Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
_ Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, mun ekki semja við
tyrkneska félagið Adana Demirspor
þrátt fyrir að fjölmiðlar í Tyrklandi
hafi greint frá því í síðustu viku að
félagaskiptin væru langt á veg komin.
Birkir er samningslaus eftir að samn-
ingur hans við Brescia á Ítalíu rann
út.
_ Körfuknattleiksdeild Hauka og Sól-
rún Inga Gísladóttir hafa komist að
samkomulagi um að hún leiki með
liðinu næstu þrjú árin. Sólrún hefur
undanfarin ár leikið í bandaríska há-
skólaboltanum með Coastal Georgia
Mariners. Sólrún er uppalin hjá Hauk-
um og lék með liðinu tímabilið 2016/
17 áður en hún hélt vestur um haf.
_ Knattspyrnudeild ÍA hefur gengið
frá samningi við hollenska varnar-
manninn Wout Droste. Er hann 32
ára hægri bakvörður sem á að baki
yfir 120 leiki í efstu deild í Hollandi.
_ Los Angeles Clipp-
ers er enn með í
baráttunni um sæti í
úrslitum NBA-
körfuboltans eftir
116:102-útisigur á
Phoenix Suns í
fimmta leik lið-
anna. Í fjarveru
Kawhis Leonard
spilaði Paul
George gríðarlega
vel og átti stærst-
an þátt í sigri Clip-
pers. George
skoraði 41 stig,
tók 13 fráköst og
gaf sex stoðsend-
ingar.
Eitt
ogannað
ÓL Í TÓKÝÓ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ásgeir Sigurgeirsson er á leið á
Ólympíuleika í annað sinn og mun
keppa í skotfimi með loftskamm-
byssu í Tókýó í Japan í næsta mán-
uði. Áður en heimsfaraldurinn skall
á keppti Ásgeir reglulega á mótum
erlendis auk þess að keppa fyrir fé-
lagslið í Þýskalandi. Staða hans á
heimslistanum hefur oft verið ágæt
á síðustu árum.
Hann hefur hins vegar ekki
keppt erlendis síðan á EM í mars í
fyrra og átti þar af leiðandi ekki á
von á því að fá keppnisrétt á leik-
unum í sumar.
„Þetta kom mér mjög á óvart.
Ég hafði dregið saman seglin í æf-
ingum og var í raun ekkert að velta
þessu fyrir mér. Ég var í raun
meira með hugann við fjölskylduna
og vinnuna heldur en skotfimi,“
sagði Ásgeir þegar Morgunblaðið
náði tali af honum áður en hann fór
á æfingu í gær.
Ekki er furða þótt Ásgeir hafi
lítið verið að velta fyrir sér þátt-
töku á Ólympíuleikunum því hann
hafði fengið þær fréttir að kvóta-
plássi í skotfimi á leikunum hefði
verið úthlutað. Þar væri Ísland
ekki inni í myndinni.
„Þjálfari minn tjáði mér að öllum
kvótaplássum hefði verið úthlutað
en að ein þjóðin hefði skilað inn
plássi fyrir einn keppanda. Þá fékk
ég keppnisrétt,“ sagði Ásgeir en
hann mun hafa átt besta skor í
skotfimi hjá þeim þjóðum sem ekki
höfðu fengið keppnisrétt í greininni
á leikunum, en Ásgeir hefur á síð-
ustu árum keppt á ófáum stórmót-
um í skotfimi.
Margt breyst frá 2012
Ásgeir er á leið á Ólympíuleika í
annað sinn en hann vann sér inn
keppnisrétt á leikunum í London
árið 2012. Þar náði hann athyglis-
verðum árangri í keppni með loft-
skammbyssu af 10 metra færi og
hafnaði í 14. sæti. Var Ásgeir ekki
langt frá því að komast í úrslit þótt
hann hefði ekki mikla alþjóðlega
keppnisreynslu á þeim tíma.
„Það hefur margt breyst síðan
þá. Ég er allt annar maður í dag
með aðrar áherslur. Tíminn er allt-
of fljótur að líða,“ sagði Ásgeir og
hann ætlar að njóta þess að keppa.
„Ég mun nálgast þetta af æðru-
leysi og taka þetta á gleðinni. Ég
held að það sé skynsamlegast fyrir
mig núna. Ég æfi þokkalega mikið
en gæti þess að fara ekki of geyst í
það. Þar sem ég hef ekkert verið
að keppa þá er erfitt að vera með
miklar væntingar. Ég mun reyna
að njóta þess að fá að gera það
sem mér finnst gaman að gera,
með þeim bestu í heiminum. Það
eru ekki allir sem fá slíkt tæki-
færi.“
Öðruvísi leikar
Aðspurður hvort hann telji það
hjálpa sér að hafa kynnst því einu
sinni áður að vera á Ólympíuleikum
segir Ásgeir að tölurnar á skotskíf-
unni séu alltaf á sama stað.
„Ég hugsa það, en mér skilst að
allir Ólympíuleikar séu einstakir.
