Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 8
SAGAN SEM TÝNDIST Þegar tvö afbrigði mannskepnunnar byggja þessa jörð í sameiningu er skiljanlegt að þau reyni að sanna hvort fyrir öðru sérstöðu sína og yfirburði yfir hinu. ^er skal leitað skýringa á því hvers vegpa konan hefur orðið undir í baráttunni. HIRÐINGJALlF Ekki er vitað nema konur hafi verið ámóta sterkar og polgóðar og karlar í árdaga mannkyns. Goðsagnir fyrri tíma og þjóðsögur hafa fært okkur heim sanninn um aö konur voru jafnherskáar og karlmenn og tóku þátt í bardögum. Má þar nefna ádrepur Tacitusar um Kveni, kvenveldið £ norðri, og einnig finnast hjá Grikkjum frásagnir af vígreifum konum (Amasónum), o.s.frv. fæðuöflun. Við veiðar þurfti hugkvæmni; karlmðurinn setti sér ákveðin markmið sem hann síðan stefndi að. Þannig fundu karlmenn upp ýmis veiðifæri til að auðvelda sér að nálgast bráðina. Karlmönnum tókst neð þessu ekki aðeins að „ réttlæta tilveru sína" fyrir sjálfum sér heldur jafn- framt fyrir konum. Þegar karlamir komu ireð feng sinn, Ef til vill er meinið það, að konur hafa ætíð viðurkennt sömu verðnæti ög karlar; aldrei hafa konur sjálfar gert sér verðmætamat. Það hafa karlmenn hins vegar gert fyrir þær og það í þeim tilgangi einum að útiloka þær frá hugrnyndaheimi sínum og koma í veg fyrir samkeppni af þeirra hálfu. Hver kannast ekki við þolin- iræði þá, fómarlund og blíðu, sem einkenna á allar konur? Talið er að konur hafi uppfundið akuryrkjuna. Senni- lega hafa þær hafið ræktun í smáum stíl á hirðingjastiginu á meðan karlamir voru fjarri á veiðum. Jörðin hefur og löngum verið kennd við konuna (móðurina) enda gáfu báðar líf og nærðu afkvasmi sin. Þegar smáiðnaður og verslun kom- ust á fót höfðu konur hvort tveggja neð höndum. Frá þessum tíma hafa fundist gyðjunyndir og -styttur og bendir til dýrkunar á hinni miklu móður (hjá Babýloníu- mönnum hét hún Ishtar, hjá Semítum Astarte; Grikkir köll- uðu hana Heru, og Egyptar Isis). Veikleiki konunnar hefur einatt legið í sífelldum tíðablæðingum og þungunum. Náttúran hefur nefnilega ekki útilátið konum ófrjósendsskeið eins og öðrum kvenkyns spendýrum. Vegna hinna tíðu þungana gátu konur ekki séð börnum sínum farborða og voru því háðar karldýrinu um bjargir. Þar eð hirðingjamir yrktu ekki jörðina voru böm næsta ónauðsynleg sem vinnukraftur og því nest til trafala Oftlega hljóta böm að hafa verið borin út eða dáið vegna vanrækslu.En jafnvel á tímum fólksfæðar var sá er aflaði matar mikilvægari en sú sem fæddi bömin. I bók sinni Le Deuxiene Sexe skoðar Simone de Beau- voir rætur kvennakúgunar í ljósi Tilvistarstefnumar (Ex- istentialisne): „Konan sem fæddi var eigi meðvituð um upp- hafningu þess að bera bam; henni fannst hún vera leik- soppur óþekkts afls.. .að fæða bam og gefa brjóst var ekki „athöfn" heldur einföld líkamsstarfsemi; í því v1 ekkert markmið." Þess vegna réttlætti fæðingin á engan nátt tilveru hennar,-hún laut aðeins lögum náttúrunnar, þegar karlmaðurinn á hinn bójpinn lagði líf sitt í hættu við ÞÆR SEM RÆKTUÐU JÖRÐINA. Ffeðan menn vom hirðingjar, var engin einkaeign til og þess vegna engin erfðaréttur sem mismunaði konum, eins og seinna varð. Ekki höfðu trúarbrögðin heldur áhrif á stöðu kvenna, neðan menn trúðu á stokka og steina. Stofnan- ir og lög urðu fyrst til þegar hirðingjamir Settust um kyrrt og tóku að yrkja jörðina. Nú urðu böm ólíkt nauðsyn- legri samfélaginu. Einmitt á þessu byggja Friðrik Engels og fleiri góðir nenn kenningar sínar um iræðraveldið foma (matriarchy). Bamsburður var helg athöfn. Konur voru bundnar ættflokki sínum sterkum böndum og breytti gifting því lítið. Menn vissu lítið sem ekkert um þátt föðursins í tilurð bams og álitið var að andar forfeðranna endur- holdguðust í líkama konunnar og úr yrðu böm. Oft til- heyrðu bömin ættflokki móðurinnar og báru nafn ættarinr.ar. Eignarétturinn gekk í kvenlegg. Um mæðraveldið og ág^rti þess eru þó skiptar skoðanir Hún Simone de Beauvoir segir t.d. að vegna þess að trúin færði þær hálfgert uppá stall hafi eirtnig hvílt yfir þeim bannhelgi og vart hafi karlar litið á þær sem jafningja. Þannig var þeim sköpuð ímynd sem karlar þóttust sjálfir trúa á, en var auðvitað vita gagnslaus konum, og veikti þjóðfélagslega stöðu þeirra verulega. Pólitískt vald var, að því er Simone segir, allt í höndum karlanna, og telur hún næðraveldið ekki hafa verið þá gullöld kvenna sem Engels heldur fram. En nóg um það.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.