Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 52

Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is E ins og flestum er orðið kunn- ugt höfum við barist fyrir því að festa ákveðinn daga- fjölda þannig að menn geta treyst því fyrir fram hvað þeir megi róa yfir sumarið. Þetta er greinilega mjög erfitt mál fyrir stjórnvöld og stjórnsýsluna. Þetta virðist falla illa að öllum ferkönt- uðum hugmyndum um hvað má veiða og hvernig eigi að standa að hlut- unum. En við erum alveg grjótharðir á því að til þess að strandveiðikerfið hætti að vera sá bastarður sem það er í dag þurfi með löggjöf að tryggja mönnum 12 daga í mánuði yfir sum- arið,“ segir Arthur um tilhögun strandveiða. Í ár hefur strandveiðibátunum verið gefin heimild til veiða á 11.100 tonnum í maí, júní, júlí og ágúst. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa. Hverjum strandveiðibát verði heim- ilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tímabilinu, en óheimilt er að stunda strandveiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga auk þess sem bannað er að stunda veiðarnar á svokölluðum rauðum dögum. Hver veiðiferð má eigi standa yfir lengur en 14 klukkustundir og má afli ekki vera umfram 650 kíló í hverri ferð, miðað við slægðan þorsk. Óheimilt er að hafa fleiri en fjórar handfæra- rúllur um borð. Með því að hverjum bát sé heimilt að veiða í 48 daga á tímabilinu öllu telur landssambandið að það gefi strandveiðisjómönnum sveigjanleika til að komast sem næst því að full- nýta dagana óháð ytri aðstæðum og skapa þannog öllum fjórum veiði- svæðunum jafnan aðgang. „Ég sjálf- ur er reyndar mjög hugsi yfir því til hvers ætti að vera með fjögur veiði- svæði ef 48 dagarnir nást,“ segir Arthur. Vísar gagnrýni á bug Ef litið er til þess að hver bátur hefði trygga 48 daga og að hámarksafli á dag er 650 kíló og bátarnir væru til að mynda 500 (eru 579 nú) myndi samanlagður afli strandveiðibátanna vera 15.000 tonn. Þeir sem gagnrýna tillögu Landssambandsins hafa bent á að til þess að veiðar fari ekki fram úr ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þurfi að taka þessa aflaheimild af öðrum í annaðhvort krókaaflamarks- kerfinu eða stóra aflamarkskerfinu. Arthur gefur hins vegar lítið fyrir slíka nálgun. „Þessi útreikningur er mjög vin- sæll hjá þeim sem vilja smábátaút- gerðinni ekki vel, en hann stenst ekki. Það hefur aldrei komið til að meðalafli strandveiðibátanna sé eitt- hvað nálægt þessum tölum né að allir bátar rói 48 daga. Þessar Excel- hundakúnstir lýsa einhverju allt öðru en vilja til að nálgast þetta mál- efnalega. Þessum svefnlitlu aðilum væri nær að skoða aflatölur frá því að þetta kerfi var sett á laggirnar. Það er ótrúlega mikið jafnvægi í þessum veiðum, bæði hvað varðar fjölda báta og meðalafla. Ég minni t.d. á að í upphafi var því spáð af miklum spek- ingum að inn í þetta kerfi myndu streyma fleiri þúsund bátar og sprengja allt í tætlur. Það hefur heyrst heldur minna í þeim með ár- unum því þetta hefur reynst alger þvættingur. Það er ekki flókið að reikna það út að með 48 daga og 650 kílóa hámarki á dag er mögulegt að farið verði fram úr viðmiðum einhver ár, en menn gleyma því t.d. að 2018 og 2019 náð- ust ekki aflaheimildirnar. Þetta get- ur alveg verið á hinn veginn líka vegna þess að þetta er sá hluti fisk- veiðiflotans sem byggir langmest á hagstæðum aðstæðum hvað varðar fiskgengd, strauma, veðurfar og birtu og margt annað sem sjaldnar er talað um – eins og þá staðreynd að í einmenningssjósókn er maður og bátur eitt. Veikist maðurinn er bát- urinn yfirleitt „veikur“. Þetta er ekki eins og hjá stórútgerðinni þar sem hægt er að þurrka út alla þessa þætti með því að vera með stór skip. Til þess eru þau smíðuð. Þetta er ekki samanburðarhæft,“ fullyrðir Arthur sem var kjörinn formaður Lands- sambandsins í fyrra. Það er hins veg- ar ekki í fyrsta sinn sem hann gegnir embættinu. Það gerði hann frá stofn- un sambandsins 1985 allt til ársins 2013. Umhverfisvænni veiðarfæri Formaður Landssambandsins segir