Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ að eru auðvitað kaflaskil að fá nýtt skip inn í fyrirtæki og byggðarlag eins og okkar. Þetta er gleðidagur og áskorun líka að taka nýtt skip í notk- un,“ segir Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, við komu skipsins. „Svo er maður bara þakklátur fyrir að fá að taka þátt í svona samstarfi við skipa- smíðastöðina, áhöfnina, starfsmenn okkar og starfsmenn Samherja. Þetta er voðalega ánægjulegt og gefandi samstarf og er að skila af sér mjög góðri afurð,“ bætir hann við. Gunnþór segir faraldurinn ekki hafa komið niður á umfangsmiklu samstarfi margra aðila sem þurfti til að sinni nýsmíðunum. Hins vegar hafi það vissulega verið þannig að starfsmenn Síldarvinnslunnar þurftu að dvelja erlendis í lengri tíma í senn vegna ferðatakmarkana. Auk þess seinkaði afhendingu skipsins. Skipa- smíðastöðin hafi hins vegar staðið sig vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður, að sögn hans. „Þetta er hugsanlega ein fremsta skipasmíðastöð í heimi, sérstaklega í smíði uppsjávarskipa. Þeir afhenda fimm til sex uppsjávarskip á ári og kunna sitt fag. Þetta gekk allt mjög vel.“ Hinn nýi Börkur var smíðaður hjá dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens á Skagen og kostaði Síldarvinnsluna 5,7 milljarða króna. Skipið, sem búið er til flotvörpu- og hringnóta- veiða, er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA sem Samherji gerir út og kom til Akur- eyrar í byrjun apríl. Eldri Börkur í sölu Spurður hvort gera megi ráð fyrir að nýr Börk- ur verði afkastameiri en skipið sem hann leysir af hólmi svarar hann: „Við höfum skip sem við erum að fara með í sölu sem er smíðað 2012, það er ekki eins og það sé mjög gamalt skip, en þetta er burðarmeira. Það er allur nýjasti bún- aður, hvort sem það er fiskileitartæki eða bún- aður í kringum veiðarnar, vinnuaðstaða, aðbún- aður eða búnaður á dekki. Við ætlum okkur að spara töluverða olíu, þetta er mun hagkvæmara skip. Við erum með tvær aðalvélar, sem er ekki algengt. Við teljum okkur geta náð töluverðum árangri þar í að gera skipið mjög hagkvæmt. Það er mjög góð nýting á allri afgangsorku í því. Við erum með vatnslagnir í gólfum til að nýta vatnshita og af- gangshita frá vélum. Það er nokkuð sem ég held að ekki mörg önnur skip séu með.“ Hann segir hönnunina á skrokki og stefni skipsins alla hafa tekið mið af því að hámarka árangur og skila hagkvæmni. „Það er mjög spennandi verkefni að taka þetta í notkun. Við bíðum bara spenntir eftir því að byrja að nota skipið og sjá hvernig þetta virkar. […] Það hef- ur ekki reynt mikið á þetta skip, en það er búið að reyna eitthvað á systurskipið Vilhelm Þor- steinsson og þeir eru bara í skýjunum með það. Stefnislagið skilar mjög góðum sjóskipum.“ Hægt er að sjá á myndum að Börkur fer vel í sjó, að sögn Gunnþórs sem bendir á að tölu- verður munur sést á hegðun skipsins og Beitis sem fylgdi nýsmíðunum í Norðfirði á fimmtu- dag. Upptöku af komu skipsins má finna á you- tube-rás Síldarvinnslunnar. Töluvert hefur verið fjárfest í nýjum upp- sjávarskipum hér á landi á undanförnum á ár- um. Spurður hvernig staða íslenska uppsjáv- arflotans sé í samanburði við samkeppnisþjóðir Íslendinga, Færeyinga og Norðmenn, svarar Gunnþór: „Við höfum, Ís- lendingar, verið að fjárfesta í uppsjáv- arskipum undanfarin ár og erum komnir mjög framarlega með okkar flota. Ég tel að við stöndumst alveg þann samanburð í dag; þó að við höfum kannski ekki gert það fyrir fimmtán eða tuttugu árum þá gerum við það í dag.