Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 22
rtNdRKKMI Hvað er anarkisrai ? Flestir hafa einhverja cSljósa hugnr/nd um það. Þeir eru irargir sem nefna sig stjóm- leysingja án þess að hafa hundsvit á stefnunni. Þeir hafa ekkert lesið sér til um þetta mál. Það mun víst í tísku að vera reiður ungur raaður og þá auðvitað anar- kisti. Þar sem slíkur áhugi er nú ríkjandi rreðal manna um málið ætla eg að rita örfáar línur til að varpa ljósi á þennan nyrkvaheim. Efninu verða ekki gerð tæmandi skil í svo stuttu máli en ég vona að lesandinn verði eitthvað fróðari eftir lestur sinn. "Whoever denies authority and fights against it is an anarkist" segir Sébastien Faure. Slík skilgreining er freistandi í einfeldni sinni en einfaldleikinn er það sem varast ber þegar rætt er um anarkisma. "Stjómleys- ingjar eru mótfallnir öllu yfirvaldi og sumir berjast og deyja fyrir málstaðinn". Þó einhver sé á móti "kerfinu" og reyni að umbylta því er sá sami ekki endilega anarkisti Sögulega séð er anarkismi sú stjórmálaskoðun sem gagnrýnir núverandi þjóðfélag, gefur von um nýtt og betra líf og hvemig ná skuli því takmarki. Fáar stjómiiálastefnur hafa verið jafn misskildar og rangtúlkaðar sem þessi enda ekki von þar sem "ismi" þessi hefur margar greinar og hliðar sem jafnvel eru í mótsögn hver við aðra - anarkismi, nihil- ismi eða "terrorismi"r Orðið anarlcismi er komið úr grísku-anarchos, sem þýðir: án stjómanda. Samkvsnt þessari skilgreiningu má nota orðið á breiðum grundvelli. Slíkt hefur verið gert. Frá því að vera fúkyrði um 1800 er það nú orðið eitthvað til að smjatta á, kenna sig við og afla sér virðingar og álits. (við erum jú öll hugsjónafólk, á móti þessum vitlausa heimi) Löngu áður en ríki eða lönd urðu til hljóta að hafa verið til einstaklingar sem efuðust um gildi þess að hafa foringja. Var algjört athafnafrelsi og sjálfstæði þess virði að frummaðurinn fómaði því öryggi srm samfélag manna bauð honum upp á? Nei, örugglega ekki. I félagi við aðra msnn var efnahagsleg afkoma hans betri, þeir gátu frekar varist utanaðkomandi hættum og maður er manns gaman. Þar sem menn njó^a ekki sömu hæfileika í vöggugjöf er líklegt að einhver skari framm úr og verði síðar neir foringi hópsins. Ef til vill var það hnefarétturinn eða hagkvanis- sjónarmið sem réð því hvort hópurinn eignaðist foringja eður ei. Síðar komu ókostir þjóðskipulagsins í ljós, svo sem skattar, styrjaldir og kúgun. Kropotkin ímyndaði sér að í árdaga hefði verið fólk sem lifði eins konar kommúnu - lífi. Því miður bendir fátt til þess að göfugi villimaður hafi búið við hreinræktaðan anarkisma. Fyrstu tilhneigingu til anarkisma er að finna hjá Grikkjum. Um 400 fyrir Krist kom Aristippus fram með Sýraníuskólann í heimspeki. Aristippus, sem var fyrrum nemandi Sókratesar, aðhylltist nautnastefnu og að hans áliti gat einstaklingur, sem hvorki réði yfir öðrum né var undir aðra settur, notið ánægjunnar til fulls, en ánægjan væri æðsta takmark lífsins. Ekki löngu síðar kom Zeno fram með Stóuskólann í heimspeki. En áhrifa stóisma gætir allt fram á tína Rómaveldis. Zeno, gagnstætt Platon, aðhylltist samfélag neð'engri yfirstjóm. Hann sagði að menn skyldu haga sér í samræmi við sínar eigin "mórölsku" reglur. Enn fremur ályktar Zeno að allir menn stjómist af náttúrulegum hvötum, þess vegna sé ekki þörf fyrir lögreglu, fangelsi, dómstóla, guðshús eða her í hinu nýja ríki. A “ Gasoline-soaked Rag Fuse — 1 m % Gasoline * •> 'A Oil Figurc 103. Molotov