Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
S
jómannadagurinn minnir
okkur á mikilvægi sjó-
manna fyrir íslenskt sam-
félag. Þetta er burðarstétt
í okkar samfélagi og hafa
verið undirstaða okkar lífsgæða í
gegnum tíðina. Þessi stétt er ein af
veigamestu stoðunum í atvinnulífi
Íslendinga,“ segir Drífa Snædal,
forseti Alþýðusambands Íslands, er
blaðamaður spyr hvað dagurinn
merki í hennar huga.
„Þessi dagur minnir okkur líka á
hvaða fórnir hafa verið færðar af
sjómönnum í gegnum tíðina, bæði líf
og heilsa og ekki síður fjarvistir frá
fjölskyldu. Þetta minnir okkur líka á
hvað hefur áunnist í slysavörnum
sjómanna. Þetta er þeirra dagur,“
bætir hún við.
Ljóst er að þrátt fyrir talsverðan
árangur í aðbúnaði sjómanna og
bættar vinnuaðstæður á liðnum ár-
um er enn margt sem má betur fara
að mati verkalýðshreyfingarinnar.
„Ég veit að Sjómannasambandið
hefur gert kröfu um að hvíldartími
sjómanna verði mældur og það er
eitthvað sem við höfum stöðugt
áhyggjur af, að þeir búi ekki við
sæmilegan aðbúnað í vinnu,“ segir
Drífa. „Málið sem kemur upp í vetur
hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru
beinir sjónum að því hvað sjómenn
geta verið í veikri stöðu bæði gagn-
vart skipstjóra og útgerð þegar
heilsa þeirra og
velferð er ekki
sett í fyrirrúm.
Þannig að það
sýnir okkur að
enn er tækifæri
til að bæta.“
Þá bendir
Drífa á að aðeins
eru greidd 12% í
lífeyrissjóð fyrir
sjómenn á meðan greidd eru 15,5%
fyrir restina af vinnumarkaðnum.
„Þetta er ótækt enda eiga sjómenn
að búa við sömu lífeyrisréttindi og
aðrir, sem hefur ekki verið í gegn-
um tíðina. Það er mikið áhyggjuefni
að ekki sé betur búið að lífeyrisrétt-
indum sjómanna.“
Tryggja fólki tækifæri
Umfangsmikil sjálfvirkni- og tækni-
væðing hefur átt sér stað í sjávar-
útvegi á undanförnum árum og hef-
ur sem afleiðing þess störfum
fækkað. Þessu hefur fylgt verulega
skert hlutfall kvenna í fiskiðnaði og
kann að vera vegna þess að vinnsla
fjölda afurða hafi færst á sjó með
tæknivæddum skipum. Spurð um
sýn verkalýðshreyfingarinnar á
þessar breytingar svarar Drífa að
þetta sé ekki endilega bundið við
sjávarútveg heldur sé tæknivæð-
ingin líklega áþreifanlegri en í öðr-
um greinum.
„Bæði af því að sjávarútvegurinn
er mjög stór hluti af vinnumark-
aðnum á ákveðnum svæðum og um-
fang breytinganna getur verið mjög
mikið. Þá komum við að hugmynd-
inni um réttlát umskipti. Þegar
svona stórar breytingar eru í vænd-
um þá þurfum við að koma því í
þann farveg að samið er um laun
upp á nýtt í tengslum við framleiðni-
aukningu en fækkun starfa. Og eins
að gefa fólki tækifæri til að hverfa
til annarra starfa, fá einhvers konar
starfsendurmenntun til að mæta
nýjum áskorunum. Það er bæði at-
vinnurekendum og launafólki í hag
að fara í gegnum slíkar breytingar í
góðum takti.
Síðan er annað mál að þessar
miklu framleiðniaukningar sem
skila auknum afköstum með færra
starfsfólki setja fókusinn á skatta-
umhverfið og hvernig sé hægt að
miðla ágóða af aukinni framleiðni til
almennings, ekki í gegnum laun
heldur í gegnum skattkerfið. Þetta
er ein af þeim áskorunum sem við
stöndum frammi fyrir til framtíðar
og ekki síst í sjávarútvegi,“ útskýrir
Drífa.