“ Til sýnis um helgina Börkur verður í dag milli klukkan þrjú og fimm síðdegis til sýnis fyrir starfsmenn Síld- arvinnslunnar og fjölskyldur þeirra. Á sjó- mannadaginn verður svo opnað fyrir almenn- ing eftir að skipið hefur formlega fengið nafnið við hátíðlega athöfn klukkan ellefu. Munu sjó- menn úr áhöfninni fara um skipið með gestum. Áskorun að taka nýtt skip í notkun Það var bjart og stillt í Norðfirði er nýsmíði Síldarvinnslunnar sigldi til heimahafnar í fyrsta sinn í fylgd Beitis NK á fimmtudag. Heimamenn voru mættir til að fagna komu skipsins, sem er nýjasta skip í flota landsins. Skipið mun formlega fá nafnið Börkur við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn, en það leysir eldri Börk af hólmi. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir Nýr Börkur kom til Neskaup- staðar á fimmtudag og er hið myndarlegasta. Fjöldi fólk fylgdist með komu skipsins. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar, kveðst ánægður með skipið. Nýr Börkur NK 5 Mesta lengd skipsins er 89,07 metrar. 5 Skráð lengd þess er 83,40 metrar. 5 Breidd skipsins er 16,6 metrar. 5 Þrettán RSW-tankar eru um borð í skipinu og er samanlagt rúmmál þeirra 3.440 rúmmetrar. 5 Skipið er því alls 4.140 brúttótonn. 5 Skipið er byggt af Karstensen- skipasmíðastöðinni í Danmörku en skrokkurinn var smíðaður í Gdyniu í Póllandi af sama fyrirtæki. 5 Auk hefðbundinnar 250 ampera land- tengingar er skipið útbúið 1.100 am- pera landtengingu. 5 Tvær aðalvélar eru í skipinu, af gerð- inni Rolls Royce Bergen. 5 Vélarnar keyra út á eina skrúfu í gegn- um einn sameiginlegan niðurfærslugír (Flender GVL-1400). 5 Vélarnar hafa hvor sinn ásrafalinn (Cummins AvK) upp á 2.300 kW. Aukalega er ein ljósavél frá Mitsubishi upp á 820 kW og ein hafnarvél frá John Deere (6068) upp á 166 kW. 5 Aðalvélin knýr glussakerfið og drif- búnað. 5 Á siglingu nægir að keyra aðra aðalvél skipsins. 5 Á togi verða báðar aðalvélarnar í gangi og knýja drifbúnað og sjá fyrir raforkuþörf skips og búnaðar. 5 Aflstjórnunakerfi er fyrir rafmagnið. 5 Fljótandi tíðni er á rafkerfinu sem veit- ir aðalvélum svigrúm til snúningshrað- abreytinga upp á 17%. „Þetta gekk bara óskaplega vel,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á nýja Berki, um sigl- inguna heim sem tók fimm daga. Siglt var vestur í gegnum Skagerrak frá Skagen í Dan- mörku og vestur með Noregi áður en stefnan var tekin til vesturs í átt að Færeyjum og það- an til Íslands. „Við vorum bara í skoðunarferð. Skoðuðum Færeyjar vel og vinkuðum vinum okkar þar. Mjög þægilegt ferðalag á mjög góðu og glæsilegu skipi.“ Hjörvar er hæstánægður með hvernig sé að sigla skipinu. „Það er mjög ljúft. Það er hljóð- látt og sparneytið greinilega, það fer ekki mik- ið af olíu miðað við fyrri skip. Þetta lítur allt mjög vel út og næsta mál á dagskrá er að prófa hann á veiðum núna eftir helgi.“ Vandað skip í alla staði Spurður hvernig sé að setjast í skipstjórn- arstólinn á glænýju skipi svarar skipstjórinn: „Það er bara góð tilfinning að vera treyst fyrir því að taka við nýju skipi og maður er stoltur af því að fá svona tækifæri, það er ekki sjálf- gefið á ferlinum að komast á nýsmíði. Þær hafa nú ekki verið allt of margar hér á Íslandi en fer fjölgandi sem betur fer.“ Þá segir Hjörvar margt við nýja Börk minna á geimskip. „Það er allt hlað- ið af búnaði og svolítið nýr heimur. Þótt það sé ekki nema níu ára, skipið sem við vorum á, þá er þetta gríðarleg breyting í tækni frá því að hann var klár- aður. Þetta er allt eins tæknilegt og hægt er og mjög flott skipasmíðastöð sem þetta er smíðað hjá, það er alveg ótrú- lega vandað skipið að sjá í alla staði.“ Bætir hann við að áhöfnin sé ánægð með aðbúnað og vinnuaðstöðu um borð. „Þeir eru bara í sjöunda himni með þetta. Allt eins glæsilegt og hægt er.“ Er maður stoltur af því að vera á svona skipi? „Já, það er nú eiginlega ekki hægt annað. Komum hérna í hádeginu [á fimmtudag] í fylgd með Beiti í stórglæsilegu veðri, bæj- arbúar á bryggjunni að mynda og við tókum nokkra hringi fyrir framan þá. Þetta var mjög flott stund.“ Skipstjórinn kveðst stoltur Hjörvar Hjálmarsson Ljúft að sigla skipinu og stefnt á að hefja veiðar eftir helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.