Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 15.09.1979, Page 18

Skólablaðið - 15.09.1979, Page 18
Vísindaskáldsögur eöa „science fiction", eins og fyrirbærið er kallað á ensku, hafa hlot- ið minni athygli í íslensku þjóðfélagi en þær eiga skilið. Hyggst greinarhöfundur (ég) nú bæta úr þessu snarlega þrátt fyrir sífelld mót- mæli ýmissa. Þeir sem kunna að lesa þessa grein, skulu vita, að hér mun aðeins reynt að gefa þeim, sem ekki hafa lesið vísindaskáldsögur, og einnig þeim er horfið hafa frá lestri vísindaskáldsagna vegna skorts á gáfum, örlitla innsýn í furðuheim- inn, þar sem ímyndin ræður ríkjum. Þessi pistill er því aðeins eins konar upplýsingapési (ferða- mannabæklingur) um lönd vísindskáldsagnaheimsins. En til þess að hafa g^man af þessum sögum þurfa menn að prófa sig áfram og lesa fyrst sem flesta höfunda til þess að finna væntanlegan eftirlætis- höfund. Til þess að geta notið dásemda vísindaskáld- sagnaheimsins þarf fólk að vera gætt þeim hæfi- leikum að geta ímyndað sér óhugsanlegustu hluti (það kemur oftast með æfingunni), t.d. hvernig lífið verður árið 9875, hvernig menn geta mætt sjálfum sér í ferðalagi um tímann í tekatli, hvernig títanskir valdamenn uppgötva aðferð til að nema kílómeterslangar útvarpsbylgjur utan úr geimnum, hvernig heimurinn (þ.e. jarðarbúar) bregst við stefnumóti við járnplánetu með vél- dýrum (sbr. vélmenni) innanborðs o.fl. í þessum dúr. Tækninni eru engin takmörk sett í þessum bókum utan ímyndunarafls höfunda, og þarf því að geta ímyndað sér allt milli, ja, ekki kanski himins og jarðar, heldur frekar milli einskis og alls. Kannski finnst sumum þetta undarlega orðað, en það er engu að síður satt og rétt. Einnig þurfa lesendur að hafa sæmilega ensku- kunnáttu (eða kunna eitthvað í því máli sem bók- in er á, og geta skilið meiri hluta bókarinnar) og því síður að láta hugfallast, þótt sum orð skiljist ekki. Ef ekki er hægt að nota orðabók til frekari skilnings á orðinu, þá má alltaf ráða í merkingu þess út af samhengi orðanna í kring. Höfundar hafa allir sitt sérstaka stílbragð og miðla oft einhverjum sérstökum boðskap í bók- um sínum til lesenda. Þið getið valið á milli sakamálavísindaskáldsagna (science fiction det- ectiv stories) eða ekta framtíðasýna eða jafnvel lesið hugljúft, rómantískt ástardellupíp. Oft er að finna skýringar á ýmsum sögnum og endurtekn- ingar á atriðum úr Biblíunni, þróun Otópíu út í geimnum, skýringar á tilvist forlaga o.fl.. íg get ekki annað en mælt með lestri slxkra bókmenrta því að fólk verður að kynnast þessari bókmennta- stefnu af eigin raun. Til að kynnast þessu Xít- ils háttar má taka sem dæmi tvær bækur eftir Arthur Clarke, sem þýddar hafa verið á íslensku og komið út sem vasabrotsbækur. Þæv' eru Síðustu jarðarbúarnir (Childhoods End) og Jarðskin (F.arthlight) Þessar bækur fást, að ég held, í flestöllum bókabúðum og „sjoppum". En ef les- IX Pan Science Fiction Arthur C. Clarke Earthlight andanum finnst þær kannski leiðinlegar, skal hér bent á , að við þýðingu tapa bækur alltaf einhv- erju af gildi sínu. Clarke hefur þann háttinn á í bókum sínum að safna saman alls kyns lítilfjör- legum smáatriðum í fyrstu, en aftarlega í bókinni setur hann fram mjög svo sennilega (að minnsta kosti eins sennilega og allar hinar) kenningu sem er rökstudd af öllum þessum lítil- fjörlegu smáatriðum (þ.e. lítilfjörlegu þegar þau standa ein sér), og skýrir sú kenning hugsunina á bak við bókina. Það gagnar sem sé ekkert að líta aftast í bókina og lesa síðasta kaflann. Isaac Asimov er vel þekktur höfundur, sem skrifar mjög skemmtilega og þá einna helst saka- málavísindaskáldsögur. Hann hefur mikið ímynd- unaraf1, en er oft dálítið torskilinn. Hann lætur lætur t.d. hetjuna í einni bók sinni ferð- ast um £ tímanum og mæta sjálfum sér. Þessi hetja starfar £ veröld, sem er utan tímans en samt háð t£manum, þannig að t£minn l£ður £ þessari veröld en hún er timalaus. Ekki er hægt að skýra þetta nánar hér, þv£ að Asimov, sjálfur upphafsmaður þessa ruglings, skýrir þetta £ heilli bók. Asimov er undir áhrifum frá venju- legum sakamálasögum og kemur það skýrt fram £ bókum hans, sem óhætt er að mæla með. Fleiri höfundar eru til, og skal ég drepa hérá nokkur nöfn fyrir þá sem vilja: Brian M. Stableferd, Kurt Vonnegut jr.( m.a. hefur þýddur hluti úr sögu eftir hann birst £ Skólablaðinu), Ingi Vitalin (eini islenski visindaskáldsagna- höfundurinn sem ég veit um, hefur skrifað eina bók, Ferðin til stjarnanna.), Arthur C. Clarke (m.a. 2001 , A Space Oddysey, bæði bók og hand- rit að kvikmynd), Isaac Asimov, Gordon R. Dick- son, E. C. Tubby, Jo Clayton, Keith Laumer, David J. Lake, Alan Burt Akers, C. J. Cerryls, Barrington J. Bayley, Gerard Klein, Michel Bishop, Edgar Rice Burrougs, Ray Bradbury og Neal Barrett svo að dæmi séu tekin. Að lokum skora ég á þá, sem hafa ekki lesið þessar bókmenntir er fjallað hefur verið um hér, að lesa nú þegar nokkrar bækur og dæma s£ðan sjalfa. Látið þennan pistil ekki hafa áhrif á skoðanir ykkar varðandi vxsindaskáldsögur (nema jákvæð áhrif). Þessi bókmenntagrein er ómissandi í hinu háþróaða heimssýstemi, sem við lifum við. Oft eru þar hugmyndir sem eru ekki alveg út £ bláinn. Hver man ekki eftir mynd Kubrics, A Clockwork Orange, þar sem hann notar sérstaka aðferð til að losa aðalhetjuna við ofbeldis- hneigð sina. Nú eru hafnar ransóknir á þessari aðferð £ Bandarikjunum, og telja menn þar vestra liklegt, að nota megi aðferð þessa með góðum árangri. Læt ég svo þessum áróðri lokið og þakka öllum þeim, sem lásu þolinmóðir greinina til enda. Adios. Sigurður Haraldsson. um visindaskáldsögur

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.