margar jákvæðar hliðar á strand- veiðum, þær séu ekki aðeins atvinnu- skapandi að sögn hans. „Ég fer ekki ofan af því að það á að hygla notkun umhverfisvænna veiðarfæra og ef einhver veiðarfæri geta talist um- hverfisvæn hljóta það að vera hand- færi og lína. Ég er þeirrar bjargföstu sannfæringar að ef fiskveiðistjórnun á að vera innan einhvers heilbrigðs ramma þá er eitt af því að setja inn í slíka löggjöf beinar ívilnanir og hvatningu til að nota slík veiðarfæri. Ég er handviss um að á alþjóðavett- vangi verður þetta meira og meira rætt á komandi misserum. Ég tel eðlilegt, í ljósi umræðunnar um umhverfismál og umgengni við náttúruna, að þau veiðarfæri sem skaða minnst í hafrýminu hafi for- gang. Ég sé ekkert eðlilegt við það að nota þung botnveiðarfæri á grunn- sævi þar sem að hægt er að beita veiðarfærum sem varla snerta botn.“ Botnlaus della Miklar deilur urðu innan sambands- ins í aðdraganda grásleppuveiða, enda skiptar skoðanir um kvótasetn- ingu veiðanna. Meirihluti grá- sleppuleyfishafa skoruðu á ráðherra sjávarútvegsmála að leggja til kvóta- setningu, en frumvarp þess efnis hef- ur ekki verið afgreitt úr atvinnuvega- nefnd Alþingis. Þá hefur hópur grásleppusjómanna viðrað hug- myndir um stofnun sérstaks félags fyrir þá sem stunda þessar veiðar. Spurður hvort einhver sátt sé í sjónmáli í þessum málaflokki svarar Arthur: „Ég hef alltaf hvatt smábáta- sjómenn til að leggja til hliðar ágreiningsmál og vinna saman að því sem kemur þeim öllum til góða. Þessi sterka krafa sem kom upp fyrir stuttu síðan, á þessum félagslega vettvangi Landssambandsins getur tekið tíma að ná í gegn. Ég hvet eindregið þá, sem eru ósáttir við hlutina eins og þeir eru, til að vinna að framgangi sinna mála innan félagsins. Það er hinn rétti vettvangur. Það hefur aldrei sýnt sig að það að rjúka frá félaginu og stofna sérfélög hafi skilað nokkrum sköp- uðum hlut. Þvert á móti. Ég vonast til þess að menn andi eðlilega og starfi af krafti innan Landssam- bandsins,“ segir hann. Hann segir þó mikla óvissu í kring- um grásleppuveiðarnar almennt. „Þær eru undir miklu meiri gagnrýni en aðrar veiðar vegna þess hvernig þær fara fram. Þetta eru netaveiðar á grunnslóð þar sem kemur fyrir að sjávarspendýr drukkna í veiðarfær- unum. Það er þó ekki þannig að þau farist í hvert sinn sem þau festast og skýrsla sem Hafrannsóknastofnun lét frá sér fara í þessum efnum er svo botnlaus della að við fátt verður jafn- að.“ Efast um kvótasetningu Hann segir reynsluna almennt af fyrri kvótasetningum gefa fulla ástæðu til að hafa efasemdir þegar slíkar hugmyndir ber á góma. „Það hafa tvær meginkvótasetningar farið fram frá stofnun Landssambandsins. Fyrst þegar um þúsund bátum var sturtað inn í kvótakerfið árið 1990 og það tók stórútgerðina nokkra mánuði að kaupa upp megnið af þeim flota. Í dag er sá floti nánast horfinn, það eru innan við 100 smábátar eftir í því kerfi. Svo var það árið 2004 þegar krókaaflamarkið var sett á laggirnar. Þá voru bátarnir u.þ.b. 730 en þeir eru rúmlega 200 í dag. Það er því eðlilegt að maður efast um ágæti hugmynda um kvótasetningar á smá- bátaveiðar yfirleitt. Það er alltaf þannig að stóru að- ilarnir hafa margfalt betri aðgang að fjármagni og því hafa þeir yfirhönd- ina þegar kemur að verslun með veiðiheimildir. Þetta er ekki bara á Íslandi heldur alls staðar þar sem svona kerfi hefur verið sett upp,“ segir formaðurinn að lokum. Kveðst vona að menn andi léttar „Strandveiðitímabilið stendur yfir og þessar veiðar eru sífellt að verða mikilvægari hluti af smábátaútgerðinni,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann segir baráttunni fyrir tilvist smábátaútgerða hvergi nærri lokið. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sumir telja að veiðarfærin sem smábátar notast við séu þau umhverfisvænstu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arthur Bogason segir skýrslu Hafrannsóknastofnunar um dauða sjávarspendýra í grásleppunetum „botnlausa dellu“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.