Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 46
S
jómannadagurinn er
gjarnan notaður til þess
að mæra sjómenn, hetjur
hafsins sem bera björg í
bú. Hvernig er svo stað-
an í dag? Nú eru sjómenn búnir að
vera með lausa kjarasamninga í
um það bil eitt og hálft ár og lítið
miðar. Það er ekki í fyrsta skiptið
sem gengur hægt að semja við út-
gerðarmenn í gegnum árin. Síðast
þegar samið var var það eftir sjö
vikna verkfall. Síðustu samningar
hafa alltaf snúist um að verjast
kröfum útgerðarmanna, það hefur
þróast þannig að sneið sjómanna
úr kökunni hefur heldur rýrnað. Í
yfirstandandi samningum hafa sjó-
menn verið með tvær megin-
kröfur: Fá meira gagnsæi á verð-
lagsmálin og fá 11,5% í lífeyrissjóð
eins og aðrir landsmenn.
Kröfum sjómanna um að fá
sama í lífeyrissjóð hefur verið
hafnað með rökunum „þið eruð á
hlutaskiptum“. Þrátt fyrir að
hagnaður útgerðar hafi verið að
meðaltali um 20 milljarðar á ári
síðustu ellefu ár er ekki hægt að
greiða sjómönnum sambærilegan
lífeyri og öðrum landsmönnum.
Sjómenn eru í meiri hættu en flest
annað launafólk fyrir mikilli ör-
orkubyrði, þetta er erfið vinna við
erfiðar aðstæður, mjög slítandi.
Það er ótrúlegt að menn vilja ekki
semja við okkur sjómenn um að
hafa sama lífeyrissjóð og aðrir.
Það er ótrúlegt að fyrirtæki sem
hafa hagnast mjög á síðustu árum
á sameiginlegri auðlind þjóð-
arinnar skuli þráast við að leyfa
sínu fólki að sitja við sama borð og
aðrir landsmenn. Það á að vera
krafa frá þjóðinni að þeir sem nýta
sameiginlegar auðlindir borgi góð
laun. Arðurinn á að dreifast um
samfélagið.
Þá hefur líka vakið athygli á síð-
ustu misserum framganga Sam-
herja og viðbrögð þeirra við þeim
fréttum og gagnrýni sem þau hafa
fengið. Það er ekki alveg þannig að
þetta hafi bara verið einn maður
með einhverjar getgátur. Samherji
hefur fengið harða gagnrýni frá
ráðamönnum í Namibíu, Noregi og
Færeyjum. Allir hafa rétt til þess
að verja sig, en svo sannarlega get
ég tekið undir með Samherjamönn-
um þegar þeir segja að það sé ljóst
að of langt hafi verið gengið í við-
brögðum þeirra sjálfra. Þegar menn
ganga það langt að þeir skrifa ráða-
mönnum þjóðarinnar bréf til þess
að skamma þá fyrir hvað þeir segja
og hvernig þeir vinna vinnuna sína,
þá eru menn orðnir veruleikafirrtir.
Þú skrifar ekki ráðherrum og seðla-
bankastjóra bréf og segir þeim hvað
þeir mega gera og ekki gera. Þegar
menn eru komnir þangað eru þeir
ekki á góðum stað.
Samherji hefur beðist afsökunar
á þeirri framgöngu, sem er gott, en
þá verða menn líka að sýna það í
verki. Það er merkilegt að SFS
þurfi að gera þá kröfu til fé-
lagsmanna sinna eins og segir í yf-
irlýsingu frá þeim að fyrirtækin
„fylgi lögum, bæði hér heima og er-
lendis, og viðhafi góða viðskipta- og
stjórnarhætti“. Ég hélt að annað
ætti ekki að vera í boði. Einnig tel-
ur SFS „mikilvægt að fyrirtækið
axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og
athöfnum, stuðli að gagnsæjum
starfsháttum og góðum sam-
skiptum“. Ég tel það frumskilyrði
fyrir útgerðarmenn að fara eftir því,
vilji þeir öðlast traust þjóðarinnar.
Gott væri þá ef útgerðarmenn gætu
byrjað á að vinna traust og trúnað
sjómanna sinna og gengið að samn-
ingum með samningsviljann að
vopni.
Það er nefnilega nóg til.
Að lokum vil ég óska sjómönnum
og fjölskyldum þeirra til hamingju
með daginn.
