Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
and i v e
35%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is
Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18
..kíktu í heimsókn
DENTAL
CARE
SKIN
COMPLEX
STRENGTH
& VITALITY
70 ÁRA Kristófer Einarsson fæddist 30. júní 1951 á
Blönduósi og ólst upp á Skagaströnd til 14 ára aldurs.
Þá flutti hann að heiman vestur til Ólafsvíkur og hóf
lífsbaráttuna frekar ungur að árum. Hann réð sig til
sjós til að byrja með og síðan lærði hann járnsmíði og
lauk því námi og vann í áratugi við sitt fag og hefur
unnið alla tíð sem verktaki. Síðustu 16 ár hefur Krist-
ófer unnið fyrir Marel ehf. og líkar það mjög vel.
Þegar Krissi varð 60 ára lét hann drauminn um mót-
orhjólalífið í frístundum verða að veruleika og flutti
inn tvö glæsileg Harley Davidson-hjól sem fá aldrei
að vera rykfallin í skúrnum.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Kristófers er Guðrún Björg Ketilsdóttir,
mannauðsfulltrúi hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna. Þau eiga börnin
Einar Óla viðskiptafræðing, f. 1980 og Elísabetu Ingu, fatahönnuð og
framhaldsskólakennara, f. 1983. Fyrir átti Kristófer Mariu Yvonne, f. 1972
og Erlend, f. 1973, d. 1992. Kristófer verður að heiman og í sólbaði á af-
mælisdaginn.
Kristófer Einarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú nýtur mikilla vinsælda og því
tekur félagslífið óvenjumikinn tíma. Þú ert
jákvæð/ur og því ganga nánustu sambönd
þín sérstaklega vel þessa dagana.
20. apríl - 20. maí +
Naut Stundum er gott að hugur ráði en
stundum er betra að hlusta á rödd hjartans.
Gættu þess að tala svo skýrt að aðrir þurfi
ekki að velkjast í vafa um meiningu þína.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur verið að velta fyrir þér
ákveðnum hlutum og nú er komið að því að
láta til skarar skríða. Heimurinn sér þig.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú verður að bregðast við óvænt-
um fréttum með stillingu og hugsa þitt mál
vandlega áður en þú afræður til hvaða að-
gerða þú grípur.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það eru ekki allir sem gera sér grein
fyrir hversu mikla hæfileika þú hefur því
hógværð þín hefur falið þá. Innsæi þitt er
sjóðheitt í augnablikinu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ættir að gefa þér tíma til þess að
staldra við og virða fyrir þér umhverfið, sem
þú telur alla jafna sjálfsagt. Taktu breyt-
ingum fagnandi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Veltu því fyrir þér hvernig þú vilt sjá þér
farborða. Reyndu að taka vel í hlutina, þótt
erfitt sé og varastu að bera salt í sárin.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er hið besta mál að vera
ánægður með sjálfan sig ef hrokinn er ekki
með í för. Gefðu þér tíma til að rækta sálar-
líf þitt en gættu þess að forðast allar öfgar í
þeim efnum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Kauptu listrænan hlut eða eitt-
hvað falllegt fyrir heimili þitt í dag. Inn- og
útganga nýrra persóna hrindir heppilegri
atburðarás af stað í dag.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú munt vekja athygli í dag,
sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Þú
hefur ástæðu til að fagna góðum árangri.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þér er að takast að koma skikki
á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erf-
iði sem þú hefur lagt á þig. Best er að taka
strax ákvarðanir og teysta á innsæið.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér var kennt að hætta strax við
óraunhæf markmið – gleymdu þeim ráðum.
Líttu fyrst í eigin barm, kannski talar þú
bara ekki nógu afdráttarlaust.
hlýjar tilfinningar til landsins eftir
námsdvöl foreldra minna í landinu.
Svo tala ég sænskuna reiprennandi
því ég var að læra íslensku og
sænsku á sama tíma sem krakki.
Núna held ég að sjálfsögðu með Sví-
um í fótboltanum í Evrópukeppn-
inni.“
Örlygur flutti aftur heim til Ís-
lands árið 2005 ásamt þáverandi eig-
inkonu sinni og börnum sem voru
orðin þrjú. Hann fór að starfa sjálf-
stætt við hljóðvinnslu og tónlistar-
upptökur. Árið 2011 hóf Örlygur
störf hjá Origo (þá Nýherja) og
starfar þar enn sem söluráðgjafi auk
þess að taka að sér útsetningar, upp-
tökur og hljóðblöndun í hljóðveri
Ö
rlygur Smári fæddist í
Reykjavík 30. júní 1971
og fluttist þriggja mán-
aða til Aix-en-Provence
í Frakklandi þar sem
foreldrar hans stunduðu nám. Árið
1975 fluttist fjölskyldan til Stokk-
hólms í Svíþjóð til frekara náms og
gekk þá Örlygur í Bergshamra-
skóla auk þess að leika stöðu fram-
herja í knattspyrnu með IFK Bergs-
hamra og AIK við góðan orðstír.