Sérstaklega þessir því þessir leikar
verða allt öðruvísi en þeir hafa ver-
ið vegna heimsfaraldursins. Tían er
samt alltaf á sama stað og þetta er
engin breyting að því leytinu til.
En það verður örugglega skrítið að
vera í Ólympíuþorpinu vegna þess
að ég held að menn megi lítið gera.
Allt umstangið í kringum þetta
verður miklu minna. Miklu færri
verða í fylgdarliði keppenda og
engir áhorfendur frá öðrum þjóðum
en Japan,“ sagði Ásgeir Sig-
urgeirsson sem keppir 24. júlí eða
daginn eftir setningarhátíðina.
Hann segist búast við því að fljúga
til Japan hinn 17. júlí.
Morgunblaðið/Eggert
Skytta Ásgeir Sigurgeirsson er sjóaður í alþjóðlegum keppnum í skotfimi en átti þó ekki von á farmiða til Japan.
- Ásgeir fer til Japan með gleði í farteskinu - Boð um að keppa var óvænt
Mun njóta þess að keppa
England og Úkraína urðu í gær síð-
ustu liðin til að tryggja sér sæti í 8-liða
úrslitunum á EM karla í knattspyrnu.
Þau koma til með að mætast í 8-liða
úrslitum keppninnar. Þar munu einnig
eigast við Belgía og Ítalía, Sviss og
Spánn og Tékkland og Danmörk. Eins
og sjá má halda Danir uppi heiðri
Norðurlandaþjóðanna í þetta skiptið.
Nokkuð sem við Íslendingar gerðum á
síðasta EM.
England vann Þýskaland 2:0 á
Wembley í gær og sigurinn var afar
sætur fyrir Englendinga sem svo oft
hafa þurft að sætta sig við tap á móti
Þjóðverjum í mikilvægum leikjum.
Ummæli Garys Lineker, eins marka-
hæsta leikmanns í sögu enska lands-
liðsins, eru fyrir löngu orðin fræg.
„Knattspyrnan er einfaldur leikur. 22
leikmenn elta bolta í 90 mínútur og
þegar upp er staðið vinna Þjóðverjar.“
En ekki í þetta skiptið. Raheem
Sterling skoraði fyrir England á 75.
mínútu og Harry Kane bætti við
marki á 86. mínútu. Hans fyrsta mark
í keppninni og það kom á heppilegum
tíma.
Phillipp Lahm, fyrrverandi fyrirliði
Þjóðverja og gestapenni hjá Morgun-
blaðinu og mbl.is, ýjaði að því í grein á
mbl.is í gærmorgun að þetta gæti orð-
ið niðurstaðan. Hann spáði ekki fyrir
um úrslit en sagði bæði þessi lið vera í
uppbyggingarferli og þar væru Eng-
lendingar komnir lengra. Enska liðið
væri mun stöðugra en það þýska sem
sæist meðal annars á því að England
hefur ekki fengið á sig mark í keppn-
inni.
Svíar féllu úr keppni í gær. Úkraína
hafði betur 2:1 en sigurmark liðsins
kom á lokamínútu í framlengingunni
þegar Artem Dovbyk skoraði laglegt
skallamark.
Úkraína hefur komið mörgum á
óvart á EM þótt liðið hafi einnig verið
með á síðasta EM. Við stjórnvölinn er
gamla hetjan, Andriy Shevchenk, og
hann virðist kunna ýmislegt fyrir sér
sem þjálfari.
Oleksandr Zinchenko skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Úkraínu á 27. mín-
útu en Emil Forsberg jafnaði á 43.
mínútu. kris@mbl.is
Nú tókst Englendingum
að sjá við Þjóðverjum
- England hefur ekki fengið á sig mark á EM til þessa
AFP
2:0 Harry Kane fagnar marki sínu sem réð úrslitum í gær.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði og framherji Leiknis úr Reykjavík, var
besti leikmaður tíundu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati
Morgunblaðsins. Sævar skoraði bæði mörk Leiknismanna þegar þeir urðu
fyrstir til að leggja Víkinga að velli, 2:1, og hann fékk tvö M fyrir frammi-
stöðu sína hjá Morgunblaðinu. Sævar, sem hefur samið við Breiðablik fyrir
næsta tímabil, er næstmarkahæstur í deildinni en hann hefur gert átta af
ellefu mörkum Leiknis á tímabilinu.
Sævar er í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu í þriðja skipti á þessu
tímabili, en þeir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, og Höskuldur
Gunnlaugsson, miðjumaður og fyrirliði Breiðabliks, eru einnig valdir í liðið
í þriðja sinn.
10. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-5-1
Steinþór Már Auðunsson
KA
Brynjar
Hlöðversson
Leiknir R.
Rasmus
Christiansen
Valur
Elís Rafn
Björnsson
Stjarnan
Orri Sveinn
Stefánsson
Fylkir
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
Eyjólfur
Héðinsson
Stjarnan
Björn Daníel
Sverrisson
FH
Ísak Snær
Þorvaldsson
ÍA Andri Rafn
Yeoman
Breiðablik
Sævar Atli Magnússon
Leiknir
2
2
2
3
3
3
Sævar bestur í 10. umferðinni