Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 3
Flest skóláblöð eru hverful fyrirbcEri. Þau koma og fara, koðna niður úr áhugaleysi við og við, en rísa,- svo eins og fuglinn Fönix úr eldinum og fæðast á ný. Þessi hringrás hefur einnig fundist í útgáfu Skólablaðsins, en ég held að það séu engar ýkjur að segja að undanfarin ár hafi útgáfa þess verið blómleg með meira móti. Cg er ánægður með útlit blaðsins og form, stærð þess gefur meiri möguleika en hin gamla A4 fjölritunarstærð og hafa menn nú heil pappírssvell til að renna sér fót- skriðu eftir. Það eina sem ég hefi út. á ytri gerð blaðsins að setja, er að pappír skúli vera gljáandi. Nú er ljósabúnaður kennarastofu allgóður, en ekki hannaður með betta í huga, og er stundum nauðsynlegt að halla blaðinu í ýmsar áttir til að greina hvað á síðum þess stendur. Þá er komið að innihaldinu. Editor dicit - titill leiðara hljómar oft eins og til- skipun, en innihaldið er alls ekki í samraid við þetta. Nú eru það lyklamál ritstjómar sem eru til umræÓu, mál sem í fljótu bragði sýnist vera auðvelt að leiða til lykta. Það fer ekki mikið fyrir stefnumörkun eða yfir- lýsingum úm menningarmál, listir eða innra starf skólans. Mér finnst að leiðari eigi að vera þannig, að hann endur- spegli skoðanir ritnefndar á ýmsu af þessu tagi. Þá þyrfti einnig að skipta honum í fleiri þætti er gerðu hann fjölbreyttari. Skýrsla Listafélagsins er æði fjölbreytt og ber með sér að fólk hefur vilja til að halda uppi margs konar nenning- arlífi innan skólans, þrátt fyrir sjónvarpið ( sem mlr skilst að yngra fólk sé hætt að horfa á í þeim næli er var í upphafi ) og kvikmyndir. Á sömj síðu skrifar Dagný Björgvinsdóttir um tónlistar- mál og er ég sem tónlistarunnandi mjög sammála hennar sjónarmiðum. Vil Ig nota tækifærið til að óska kómum okkar alls velfamaðar í starfi. Ég heyrði til hans í desember og finnst nér sú byrjun lofa góðu. ( Hvenær kemur platan?). Á næstu síðu er viðtal við inspector scholae, Sigríði Dóru Magnúsdóttur, og er það fróðlegt en heldur stutt. Á bls. 7 er síðan dregin upp mynd af starfsemi Fjalakatt- arins, kviktyndaklúbbs framhaldsskólana. £g er mjög hrifinn af framtaki þeirra sem standa að þessum klúbbi og framlag þeirra er bæói stórt og gert af sönnum áhuga á menningu og list. Sýningarskráin gæti sómað slr í hvaða stórborg sem er. Á tveimur næstu síðum er stefnt saman næsta ólíku efni. Fyrst er samantekt Kristjáns Magnúss á efni um og eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoj. Sumt er bar eirikar athyglisvert, slrstaklega sögubrotið um þrjár álnir lands, ( sem mig minnir að hafi einnig verið til í leikritsformi) en þar er fjallað um óstjómlega græðgi og hlgómagimd á efitminnilegan hátt. Síðan kemur einkennilegur báttur, sennilega tilraun til „concept" listar ( eða föndurdálks). Það vantar að geta þess í leiðbeiningunum að nota þarf skæri til að klippa bandið. Næstu síður eru helgaðar ritgerð er nefnist Island, sjálfstæð þjóð. Þar er fjallað um efni sem er ofarlega á baugi þ.e.a.s. veru Islands í vemdarbandalagi, her í landi og ýmsar sögulegar forsendur útskýrðar frá sjónar- hóli Magnúsar Erlingssonar og Ásgeirs Sverrissonar. Á bls. 14 og 15 er að finna frásögn Margrltar Rúnar Guðmundsdóttur ( þeirrar er plataði þessu inn á mig), af ferð sinni til hsimsiróts byltingarsinnaðrar æsku á Kúbu. Þetta er ferðasaga í klassískum stíl, lipur og skemmtileg, en þó bregður stundum fyrir því sem sumir kalla skrúfustí). en Margrét er alls ekki ein um þetta, heldur er þessi rit- háttur einkennandi fyrir þann tíma er menn hafa ekki enn komið sér niður á sinn eigin rithátt. Viðtal við Þórhall Eyþórsson er á formi sjálfssoðunar og er erfitt að henda reiður á hvort hlr er verið að tala við mann eða hvort hann er að tala við sjálfan sig. Þetta form á viðtölum hefur á sér þann galla, að