Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 21
FAKfEHfiR OE BLIÐflR.... Vera kvenna inni á heimilunum sundrar launafólki, því aÖ sjálfsögðu geta konur ekki barist gegn kúgun sinni, efna- hagslegri, kynfenðislegri og félagslegri eingöngu inni á heimilunum. Þaö liggur í augum uppi aö ef konur eiga aö geta berist fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu, jöfnum rétti til allrar vinnu, atvinnuöryggi og fullri atvinnu fyrir alla, lífvænlegum launum fyrir átta stunda vinnudag o.s.frv. veröa þær aö komast út af heimilunum og út á atvinnumarkaöinn. Allar svona kröfur eru þymir í augum auösstéttarinnar, því aö þær fela í sér skerðingu á gróöa hennar. Heldurðu kannski að þetta geti verið af því að við höfum gleymt að borga raf- magnsreikninginn? En mótsagnir og kreppur kapítalismans koma borgarastétt- inni illa. Konur eru varavinnuafl þjóöfélagsins. Þær eru sendar út á vinnumarkaðinn þegar þensla á sér stað, þá er þaö sjálfsagt mál aö þær hjálpi til vdð „aö efla þjóöarhaginn" en síöan' þegar kreppa -samdráttur- á sér staö er konum fyrst sagt upp af öllum. Þær eru reknar aftur inn á heimilin því að þar sé staður þeirra og hlut- verkið að sinna eiginmanni og bömum sem annars bíöi and- legan skaöa af. En hinu áttar borgarastéttin sig ekki á aö þegar konur komast út á vinnumarkaðinn, vakna þær til vitundar um kúgun sína og taka aö berjast gegn henni. Þessar nótsagnir kapítalisuans - inn og út af heimilun- um eftir þöfum borgarastéttarinnar leiddi fyrst og fremst til uppkomu hinnar nýju kvenfrelsishreyfingar á síöasta áratug og hins glögga mismunar á stefnumiðun borgaralegra og byltingarsinnaðra femínista. Borgaralegir femínistar hafa beint baráttu sinni gegn,karlmönnum og jafnvel álitiö lausninaá kvennakúguninni vera valdatöku kvenna sjálfra. Margir hverjir hafa einskoröað baráttuna við hugrnyridafræö'i- lega þætti og sumir jafnvel lokast inn í hópum sem fást vil sjálfsuppeldi. Byltingarsinnaöir femínistar telja hins vegar rangt aö takmarka kvenffelsisbaráttuna viö einstök afnörkuö mál, hún sé þvert á móti ákaflega vxöfeöm og nark- miö hennar gagngerar þjóöfélagslegar breytingar. Þeir krefjast félagslegrar þjónustu, sem miðast viö þaö aö afnenB einkahúshald, félagslegrar ábyrgöar á uppeldi bama, yfirráöarétti kvenna yfir eigin líkama og nöguleika á heil- brigðari samskiptum fólks en fjölskyldan hefur upp á aö bjóöa o.s.frv. öll markmið þessara femxnista leiðir þá þvi inn á braut byltingarsinnaörar baráttu. Þau eru öll andstæö hagsmunum auðsstéttarinnar og vega aö henni. Þann- ig á kvenfrelsishreyfingin samleið meö verkalýösstéttinni í hagsmunabaráttu hennar. Stytting vinnudagsins, hærri laun, atvinnuöryggi, almenn bama^sla - allt eru þetta brýn hagsmunamál verkalýðsins, en stuölar jafnframt aö kvenfrelsi og til þess fallið aö rjúfa einangrun kvenna inni á heimilunum. Þess vegna hljóta byltingarsinnaöir femínistar aé álykta sem svo að raunverulegt kvenfrelsi náist ekki innan ramna borgaralegs þjóöfélags, heldur eingöngu í sósíalismanum. Þaö verði' því ekkert raunverulegt kverifrelsi án sósíal- isma og enginn raunverulegur sósíalismi án kvenfrelsis. Margrét Rún Guömundsdóttir. Heimildir: 1. Womanós Estate e. Juliet Mitchell. 2. Feminism and Socialism e. ýmsar konur ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.