekki mik- ið fyrir að mæta á mannamót og því sáumst við ekki mjög oft. Ég kíkti stundum til hans í vinn- una og því var ekki svo langt um liðið síðan ég sá hann. En það var brjálað að gera hjá honum enda erilsamt starf og því náðum við ekki að spjalla neitt að ráði. Man ekki svo mikið eftir okkur krökkunum í Ljósheimum þar sem fjölskyldan bjó fyrstu árin en síðan fluttum við í Mosfellssveitina. Hús- ið var nýbyggt og ekki búið að tengja vatn svo við fórum ófáar ferðir að sækja vatn í einhvern brunn. Eins lékum við okkur við að byggja hús úr hleðslusteinum í Fiddagrunni, veiddum síli og stofn- uðum leikfélag í bílskúrnum á Lág- holti 9. Þar voru haldnar margar leiksýningar, og mig minnir að við höfum selt aðgang, enda fengu áhorfendur popp og djús til að neyta meðan á sýningunni stóð. Við lærðum öll á hljóðfæri og vorum í Tónlistarskóla Mosfells- sveitar og þar spilaði Haukur á trompet og var í lúðrasveitinni. Síðan flutti fjölskyldan á Mána- stíginn í Hafnarfirði. Þar áttum við okkar stundir á laugardagsmorgn- um þegar mamma fór í lagningu til ömmu í Reykjavík. Við áttum að gera ýmislegt á meðan hún var í burtu og þegar skyldustörfum var lokið var farið í sjoppuna, keypt heilmikið nammi og svo spiluðum við á spil við eldhúsborðið. Við vinkonurnar borguðum Hauki oft fyrir að taka smá per- formance í stofunni, en þá var spil- að lagið „Whole lotta love“ með Led Zeppelin og Haukur brilleraði alveg sem Plant og mæmaði eins og enginn væri morgundagurinn. Það var óborganlegt. Eins bjó hann til skondinn kar- akter sem hann kallaði Teit og svei mér ef Laddi hefur ekki stolið þessu frá honum! Svo leið tíminn, allir fóru að lifa sínu eigin lífi, eignuðust börn og buru en við vorum alltaf í góðu sambandi. Þegar við vorum búsett erlendis sá Haukur okkur alltaf fyrir far- arskjóta fyrstu árin þegar við komum á skerið og vorum vön að fara saman út að borða á fínum stað í borginni. Hann kom líka með okkur í sumarbústaðaferð á Flúðir sem var afar skemmtileg. Þar vorum við nokkuð mörg og veðrið var upp á sitt besta. Í tvígang héldum við veislur heima hjá Hauki og voru báðar einstaklega vel heppnaðar, þótt við héldum að tjaldið, sem var leigt, myndi fjúka út í buskann, því það var svo fjandi hvasst. Þrátt fyrir mikið áfall og sorg við fráfall Hauks, minnist ég hans samt með gleði, því hann var mik- ill húmoristi og drengur góður. Hann var einstaklega heima- kær, góður pabbi og afi og hans er sárt saknað af okkur öllum. Mér finnst afar leitt að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn, en verðum með í huga og hjarta. Svo hittumst við fyrir hinum megin. Sigrún. Andlát Hauks, vinar okkar, svíður sárt. Þegar ég mætti á mánudagsmorgni þá var borðið hans hreint í öllum skilningi. Sam- leið okkar í gegnum síðustu rúm- lega 20 ár hefur verið framúrskar- andi. Upplífgandi, heiðarlegur, agaður, hjálpsamur, greiðvikinn en umfram allt skemmtilegur með gott sjálfstraust. Orðheppnari og lausnamiðaðri einstaklingur er vandfundinn. Beinskeyttur og ekki alltaf þægilegur ef hann mætti ósanngirni. Hann greip til varna og spurði „Sástu Rauða- kross merki utan á húsinu? Þetta er ekki hjálparstofnun.“ Ég minn- ist þess þegar hann hitti yfirmann ábyrgðardeildar Volkswagen sem sagði við Hauk: „Þú sendir okkur allt of marga reikninga.“ „Ok,“ sagði Haukur, „Gerum deal. Þú hættir að senda okkur bilaða bíla og ég hætti að senda ykkur reikn- inga.“ Sorg viðskiptavina er mikil. Einn sagði: „Það situr í manni að sjá á eftir svona manni, sem talar alltaf hreint út, kátur og glaður. Maður ber virðingu fyrir honum, alltaf spontant, lagði reikninginn fram með orðunum, fyrirgefðu minn kæri. Og sagði svo bara sorrí.