Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 12
OKUSKÍRTEINl 1. Fullt nafn Guðmundur Jóhannsson 2. Fæðingardagur ! 3, Nafnnúmef 15.1211960 : 3082—4.595. _ 4. Heimiii Móvanps 14. Mannaby- - -—;— — —'v 5. UtgófustoíSur Ha fnan.f -jönóll * 1 \á 6. Útgófudagur 22.12.1978 7. Gildlr til 22.12.1988-. • EmbcBftis- stimpiil o o o o CD Gudmund lóhunnsson - O TEL LRNS EOLÍ LE.&RST RÐ ÍNSPECTÖR STRNDI S3RLFUR FyRÍR ÖLLUM FRRMKVS.MDUM. Sp.: Ert þú ánægöur meö stööu og starfssvið inspektors hér í skóla, eöa hefur þú hugsað þér aö gera einhverjar breytingar þar á? Sv.: Nei, ég hef ekki í huga að gera neinar breytingar á starfssviði ifispeotors. Þetta starf er afgerléga laust í reipunum og hægt er að ákv- eða nokkurn veginn, hvert verkssviöiö á að vera. Þaö er t.d. hægt aö sitja inni á kompu og skrifa fyrirskipanir og láta þaö svo bara ráðast,hvort þær verða framkvæmdar eða ekki, eöa hafa það eins: og flestir hafa eflaust gert, að standa að mestu leyti sjálfur fyrir öllum framkvæmdum og tel ég það langeðlilegast. Sp.: Nú, þegar þú ert kominn inn í embættið, telurðu þá þörf á einhverjum breytingum á lögum Skólafélagsins og þá hverjar? Sv:. Já, blessaður vertu, fullt af breytingum. £g held að ekki sé tímabært að fara að þylja núna upp allar þær breytingar sem ég er með á prjónunum, en efst á lista er að koma lagi á fjármál nemenda og félaga innan Skólafélagsins og skera reikninga niður eins og hægt er, og helst að hafa þá ekki fleiri en fjóra eða fimm. Það yrðu þá Verslunarbústaðurinn, Skólafélagið, Herranótt og að öllum líkindum fimmta- og sjötta- bekkjarráð, því að það er spurning hvort það er rétt að taka reikningana af þeim, þeir hafa það mikla starfsemi og margar færslur. Inspector er nokkurs konrr míðstöo FÉLRGSLÍFSlNS. Sp.: Þú hefur ekki hugsað þér að fá fleiri þér til aðstoðar við þetta viðamikla starf? Sv.: £g efast um að bað væri hægt. Inspector er nokkurs konar miðstjórn félagslífsins, um hann fara allar upplýsingar og slíkt og það er þá bara spurning um þaðhvort kljúfa eigi þetta embætti niður x fleiri sem starfa mundu samhliða og sjálfstætt, en slíkt væri að mínu mati frá- leitt.^Að visu má létta á starfi inspectors með _þvi að treysta á fleiri aðila, eins og t.d. stjórn Skólafélagsins og skólastjórn og alla embættismenn nemenda innan s'kólans. Sp:. Or lögum Skólafélagsins: „Inspector scholae kemur kemur fram fyrir hönd nemenda og gætir hagsmuna þeirra út á við og gagnvart rektor" Hver er ráunveruleg afstaða þxn til Guðna rektors annars vegar og nemenda hins vegar? Sv.: Guðni og nemendur skólans eru £ rauninni tveir pólai; því að ég held að í hugum flestra nemenda sé Guðni nokkurs konar yfirvald skólans sem sitji þarna uppi á háalofti og stjórni öllu eins og maður stjórnar leikbrúðu, og í raun og veru tel ég að margir séu hreinlega dauðhræddir við hann. Afstaða mín til nemenda endurspeglar bara þá reynslu sem ég hef haft af þeim undan- farið, eins og til dæmis varðandi framboð í laus embætti, mæting á kvöldfundum, semhefur verið dræm, eins og þú veist sjálfur. £g skal ekki um það segja hvort nemendur eru beint leið- inlegir, þeir eru bara eitthvað svo ófélags- lyndir eða þá að þeir hafa eitthvað enn skemmtil- egra að gera en að stunda félagslíf skólans. E.t.v. ætti að fjalla meira um pólitík í félags- málum til að hrista svolítið upp í nemendum eða þá eitt reginhneyksli innan skólans mundi hjálpa til. Og það má koma hér fram að ég held að fæstir nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi skólafundanna. Fyrir óvirka nemendur er þetta nær eina leiðin til að hafa sín áhrif á félags- lífið, þ.e. að koma og nota atkvæðisrétt sinn og jafnvel stíga í pontu og leggja sitt af mörkum til umræðnanna. Og m.t.t. þess að skóla- fundir eru æðsta löggjafarvaldið í málefnum nem- enda, skiptir auðvitað máli hvort nemendur koma eða ekki. Guonr er rnnt um SÍNR NEMENDUR . Sp.: Má inspector sín nokkurs gagnvart ákvörð- unum rektors? Sv:: Já að sjálfsögðu. Það eru til dæmi þess að inspector hafi breytt skoðunum rektors. Slíkt bara á góðu sambandi og umræðum við hann. Stundum er það svo að fyrstu viðbrögð rektors eru neikvæð, en við fyrstu umræðu um málið skiptir hann um skoðun. En svo eru viss „prins- ípV sem hann hefur og ekki er hægt að breyta. Sp.: Eins og t.d. hver? Sv‘. 1!a nefna lengd á venjulegum skóladans- leikjum. Mér skilst að ekki komi til greina að hafa þá lengur en til kl1, og þar held ég að ahrif hafi að kennsluskráin er mjög þétt. Laug- ardagskennsla hefur verið felld niður og menn missa meira úr við hvern tíma, sem þeir missa niður. Guðna er annt um sína nemendur og vill aö þeir komi sæmilega^undirbúnir úr þessum skóla. Þetta er agaspursmál. NO ER MlKÍL SRMVINNR MILLÍ OKKRR QURESTORS 0& SCRÍBR. Sp.: Hvernig verður háttað samvinnu quaestors og scribu í vetur? En við aðra embættismenn? Sv.: Nú, það hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að boða til embættismannafundar, þar sem allir helstu embættiömenn nemenda koma saman til skrafs og ráðagerða. Þeir verða auglýstir á veggjum skólans með 2-3 daga fyrirvara og þá er auðvitað nauðsynlegt að embættismenn lesi veggauglýsingar og viti vel hvað er að gerast hverju sinni. En í sambandi við quaestor og scribu, þá er mikil samvinna meðal okkar og við hittumst daglega. ©

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.