Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 23
Einn aðalhugrayndasmiður,franskra syndicalista var Georges Sorel(1847-1922). Hann setti fram hugmyndina um að rreð allsherjarverkfalli væri hægt að lama efnahagslífiö. Verkamennimir mundu verða harðari af sér en kapitalistam- ir. Þetta væri leiðin til sigurs x auðvaldsþjóðfélaginu. Franskur anarcho-syndicalismi dó út með Heimstyrjöldinni fyrri. Á 19.öld var Rússland vanþróað land miðað við hin Evrópulöndin. Iðnaður var lítill og verkamenn því fáir. Það voru þess vegna hinir undirokuðu bændur og róttækir menntamenn sem fylktu liöi undir fána byltingar og breyting- ar. Mikhail Bakunin var hermaður og skoðanir hans voru ein- faldar og beinskeyttar. líðsta takmark hans var frelsun mannsins. Bakunin hvatti alla undirokaða til að rísa upp, ekki aðeins verkamenn heldur einnig baxdur, menntanenn og alla þá sem sarttu misrétti og vildu breyta því. Þess vegna gat hann, miklu frekar en Marx, vonast eftir byltingu í RÚsslandi, byltingu gegn ríkinu, kirkjunni og guði. Bakunin sá þörfina fyrir að eyðileggja sem skapandi þörf. Til þess að hægt væri að byggja upp nýjan og betri heirn þurfti fyrst að rífa niður hinn gamla. Bakunin fannst bylt- ingin vera jákvæð, ekkert mattti hindra hana. Endalok vel heppnarðar byltingar og það sem kæmi í kjölfar hennar mundu réttlæta aðferðir og meðul uppreisnarmanna. Unihverfið, og þá rxkisvaldið einnig, móti manninn og því skulum við gjalda líku lxkt. Bakunin aðhylltist þá skoðun að þegar frelsinu væri náð mundi maðurinn blómstra. Hvað varðar efnahagslífið þá hryllti Bakunin við sérhæfingu ifnarins. Sérhæfingin lítillækkaði gildi einstaklingsins. I staðinn vildi hann hafa bændakommúnur þar sem lítill hópur hverrar kommúnu tæki að sér framleiðslustörfin(lxkt og sanyrkjubúin í dag). Þama yrði engin eikaeign, allt yrði sameign komm- únunnar, það er fólksins. Petr Kropotkin átti sér eina gullna reglu:"Treat others as you would like them to treat you under similiar circum- stances." Skrif hans um svonefndan "collectivist"-anarkis- ma hafa birst í iiörgum bókum þó að "The Conquest of Bread" (gefin út 1888) sé þeirra best. Þemaið var þréun. Maður- inn hafði tekið framförum frá því að hann skreið út úr hellinum og þar til hann réði fullkomlega yfir umhverfi sxnu. Samt lifði fjöldinn við sult og seyru. Hvers vegna? Vegna þess að nokkrir nenn mötuðu krókinn á kostnað hinna. Slxku kerfi varð að breyta, jafnvel með byltingu svo að allir geti notið framfaranna. Kropotkin áleit að ríkið væri, lxkt og dinosaur, oróið of stórt. Það hlyti að lok- um að kafna í eigin fitu. Byltingin þyrfti ekki endilega að verða blóði drifin. Kropotkin kom með góða setningu fyrir framtíðarskipulagið: „Að nota en ekki græða væri eina rettlætingin fyrir því að einhver slægi eign sinni á tiltek inn hlut." Ef einhver skyldi nú ekki vilja vinna neitt ær- legt handtak í kommúnunni, hvaðþá? Hinir meðlimir hennar skyldu þá beita viðkoiiHndi þvingunum og láta sem hann væri ekki til. Þessi þrystingur kæmi í stað lögreglu og dóms- valds. Enda yrði ekki um neina glæpi að ræða nema þar sem afbrotamaðurinn væri ekki heill á geðsmunum. I samrami við þessa skoðun sína, hvatti Kropotkin til að fangelsum yrði breytt í endurhæfingarstöðvarísbr. nafnið betrunarhús). Ekki voru