Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 9
Hefur merking hugtaksins nlist'' brey.tst meC tilkomu nýllstarinnar? Já, óneitanlega. Hugtakið list er í raun sífellt aö breitast, þess vegna hefur aldrei tekist áö skilgreina þaö af neinu viti, hvaö sé list og hvað ekki, enda hafa menn fyrir löngu.gefist upp á að reyna að skilgreina hug- takið. Samhliða þeim umbótum í myndlist sem hafa orðið frá 19^0, hafa menn hins vegar mjög velt fyrir sér hugtakinu list. Ein af grundvallar- breytingum á hugsun manns um myndlist ér að hún þurfi ekki endilega að. vera stofullst, stáss- mynd í stofu uppi á vegg, hún geti falist í bókarformi, kvikmyndarformi, geti verið hluti af byggðu umhverfi manna utan háss eða hreinl- ega hlúti af náttúrulegu umhverfi o.s.frv. Listaverkiö þurfi ekki endilega að vera varan- legt. H»gt sé að upplifa listaverkið á ákveönum stað og tíma og búið spil, en listaverkið varð- veitist i minni fiugaris, samanber gemingana (performanoe-list). Listaverkið þróast úr einka- eign yfir í að verða sameign. áreiðanlega eftir að halda áfram á þeirri braut þrátt fyrir allt. Ýmsar hugmyndir eru á kreiki og sumar hafa jafnvel verið framkvæmdar. Hvað er fram uridan? Howard Rily-tónleikamir og íslensk mynd- list til Italíu (Pirenze), Bandaríkjanna, Dan- merkur, Þýskalands og Póllands á vegum Gallerís Suðurgötu 7- Nú eru fjölmargar sýningar fram undan í galleríinu sjálfu hér heima, bæði inn- lendar og erlendar, þáttaka í hinni alþjóðlegu hringiðu myndlistarinnar. Svo er það náttúrulega útkoma tímaritsins. Bjarni Þórarinsson. Áth. er blaðið kemur út eru tónleikarnir með Howard Rily gengnir um garð. Myndirnar eftir Margréti Jónsdóttur og Gabor Attalai birtust áður á gallerís- síðum Svarts á hvxtu. Viðtalið tók Eríkur Hjartarson. Verður framhald á hljómleikahaldi hjá ykkur i vetur? Nú alveg á næstunni eru fyrirhugaðir tón- leikar á okkar vegum með tónlistarmanninum Howard Rily. Þeir tónleikar skera úr um fram- haldið; ef þeir verða vel sóttir, er full ást- æða til framhalds. Svo er það listtímaritið Svart á hvitu. Er grundvöllur fyrir útgáfu slíks timarits á íslandi? Hvert er efnið? Nú hafa komið út 5 hefti af tímaritinu Svart á hvítu og það 6. er í vinnslu. Ekkert lát virðist vera ó efni, jafnt frumsömdu 'sem að- fengnu. Bað efni, sem einkum hefur sett mark sitt á ritið, eru viðtalsgreinar við fólk í Gabor Attalai: hvers konar listgreinum og þýddar greinar eftir Hluti úr verkinu „Language and relations" erlenda höfunda, þá gjaman greinar sem koma listum við. Einnig eru galleríssíður blaðsins fastur liður, þar sem myndlistarmenn, bæði inn- lendir og erlendir; sýna verk sín, verk sem oft eru unnin sérstaklega fyrir tímaritið. Áskrifendur blaðsins eru orðnir fjölmargir og fer sífellt fjölgandi. Segja má að ritið hafi fengið óskabyr, þegar í byrjun og góðar viötökur þannig að grundvöllurinn er nokkuð öruggur. Fólk vill fræðast um listir. Við höfum reynt að gera tímaritið sómasamlega útlítandi og aðlaðandi (til elgnar og varðveislu) til lestrar. Ég vil nota tækifæriö og hvetja sem flesta menntskælingja til að gerast áskrifendur og styðja þar með útgáfu ritsins. Áskriftarsíminn er 15^42. Þið hafið eitthvað fengist við kvikmyndun. Hver er árangurinn? Nokkrir félagar Suðurgötunnar hafa fengist við kvikmyndagerð og þá aðallega tilraunakvik- myndir. Hafa þær verið sýndar í galleríinu við mikinn ófögnuð viðstaddra og vanlíðan, þannig að erfitterað segja um érangur. Annars má segja að aðstöðu og efnahagsleysi hafi mjög háð okkur. Húsakynni gallerísins eru kannski ekki sem hepp- ilegust fyrir kvikmyndasýningar en við eigum o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.