Morgunblaðið - 23.06.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 23.06.2021, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021SJÓNARHÓLL F átt er eins hvimleitt og uppblásið orðskrúð, dulbúið sem viska, og til þess ætlað að sýna djúpa þekkingu þess sem talar eða skrifar. Oft fylgja því frasar sem eru vinsælir þá stundina og hafa það markmið að sýna hversu vel viðkomandi er með á nótunum og upplýstur um tíðarandann. Frasarnir eru ekki síst hástemmd lýsingarorð þar sem ákall og upphrópanir eiga að sýna ákefð, ástríðu, kraft og snilld viðkomandi einstaklings. Vinsælir frasar eru t.d. „áfram gakk“, „upp og áfram“, „geggjað mikilvægt“, „stafræna byltingin“, „leiðtogi en ekki stjórnandi“, „spila til að vinna“ og „skapandi sprotar“ til að nefna nokkra. Undanfarin ár virðist þetta á margan hátt hafa versnað. Fyrst og fremst er þessi þróun áberandi í umræðu um málefni atvinnulífsins, og þá sér- staklega á þeim vettvangi sem þar er mest nýttur í miðlun, þ.e. dagblöðum, netfrétta- miðlum og samfélagsmiðlinum linkedin.com. En hún birtist víðar og má einnig sjá í kvik- myndum, tónlist og bók- menntum. Eflaust er skýringin að einhverju leyti sú að þeg- ar leiðir í miðlun voru færri og áreiti minna en í dag, var auðveldara að ná í gegn með skoðanir. Sem þýddi að líkur á að ná til hóps voru meiri, án þess að það kostaði rembing. Eftir skoðunum var frekar tekið og var þar af leiðandi minni þörf á að hrópa frasa í þeirri von að ná í gegn. Það sem er einna dapurlegast í þessari þróun er að hún hefur leitt til ákveðinnar hjarðhegðunar í skrifum og miðlun almennt. Margir keppast við að blása upp lýsingu, oft á hinu augljósa, til þess að toppa hina. Og undirtektir oftar en ekki miklar. Lækin og kommentin hrúgast inn þar sem er keppst við að dásama kraft, orku og visku þess sem tjáir sig. Þessi þróun hefur einnig ratað inn í stefnumótun fyrirtækja, þar sem lýsingar á stefnu og framtíð- arsýn hafa litast af hástemmdri, og oft óraunhæfri, mynd. Á heimasíðu ónefnds fyrirtækis má finna eft- irfarandi setningu: „Framtíðarsýnin er að veita við- skiptavinum bestu heildarupplifun í heimi.“ Einmitt. Ef horft er til kvikmynda má sjá stíganda og bólgu í því að sýna hlutina „stærri og meiri“ á allan hátt. Flóknari og yfirgengilegri áhættuatriði hafa á margan hátt víkkað út þolmörk áhorfanda sem aft- ur hefur leitt til þess að byggst hefur upp ónæmi fyrir látum og hávaða. En stundum gerist það að óvænt koma lágstemmdar kvikmyndir sem sýna áhorfendum fram á raunveruleg gæði. The Green Book sem vann Óskarsverðlaunin 2019 er dæmi um slíkt. Það sama hefur gerst í Eurovision-söngvakeppn- inni, þar sem atriðin hafa í auknum mæli snúist um sviðsetningu, vindvélar, eld og sjónhverfingar. Lög og flutningur týnst í hávaðanum; áherslan á „sjóv- ið“. En svo birtast við og við listamenn eins og hinn portúgalski Salvador Sobral sem sigraði 2017 með angurværa ballöðu sem undir- strikaði gæði tónlistar og listamanns. Ekki froða né frasar þar á ferð. Þróunina má sömuleiðis merkja í bókmenntum þar sem krassandi krimmar með svæsnum lýsingum á glæpum og spennu eru hvað vinsælastir. Markaðurinn er fyrir hendi og