allir nihilistar byltingarsinnar. Nihilistum (menntamenn) fannst landið vera þjakað af harðstjóm og það þyrfti meira að koim til en lagabreyting svo ástandið skán- aði. Það þyrfti að undirbúa jarðveginn, uppræta fáfrarfiina rreðal almennings en hún væri orsök alls hins illa, svo sem ríkisins, kirjunnar og fjölskyldunnar. Kropotkin lýsti nihilisma sem tákni baráttunnar gegn harðst jóm og hleypi- dómum. En rxkið hafði allt aðra skoðun á nihilistum, þeir væru allir saman hryðjuverkaiienn. Með þetta að leiðarljósi voru margir þeirra fangelsaðir.Þetta leiddi til aukinna hryðjuverka, eins konar hefnd fólksins. Sem dæmi um öfga- félag má nefna, Chemoe Zhania(Black Banner), sem hafði slagorðið : „Mighty and ruthless, total and bloody, peoples revenge." Rússneska byltingin olli anarkistum vonbrigðum. Hún bar með sér alræði en ekki frjálsræði. Anarkistar höfðu í upphafi stutt byltinguna. En þegar þeirra var ekki lengur þörf var þeim srarkað. Atburðimir í Kronstadt urðu mörgum efni til xhugunar. Á áratugunum fyrir heimstyrjöldina fyrri voru ítalskir herrrriaverkanenn mjög ötulir. Skoðanir Bakunins áttu miklu fylgi að fagna hjá ítölskum anarkistum. Einn þeirra, Enrico Malatesta, setti fram þá huggynd að neisti byltingar innar ^ti tendrast neð dulitlu fordæmi. Gæti þá ekki einn maður komið skriðunni af stað? Þetta varð til þess að upp hófst alda sprengjutilræða („Propaganda by the Deed"). Þessi spregjutilræði komu óorði á anarkisma, óorði sem enn er við lýði. (Brjálaði maðurinn með sprengjuna) Viðvörun- arorð manna eins og Malatesta köfnuðu í sprengjuhvellunum. Að lokum skulum við líta á Spán. Þegar Frenté Popular. (samfylking róttæku aflana) vann kosningamar 1936 og nynd- aði stjóm flúðu margir landeigendur jarðir sínar. Bændur tóku jarðir þeirra. Þar á þessum jörðum risu víða upp kommúnur. Allt, fyrir utan persónulega muni og heimilisdýr var látið í sameiginlegan sjóð. Úr þessum sjóði fékk hver fjölskylda kommúnunnar greidd laun í samrami við þarfir sxnar. Fyrri ábúendur, landeigendumir, höfðu ekki hirt uiri að nýta landið sem skyldi og hafði margt fallið í órækt en nú jókst flatarmál ræktaðs lands. Sama ár skellur á borg- arastyrjöld. Þá risu verkamennimir í Barcelona upp. Verk smiðjueigendur voru drepnir. En« borgin hélt áfram að starfa. Verkamenn keyrðu strætisvagnana og unnu áfram við orkuverih og verksmiðjumar. CNT (landssaniband verkamanna sem anarcho-syndicalistar stofnuöu) hélt uppi röð og reglu. Kirjur og listasöfn voru varin fyrir einstaka skeinndavörgun Þetta var anarkismi £ raun og hann gekk. Að vísu rann blóð. I meira en fjóra mánuði blakti svart og rautt flagg CNT yfir verksmiðjunum í Barcelona. Eftir heimstyrjöldina síðari varð anarkismi næstum al- dauða. Það var einfaldlega ekki rúm fyrir hann, austrið og vestrið, risaveldin tvö, fylltu hugi manna. Það var ekki fyrr en um 1960 sem fer að örla á áhuga fyrir anarkisma. I stúdentauppreisnunum '68 sáust víða svört flögg og borðar en svartur er litur anarkista. Samfara hippamenningunni urðu til kommúnur. Flestar þessar tilraunir mistókust, aðallega vegna þess hversu um- hverfið var þeim nótsnúið og fjandsamlegt. Svo virðist sem kommúnulíf geti ekki þrifist í okkar auðvaldsþjóðfélagi En munum kjörorðið sem hékk yfir peningaskál í einni komm- únunni: „Give what you can, take what you need:" Enn á ný hefur blettur fallið á anarkisna. Það eru þessir „terroristar" eða borgarskæruliðar. Þeir eru ekki anarkistar. Ein grundvallarkenning anarkisma er sú að vald eins aðila yfir öðrum sé orsök flestra vandanéla okkar. Allir eru bomir jafhingjar þess vegna skal enginn ráða yfir öðrum. En með því að svipta mann lífi er böðullinn, hryðjuverkamaðurinn, að taka sér dómaravald í hendur, það samræmist engan veginn anarkisma. Enginn mður hefur rétt á .að deyða náunga sinn. Hér á dögunum spurði ég einn „sunnudagaterrorista" hvað hann mundi gera ef hann yrði drepinn. Kauði yppti öxlum en kvaðst halda að hann yrði leiður yfir því. Hver er svo tilgangurim með þessu öllu saman, sprengingum og drápum? Jú, að „terrorisera" þjóð- félagið og skapa neð því eins konar forbyltingarásand. ölgan muni leiða til aukinna lögregluafskipta (lögreglur’ík- is) og það verði til þess að alnenningur snúi baki við rxk- inu eða verði lamaður af hræðslu. Þessir borgarskæruliðar gera sér ekki grein fyrir að eftir öll manndrápin og skemmdaverkin verði þeir orðnir hatursefni allra. Það eru| ekki bara rxkisbubbar eins og Hans Martin Schleyer sem eiga að fá að fjúka heldur líka kaupnHÖurim á hominu, rxki maðurinn í nassta húsi, séra Árelíus og fleiri og fleiri. Á öld framfara og vísinda hefur gildi einstaklingsins minnkað. Sérhæfingin hefur haft í för með sér mikla sjálf- virkni. Það er búið að innstilla okkur im á ákveðið lífs- munstur. Þessu vilja anarkistar breyta. Þeir trúa á gildi einstaklingsins, þar sem allir eru jafngildir, og afnám sérei gnaréttarins. Ef við hlýtum ekki settum reglum þjóð- félagsins, hvað þá? Jú, okkur yrði refsað, sett í steinim En hvað er fangelsi annað en staður þar sem stórir þjófar láta loka inni litla þjófa? Reyndar geta anarkistar sætt sig við þær reglur sem eru ckkur augljóslega til bóta, svo sem umferðarreglur. Segja má að anarkismi skiptist í tvær megin greinar, „collectivist"- og „individualist"-anar- kisma. Þeir fyrrnefndu styðja hugmyndina um að verkatrem og kommúnumar hafi samband sín á nálli um hagsmunamál og sameiginlegar þaefir. Til þeirra teljast anarcho-syndical- istar. Þeir síðamefndu ganga enn lengra, þeir em andvíg- ir öllum samböndum og samningum. Slíkt kerfi muni þegar fram líða stundir ekki þjóna okkur heldur munum við þjóna því. „Individualist"-anarkistar hafa sett fram athyglis- verðar kenningar í sambandi við skóla- og menntunarmál. Skólaskyldan verði afnumin og sjálfsmsnntun komi í staðinn. Skólaskyldan slævi namshvöt. Skólar verði áfram starf- raktir og kennslan miðist við þarfir, áhuga 0| vilja nem- enda. Kannski er þetta lausnin á vandamálinu: námsleiði. Á anarkismi einhverja framitxð fyrir sér? Anarkismi mun- lxklega ávallt verða minni háttar hugsjónahreyfing. En hann er eina st jómmálastefnan sem trúir á það góða í mann- inum, að enginn sé þess unkominn að ráðskast með hagi ann- arra og að manninum sé kleift að búa við algjört frelsi. Allar sjómmálakenningar verður að færa upp á sinn txma. Það sem átti við í g^ar er ef til vill úrelt á morg- un. Myndimar við greinina eru úr "The anarkist Cookbook" og biðst ég afsökunar á því að þær eru ekki í alveg viðeig- andi. Magnús Erlingsson o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.