einungis þeir sem þekkja viðmælanda hafa gagn af viðtalinu. Síðan rekur lestina smásaga eftír P.G. Wodehouse, „Illt í efni í Blandings", smellin og Wodehouse einum lík. Hún er skrifuð í mjög sérstökum stíl, sem erfitt er að ná í þýðingu. Wodehouse var að skrifa fyrir Bandaríkjamenn sem vissu lítið um England og tamdi hann slr stíl sem endurspeglar hvemig þeir vildu hafa Breta. Jóni B. Guð- laugssyni hefur tekist vel upp í þýðingumi, og má jafnvel segja, að á köflum sé hún mjög góð og yfirleitt lipur. I stuttu máli, blaðið þykir mér skemmtilegt og jafnvel fróðlegt aflestrar. Frágangur er allgóður og eru nokkrar myndir til prýði, bæði teikningar og 1 jösrnyndir. Bjami Gunnarsson, SMÁSAGA Mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtu- dagur. Loksins rennur upp nýr dagur,föstudagur. t gær var farið að birta yfir huganum,allt var léttara,en núna,augun beisla ekki birtuna og það sem áður var draumur er nú áþreifanlegur veru- leiki. Föstudagur, dagur vona og gleði,amstur vikunnar er nú læst oní tösku og kúrir þar fram yfir helgi. Loksins,skólinn búinn,allir flykkjast út.ráðagerðir kvöldsins ræddar. Það verður partý, en sá léttir. Næsti áfangastaður er „Ríkið",aðeins litið á kaffihús og rætt við fólkið. Jé,töskum er strokið varfærnislega á leiðinni niður í bæ,aldrei fá þær eins góða umönnun og núna,en þær eru þessu vanar,í þrjú ár hafa þær þekkt tilfinninguna að vera elskaðar um helgar. Tugir skólataskna á rölti um Laugaveginn, sumar það illgjarnar að þær óska þess að fé skell af hverju engir hálkublettir? Nei,þær hafa auð- sjáanlega ekki völdin. Hva,nú er ég aldeilis hissa,heyrist í einni, hún hafði komið auga é Ötimarkaðinn,en sem betur fer haldiö áfram,hún hefði ekki afborið meiri þunga. aekur dagsins plús 3 flöskur af sætum vökva,sem fær hjartað til að slá örar og vatnið renna fram í munnvikin. Jæja,nú er hún farin að kannast við sig, þarna er húsið og kötturinn,gat skeö,vonandi er hann búinn að brýna klæmar nóg í dag. Klukkan í stofunni tifar og slær sex þung högg,vatnið rennur úr baöinu og maturinn er kominn á borðið. Góð undirstaða fyrir álag kvöldsins. Taskan góða læðist fram undan rúminu,miklu fargi er af henni létt.síðan er henni ýtt hirðuleysislega undir rúm aftur. -Jæja bless.kem örugglega snemma heim,eöa segjum fyrir hádegi á morgun,sé ykkur. Kortérsgangur fyrir höndum,loks er barið að dyrum í litlu húsi.sem hallar undir flatt og veit hvað það á í vændum. Nokkrir vinir sitja rólegir í þægilegum sætum og horfa spekingslega oní glösin. Stones snúast á fóninum,angurværir tónar fylla loftið. Kristalsöskubakkinn er fullur. Fleira fólk birtist,þrjú kunnug andlit í gættinni,horfa tómum augum mót birtunni. -Húsið fyllist,ringul- reið,glös brotin,myndir skakkar á veggjum. Höfuð-1 skáldin í hillunum farin að yrkja. Það er æla á ganginum. I risherberginu sitja einhverjar ógreinilegar mannverur bak við reykjarþykknið. Strengir gítarsins slitnir,einhver rúllar niður brattan stigann og rankar við sér marinn og blár, en skilur ekkert hvað hefur gerst. Leigubíll skýst upp að húsinu,bílstjórinn knýr lúpulegur dyra og hleypur síðan élútur í bíl sinn aftur,nú er hann óhultur. Tómar flöskur,sígarettustubbar á tekkboröinu. Brotinn stóll. -Kóngurinn dauður á E4,isskápurinn kvelst af hungri,hálfétið epli horfir út um glugga. Það er skipt um plötu.hljómar fjörugrar tónlistar glæða likamana nýju lífi og nóttin líður. Laugardagsmorgunn,mórall og timburmenn. Fólk á rölti í bænum með bömin sín. Ég skreiðist inn í næstu sjoppu og þamba pilla,ekki einn heldur tvo.líður betur. Jón Sigurðsson horfir á mig með vanþóknun. Af nverju? Brekka framundan,síðan heim og rúmið bíöur ískalt eftir mér. Sunnudagur,mánudagur. Rykfallin taska é leið- inni í skólann. Kristín Róbertsdóttir. ©

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.