gleypir í sig slíkar bækur. En ráin hækkar með ítarlegri lýsingum og smátt og smátt breytast væntingar og viðmið til málfars og at- burðarásar í bókum. Lesendur búast við meiru og meiru og normið breytist. Og á sama hátt og þegar Sobral söng og spilaði sína ljúfsáru ballöðu koma stundum bækur sem sýna að það eru enn og aftur gæði en ekki magn sem skipta máli. Hin margróm- aða skáldsaga Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson er dæmi um þetta. Allt er breytingum háð og þróast í takti við ný viðhorf og viðmið. Það er gangur lífsins og þeirra breytinga sem verða á samfélögum og samtali innan þeirra. Það sem þessar hugleiðingar eiga að vekja athygli á, er að stundum er minna meira. Það er oft tærari sannleikur í því að sýna hlutina á sannfær- andi hátt með því að pakka þeim inn á einfaldan, skýran og jafnvel auðmjúkan hátt. Forðast þá frasa sem gjaldfella kjarna málsins og taka á sig mynd froðu, sem eins og öll froða, hjaðnar og hverfur. Frasar og froða STJÓRNUN Þórður Sverrisson ráðgjafi hjá Strategem. ” Margir keppast við að blása upp lýsingu, oft á hinu augljósa, til þess að toppa hina. EGGERT Þegar kemur að því að skrifa um gæðavín er fátt skemmtilegra fyrir blaðamann en að fjalla um aldagamla viskíframleiðendur og rótgróin kampavínshús. Ástæðan er ekki bara sú að gott viskí og ljúffengt kampavín gefi lífinu lit, heldur einnig að á bak við drykki af þessari sortinni er oftar en ekki löng og hrífandi saga um kóngafólk og keisara, klóka við- skiptamenn, glímu við regluverkið og hernaðarbrölt af ýmsu tagi. Kampavínsframleiðandinn G.H. Mumm veldur engum vonbrigðum hvað þetta varðar enda ná rætur fyrirtækisins allt aftur til ársins 1827 þegar þrír þýskir bræður og víngerðarmenn úr Rínardal settust að í Champagne-héraði. Mumm- bræðurnir ráku vínsölu í Köln- arborg og höfðu nógu gott nef fyrir viðskiptum og hágæðavín- um til að sjá að það væri eitt- hvað alveg sérstakt við freyði- vínin frá Champagne. Á þessum tíma í verald- arsögunni lék allt í lyndi á milli Þýskalands og Frakk- lands og það var tiltölulega auðsótt fyrir bræðurna að flytja sig um set. Víngerðin óx nokkuð hratt og árið 1840 áttu bræð- urnir um 218 hektara af vínekrum á mörgum af eftirsóttustu ræktarsvæð- unum í Champagne. Vitaskuld féll Mumm-kampavínið í kramið hjá fína fólkinu og árið 1876 tefldi fyrirtækið fram einhverri best heppnuðu vöruhönnun sögunnar. Georges Hermann Mumm, sem hafði tekið við rekstrinum af bræðrunum þremur árið 1852, fékk þá hugmynd að skreyta flöskurnar með skáhall- andi rauðum borða sem minnir á æðstu heiðursorðu Frakka en orðan sú er fest við stóran rauðan borða sem fólk leggur yfir hægri öxlina og lætur orðuna sjálfa hvíla á vinstri mjöðm. Þótti G.H. Mumm þetta skraut við hæfi enda helstu viðskiptavinir hans franskir broddborgarar og kóngafólk með svefnherbergisskúffurnar fullar af heiðursorðum. Rauði borðinn hefur ein- kennt kampavínsflöskurnar frá Mumm alla tíð síðan og gerir þær auðþekkjanlegar í hillum verslana auk þess að gefa þeim virðulegt yfir- bragð. Til marks um það hvernig Flaskan sem lítur út eins og aðalsmaður HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.