Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 39
Enn þann dag í dag er húsið við Seljaveg 2 kallað Héðinshúsið, þó
að 32 ár séu liðin frá því að Héðinn flutti starfsemi sína þaðan, fyrst í
Garðabæ og síðan til Hafnarfjarðar. Skyldi samt engan furða að
nafnið sé fast á Seljaveginum enda starfaði Héðinn þar í rúmlega
40 ár. Starfsemi Héðins er nú að Gjáhellu 4, í 8 þúsund fermetra
húsi sem fyrirtækið reisti í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði á 22 þúsund
fermetra lóð árið 2008.
99 ára samleið með sjávarútveginum
Héðinn hf. hefur átt samleið með íslenskum sjávarútvegi í tæpa
öld. „Vjelsmiðjan Hjeðinn“ var stofnuð 1922 og megin viðfangs-
efnin frá fyrsta degi voru véla- og skipaviðgerðir.
Sjávarútvegurinn er hryggjarstykkið í starfsemi Héðins enn
þann dag í dag, 99 árum síðar. Héðinn á með einum eða öðrum
hætti stóran þátt í mörgum af nýjustu fiskiskipum íslenskra
útgerðarfyrirtækja. Þau allra nýjustu eru Vilhelm Þorsteinsson
EA og Börkur NK. Af öðrum má t.d. nefna Ilivileq GR, Heimaey
VE, varðskipið Þór, Cuxhaven NC, Berlin NC, Emeraude og
Kirkella.
Héðinn hefur byggt flestallar lýsis- og mjölverksmiðjur landsins
og leitt umbætur í þeim til að auka gæði og verðmæti hráefnis-
ins. Þá hefur Héðinn þróað hina nýju HPP (Héðinn Protein
Plant) sem stóreykur möguleikana til að skapa verðmætar vörur
úr öllu hráefni sem fellur til á sjó og í landi.
Starfsmenn Héðins eru rúmlega 100 og eru aðalstöðvar fyrir-
tækisins að Gjáhellu 4 í Hafnarfirði. Ennfremur rekur Héðinn
verkstæði á Grundartanga og í lok sumars verður útibú fyrir
Kongsberg þjónustu opnað á Akureyri. Starfsemin skiptist í
deildir eftir viðfangsefnum og hér kynnum við þær ásamt hluta
af starfsfólkinu.
Hamingjuóskir á sjómannadaginn
Héðinn hf. óskar sjómönnum velfarnaðar á sjómannadaginn
„Kongsberg Maritime er nýr eigandi að starfsemi
Rolls-Royce Marine, en þetta er áfram sami búnaður og
þjónusta og áður þó nafnið sé annað“ segir Rögnvaldur
Höskuldsson, yfirmaður Kongsberg Maritime þjónustu
Héðins hf.
„Mörg af öflugustu og tæknivæddustu skipum landsins
eru hönnuð og/eða búin tæknilausnum frá Kongsberg,
áður Rolls-Royce Marine,“ segir Rögnvaldur. Undir
þeim hatti er m.a. að finna Bergen aðalvélar, Brattvaag
spilkerfi, Ulstein skrúfubúnað og Tenfjord stýribúnað.
„Kongsberg Maritime deild Héðins sér annars vegar
um sölu á búnaði og lausnum Kongsberg og hins vegar
um allt sem snýr að viðhaldi, varahlutum og viðgerðum.
Mikill fjöldi íslenskra skipa er með búnað frá þeim
norsku framleiðendum sem mynda kjarnann í
Kongsberg Maritime og það heldur þessari 12 manna
deild okkar við efnið alla daga. En við störfum ekki í
tómarúmi innan Héðins, því að véladeildin og renniverk-
stæðið vinna afar náið með okkur. Þegar á stálsmíði
þarf að halda höfum við svo að sjálfsögðu greiðan
aðgang í þeim efnum innanhúss.“
Kongsberg Maritime þjónustan
Héðinshúsin tvö
Hinn nýi togari Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, Börkur NK 122, er
systurskip Vilhelms Þorsteinssonar
EA 11 sem eru í eigu Samherja og kom
fyrir skömmu til landsins. Skipin eru
hlaðin búnaði frá Kongsberg Maritime
og þar á meðal má nefna: tvær Bergen
aðalvélar, B33:45L6, 3.600 kW hvor;
Promas CPP framdrifskerfi, skrúfa,
stýri og gír; stýrisvél SR722 FCP; þrjár
bógskrúfur TT1650 og TT2000; Helicon
X3 skrúfustýring; 17 lágþrýsti vökva-
vindur, tog- og hjálparvindur ásamt
spilstjórnun Synchro X7.
Héðinn hf. óskar Síldarvinnslunni
og Samherja hjartanlega til hamingju
með þessi nýju og glæsilegu fley.Frá vinstri: hluti starfsmanna Kongsberg Maritime deildar Héðins, Björgvin Helgi Hjartarson,
Þorsteinn Sverrisson, Björgvin Valdimarsson, Sigurður Sævar Sigurðsson, Fannar Þórsson,
Gunnar Hrafn Hall, Guðfinnur Arnar Kristmannsson og Rögnvaldur Höskuldsson.
Kongsberg um borð í nýjum Berki NK
og Vilhelm Þorsteinssyni EA
Héðinshúsið við
Seljaveg 2 eins og
það leit út fyrstu
árin, áður en hæð
var byggð ofan á
og viðbyggingar út
að Mýrargötu og
Ánanaustum.