Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 21

Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 „ÉG ER VISS UM AÐ HÚN Á EFTIR AÐ ELSKA HANN. VINKONURNAR GÆTU VERIÐ ÓSAMMÁLA.“ „SAGÐISTU EKKI VERA ATVINNUFLUGMAÐUR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... regnheld. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SEM SÉRFRÆÐINGUR Í UMFJÖLLUNAREFNINU … HÉR ERU NOKKUR EINFÖLD RÁÐ UM MEGRUN … HÆTTU KANN EINHVER HRYLLINGSSÖGU? MATURINN ER TILBÚINN! ÞÚ BAÐST UM HRYLLING! DEMANTAR sumarsmellur og það er meiri tónlistar að vænta frá mér með sumrinu.“ Helstu áhugamál Örlygs eru tón- list, ljósmyndun, skíði, knattspyrna og sagnfræði. „Ljósmyndunin hefur fylgt mér lengi. Mamma var mikið að taka myndir og framkalla þegar ég var barn og þessi áhugi varð bara heilmikill þótt hann hafi legið í dvala á sumum tímabilum í lífi mínu. Ég var mjög ungur þegar ég keypti mér fyrstu vélina, Olympus, fyrir sum- arhýruna og það voru sko alvöru ljósmyndagræjur.“ Fjölskylda Sambýliskona Örlygs Smára er Guðrún Valdís Þórisdóttir, hótel- stýra hjá Hótel Þóristún á Selfossi, f. 11.8. 1979. Þau búa á Selfossi ásamt dætrum Guðrúnar og stjúp- dætrum Örlygs, Karólínu Ívars- dóttur nema, f. 1999; Karítas Líf Sigurbjörnsdóttur nema, f. 2004 og Dagbjörtu Ýri Sigurbjörnsdóttur nema, f. 2008. Þau búa á Selfossi ásamt kettinum Tómasi Inga. Áður var Örlygur giftur Svövu Gunn- arsdóttur, aðstoðarmanni lögmanna hjá LEX, f. 22.12. 1976. Börn þeirra Örlygs eru Malín Örlygsdóttir nemi, f. 1998; Jakob Þór Smári nemi, f. 2002 og Gunnar Berg Smári nemi, f. 2002. Barnabarn Örlygs er Emma Bergmann, f. 2020, dóttir Malínar og Olivers Bergmanns, sambýlismanns Malínar. Systkini Örlygs eru Bergþór Smári, tónlistarmaður og verkfræð- ingur, f. 20.11. 1974 og Unnur J. Smári, sálfræðingur, f. 21.10. 1980. Foreldrar Örlygs eru Malín Ör- lygsdóttir, fatahönnuður og versl- unarkona, f. 17.4. 1950 og Jakob Smári, prófessor í sálfræði við HÍ, f. 11.1. 1950, d. 19.7. 2010. Seinni mað- ur Malínar er Gunnlaugur Geirsson, f. 1940, og ekkja Jakobs Smára er Guðbjörg Gústafsdóttir, f. 1953. Örlygur Smári Valgerður K. Ármann Hjartarson húsfreyja í Laugardal í Reykjavík Eiríkur Hjartarson rafvirkjameistari í Laugardal í Reykjavík Unnur Eiríksdóttir verslunarkona í Reykjavík Örlygur Sigurðsson listmálari í Reykjavík Malín Örlygsdóttir fatahönnuður og verslunarkona í Reykjavík Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri Ólöf Einarsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Erlendur Jóhannsson verkamaður í Hafnarfirði Unnur Erlendsdóttir verslunarkona í Reykjavík Bergþór J. Smári læknir í Reykjavík Helga Þorkelsdóttir Smári húsfreyja í Reykjavík Jakob Jóh. Smári menntaskólakennari og skáld í Reykjavík Úr frændgarði Örlygs Smára Jakob Smári prófessor í sálfræði við HÍ í Reykjavík Í þingveislum er óheimilt að takatil máls nema í bundnu máli. Í Útvarpsblaðinu 1951 segir frá einni slíkri veislu: „Jón Pálmason forseti Sameinaðs þings stýrði að sjálf- sögðu þingveislunni. Þegar hann setti hófið mælti hann í hendingum og var þar á meðal þessi vísa: Þegar saman sitjum hér siðnum tama bregði, yrði gaman ef að hver af sér haminn legði. Nokkur síðar flutti Karl Krist- jánsson alþingismaður frá Húsavík nokkrar vísur sem svar við setning- arvísum Jóns og var þar á meðal þessi vísa: Setjum ama yst við dyr. Eflum gamanveldin. Kveikjum saman kvæðahyr. Köstum ham á eldinn. Kveðskapur hélt nú áfram á ýmsa bóga, en eigi alllöngu síðar ávarpaði Jón Pálmason Karl Krist- jánsson með þessari vísu: Langar eyra að frétta fleira, freistar ríkust ljóðaþrá. Ég vil heyra heldur meira Húsavíkur-Karli frá. Þessu svaraði Karl með sléttu- bandavísu til Jóns: Akra höldur staupa-stór stýrir mála þingum. Vakra öldu boðnar-bjór brýtur manninn kringum. Verður þá vísan aftur á bak þannig: Kringum manninn brýtur bjór boðnar öldu vakra. Þingum mála stýrir stór staupa höldur Akra.“ Gunnsteinn, sonur Karls, skrifaði mér og sagðist hafa fundið dálítið vasabókarblað í dóti föður síns. Á það var skrifað með blýanti eft- irfarandi: „Kveðin þegar ég las vísu K.K. Akra höldur staupa stór o.s.frv. Virða rímsins rétt og völd rekkar vísna þinga. Varla drepur atómöld alla hagyrðinga.“ H. Stef.“ Og nú spyr Gunnsteinn og ég með honum hvort einhver kannist við hver sá hagyrðingur gæti hafa verið (eða er) sem notaði fanga- markið H. Stef.? Netfang mitt er halldorblondal@simnet.is. Guðmundur Magnússon Stóru- skógum orti um reiðhest: Mesta gull í myrkri og ám, mjúkt á lullar grundum, einatt sullast ég á Glám er hálffullur stundum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort í þingveislu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.