Cocktail. Stjómleysi átti litlu fylgi að fagna hjá Rómverjum sem dáðust að röð og reglu keisaraveldisins. A miðöldum, þegar trúarleg skáld einokuðu heimspekina litu kenningar Zeno aftur dagsins ljós hjá Hússistum og Anabaptistum. Öllu merkilegri eru þó skrif klerksins Gerrards Winstanleys árið 1649: "Truth lifting up iís head above Scandals", þar sem hann sagði Jesús boða frelsi alheimsins, yfirráðaréttur ylli einungis spillingu og einkaeignin væri af hinu illa. Winstanley var stofnandi og leiðtogi sellu sem nefndist "Diggers". Akallandi frelsi öllum til handa, kvatti hann landlausa bændur til að sölsa undir sig ónýttar jarðir og ásamt hópi fylgjenda hratt hann þessu í framkvæmd. Ari síðar splundraði herinn þessari tilraunastarfsemi, en andi Winstanleys lifði meðal púritan- anna sem flúðu síðar undan enska ríkisvaldinu til Vestur- heims í leit að friði og betra lífi. John Locke (1632-1704) drepur á athyglisverðan punkt í riti sínu: "An Essay Conceming the True Original Extent and End of Civil Govemnent", hann segir:"Þó að jörðin og öll hin ófullkomnari kvikendi séu eign alls mannkyns á hver maður sína eigin persónulegu eign sem enginn annar en hann sjálfur hefur rétt á. Við getum sagt að strit líkarna hans og vinna handanna séu hans eigin". Þessi skoðun varð síðar grundvöllur anarkisnans. Winstanley og púritanamir voru horfnir, Locke var á grafarbakkanum, þegar 18. öldin rann upp, öld vísinda og upplýsingar. í skauti sínu bar hún byltinguna og rómantík. Þjóðemisvitund efldist. Ekki verður haldið lengra án þess að staldra við Jean Jaques Rousseau sn hann hafði mjög mikil áhrif á seinni tím nenn. Rousseau segir að maðurinn sé að eðlisfari góður en stofnanir hans, þar á meðal vísindi og listir, hafi spillt manninum. "Sá maður, sem fyrst sló eign sinni á land og sagði þetta er mitt, var í raun upphafsmaður að þjóðfélags- legu skipulagi þar sem fólk hafði verið nógu einfeldið til að trúa þessari vitleysu. Algjört afturhvarf til náttúm unnar er ógemingur. Þegar best lætur geti maðurinn losað sig við stofnanimar". "Maðurinn er borinn frjáls en hann er alls staðar í hlekkjum". En Rousseau viðurkennir að einhvers konar rikisstjóm væri nauðsynleg og hafi hlotið að kom þá er tímar liðu frá hinu "idealiska" ríki nátt- úrunnar. Með þessu setti hann fram "theoríuna" um þjóð- félagssáttnálann. Einstaklinguringnum sé ékki í lófa lagt að hlýða yfirboðaranum en sambykki, sem einstaklingur, að ýta til hliðar persónulegum réttindum og skoðunum í þágu saneiginlegra þarfa og óska alls samfélagsins. Þessa upp- gjöf náttúrulegs frelsis einstaklingsins gátu anarkistar auðvitað ekki fallist á. Rousseau, og seinna anarkistar, ásakaði einkaeignina um alt hið illa en viðurkennir, ólíkt stjórnleysingjum, að í raun verði hún ekki afnuirin. 1793 gaf William Godwin út meginrit sitt:"The Enquiry Concemingthe Principles of Political Justice, and its Influences on General Virtue and Happines", sem er nokkurs konar litla biblía allra anarkista. Þar afneitaði Godwin öllum ríkisst jómum, sérstaklega konungi og þingi sem hann áleit t.d. helga sig styrjöldum fyrir sinn eigin hag en ekki í þágu fólksins. Þegar best lætur er þjóðþing ekki annað en verkfæri neirihlutans til að knúa minnihlutann. Betra þjóðfélag þýði betri menn. Godwin leggur til að stofnaðar verði einingar eða hópar manna sem svo aftur geti haft sam- band sín á milli um sameiginleg mál og hagsmuni. Þarna skyldi engin yfirstjóm vera. Ein eining gæti t.d. verið bandur, sem búa í sana dal, eða verkamenn sem vinna í sömu verksmiðju. Enn hafði anarkismi ekki fengið nafngift. Aðstæður skorti einnig til útbreyðslu. Það kom með 19.