Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
T
öluvert er fjallað um þess-
ar greinar í skýrslu um
stöðu og horfur í íslensk-
um sjávarútvegi og fisk-
eldi. Fjórir vísindamenn
rituðu skýrsluna að beiðni Krist-
jáns Þórs Júlíussonar, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra. Í
skýrslunni er vakin athygli á þeirri
gjörbreyttu stöðu sem hefur átt sér
stað á undanförnum árum í þessum
sérhæfðu greinum og voru árs-
reikningar 84 fyrirtækja teknir til
greiningar.
Harðfiskvinnsla er hugsanlega
elsta fiskiðngrein hér á landi og
hefur verið stunduð allt frá land-
námi. Fimm fyrirtæki sem vinna
harðfisk eru í greiningu skýrsl-
unnar og voru tekjur fyrirtækjanna
1,1 milljarður árið 2018 sem sam-
svarar 19 milljónum á hvert þeirra
58 ársverka sem unnin eru hjá fyr-
irtækjunum, en það er næst-
minnsta velta á ársverk í sam-
anburði við hinar hliðargreinarnar.
Hins vegar eru þessi fyrirtæki með
hæsta hagnaðarhlutfall af tekjum.
Leiðandi á heimsvísu
Það eru þó fleiri aðferðir nýttar til
þurrkunar á sjávarafurðum en
harðfiskvinnsla og hefur til að
mynda hausaþurrkun verið stund-
uð innanhúss hér á landi frá 1978,
fyrst í Hafnarfirði. Alls eru sex
fyrirtæki sem reka fiskþurrkun
sem eru í greiningunni og er hjá
þeim unnið 181 ársverk. Veltan
2018 nam 5,1 milljarði króna sem
gerir tekjur á hvert ársverk 28,6
milljónir.
Niðursuða sem geymsluaðferð
hefur verið geymsluaðferð matvæla
í rúm 200 ár og barst hingað til
lands 1858 er Skotinn James Ritc-
hie hóf niðursuðu á laxi í Borg-
arfirði. Niðursuða er enn stunduð í
stórum stíl og er Ísland meðal ann-
ars leiðandi í niðursoðinni þorska-
lifur. Framleiðslan á heimsvísu er
um 65 milljónir dósa og eru tvær af
hverjum þremur frá íslenskum
framleiðendum eða 45 milljónir
dósa.
Þau fjögur fyrirtæki sem eru
markaðsráðandi í niðursoðnum
hliðarafurðum hér á landi seldu
vörur fyrir rétt tæpa þrjá milljarða
árið 2018 og voru ársverkin 71.
Hagnaðurinn af þessum rekstri er
þó takmarkaður.
Auka nýtingu
Leitin að leiðum til að auka fullnýt-
ingu hráefnis hefur verið stöðugt
viðfangsefni í sjávarútvegi eða allt
frá því að takmörk voru sett á veið-
ar með innleiðingu kvótakerfisins.
Enda er ljóst að þegar ekki er hægt
að auka tekjur með veiðum er eina
færa leiðin að auka þau verðmæti
sem fást út úr hverju lönduðu kílói
af afla. Fjöldi sprotafyrirtækja hef-
ur orðið til við verkefni sem tengj-
ast fullnýtingu.
Í skýrslunni er sérstaklega horft
til fyrirtækja í líftækni, líf-
efnaframleiðslu og lækningavörum
í þessu samhengi en þeim hefur
fjölgað gífurlega á undanförnum
árum. Þessum fyrirtækjum hefur
tekist að skapa verðmæti úr hluta
sjávarafurðanna sem oft á tíðum
var fargað, til að mynda roði og
slógi. Alls eru fyrirtækin 14 og hafa
fjölda starfsmanna en þar eru unn-
in um 220 ársverk. Rekstrartekj-
urnar nema 9,4 milljörðum króna
og þær næsthæstu á hvert ársverk.
Hins vegar er verulegt tap meðal
þessara fyrirtækja og segja
skýrsluhöfundar ástæðuna vera að
umrædd „fyrirtæki eru mörg ung
og hafa lagt í mikla og kostn-
aðarsama rannsókna- og þróun-
arvinnu sem er annaðhvort nýlega
farin að skila árangri eða á stutt í
að skila jákvæðri afkomu.“
Hagstætt umhverfi
Fyrir um áratug var Bláa lónið eina
fyrirtækið hér á landi sem sinnti
ræktun og vinnslu örþörunga.
Þessi fyrirtæki eru nú sex talsins
og hafa þau vaxið mjög ört. „Ísland
er um margt ákjósanlegt land til að
setja upp starfsemi tengda örþör-
ungum. Næg græn orka er til stað-
ar á ásættanlegu verði, bæði til hit-
unar og fyrir rafmagnslýsingu sem
er mjög orkufrek,“ segir í skýrsl-
unni. En það eru fleiri breytur sem
gera Ísland að eftirsóttum stað fyr-
ir fyrirtæki af þessum toga og vísa
skýrsluhöfunar til náttúrulegs kol-
tvíoxíðs sem er nægt. Auk þess er
framboðið á köldu vatni töluvert,
en það kemur að notum til að kæla
LED-ljósakerfi sem nýtt eru til
ræktunar.
Ársverkin eru 59 í fyrirtækj-
unum sex og námu tekjur þeirra 1,7
milljörðum árið 2018. Þrátt fyrir að
fyrirtækin skiluðu samanlögðu tapi
upp á 122 milljónir króna er talið að
það sé ekki merki um veika stöðu,
heldur er um að ræða ung fyrirtæki
í örum vexti og rekstrartap á þess-
um tímapunkti eðlilegt.
Þörungar skili tæknistörfum
Aðeins tíu ársverk eru í fínvinnslu
stórþörunga og er greinin á byrj-
unarstigi. Fyrirtækin eru fjögur
og tekjurnar litlar og tapið tölu-
vert. „Greinin er ung og eru mikil
tækifæri í vinnslu lífvirkra efna og
afurða úr stórþörungum, en fyrir-
tækin hafa ekki enn haft erindi
sem erfiði,“ segir í skýrslunni.
Aðra sögu er að segja af hefð-
bundinni vinnslu stórþörunga, þó
aðfjöldi fyrirtækja sé svipaður.
Tekjurnar námu 1,9 milljörðum
árið 2018 og voru unnin 50 árs-
verk. Tvö fyrirtækjanna eru tölu-
vert stærri en hin og bera ábyrgð
á stórum hluta veltunnar. Þá er
bent á að töluverður áhugi er á því
erlendis að auka nýtingu á þangi
og þara við strendur Íslands, sér-
staklega í Breiðafirði þar sem 50
þúsund tonna uppskera er leyfð.
Fram kemur í skýrslunni að einnig
séu töluverð tækifæri falin í rækt-
un á þangi og þara.
„Á Íslandi eru miklir mögu-
leikar í vinnslu á þangi og þara
sem mikilvægt er að skapa sem
mest verðmæti úr. Heppilegt væri
að fara sömu leið og farin hefur
verið í vinnslu hliðarafurða í hefð-
bundinni fiskvinnslu og vinna
þangið frekar í verðmætar vörur
sem skila sér einnig í nýjum ís-
lenskum hugverkum og verðmæt-
um tæknistörfum,“ segja höf-
undar.
Stoðirnar
Tækja- og tæknigreinin er líklega
það sem hefur verið hvað mest
áberandi er kemur að hliðar- og
stoðgreinum sjávarútvegs. Há-
tæknifyrirtæki eins og Valka,
Marel og Skaginn 3X eru vel
þekkt og selja líklega meira er-
lendis en hér á landi. Fyrirtækin
eru 20 hér á landi og voru unnin
1.390 ársverk sem skiluðu fyr-
irtækjunum 38,2 milljörðum króna
árið 2018.
Vöxtur hefur verið gífurlegur í
fyrirtækjum sem bjóða ýmsan
hugbúnað til úrvinnslu gagna og
annarra tæknilausna. Helst það
líklega í hendur við aukna tækni-
væðingu fiskvinnslna enda miða
báðar greinar að því að auka skil-
virkni, nýtingu og gæði. Sam-
anlagt voru unnin 229 ársverk hjá
þessum fyrirtækjum og veltan
tæpir fimm milljarðar.
Ekki verða stundaðar veiðar án
veiðarfæra og eru sex ráðandi
fyrirtæki hér á landi og nam velt-
an rúmlega fjórum milljörðum, en
reksturinn skilaði ekki hagnaði ár-
ið 2018. Hafa þarf í huga að tvö
fyrirtækjanna eru sprotafyrirtæki
sem eiga eftir að sanna sig. Sam-
hliða veiðarfærum eru umbúðir og
fiskikör ómissandi hluti af sjávar-
útvegi og fiskeldi og eru unnin 169
ársverk hjá fjórum ráðandi fyr-
irtækjum í umbúðalausnum fyrir
sjávarútveg.
Gríðarlegur fjöldi starfa í hliðargreinum
Árið 2018 voru að
minnsta kosti 84 fyrir-
tæki í hliðar- og stoð-
greinum sjávarútvegs.
Velta þeirra nam rúm-
lega 78 milljörðum
króna og ársverkin
2.541 sem þýðir að
tekjur á hvert ársverk
voru að meðaltali 31,6
milljónir króna.
Líftækni
og hráefni
Stórþörungar
– fínvinnsla
Stórþörungar
– hefðbundin
vinnsla
Örþörungar Niðursuða Fiskþurrkun Harðfisk-
vinnsla
Tækja- og
tæknilausnir
Veiðarfæri Umbúðir Gagna- og
tæknilausnir
Fyrirtæki í hliðar- og stoðgreinum sjávarútvegs
14
4 4
6
4
6 5
20
6
4
11
-461 -88
80
-122 23
154
76
492
28
117
-386
42,6
8,3
37,3
28,8
42,2
28,6
19,2
27,5
41,3
51,2
21,2
9.432
79 1.882 1.690 2.982
5.181
1.112
38.228
4.258
8.645
4.857
222
10 51 59 71
181
58
1.390
103 169
229
Fjöldi fyrirtækja 84 fyrirtæki alls
Fjöldi ársverka 2.541 ársverk alls
Rekstrartekjur
Hagnaður/tap
78.346 m.kr. alls
-87m.kr. alls
Tekjur á ársverk 31,6 m.kr. að meðaltali
Heimild: Skýrsla um stöðu og horfur í
íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi
Helstu rekstrartölur úr ársreikningum fyrir árið 2018 Allar upphæðir eru í milljónum króna
Rannsóknastofa Algalíf í Reykjanesbæ er einn þeirra starfsvettvanga sem skapast hafa í hliðargreinum. Tækni- og sjálfvirknivæðing í framleiðslu sjávarafurða hefur skilað verðmætum.