Sjómannadagurinn Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna
Morgunblaðið/Eggert
„Það á að vera krafa frá þjóðinni
að þeir sem nýta sameiginlegar
auðlindir borgi góð laun. “
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Það er nefnilega nóg til
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
E
ngin banaslys urðu á ís-
lenskum sjómönnum við
strendur landsins á árinu
2020 sem er sjöunda árið
sem sú ánægjulega þróun á
sér stað og fjórða árið í röð. Önnur ár
þar sem engin banaslys urðu við
landið eru 2008, 2011, 2014, 2017,
2018 og 2019.
Lykillinn að þessum árangri er
efalaust meiri og skilvirkari fræðsla
og forvarnir. Þar kemur Slysavarna-
skóli sjómanna sterkur inn. Öryggis-
vitund og öryggismenning sjómanna
hefur aukist jafnt og þétt frá því að
skólinn tók til starfa. Sjómenn læra
að umgangast hætturnar um borð og
reyna að kortleggja þær með öllum
ráðum til að forðast slys og afleið-
ingar þeirra.
Alvarlegum slysum hefur einnig
fækkað en sjómönnum hefur líka
fækkað. Ég hef ekki tölur um hvort
þessar tvær stærðir haldast í hendur
en ljóst er að baráttan heldur áfram
við fækkun slysa. Skipin hafa stækk-
að og eru orðin öruggari vinnustaðir
ef rétt er staðið að málum. En gjalda
verður varhug við fækkun í áhöfn um
efni fram. Það leiðir oftast til meira
álags á mannskapinn og minni hvíld-
ar sem yfirleitt er ávísun á minni ár-
vekni viðkomandi áhafna. Vansvefta
og illa hvíldur sjómaður er stór-
hættulegur bæði sjálfum sér og öðr-
um. Sagan lýgur ekki í þeim efnum.
Ekki þarf að blaða lengi í slysa- og
atvikaskýrslum rannsóknarnefndar
samgönguslysa til að komast að því.
Nú um stundir er unnið að styttingu
vinnuvikunnar hjá flestum stéttum.
Þó ekki sjómönnum.
Fækkun á flotanum
Nú er lenska að fækka á togara-
flotanum hjá sumum útgerðum.
Fyrst átti þetta að vera tímabundin
fækkun vegna Covid-19 en nú er
gengið á lagið. Þessi fækkun skal
vera viðvarandi þrátt fyrir að áhrif
Covid séu að hverfa. Fiskiríið er síst
minna en fyrir Covid þannig að álag
á mannskapinn er meira ef eitthvað
er, þó ekki kæmi til fækkun.
Íslenskir sjómenn og útgerðir
hafa verið í fararbroddi í heiminum
þegar kemur að slysavörnum til sjós.
Þeim árangri má ekki fórna á altari
Mammons. Allir eiga að koma heilir
heim til fjölskyldu og vina.
Kjarasamningar
Þegar þetta er ritað eru sjómenn
búnir að vera með lausa kjarasamn-
inga síðan 1. desember 2019, eða í 18
mánuði! Það er auðvitað óboðlegt
ástand. Sjómenn krefjast samninga.
Að gengið verði að hógværum kröf-
um þeirra í því gósenástandi sem nú
ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Hvert
fyrirtækið af öðru skilar met-
uppgjöri. Eitthvað er nú til sem
mætti hríslast meira niður til fólks-
ins á dekkinu sem sækir verðmætin
og vinnur þau.
Að þessu sögðu óska ég sjómönn-
um og fjölskyldum þeirra og öllum
Íslendingum nær og fjær gleðilegrar
sjómannadagshátíðar 2021 þótt há-
tíðin sé nokkuð frábrugðin og lág-
stemmdari en hún ætti að vera.
Á næsta ári tökum við hraustlega
á því og höldum almennilega upp á
sjómannadaginn með fjölda-
samkomum, gríni, glensi og keppni.
Góðir Íslendingar, munum að flagga
á sjómannadaginn til heiðurs ís-
lenskum sjómönnum, lifandi sem
látnum. Og já – Sjómannadagurinn
er með stóru ESSI, það er bara
þannig.
Sjómannadagurinn Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands
Árið 2020 varð
ekkert banaslys
til sjós við Ísland
Morgunblaðið/Eggert
„Vansvefta og illa
hvíldur sjómaður
er stórhættulegur
bæði sjálfum sér
og öðrum.“