Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 14
una. Það er ekkert sjálfgefið að þegar það eru 26 karlar saman í mánuð á sjó að allt gangi upp en það gerir það nú samt. Mórallinn er góður og menn eru yfirleitt nokkuð léttir. Menn fara í rækt- ina, grípa í pílu eða fara í golf- hermi á frívaktinni eða þegar ró- legt er og það er alltaf stutt í grínið.“ Ekki verður hjá því komist að minnast á að síðastliðið rúmt ár hefur verið einkennilegt fyrir þjóðfélagið allt, en Valur segir fátt hafa breyst þrátt fyrir faraldur. „Það eina sem hefur breyst varð- andi Covid er að við förum í skim- un fyrir hverja brottför, mætum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á höfnin á Hrafni Svein- bjarnarsyni er dugleg að taka myndir og fékk blaðamaður leyfi til að birta nokkrar til að veita innsýn í lífið um borð. Er þetta skipstjórinn um borð? spyr blaðamaður. „Já svo er sagt,“ svarar Valur. Spurður hvernig hann myndi lýsa mannskapnum, svarar hann: „Áhöfnin er góð, hörkuduglegir og öflugir strákar sem sjá til þess að það vantar yfirleitt meira í vinnsl- svo um borð og göngum frá kosti og veiðarfærum og gerum skipið klárt fyrir brottför. Við fórum í fyrra inn til Eyja vegna gruns um Covid en sem betur fer var ekki smit heldur slæm innflúensa sem herjaði á okkur. Faraldurinn hefur því ekki haft mikil áhrif og ekkert umfram aðra hópa, menn fara eftir þeim reglum sem gilda þegar þeir eru í fríi og enginn hefur fengið Covid.“ Hann segir að veiðilega séð hafi síðastliðið ár gengið ágætlega. „Ýsa og karfi alls staðar en þorsk- urinn látið hafa fyrir sér oft og tíðum,“ útskýrir Valur og bætir við að ufsinn sé líka vandfundinn. Upp komu veikindi hjá skipverja í byrjun apríl og mætti Landhelgisgæslans á „sjúkrabíl sjómanna“. Það duga engin vettlingatök um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni. „Alltaf stutt í grínið“ Það er dugnaður og gott skap sem einkennt hefur túrana á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255, sem Þor- björn hf. gerir út. Þetta segir skipstjórinn Valur Pétursson. Ljósmyndir/Stefán Þór Friðriksson Það fiskast ekki mikið ef veiðarfærin eru ekki í lagi og verður að huga vel að öllum búnaði um borð. Eins og ávallt á sjó, tekst allt þegar samvinnan gengur vel. Stund milli stríða. Ekki veitir af því að taka nokkrar mínútur í búningsklefanum. 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.