“ Flestir kunnu vel við hann, hinir sem gerðu það ekki „máttu bara vera úti“. Haukur bjó yfir mannlegum skilningi á því hvað væru eðlilegar kröfur og hvað ekki. Orðaforði hans var ríkur, máls- hætti og orðasambönd hafði hann á hraðbergi, sama hvort um væri að ræða íslensku eða enska tungu. Lausnamiðaður og sá lengra fram í tímann. Hvers má óska sér frekar en þegar starfsmenn bera hag fyrirtækisins fyrir brjósti. Afslátt- ur? „Því miður, við erum bara í há- mörkum hér, halló reikningurinn er mjög sanngjarn. Ég get alveg hækkað hann og gefið þér afslátt.“ Mér er minnisstæður maðurinn sem var búinn að valta yfir Hauk. Þá kom Haukur til mín og sagðist hafa sagt við manninn að hann væri kominn langt út fyrir sínar heim- ildir, það dygði ekki hann myndi sækja eigandann, það yrði ekki auðveldara. Þá lagði Haukur mér línurnar og notaði orðið viðskipta- ofbeldi. Það væri eitthvað sem við myndum ekki sætta okkur við og bætti við, segðu honum að við séum betur komnir án svona viðskipta- vina. Það merkilega var að Haukur var búinn að mæta manninum svo rökfastur að auðvelt var að lenda málinu. Það var svo notalegt að eiga svona samspil með Hauki, því þetta gekk oft á báða bóga. Að geta snúið sér í stólnum og spurt um þýðingu á enskum orðum og fengið útskýringu á mismunandi þýðing- um eftir samhengi orðanna, hefur kennt manni mikið. Haukur fann Breta sem hjálpaði okkur með að- ferð til að þrífa nýja gólfið hjá okk- ur. Þegar Bretinn var hjá okkur, þá sagði hann mér að hann hefði sest niður að dögum loknum til að skrifa niður amerísk orðasambönd sem Haukur hafði á hraðbergi, en hann hefði aldrei heyrt. Haukur datt í lukkupottinn þegar hann hitti Ros- ario. Umhyggja hans fyrir hennar velferð var umvefjandi. Sama gilti líka í öllum hans samskiptum við börnin og barnabörnin. Í sorginni þá tökum við „Haukinn“ á þetta, tökum þetta á kassann og stöndum teinrétt. Minningin lifir um kær- leiksríkan vin sem lifði eftir boð- orðunum tíu. Samúðarkveðjur frá okkur öllum í Bílson. Guð geymi þig. Bjarki Harðarson. Haukur Skæringsson ✝ Elín Sólveig Benediktsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1937. Hún lést 13. júní 2021 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Vivan Signe Aurora Holm Svav- arsson sjúkraþjálf- ari, f. 1910 í Upp- landi, Svíþjóð, d. 2011, og Benedikt Jakobsson íþróttakennari, f. 1905 að Foss- seli Reykjadal, d. 1967. Systkini Elínar eru; Ingunn, f. 1934, Gunnar, f. 1941, Hall- grímur, f. 1946, Helga, f. 1942, Ragnheiður Lilja, f. 1952, og Benedikt, f. 1953, d. 1983. Börn Elínar og Óttars H. Guð- laugssonar eru: 1. Guðlaugur Kristinn, f. 1954. Dætur hans eru: Ellen Svava, f. 1973, og Hera, f. 1981. 2. Vivan Hrefna, f. 1956, d. 1995. Dóttir hennar er Urður Úa, f. 1980. 3. Björgúlfur, f. 1957. Dætur hans eru: Lára Kristín, f. 1979, Karitas, f. 1983, og Björk, f. 1987. Dóttir El- ínar og Jóhannesar F. Vestdal er Sólveig, f. 1962. Dóttir hennar er Hildigunnur, f. 1999. Lang- ömmubörn Elínar eru 12. Síðari eiginmaður Elínar var Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari, f. 10.5. 1920, d. 5.11. 