Svíþjóðardvölin stóð til ársins 1981
þegar flutt var til Íslands, nánar til-
tekið í Vesturbæinn í Reykjavík, og
þar fór Örlygur í Vesturbæjar-
skólann og byrjaði í Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur. „Það var bara
yndislegt að koma heim og ég féll
strax vel inn í hópinn og á góðar
minningar frá þessum tíma. Góðir
krakkar í Vesturbænum sem mér er
enn hlýtt til.“
Eftir Vesturbæjarskólann var
skólagangan hefðbundin fyrir Vest-
urbæing þess tíma: Hagaskóli og
Menntaskólinn í Reykjavík. Örlygur
útskrifaðist úr Menntaskólanum í
Reykjavík með stúdentspróf af eðl-
isfræðibraut árið 1991. Síðan fór
hann stuttlega í stjórnmálafræði í
HÍ, en fór svo að vinna.
Örlygur hefur alltaf haft mikinn
áhuga á tónlist. „Amma átti píanó og
gítar og líklega hefur áhuginn byrj-
að þar. Við bræðurnir byrjuðum
snemma að grúska í tónlist og ég hef
alltaf verið að spila og hef gaman af
því að semja lög.“
Örlygur starfaði um tíma í Hljóð-
færahúsinu, sem verslunarstjóri hjá
Skífunni, við sölu fasteigna hjá Mið-
borg fasteignasölu og sem viðskipta-
stjóri hjá Símanum. Árið 2001 flutt-
ist Örlygur búferlum til Svíþjóðar
með þáverandi eiginkonu sinni og
dóttur. Hann stundaði þar nám í
S.A.E. (School of Audio Engineer-
ing) í hljóðvinnslu og upptökum í
Stokkhólmi og útskrifaðist þaðan í
janúar 2003. Hann fór strax að vinna
við fagið í Stokkhólmi, bæði við tón-
list og hljóðvinnslu fyrir sjónvarp.
„Mér leið mjög vel í Svíþjóð og það
var svolítið eins og að koma heim því
við fjölskyldan höfum alltaf haft
sínu, Poppvélinni, í Vesturbæ
Reykjavíkur.
Örlygur hefur samið og útsett
fjöldann allan af vinsælum dægur-
lögum fyrir íslenska tónlistarmenn
og hefur tekið þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins og samið framlag Ís-
lands í Eurovision í fjögur skipti
(Tell Me 2000, This Is My Life 2008,
Je Ne Sais Quoi 2010 og Ég á líf
2013). „Áhuginn á Eurovision kemur
líka frá veru minni í Svíþjóð. Þeir
eru eiginlega meiri Eurovision-
áhugamenn en Íslendingar og þá er
mikið sagt!“ Örlygur segist ekki
nálgast það að semja Eurovision-lög
út frá einhverri formúlu. „Ég vil
bara semja gott lag og eini Euro-
vision-ramminn er að lagið má ekki
vera lengra en 3 mínútur. Þannig að
ég set mig ekki í einhverjar stell-
ingar, bara sem gott lag og sendi það
af stað og sé svo hvað gerist.“
Nýjasta tónlistarafurð Örlygs er
lagið Sumardans með Poppvélinni
sem hefur hljómað á öldum ljósvak-
ans undanfarnar vikur. „Lagið er
inni á Spotify og er svona hress
Örlygur Smári tónlistarmaður og söluráðgjafi hjá Origo – 50 ára
Parið Hér eru Örlygur og Guðrún Valdís að njóta lífsins á góðri stundu.
Syngjandi glaður með sumarsmell
Horft til austurs Hér er Örlygur að
drekka í sig fréttir frá austurblokk-
inni, enda áhugamaður um sögu.
Fótboltinn Örlygur styður sína
menn Svía í Evrópukeppninni í fót-
bolta, enda ólst hann að hluta upp í
Svíþjóð og sterk taugin til Svíaríkis.
70 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag, 30. júní
2021, hjónin Mundheiður Gunnarsdóttir, f.
23.2. 1932 á Hólmavík og Lýður Jónsson, f.
17.9. 1925 á Skriðinsenni, Óspakseyr-
arhreppi í Strandasýslu. Þau gengu í hjóna-
band 30. júní 1951 á Skagaströnd og byggðu
sér heimili í Reykjavík hvar þau hafa búið alla
tíð og eignuðust 4 dætur. Þær eru Gunn-
hildur, f. 1952; Anna Jóna, f. 1958; Bryndís, f.
1962 og Jónína, f. 1969. Barnabörnin eru 10
talsins og barnabarnabörnin einnig 10.
Mundheiður og Lýður eru nú nýlega flutt í
Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þau njóta
elliáranna saman. Fjölskyldan mun skála við
þau í tilefni dagsins.
Platínubrúðkaup
Til hamingju með daginn