Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 48
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w w
sýnumhvert öðru tillitssemi
Litháíski leikstjórinn
Uršule Bartosevièiûtë
mun leikstýra einu
frægasta leikverki leik-
bókmenntanna, Mac-
beth, í Borgarleikhús-
inu á næsta leikári.
Bartosevièiûtë lærði
undir handleiðslu Yönu
Ross sem bæði hefur
leikstýrt Mávinum og
Sölku Völku í Borgar-
leikhúsinu. Bartose-
vièiûtë hefur vakið at-
hygli fyrir leikstjórn
sína í heimalandinu
Litháen. Halldóra Geirharðsdóttir og Hjörtur Jóhann
Jónsson munu fara með hlutverk Macbeth-hjónanna og
Sólveig Arnarsdóttir með hlutverk nornadrottning-
arinnar Hekötu.
Litháískur leikstjóri leikstýrir
Macbeth í Borgarleikhúsinu
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
England og Ítalía mætast í úrslitaleik Evrópumóts karla
í fótbolta á Wembley-leikvanginum í London annað
kvöld. Philipp Lahm, fyrirliði heimsmeistaraliðs Þýska-
lands árið 2014, skrifar pistil fyrir Morgunblaðið í dag
þar sem hann segir bæði liðin bera skýr einkenni sinna
þjóða og hrósar þjálfurunum Gareth Southgate og Ro-
berto Mancini fyrir þeirra vinnu. Southgate láti ensku
stjörnurnar taka ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar og
Mancini hafi skapað liðsheild eins og hjá félagsliði. »41
Úrslitaleikur Englands og Ítalíu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Sl. miðvikudag byrjaði fyrsta stóra
skátamótið á Úlfljótsvatni og stend-
ur út helgina. Má því segja að skáta-
sumarið sé hafið af fullum krafti.
Um 200 skátar og 40 foringjar eru
nú á mótinu en í stað eins stórs
landsmóts var ákveðið að halda þrjú
mót í staðinn. „Það er núna fyrsta
vikan og svo byrjar þetta aftur á
miðvikudaginn,“ segir Rafnar Frið-
riksson, mótsstjóri fyrsta mótsins,
en önnur skátafélög og önnur móts-
stjórn er á hinum tveimur skátamót-
unum.
Sjálfur er Rafnar í skátafélaginu
Skjöldungum í Reykjavík, en auk
þeirra voru þangað mætt félögin
Landnemar, Klakkur, Faxi, Mos-
verjar, Heiðabúar og Vífill. Þegar
blaðamaður mætti á Úlfljótsvatn var
búið að setja upp hoppukastala,
setja upp klifurturninn og reisa
stærðarinnar tjaldbúðir. „Bara
geggjuð stemning. Þarna eru félögin
að gista og eru líka með matarað-
stöðu,“ segir hann um búðirnar en
þaðan ná félögin í mat til móts-
stjórnarinnar og elda hann svo sjálf í
tjaldbúðunum sínum.
„Þau koma til okkar á morgnana
og sækja matarbirgðir fyrir daginn
og morgunmat næsta dags. Svo sjá
þau um sig sjálf hérna í matartjöld-
unum og elda.“ Og skátarnir snúast
svolítið um það að standa á eigin fót-
um, ekki satt? Jú, jú, algjörlega.
Maður þarf svolítið að geta bjargað
sér bara.“ Einnig er útieldunarstöð í
Ólafsbúð. „Þar er hægt að læra hvað
hægt er að gera ótrúlegustu hluti
með smá eldi og einhverjum potti,“
segir Rafnar. „Svo var fiskur veidd-
ur í vatninu í gærkvöldi, sem þau
voru að grilla þarna líka.“
Moltugerð og heimsmarkmið
Neðan við klifurturninn var mikið
um að vera en þar voru krakkar að
tjalda og í leikjum, auk starfsstöðva
á borð við moltugerð og vinnubúðir í
tengslum við heimsmarkmið Sam-
einuðu þjóðanna. „Það eru margir
póstar í gangi hérna og krakkarnir
fá að flæða svolítið á milli og læra
um mismunandi heimsmarkmið í
gegnum skemmtilega leiki,“ segir
hann, til að mynda flokkunarboð-
hlaup þar sem krakkarnir keppast
við að flokka rusl sem hraðast. Þeg-
ar þau eru búin með verkefnin þá
setjast þau niður í tjaldinu og
ígrunda það sem þau lærðu.
„Flugan er alltaf jafn skemmtileg
hérna á Úlfljótsvatni,“ segir Rafnar
og hlær eftir að blaðamaður gleypti
næstum flugu. Úlfljótsvatn er jú
vatn sem flugan sækir í. Þó er ekki
mikið af lúsmýi. „Þetta er aðallega
bara venjulegt mý sem er að narta í
okkur.“
Um helgina verður mikið um að
vera. „Bogfimin verður hérna inni í
strýtunni á eftir í opinni dagskrá,“
segir Rafnar, en auk þess er útield-
un í áðurnefndri útieldunarstöð.
„Svo á að vera einhver svaka veisla á
eftir fyrir Dróttskáta og eldri. Það
eru allir svo glaðir að geta komið
saman og loksins haft gaman á
skátamóti,“ segir Rafnar glaður í
bragði, enda allt að fara af stað á ný
eftir afléttingar.
Mikið fjör á Úlfljóts-
vatni næstu þrjár vikur
- Þrjú landsmót í stað eins - Skátarnir gleðjast nú saman
Morgunblaðið/Eggert
Foringi Rafnar Friðriksson er einn þriggja mótsstjóra og stýrir mótinu um
helgina. Hann segir skátana glaða að geta nú komið saman eftir afléttingar.
Tjaldað Ögmundur Ingi Ögmundsson og Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson.