Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 47
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 47
E
nn einn sjómannadagurinn er runn-
inn upp og á ný hvílir skuggi heims-
faraldurs yfir deginum með þeim af-
leiðingum að allri skipulagðri
skemmtidagskrá hefur verið aflýst í
ár í höfuðborginni og væntanlega munu há-
tíðahöld vítt og breitt í sjávarplássum fara
fram með varkárari hætti en almenn hefð er
fyrir. Það eina sem stefnt er á að haft verði í
heiðri í Reykjavík er hefðbundin minning-
arathöfn við Öldurnar, minnisvarða drukkn-
aðra sjómanna við Fossvogskirkju, og árleg
sjómannamessa í Dómkirkjunni. Auk þessa
munu fimm eldri sjómenn verða heiðraðir í
nýjum húsakynnum dvalarheimilis Hrafnistu
við Sléttuveg í Reykjavík. Góðar líkur eru
blessunarlega á að með þrautseigju og sam-
stilltu átaki þjóðarinnar muni von bráðar sjá
fyrir endann á þessum vágesti sem haft hefur
gríðarleg áhrif á tilveru okkar allra allt of
lengi.
Covid-19 og sjómenn
Óhætt er að segja að sjómennirnir okkar hafi
ekki farið varhluta af faraldrinum. Allir
landsmenn hafa fært fórnir til forðast smit og
afleiðingar þess og í raun hafa sjómenn í
mörgum tilfellum þurft að leggja meira á sig
en margar aðrar stéttir þar sem víða voru
settar strangar varúðarreglur í þeim tilgangi
að gera allt sem hægt væri að gera til að
halda sjávarútvegi og siglingum gangandi
gegnum þetta langvinna Covid-ferli.
Samtök sjómanna og útvegsmanna tóku
saman höndum og útbjuggu leiðbeiningar
fyrir áhafnir skipa um hvernig bregðast
skyldi við ef upp kæmi grunur um smit um
borð. Þessar leiðbeiningar voru settar um
borð í flotann og fullyrða má að það hafi haft
veruleg áhrif á hversu vel hefur í stórum
dráttum tekist til varðandi smitvarnir í flot-
anum, þótt til séu einstakar undantekningar
frá því.
Segja má að þar sem mesta öryggis er
gætt hafi menn nánast verið í viðvarandi
sóttkví, s.s. á sumum ísfisktogurum, þar sem
áhafnir einangra sig algjörlega um borð í
skipum sínum í þrjár vikur, fara ekki í land
meðan landanir standa yfir og hafa yfir höfuð
ekki samskipti við neina utanaðkomandi þann
tíma. Að afloknum þremur vikum fara fram
áhafnaskipti og þeim sem fara í frí er gert að
sýna ýtrustu varkárni, fara í sýnatöku og fá
neikvæða niðurstöðu úr henni, áður en haldið
er í næsta úthald. Með þessu móti hefur til
þessa tekist að koma í veg fyrir smit um
borð. Vonandi fer að styttast í að ekki verði
lengur þörf fyrir þetta fyrirkomulag.
Kjarasamningar fiskimanna
Um þessar mundir standa yfir kjarasamn-
ingsviðræður milli samtaka sjómanna og út-
vegsmanna en Félag skipstjórnarmanna vís-
aði þeim til ríkissáttasemjara þann 18.
febrúar þar sem framgangur viðræðna hafði
fram að vísun ekki skilað árangri. Haldnir
hafa verið fundir reglulega undanfarnar vikur
undir stjórn sáttasemjara auk funda í smærri
hópum án aðkomu hans til að reyna að nálg-
ast samkomulag um ákveðin ágreiningsmál
sem í framhaldinu eru rædd á næsta sátta-
fundi.
Óhætt er að segja að í ákveðnum þáttum
virðast vera að skapast forsendur til að ná
saman sem er mjög jákvætt og vonandi verð-
ur lagt kapp á að komast að samkomulagi
sem fyrst. Þar ber hæst krafa sjómanna um
að njóta sömu lífeyrisréttinda og aðrar stéttir
launafólks þ.e.a.s. að mótframlag vinnuveit-
enda hækki úr 8% í 11,5%. Á móti kemur að í
gegnum tíðina hafa mál þróast með þeim
hætti að hjá LÍÚ og síðan áfram með SFS
hefur kröfugerð þeirra í aðdraganda und-
anfarinna kjarasamninga vaxið og dafnað upp
í það að verða mun viðameiri en kröfur sjó-
mannasamtakanna þannig að segja má að
„hefð“ sé orðin fyrir því að skera niður og
fækka kröfum áður en lengra er haldið. Hvað
sem því líður þá er affarasælast með hækk-
andi sól að hafa bjartsýni og jákvæðni að
leiðarljósi.
Óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og
landsmönnum öllum gleðilegs sjómannadags
og velfarnaðar í því sem fram undan er.
Vel hefur tekist að takast á við vágestinn
Morgunblaðið/Eggert
Sjómannadagurinn Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna
„Óhætt er að segja að
sjómennirnir okkar
hafi ekki farið var-
hluta af faraldrinum“