Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 24
I
DflGUR í LÍFI RYKSUGU
Okkur veröur þaö á að hrasa inn í atburöarrásina á
tíundu minútu áttunda tímans, í gærmorgun, er ég reika
fram í baöherbergið meö augun full af stýrum og hef bar-
áttu mína viö tannbursta og önnur nauðsynleg morguntæki
siðmenningarinnar. Ég fæ vatniö í lið meö mér og í sam-
einingu tekst okkur aö ryöja stýrunum burt. Skeggbrodd-
amir eru sömuleiðis á undanhaldi en andfýla næturinnar
sýnir af sér aðdáunarverða þvermóösku og hreint óskiljan-
lega herkænsku. Ég legg leiö mína aftur inn í herbergiö,
klæði mig í snatri í lífstykkið, undirpilsiö og kjólinn,
en á í hálfgerðum vandræöum meö aö láta brjóstahaldarann
tolla á réttum kili. En hvaö um þaö, í næstu andrá hef
ég snarað mér út um gluggan minn og er kominn upp á bak.
Ég stend þar stutta stund og horfi á fyrstu geisla morg-
unsólarinnar spjalla saman og blanda liti dagsins. Fjöll-
in eru einnig aö vakna til lífsins og mér sýnist ekki bet-
ur en aö Akrafjallið hafi snert af timburmönnum. Skor-
steinninn minn er í svefnrofunum og ég gef honum nokkrar
magnyl vegna þess aö hann er meö blæöingamar sínar núna.
Klappa honum á loftnetiö og skokka léttur á fæti fram á
þakbrúnina. Eftir nokkrar kröftugar og heilsubætandi
armbeygjur og öndunaræfingar, dreg ég fram úr hálsmálinu
aftanverðu, nýju Mustang-special Hurst-flugryksuguna mína,
alla-skínandi fagra og kraftmikla. Síðan stilli ég far
artækinu upp, set innsogið á og beysi af stað. Á leiö
minni læt ég vaöa á súöum viö nývaknaða smáfuglana, sem
flestir eru í óðaönn aö spegla sig og snyrta fyrir daginn.
Sg leik við hvem minn fingur og er begar kominn í skín-
andi gott skap. Að stuttri stundu liéinni, heyri ég mik-
inn þyt í loftinu, lít í snatri kringum mig, og satt aö
segja verður mér ekki um fisk, þegar mér veröur litið á
fjölda fólks sem auðsjáanlega er frá Hreinsunardeild
Borgarinnar. Mér verður snögglega ljóst aö það er tals-
vert langt síöan ég skrúbbaöi mig milli tánna, en engu aö
síður þykir mér full langt gengiö af tengdamömmu'að herja
borgaryfirvöldum í málið og ég hugsa mér hana til glóðar
innar (þ.e. ég hugsa mér hana í glóöinni.). Góöa skapið
mitt hefur orðiö fyrir stórfelldum skemmdum og ég kafna
næstum í ófullnægjandi flóttaáætlunum. Köfnunin lætur þó
standa á sér því að ný yfirvofandi hætta steðjar að. Hví-
líkur morgunn.' íessi nýja hætta er vitanlega á formi
brauösneiöa sem ríða gandreið á spegilfægðum brauöristum
um himinhvolfið og skapa mér óþægindi. Ég öskra á þær í
þágufalli og flestar líta við og kinka kolli. Síðan
smyrja þær yfir sig tómatsósu, lækka flugiö og eftirláta
mér loftin blá. En hreinsunanœnnimir frá Borginni
eru nú komnir upp aö hlið mér, allir sitjandi á fínum
postulínsöskubckkum. Ég hvæsi á þá í fleirtölu, en beir
gerast bara enn ágengnari og krefjast þess aé fá aö skoöa
á milli tánna minna. Þá dreg ég úr pússi mínu stereó-
segulbandstæki og læt þá hafa einn eða tvo konserta í
c-moll. Þetta hefur hinar furðulegustu afleiöingar.
Hreinsunarmennimir fá hinar megnustu brosviprur á
munnvikin, kvefast síðan allir á svipstundu og Xíða til
jarðar. Þá er ég laus viö þá.” Loksins get ég farið aö
virða umhverfið betur fyrir mér. Mér verður litié á klukk-’
una og eg minnist erindis sem ég þarf að reka í verslun-
inni Goðaborg. Mér gerir oss grein fyrir því að betta er
býsna áhættusamt fyrirtæki,- en látum sarnt slag standa.
Stefnan er tekin á Austurbæinn og áfangastað er náö eftir
stutta stund. Ég sveina yfir versluninni í mikilli hrfi
°g hugsa ráð mitt. Ég tek nokkrar flyérur tali, og þær
ráðleggja mér að sýna hugrekki. Ég þakka þeim fyrir, tek
mér stöðu og hef nánar gætur á húsinu. Næst þegar dyr
verslunarinnar opnast, gef ég ryksugunni inn fullt vatn
og gsysist niður^a við. Hvinurinn er ægilegur."* Næstum
ærandi. Z0000MMM—. Dymar hafa náttúrulega náð að lokast
áður en mig ber að garði og ég þeysist gegnum dyrarúðuna
með braki og bramli, endasendist eftir gólfinu svo hratt
að ekki hefði náðst á filmu, felli um koll afgreiðslumann-
inum og verslunarstjóranum og bruna svo með álíka brambolti
og fyrirgangi út um sýningargluggann. Áður en ég fæ áttað
mig er ég aftur kominn upp £ loftið og sit þar klemnriur á
milli skýja. Ég juða ryksugunni fram og aftur og tekst
loks að losa mig. Rihtih.' Margt fer öðruvísi en ætlað er.