Hún segir ekki auðvelt að finna
bestu leið til að mæta þessari áskor-
un framtíðarinnar í sjávarútvegi og
að allir þættir er snerta greinina
verði að vera undir og bendir á að í
þessu samhengi verði að skoða
veiðileyfagjöld, afnot af auðlindinni
og skattlagningu þeirra verðmæta
sem til verða í sjávarútvegi. „Við
þurfum að tryggja að þjóðin öll njóti
góðs af og ekki síst sjávarplássin.“
Eitt sé ljóst og það sé að náist fram-
leiðniaukning og tilheyrandi aukin
afkoma í sjávarútvegi án nokkurra
breytinga á kerfinu í heild sé sam-
félagið ekki að njóta góðs af því sem
er að nást úr sameiginlegri auðlind,
að sögn Drífu.
Barátta fyrir vinnumarkaðinn
Alþýðusambandið hefur, auk Sjó-
mannafélags Íslands, í vetur gagn-
rýnt harðlega frumvarp Sigurðar
Inga Jóhannssonar, sveitarstjórnar-
og samgönguráðherra, um íslenska
alþjóðlega skipaskrá þar sem í því
felst að heimilað verður fyrir kaup-
skipaútgerðir að greiða laun sam-
kvæmt kjörum í því ríki er hver
skipverji á lögheimili. Þetta telur
forysta verkalýðshreyfingarinnar
heimila félagsleg undirboð á íslensk-
um vinnumarkaði.
Drífa telur þessi áform skjóta
skökku við í samanburði við þann
árangur sem náðst hefur á íslensk-
um vinnumarkaði til þessa og telur
forsetinn að hætta sé á að slíkt
kunni að smita út frá sér til annarra
atvinnugreina. „Þetta er í andstöðu
við baráttu alþjóðlegu verkalýðs-
hreyfingarinnar og tilmæli frá Al-
þjóðavinnumálastofnuninni.
Við erum á Íslandi. Útgjöld fólks
eru hérna og þurfa íslensk laun að
mæta því. Það er töluverð hætta ef
atvinnurekendur geta valið á hvaða
launum fólk er, við verðum að verja
íslenska kjarasamninga. Það er allt-
af hætta ef slegið er slöku við ein-
hvers staðar að það smiti út frá sér.
Barátta fyrir eina stétt er alltaf bar-
átta fyrir vinnumarkaðinn í heild
sinni.“
Stéttin í einstakri stöðu
Sjómenn hafa staðið samningslausir
um langt skeið og má segja að þeir
séu að einhverju leyti utan hefð-
bundna vinnumarkaðskerfisins.
„Þeir eru búnir að vera samnings-
lausir síðan desember 2019 og það á
ekki að líðast á íslenskum vinnu-
markaði að svona stór stétt sé
samningslaus árum saman. Smá-
bátasamningarnir hafa ekki verið
gerðir síðan 2014.“
Spurð hvort Alþýðusambandið
telji að breyta þurfi hvernig sé unn-
ið að kjarasamningum stéttarinnar
svarar Drífa að sjómannastéttin sé
að vissu leyti frábrugðin öðrum
stéttum á Íslandi. „Sjómanna-
samband Íslands er aðili að ASÍ og
við styðjum auðvitað kjaraviðræður
þeirra. En auðvitað er það þannig
að launauppbygging sjómanna er
allt öðruvísi heldur en hjá restinni
af vinnumarkaðnum í gegnum hluta-
skiptakerfið. Það hefur verið al-
menn sátt um það að sjómenn njóta
þess ef vel gengur, þannig verður
ekki þessi sama knýjandi þörf á
gerð samninga. Svo er það þannig
að sjómenn eru mjög breytileg stétt.
Þeir eru ekki allir í sömu störfum,
bátum eða undir sömu skilyrðum og
það hefur oft reynst erfitt að ná
þeim saman sem hópi í kjara-
viðræðum.“
„Alltaf hætta ef slegið er slöku við“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forseti ASÍ segir ótækt að sjómenn búi ekki
við sömu lífeyrisréttindi og aðrar stéttir.
Drífa Snædal
Talsverður árangur hefur náðst í að bæta vinnuumhverfi sjómanna en betur má ef duga skal, segir Drífa Snædal,
forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir einnig mikilvægt að finna leiðir til þess að íslenskt samfélag
allt njóti góðs af þeirri framleiðniaukningu sem fylgir aukinni tæknivæðingu sjávarútvegsins.