2007. Útförin fer fram í kyrrþey. Það var seint í ágúst árið 1967 að síminn hringdi. Í símanum var kona sem kynnti sig og sagðist heita Elín Benediktsdóttir, hún væri systir mín og hana langaði til að kynnast mér. Svona byrjuðu okkar kynni sem hægt og rólega þróuðust úr því að vera meira á yf- irborðinu í innilegt systrasam- band, ég frekar lokuð en hún mjög opin. Ég er svo þakklát fyrir að hafa eignast Elínu sem systur og fann fljótt hvað hún var greind og vel lesin. Hún hafði líka skoðanir á flestu og var bráðskemmtileg. En fyrst og fremst var hún tilfinn- inga- og kærleiksrík. Líf hennar var langt frá því að vera dans á rósum. En hún vann úr því eins og hún best gat, bogn- aði stundum en brotnaði aldrei. Í samtölum okkar ræddum við gjarna um lífið, tilveruna og til- gang þess. Allt í lífinu er hverfult og breyt- ingum háð. Ég á mikið eftir að sakna þess að geta tekið upp sím- ann og heyrt rödd systur minnar og hinna góðu og einlægu samtala okkar. Ég sendi Sólveigu, Gulla, Björgúlfi og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðar- kveðjur. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Elsku Elín mín. Megi algóður Guð leiða þig áfram til ljóssins. Þín systir Helga Benediktsdóttir. Fallin er frá rétt innan við 84 ára aldur Elín Sólveig Benedikts- dóttir, fyrrverandi sendiráðs- fulltrúi Reykjavík. Elínu kynntist ég á sínum tíma í gegnum Sól- veigu dóttur hennar, en Elín var tengdamóðir mín um árabil eða í rúmlega áratug og vinur miklu lengur. Elín var margbrotin kona sem lifði tímana tvenna og átti fjölbreytta en stundum erfiða tíma þar sem skin og skúrir skipt- ust oftar á en hjá mörgum öðrum. Elín var yndisleg kona, blíðlynd og góð við alla og alveg einstak- lega góð og umhyggjusöm við börn. Hún var mikil tilfinninga- vera og talaði oft af mikilli innlifun um fólk og atburði frá sjónarhorni sem gaman var að heyra. Elín sem tengdamóðir var alltaf áhugasöm, sýndi öllum umhyggju og áhuga og var alla tíð einstaklega góð við dóttur okkar Sólveigar, Hildi- gunni. Hún var líka vinur og við Elín héldum góðu sambandi og héldum vinskap allan þann tíma sem liðinn er frá því að við dóttir hennar skildum, við hittumst oft og áttum ófá jólin saman. Elín hélt miklu sambandi við fjölskyldu sína og var sífellt að fá afkomendur, ættingja og vini í heimsókn og á Fornhagann voru allir alltaf velkomnir. Er ég kynnt- ist Elínu var hún gift Guðmundi Jónssyni óperusöngvara og voru heimsóknir til þeirra alltaf ánægjulegar og eftirminnilegar og samtölin, mannlýsingarnar og sögurnar gerðu þessar samveru- stundir alveg einstaklega skemmti- legar. Elín var áhugasöm um listir og menningu og virkur þátttakandi í menningar- og listalífi Reykjavík- ur. Hún þekkti fjölda fólks og fylgdist vel með og hún hafði for- göngu um það að koma mér og Hildigunni dóttur minni með sér á óperusýningar í Hörpu, þar sem við um nokkurra ára skeið sáum við nánast allar uppfærslur. Eins fóru þær og Hildigunnur saman á fjöl- margar leiksýningar. Elín lagði mikið upp úr því að vera vel til fara og mér er til efs að á ferðinni hafi verið margir sem voru smekklegri eða glæsilegri í klæðaburði en hún. Alltaf fallegur hattur, oft slæða eða slör, og hanskar og munnstykki fyrir sígarettuna sem voru einfald- lega hluti af hennar daglega lífi og þegar hún fór út úr húsi. Glæsileg kona, hvernig sem viðraði og sama hvert tilefnið var. Síðustu árin voru henni talsvert erfið eftir að aðgerð á auga gekk ekki sem skyldi og olli henni í kjöl- farið miklum sársauka. Ferðum hennar og heimsóknum fækkaði og hún fór minna úr húsi en áður, en hún bar sig þó alltaf vel og hélt eftir bestu getu sambandi við sitt fólk. Eitt sem aldrei brást var símtalið á afmælisdaginn sem var alltaf ánægjulegt að fá og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið formlega verið tengdamóðir mín í mörg ár, kynnti hún sig alltaf þannig þegar hún hringdi: „Æ þú veist hvað ég meina,“ sagði hún svo. Yndisleg manneskja er nú horfin á braut, hún eignaðist fjögur börn og skilur eftir sig fjölda barna- barna og langömmubarna. Ferð- irnar og símtölin verða víst ekki fleiri, símtölin sem alltaf byrjuðu eins: „Sæll Þór, þetta er tengdó.