Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Alpadraumur í Austurríki
sp
ör
eh
f.
Haust 7
Nú höldum við til Austurríkis á vit ævintýranna þar sem
fegurð fjallanna umlykur okkur. Dvalið verður í Mayrhofen,
einum aðalferðamannabænum í Zillertal, og þaðan verður
farið í skemmtilegar ferðir, m.a. upp á Hintertux jökulinn,
að hrífandi Krimmler fossunum og til Kufstein. Í Mayrhofen
eru líka mikil hátíðahöld sem við tökum að sjálfsögðu
þátt í, en það er hin árlega hátíð kúasmölunar sem er
einstaklega litríkt sjónarspil.
28. september - 5. október
Fararstjóri: Gísli Einarsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Rannsóknarsvið Skógræktarinnar
óskar nú eftir aðstoð almennings við
að líta eftir skaðvöldum á trjám og
runnum um allt land. Þá er sérstak-
lega verið að líta eftir uppétnum lauf-
um á trjám. Brynja Hrafnkelsdóttir,
sérfræðingur hjá Skógræktinni, seg-
ir birkikembu, birkiþélu og asparg-
lyttu vera helstu skaðvaldana. Brynja
segir að asparglyttan sé skæðust nú í
ár, en hún leggst á aspir og víðiteg-
undir.
„Asparglyttan étur yfir allt sum-
arið, bæði fullorðna dýrið og lirfurn-
ar. Hún fer verr með víðitegundir og
eins og staðan er núna er mikið af
gulvíði að drepast vegna glyttunnar.
Ég hef áhyggjur af þessu eins og
staðan er núna,“ segir Brynja.
Brynja segir Skógræktina óska eftir
aðstoð almennings vegna þess að
ómögulegt sé fyrir starfsfólk að fara
um allt landið sjálf og fylgjast með
þessu. ´
„Við höfum mest fengið sent frá
samstarfsaðilum í skógrækt, en jú
eitthvað frá almenningi.“ Upplýsing-
arnar eru síðan nýttar til rannsókn-
arstarfa og við vöktun á stöðunni.
„Það er gott til framtíðar að skrásetja
vel hvaða tegundir valda mestum
skaða. Ég væri til í að svona gögn
væru til frá því áður en ég hóf störf
hér,“ segir Brynja. Hún bendir einnig
á að með skrásetningu og söfnun
gagna sé síðan hægt að bera saman
við hitatölur til dæmis.
Brynja segist ávallt svara almenn-
ingi fái hún spurningar og reyni hún
að gefa eins góð ráð og unnt er. „Oft
vill fólk eitra, en það er eitthvað sem
ég mæli ekkert sérstaklega með,
nema þá að um sé að ræða eitthvert
sparitré í garðinum hjá fólki.“ Brynja
segir ekki gáfulegt að úða eitri á stórt
svæði eða heilan skóg, afleiðingarnar
af slíkri aðgerð gætu verið verri en
staðan sjálf. „Við viljum alltaf að kerf-
ið nái jafnvægi frekar,“ segir Brynja.
Brynja biður fólk um að hafa aug-
un opin fyrir étnum laufum og óskar
eftir því að sendar séu myndir með.
Hún segir afar erfitt að greina eftir
lýsingum fólks. Ábendingar má
senda á brynja@skogur.is en einnig
má finna upplýsingar á heimasíðu
Skógræktarinnar, skogur.is.
Skaðvaldar herja á tré
- Éta upp laufin- Birkikemba, birkiþéla og asparglytta eru
skæðust skaðvalda- Upplýsingar nýttar í rannsóknir
Morgunblaðið/Ómar
Étur lauf Birkikemban fer afar illa með laufblöðin á birkitrjám.
Starfsemi í fyrri áfanga nýja mið-
bæjarins á Selfossi fer í gang í dag
og munu verslanir og veitingastaðir
opna fyrir gestum og gangandi. Um
er að ræða svokallaða reynsluopnun
eða forsýningu á miðbænum. Frum-
sýningin sjálf verður síðan í lok
ágúst eða byrjun september en þá
verður allur miðbærinn opnaður.
Nú hefur hið nýja Brúarstræti
verið opnað og fimm af þeim tíu
verslunum sem þar munu standa, en
gatan dregur nafn sitt af því hvernig
gatan liggur beint frá Ölfusár-
brúnni.
Þá hafa átta veitingastaðir hitað
upp í kolunum og verið opnaðir í
matarmenningarsetri í endurreistu
húsi Mjólkurbús Flóamanna. Þar í
kring vinna nú á annað hundrað
manns við að reisa endurgerðir eldri
húsa sem áður stóðu á Íslandi en
voru rifin eða urðu eldi að bráð.
Aðstandendur vilja með forsýn-
ingunni fá álit bæjarbúa og annarra
og slípa þannig reksturinn til í sam-
starfi við gesti næstu daga og vikur.
ari@mbl.is
Torgið Unnið er hörðum höndum við að klára Brúartorg en matarmenningarsetrið er þar beint á móti. Aðstand-
endur vilja fá álit bæjarbúa og annarra og slípa þannig reksturinn til í samstarfi við gesti næstu daga og vikur.
Mjólkurbú Matarmenningarsetur hefur verið opnað í mjólkurbúi Flóa-
manna. Þá hafa átta veitingastaðir hitað upp í kolunum og verið opnaðir.
Nýi miðbærinn opnaður á Selfossi
- Átta veitingastaðir hita upp í kolunum - Brúarstræti tekur á sig mynd og fimm verslanir opnaðar
Morgunblaðið/Eggert
Þjarkar Vinnuþjarkar unnu í gær hörðum höndum fyrir opnun Brúarstrætis. Gatan dregur nafn sitt af því hvernig hún tekur við Ölfusárbrúnni.