Ég er náttúrulega mjög ánægður með að hafa komist lifandi
gegnum tvær rúður en samt í aðra röndina yfirkominn af sorg
yfir hinu misheppnaða tiltæki m£nu, en samkvænt hinni djarf
legu áætlun minni hafði ég ætlað að prófa nýju klósettin
1 Goðaborg. En hvað um það. Ég krosslegg fætuma og halld
mér út af 1 næsta skýi og hugsa ráð mitt. Ég kemst fljótt
að þeirri niðurstöðu að ryksugan er stórhættuleg svo að ég
set hana í buxnafaldinn minn og geymi hana þar. Ég ákveð
að gera tiiraun til þess að ferðast um á jörðunni. Ég bind
spotta £ skýið, kasta honum niður til jarðar og klifra nið-
ur. Spottan bind ég s£ðan fastan við næsta brunahana, svo
að skýið svxfi ekki burt. Betra að hafa vaðið fyrir neðan
sig .' Ég held af stað og er von bráðar staddur fyrir fram
an Hannyrðaverslunina Erlu. Ég b£ð átekta fyrir framan og
skýst inn næst þegar tækifæri gefst. Ég geysist um búðina
hraðar en auga verði fest á og kasta mér að þv£ búnu út um
næsta hentuga glugga. Ég fer bráðum að verða specíalisti
£ flótta gegnum rúður.' Afraksturinn af þessu tiltæki minu
er heiXmikill: 8 heildsölubirgðir af klósettrúllum, heill
lager af p£puhreinsurum og einn desil£tri af mjólk. Ég
gref herfangið oní malbikið og merki staðinn neð tveim
rauðum gasblöðrum. Þv£ næst hleyp ég af stað £ átt til
miðbæjarins. Er ég kem að Hlemmi, tek ég stefnuna niður
Laugaveginn og byrja að safna saman ljósastaurum. Verkið
gengur greiðlega, þar til ég kem niður að Bankastræti, en
þar er ég stöðvaður af ungum hrokafullum lögregluþjóni með
rautt nef. Ég byrja samstundis að spæla gæsaregg á nefi
hans, þv£ að ég get sjaldan staðist freistngar af £v£ tagi
Lögregluþjónninn missir alveg stjóm á skapi s£nu, sem
er £ sjálfu sér algjörlega óskiljanlegt, með tilliti til
háttvisi minnar og ég neyðist til að yfirgefa staðinn á
hættulegum hraða og verð náttúrulega að skilja ljósastaur-
ana eftir. Ég geri mér far um að safna saman sem allra
flestum stöðunælum, þv£ aö ég hef á tilfinningunni að þeir,
geti komið £ góðar þarfir, en það er erfitt á þessum hraða
og með þrjá lögregluþjóna á hælunum. Ég bind stöðumælana
á bak mér og geysist áfram. Eltingarleikurinn ágerist og
sýrenuvæLið glymur £ eyrum mlr. Hjartað hamast og heilinn
er £ akkorðsvinnu. Að lokum snarstansa ég, svo rækilega,
að malbikið rúllast upp. Ég hristi ryksuguna fram úr
buxnaskálminni, bæti á hana vatni og sest á hana. Kraftur
inn er geysilegur þegar ég hendist af stað.-
Um kvöldið er ég ligg £ rúmi minu og ræði atburði dags-
ins við koddann minn, rennur upp fyrir mér að rauð nef
passa oftast illa á lögregluþjóna.
Steen Magnús Friðriksson,5.
Ijód eftir
þóru þórarinsdóttur
TILGANGSLEYSI.
Líf vort,
er eins og blóm.
Það vex í ró
uns einhver
slítur það upp,
setur það í vasa
og þar bíðum við.......
dauðans.
DANS.
Eigum við að dansa?
Drengurinn spyr,
bara þennan dans.'
En hún nennir ekki að ansa
heldur horfir sem fyrr,
hugsartnÉg nenni ekki að dansa
við Hans."
LJðÐ.
Hjartans hljóö
um heiðan himin
flytja ljóð
um farna vininn.
Hann kom í g»r
en fór i dag.
Hjartað flytur tregalag.
Hann var því allt
og ei hann vissi
hve yrði kalt
við hans snögga missi.
Hann var svo margt
hvað er hann nú,
hjartað missti sína trú.
Hjartað þráir
það vill hann finna
þú færð sem þú sáir
svo til hvers að minna
á allt það liöna
er máski var ást.
Hjartað grætur því hann brást.
Hjarta mitt hættu
að hamast af þrá.
Þig við örlög sættu
og senn muntu sjá
að þú lífinu lifir,
þú ert enn til.
Hjarta mitt hættu að kenna til.
©