Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S tarfsemi Trackwell hefur verið í örum vexti á und- anförum árum og í dag eru lausnir fyrirtækisins í notkun víða um heim. Er þess skemmst að minnast þegar búnaður Trackwell var, um miðjan síðasta áratug, tekinn til notkunar við fiskveiðieftirlit á um 100 millj- óna ferkílómetra hafsvæði í Kyrra- hafinu sem 40 ríki hafa lögsögu yf- ir. Jón Ingi Björnsson er fram- kvæmdastjóri Trackwell og segir hann að dag hvern taki kerfi Trackwell við skráningargögnum frá um 15.000 skipum um allan heim, þar af um 9.000 skipum í Kyrrahafinu. „Hér á Íslandi berast okkur í kringum þrjár milljónir staðsetningartilkynninga á dag á hverjum sólarhring.“ Hægt að nota hvar í heiminum sem er Skipta má starfsemi Trackwell í tvo hluta: flotastýringu og forð- astýringu. Undir forðastýringu heyra lausnirnar Tímon og Floti sem eru í notkun hjá fjölda ís- lenskra fyrirtækja. Er Tímon hann- aður til að halda utan um verk-, vakta- og tímaskráningu starfs- manna en Floti til að hafa eftirlit með bíla- og tækjaflotanum. Undir flotastýringu heyra Trackwell VMS og Hafsýn þar sem fyrrnefnda lausnin er sniðin að fiskveiðieftirliti fyrir ríki og stofnanir en sú síð- arnefnda ætluð skipstjórnarfólki og útgerðum til að skrá veiðar og vinnslu með skilvirkum og sjálf- virkum hætti. Upphaf Trackwell má rekja til þróunar á sjálfvirku tilkynninga- skyldunni, sem Trackwell rekur enn fyrir hönd Vaktstöðvar sigl- inga, en síðan þá hafa nýjar vörur bæst við með reglulegu millibili. Lausnir Trackwell gegna mik- ilvægu hlutverki á stórum haf- svæðum og eru t.d. notaðar til að vakta veiðar og ferðir skipa í N- Atlantshafinu, Kyrrahafi, Miðjarð- arhafinu og hluta Indlandshafs. Hjá Trackwell starfa 36 manns og er öll þróun og þjónusta hér á landi „Það sem hefur hjálpað okkur að ná þessari miklu útbreiðslu er að hugbúnaður okkar er hýstur í tölvuskýjakerfum fyrirtækja á borð við Amazon og Microsoft og hægt að nýta lausnirnar hvar í heiminum sem er án þess að við þurfum að hafa starfsfólk eða vél- búnað á staðnum. Aðgangur not- enda og öll þjónusta okkar er síð- an á netinu,“ útskýrir Jón Ingi. Eins og að sækja vörur inn á lager Áhugavert er að skoða hverju söfnun og miðlun fiskveiðiupplýs- inga breytir fyrir útgerðarfélög. Jón Ingi bendir á að nota megi vörur Trackwell til að mæla ýmsa þætti fiskveiða. „Á þann hátt verða veiðar fyrsti hluti af virð- iskeðju þess matvælaframleiðslu- fyrirtækis sem útgerðarfélagið er. Skipin geta sent í land – í raun- tíma – upplýsingar um t.d. sam- setningu aflans og hvaða vörur er verið að framleiða um borð. Fram- leiðslustjórar og sölustjórar í landi taka við þessum upplýsingum og nota til að taka ákvarðanir um hvernig má hámarka virði vör- unnar,“ segir Jón Ingi og bendir á hvernig tæknin opni fyrir þann möguleika að láta markaði stýra veiðunum frekar en að veiða fyrst og svo reyna eftir fremsta megni að fá gott verð fyrir vöruna á mörkuðum. „Útkoman er virð- iskeðja þar sem útgerðir geta sótt í hafið eins og þær væru að sækja vöru inn á lager, til að koma á móts við eftirspurn hverju sinni.“ Gögnin hjálpa líka til við að gera veiðarnar skilvirkari. „Það má t.d. keyra saman gögn um olíu- eyðslu skipa og hve mikið veiddist í hverju togi, hver togslóðin var og hvaða veiðarfæri voru notuð. Með því að vinna úr þannig gögnum má meðal annars bæta rekjanleika, minnka sótspor fisksins, og auð- veldara verður fyrir skipstjórn- armenn að átta sig á hvernig má ná hámarksárangri við veiðarnar. Um leið er verið að lágmarka um- hverfisáhrifin en sjálfbærni og sót- spor vega æ þyngra í þessari grein.“ Þá hafa sumar útgerðir notað rekjanleg gögn sem verða til við veiðarnar til að gera fiskinn að áhugaverðari vöru fyrir neytand- ann. „Það eru einkum smábátaút- gerðirnar sem hafa þreifað sig áfram með þessa þjónustu með það fyrir augum að geta fengið hærra verð fyrir fiskinn. Fylgja þá upp- lýsingarnar fiskinum alla leið til neytandans sem getur t.d. notað snjallsímaforrit til að sjá hvar og hvenær fiskurinn var veiddur.“ Fiskveiðieftirlit verður mun skilvirkara Þegar kemur að fiskveiðistjórnun hjálpa kerfi Trackwell við að koma t.d. auga á skip við ólöglegar veið- ar. Er hægt að tengja staðsetningargögn Trackwell við gervihnattamyndir og nýta gervi- greind til að staðsetja skip sem stinga í stúf. „Með þessu verkfæri er hægt að gera fiskveiðieftirlit skilvirkara. Í stað þess að senda skip og flugvélar til eftirlits af handahófi er hægt að senda þau þangað sem mestar líkur eru taldar á að brot séu að eiga sér stað,“ út- skýrir Jón Ingi. „Sams konar greiningu má líka nota til að koma auga á t.d. skip sem eru að landa í önnur skip úti á rúmsjó, og hægt að nýta gögnin til að greina hegðun skipa til að koma auga á hættu- merki.“ Fiskveiðar verða skilvirkari með bættri öflun og miðlun gagna Vinnslustjórar og sölustjórar fá upplýsingar í raun- tíma um samsetningu aflans. Staðsetningargögn, gervihnattamyndir og gervigreind hjálpa til við að auka skilvirkni í eftirliti með ólöglegum veiðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gögn leika æ stærra hlutverk í að auka skilvirkni veiða og hámarka virði sjávarafurða. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Útkoman er virðiskeðja þar sem útgerðir geta sótt í hafið eins og þær væru að sækja vöru inn á lager,“ segir Jón Ingi Björnsson um þá möguleika sem skapast þegar gögnum er safnað og miðlað í rauntíma á milli skips og lands. Bara á Íslandsmiðum vinnur hugbúnaður Trackwell úr um þremur milljónum staðsetningarhnita á dag. Samsett mynd af notendaviðmóti Trackwell. Gögnin eru gerð auðskiljanleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.