Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 15

Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Joshua Ikechukwu Mogbolu var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykja- ness í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir. Hann var dæmdur annars vegar fyrir að hafa sunnudaginn 1. mars 2020 nauðgað konu í kjallaraíbúð sinni, en þangað fóru Joshua og kon- an saman af skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa 25. júlí á sama ári nauðgað annarri konu sem hann kynntist á stefnu- mótaforritinu Tinder. Þau hittust í gleðskap í íbúð vinar hans og síðar um kvöldið nauðgaði Joshua kon- unni inni á baðherbergi. Trúverðugar frásagnir Í dómi héraðsdóms segir að í báð- um málum hafi Joshua og brotaþolar einir verið til frásagnar um at- burðina. Í báðum tilfellum var þó sönnunargildi vitnisburða talið nægt, ásamt því að frásagnir brota- þola voru taldar trúverðugri en Jos- hua. Auk fjögurra og hálfs árs fang- elsisdóms verður Joshua gert að greiða annarri konunni 2 milljónir króna í miskabætur en hinni kon- unni 1,3 milljónir. Auk þess er Josh- ua dæmdur til að greiða máls- kostnað að andvirði 5,2 milljónir. Dæmdur fyrir tvær nauðganir - Fjögurra og hálfs árs fangelsi Morgunblaðið/Ómar Héraðsdómur Karlmaður var dæmdur fyrir tvær nauðganir. Um helgina stendur yfir á Hellu- flugvelli flughátíðin Allt sem flýg- ur. Fjölmargir gestir eru á svæðinu en Íslandsmót í flugi hefur verið í gangi alla vikuna. Keppt er í vél- flugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðar- innar er svo í dag, laugardag, en þá verður m.a. keppt í listflugi. Raun- ar var sá liður á dagskrá fyrr í vik- unni, en var frestað sökum þess hve lágskýjað var. Nú er veðurspáin betri og listflugmenn geta því farið á loft og leikið listir sínar. Í ár koma gestir hátíðarinnar langt að, en kanadíski list- flugsmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verð- launa, mun með- al annars sýna listir sýnar. Þá er tveggja hreyfla sjóflugvél komin til landsins frá Seattle og verður til sýnis. Gestum hátíðarinnar gefst líka kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélags Íslands. „Gróskan í fluginu er mikil um þessar mundir, sem sést á því að fjölmenni er hér á Hellu og flug- vélakosturinn hér fjölbreyttur,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, for- seti Flugmálafélags Íslands, í sam- tali við Morgunblaðið. Á Hellu í dag gefast fólki marg- vísleg tækifæri til að kynnast flugi, svo sem með dróna. Þá verða flug- skólar með kynningu á starfsemi sinni og hægt verður að komast í útsýnisflug. Flughátíð á Hellu um helgina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lágflug Margt áhugavert er á Hellu þar sem fjölbreytni í flugi er kynnt. - Drónar og listflug - Útsýnisferðir og flugskólar kynna Matthías Sveinbjörnsson Leit stóð í gær yfir að lottóvinn- ingshafa en viðkomandi datt heldur betur í lukkupottinn 12. júní síðastliðinn þegar hann fékk fjórfaldan pott í lottóútdrætti kvöldsins. Hljóð- ar vinningurinn upp á rúmlega 54,5 milljónir króna. Miðinn var keyptur á N1 Háholti í Mosfellsbæ og eru lottóspilarar hvattir til að renna yfir miða sína. Leit stendur yfir að millj- ónamæringi Heppni Örlagatöl- ur lottóleiksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.