“ Ég votta öllum ættingjum, vin- um og afkomendum Elínar mína dýpstu samúð. Merkileg kona og ættmóðir margra er horfin á braut. Elsku yndislega Elín og fyrrverandi tengdó. Far vel. Takk fyrir allt og allt. Þór Saari. Elsku Elín, það er sárt að kom- ið sé að kveðjustund. Ég á erfitt með að finna orð til að lýsa teng- ingunni okkar. Sem barn fór ég yf- ir götuna til þín og þú tókst mér með opnum örmum en síðan þá höfum við verið perluvinkonur þrátt fyrir 50 ára aldursmun. Eftir að ég varð sjálf móðir kann ég enn þá betur að meta hversu mikil barnagæla þú varst. Krakkarnir í hverfinu voru alltaf velkomnir á Kvisthagann. Við fengum að máta hatta og kjóla, skreyta okkur með skartinu þínu og fara í drottningaleik. Þú varst forvitin um okkur og áhugamálin og hlustaðir af áhuga á það sem við höfðum frá að segja. Við köll- uðum þig alltaf góðu konuna, og það átti svo sannarlega vel við. Hanna Louise breytti því síðan í góða amma og að lokum í Gamma sem mér þykir svo fallegt; sterkt orð sem lýsir karakternum þínum, en merkingin svo ljúf, eins og þú. Þú gafst alltaf svo mikið af þér, oft meira en þú hefðir mátt við. Ólýsanlega næm á tilfinningar og skap annarra. Þegar ég labbaði upp stigann sástu strax hvernig mér leið og þegar við heyrðumst í síma þurfti ekki nema „Hæ Elín“, af aðeins blæbrigðunum í röddinni skynjaðir þú ef eitthvað var að. En þú braust alltaf ísinn strax og gerðir mér auðvelt fyrir að létta á hjarta mínu. Við vorum svo miklar vinkonur og ég treysti innsæi þínu og ráðum. Ég hugsa enn til þess þegar við sátum á svölunum á Fornhaganum síðsumars og drukkum te. Þetta var kvöldið sem ég hitti Antoine minn. Þú lymsku- lega bentir mér á að ég ætti nú að fara að drífa mig heim, ég ætti eftir að lakka á mér táneglurnar. Í kvöld þyrfti ég að líta vel út, frá toppi til táar. Ég dáðist alltaf að því hversu vel til höfð þú varst og naut þess að máta með þér hattana þegar þú varst að ákveða hvern þú skyldir bera þegar við vorum á leið út. Þú varst mikill lífskúnstner og kennd- ir mér snemma að meta leikhús, góðan mat og vín. Sem táningur vissi ég fátt betra en að fara út að borða með þér á Hereford. Mest á ég þó eftir að sakna stundanna í horninu okkar á Mokka kaffi, það jafnaðist ekkert á við vöfflur og trúnó með þér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð saman í desember með Hönnu Louise og Sunnevu og fá að upplifa hvernig Hanna dróst að þér eins og ég ímynda mér að ég hafi dreg- ist að þér á hennar aldri. Síðustu daga hafa margar góðar minningar leitað á mig og ég finn hvað sökn- uðurinn er sár. Ég hef þó líka fund- ið fyrir léttleika, áhyggjur þínar af ástvinum erlendis og einangrunin í heimsfaraldrinum hefur verið þrúgandi. Ekki var á það bætandi eftir að þú misstir sjónina og þann- ig yndislestur og úthald til að ráða góða krossgátu. Þú lést þó aldrei neitt stoppa þig og lærðir á iPad- inn og hljóðbækurnar hraðar en flestir, eins og þín var von og vísa. Þú sagðir mér eitt sinn að við hefðum verið systur í fyrra lífi og því væri tengingin okkar svo sterk. Ég treysti því að leiðir okkar liggi aftur saman en þangað til er ég ró- leg og glöð að vita af þér hjá elsku Vivan þinni og Mumma. Þín, Guðrún María Jónsdóttir. Elín Sólveig Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.