öldinni, iðn- byltingunni og rómantíkinni. Þá urðu til róttækar stjóm- málastefnur sem lækna skyldu hið djúka þjóðfélag. 1840 gaf Pierre Joseph Proudhon út bók sem hann nefndi: ,hvað er eign" (What is Property). Niðurstaða hans var að „eign værd þjófnaður". Hér átti hann við eign sem fengist án vinnu, t.d. með að leigja út land eða lána peninga gegn vöxtum. Proudhon var lítið hrifinn af hvers konar ríkis- stjóm . I staðinn aðhylltist hann litlar frjálsar kommún- ur þar sem hver maður ráði sér sjálfur. Kommúnan væri sam- félag framleiðenda (vinnandi fólks) sem gerði samninga sín á milli í hagkvæmisskyni. Proudhon var sammála Rousseau um að mannveran væri góð (trúin á það góða í manninum) og þegar búið væri að afnema kerfið vinnuveitanfli-verkamaður hefðu allir sömu tækifæri og möguleika. Einstaklingurinn yrði ekki þjakaður af fátækt, hann ætrti rétt á þvx að fá það sem hann þarfnaðist og g^Bti notað, svo sem landskika til ræktunar, því að jörðin væri sameign allra nanna. Að leigja hana út og græða á striti nlungans það væri þjófnaður Frjálst samband verkamanna kæmi í stað lögreglu og hers. Þetta samband mundi verja hagsmuni einstaklingsins ef á hann yrði ráðist. Trúin á það góða í manninum segir okkur að naðurinn sé fullfær um að útkljá innbyrðis deilumál sín án blóðsúthellinga enda sé hver kommúna samfélag einstak- linga með sömu hagsmuni. En sameiginlegir hagsmunir muni svo til eyða glæpum og lögin verða að lokum ónauðsynleg. Eitt mikilvægasta efnahagsatriði Proudhons var stofhun þjóðar- eða viðskiptabanka sem byggði á sameiginlegu trausti allra þeirra sem vinna að framleiðslu. Þeir kæmu sér saman um vöruskipti á grundvelli þeirra vinnustunda sem þyrfti til að framleiða hlutinn. Gjaldmiðillinn væri því daglaun, verðgildi hlutar færi eftir hversu margar vinmx- stundir lægju að baki honum og ein daglaun í einhverri atvinnugrein skyldu jafngilda einum daglaunum í annarri grein. Þama yrðu verðbólga ocr vöruhækkanir óþekkt fyrir- brigði. Bankinn g^sti svo lánað innistæðumar til atvinnu- uppbyggingar. Hann tæki 1% vexti af lánunum til að halda uppi starfssemi sinni. Það sem sker Proudhon frá ýmsum róttækum mönnum var sú vissa að blóðug bylting mundi ekki leiða til einhvers konar Paradísar á jörð. Hann vonaði að mutalismi sinn yrði til þess að frelsa fólk frá sinni eigin ógnarstjóm og mundi með stöðugri þróun leiða til fullnægj- andi þjóðskipulags. Kringum 1880 fleygir iðnaði og þigræði fram í öllum löndum Evrópu, nema á Spáni og í Rússlandi. Flestir verka- lýðsleiðtogamir komu auga á framfarimar og þeir ásamt flokkum sínum gerðu sig ánægða með að starfa innan ramma ríkisins. Þetta ásarnt hryðjuverkum varð til þess að anar- kismi dó næstum út sem fjöldahreyfing. Eitthvað varð að taka til bragðs. Lausnin var afturhvarf anarkista til verkalýðsfélaganna. Þetta leiddi til endumýjunar innan hreyfingarinnar og var þessi grein nefnd anarcho-syndical- ismi. "Syndicate" er félag verkamanna sem einkum reynir eftir efnahagslegum frekar en pólitískum leiðum að ná fram auknum réttindum(t.d. neð allsherjarverkfalli). Syndical- istum fannst eins og öðrum róttæklingum, að launakerfið væri óréttlátt. Þeir voru sammála kommúnistum að stétta- stríð væri óumflýjanlegt. ©

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.