Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 15.09.1979, Side 16

Skólablaðið - 15.09.1979, Side 16
SÉÐ NORÐUR ÞINGHOLTSSTRÆTI UM ALDAMÖTIN. TIL VINSTRI SJAST HÚSIN TVÖ, SEM MINNST ER A I GREININNI. reist úr timbri hentuöu illa í íslenzku úthafs- veðurfari, a.m.k. sunnan heiða, auk bess sem panell til utanhússklæðningar reyndist dýr og torfenginn. Það mun hafa verið fyrir tilstilli Geirs Zoega, kaupmanns £ Reykjavík, að bárujárn var fyrst flutt hingað til lands skömmu fyrir aldamótin síðustu. Menn komu fljótlega auga á að þetta nýja efni hentaði vel sem vörn gegn íslenskri veðráttu. Brátt var farið að klæða jafnt þök og veggi með þessari nýstárlegu klæðn- ingu. Arin 1898 og 1899 voru flutt frá Noregi tvö tilsniðin timburhús til Reykjavíkur og reist við Þingholtsstræti. Þessi hús áttu eftir að valda þáttaskilum í íslenzkum timburhúsaarkí- tektúr. Tilkoma bárujárnsins gerði íslendingum kleift að laga skandinavíska byggingarhefð að sínum aðstæðum. Hlutföll, gluggar, útskurður og skrautlistar héldust óbreytt, en í stað timbur- eða panelklæðningar kom nú bárujárn. Þannig varð íslenzk „bárujárnsmenning" til. Fyrsti menntaði arkitektinn. Árið 1904 kom fyrsti menntaði arkítektinn til starfa hér á landi, Rögnvaldur ölafsson. Eftir hann liggja allnokkur verk: kirkjur, skólar, heilsuhæli og íbúðarhús, sem öll bera skýrn hugsun og fágaðri stílkennd vitni. Þekktast verka hans er Húsavíkurkirkja, eitt fegursta guðshús á Islandi og þótt víðar væri leitað. Fyrsti áratugur þessarar aldar er blómatími timburbygginga hér á landi, enda þjóðin tekin að iðnvæðast. I Reykjavík er trésmíðafélagið Völundur stofnað árið 1904 og á næstu árum þar á eftir-.annast það smíði fjölda bygginga. Norður á Akureyri risu timburhúsin hvert öðru skrautlegra, enda var á þeim tíma meiri reisn og heimsborgarbragur yfir Akureyri heldur en nokkurn tíma Reykjavík. I kjölfar tíðra stórbruna (á Akureyri 1901, 1906 og 1912 og í Reykjavík 1915) dró mjög úr timburbyggingum, enda var bannað að byggja stærri timburhús í höfuðstaðnum en svaraði 75 fermetrum eftir miðbæjarbrunann 1915. Steinhús voru á þessum tíma farin að ryðja sér til rúms, þótt varla teldust þau algeng. Aður en stein- steypa kom til sögunnar, voru þess allmörg dæmi að hús væru hlaðin úr íslenzku grágrýti og nægir að minna á Alþingishúsið við Austurvöll, sem er fegursti fulltrúi slíkra húsa. Reykjavíkurbruninn 1915 hafði skilið eftir sig gapandi sár í hjarta miðbæjarins, en nú kom engum til hugar að byggja aftur úr timbri á rústunum. Stórhýsi Natans og Olsens (nú Reykja- víkurapótek), reist 1916 á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, markar tímamót £ £slenzkri byggingarsögu. Það táknar endalok timbur- og bárujárnshúsat£mabilsins £ þéttbýli a.m.k. og upphaf steinsteypualdar á Islandi. En auk þess sem það var eitt fyrsta stórhýsið, sem byggt var úr steinsteypu hér á landi, var það fyrsta opinbera verk þess manns, sem átti eftir að teikna nær allar meiri háttar byggingar hér- lendis næstu áratugina. Guðjón Samúelsson. Mér er til efs að margir íslendingar hafi orðið umdeildari fyrir verk sln en Guðjón Samúelsson, húsameistari rlkisins, og ber margt þar til. Stuttu eftir að hann lauk námi £ Danmörku, var hann settur £ embætti húsameistara rlkisins að Rögnvaldi ólafssyni látnum. íslenzka þjóðin var loks eftir langa baráttu farin að eygja sjálfstæði sitt og frelsi frá oki erlendra herraþjóða. Hér á landi skorti allt,- þv£ varð að byggja allt frá grunni og það sem allra fyrst: háskóla, þjóðleikhús, landsbanka, sjúkrahús og heilsuhæli, elli- heimili, barna- og héraðsskóla, stjórnarskrif- stofur, verkamannabústaði, hótel, simstöðvar, mjólkurbú, sundlaugar og iþróttahús, svo að nokkuð sl nefnt. Það varð brátt hlutskipti hins unga húsameistara að standa £ eldllnu þessarar uppbyggingar,- honum var falið að teikna fjölda opinberra bygginga fyrir riki og bæ,- og það sem meira var, til þess var bein- linis ætlazt að hann mótaði nýja islezka byggingarlist, reista á þjóðlegum grunni. Þegar á heildina er litið, má segja að Guðjóni Samúelssyni hafi með mikilli prýði tekizt að leysa af hendi mörg þau verkefni sem honum voru falin, en hitt reyndist honum um megn að móta Islenzkri byggingarlist varanlegan far- veg með verkum sinum. Yfir húsum hans hvilir „klassisk" reisn og myndugleiki, hugsunin að baki þeim er skýr og ber vitni um stórbrotinn sköpunarkraft, en þau skortir ferskan andblæ léttleika. Guðjón bryddaði upp á ýmsum nýjungum £ byggingartækni, en hann t.d. llt húða ytra byrði Þjóðleikhússins með blöndu af hörðum Islenzkum steintegundum, hrafntinnu og silfurbergi. Nánar verður vikið að tilraunum Guðjóns til að skapa „þjóðlegan arkltektúr" £ siðari greininni. Nytjagildisstefnan. Um l£kt leyti og heimskreppan mikla skall á landinu, bárust hingað frá Evrópu ferslðir straumar nytjagildisstefnunnar (funksjónalism- ans), straumar sem áttu rætur s£nar að rekja til listsmiðju Walters- Gropiusar og samstarfs- UTKAUPSSTAÐUR A ESKIFIRÐI SKÖMMU FYRIR SlÐUSTU ALDAMÖT. SÖGUALDARBÆKINN I ÞJÖRSARDAL. o

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.