Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
✝
Hulda Þór-
hallsdóttir
fæddist 11. júlí
1921 á Djúpavogi.
Hún lést á heimili
aldraðra, Hvammi
á Húsavík, 4. júlí
2021.
Foreldrar Huldu
voru Þórhallur
Sigtryggsson, f.
4.1. 1885 á Vest-
dalseyri við Seyð-
isfjörð. Hann var sonur Sig-
tryggs Sigtryggssonar, verka-
og verslunarmanns, og k.h.
Önnu Jakobínu Vigfúsdóttur.
Þau byggðu Árholt 1891.
Kristbjörg Sveinsdóttir, f.
7.4. 1886 á Brimnesi við Seyð-
isfjörð. Hún var dóttir Sveins
Jónssonar bónda þar, en frá
1903 í Fagradal í Vopnafirði,
og k.h. Ingileifar Jónsdóttur.
Jónas, látinn, og Borgþór. Son-
ur Aðalheiðar er Hannes Ingi
Jónsson.
Kristbjörg Jónasdóttir, f.
16.9. 1947. Eiginmaður hennar
er Sigmar P. Mikaelsson. Börn
þeirra eru Þórhalla Sólveig,
Jónas og Hulda.
Baldur Þórhallur Jónasson,
f. 26.8. 1948, d. 31.5. 2013, eft-
irlifandi eiginkona hans er
Margrét G. Einarsdóttir. Synir
Baldurs og Ástu Jónsdóttur
eru Einar, Þórhallur og Sig-
urjón. Börn Margrétar eru
Erla og Einar Guðmundarbörn.
Garðar Jónasson, f. 7.8.
1949, eiginkona hans er Hildur
Baldvinsdóttir. Synir þeirra
eru Jónas Grani og Unnar Þór.
Hörður Jónasson, f. 13.1.
1955. Sonur hans og Dagbjart-
ar H. Óskarsdóttur er Óskar.
Hulda Jóna Jónasdóttir, f.
26.7. 1958. Eiginmaður hennar
er Á. Rúnar Óskarsson. Börn
þeirra eru Eyþór, Andri, Elvar
og Hugrún.
Útförin fer fram á morgun,
11. júlí 2021, frá Húsavík-
urkirkju klukkan 14.
Hulda flutti árið
1937 til Húsavíkur.
Þar kynntist hún
Jónasi Egilssyni, f.
17.8. 1923 í Hraun-
koti í Aðaldal, d.
13.4. 1998 í Ár-
holti.
Þau gengu í
hjónaband 6.11.
1943 og fluttu inn í
Árholt þann sama
dag. Hulda bjó í
Árholti 75 ár samfleytt. Síð-
ustu tvö árin bjó hún í
Hvammi, heimili aldraðra.
Hulda vann aldrei utan heim-
ilis.
Hulda og Jónas eignuðust
sex börn.
Egill Jónasson, f. 1.10. 1944,
d. 2.7. 2005, eftirlifandi eig-
inkona hans er Aðalheiður S.
Hannesdóttir. Synir þeirra eru
Hulda tengdamóðir mín var
óvenjuofarlega í huga mér
sunnudaginn 4. júlí svo ég ákvað
að slá á þráðinn til hennar um
fjögurleytið. Hún svaraði með
sinni hæglátu röddu, við spjöll-
uðum og ég sagði henni hvað ég
hlakkaði til að geta loksins kom-
ið til Húsavíkur og hitt hana um
næstu helgi og fagnað 100 ára
afmæli hennar 11. júlí ásamt
fjölskyldu og frændfólki, við
kvöddumst og hún þakkaði mér
eins og ætíð fyrir spjallið. En
skjótt skipast veður í lofti,
klukkan 23 um kvöldið fæ ég
hringingu frá Garðari mági mín-
um sem sagði mér að elsku
Hulda væri látin.
Þegar ég kom fyrst til Húsa-
víkur með Baldri mínum 1987
fannst mér, borgarbarninu, Ár-
holt og allt umhverfið ævintýri
líkast. Rauða fallega Árholt sem
kúrði á árbakka Búðarár með
litlum hvítum gluggum og fal-
legum blúndugardínum. Her-
bergin lítil með legubekk, út-
varpi og bókum, árniðurinn var
svæfandi, tíminn stóð í stað. Það
var lágt til lofts, skökk hurðaop,
brak í gólfum með mynstruðum
teppum. Iðulega sat hún í stóln-
um sínum og heklaði falleg
milliverk, réð krossgátur og
hlustaði á Rás 1, gaf öndunum
út um eldhúsgluggann, hugaði
að blómunum sínum, sat úti í
sólinni með kaffibollann og
spjallaði við fólkið sem átti leið
hjá, enginn asi, það var svo mik-
il ró yfir öllu.
Í Árholti bjuggu tengdafor-
eldrar mínir Jónas og Hulda og
ólu upp börnin sín sex, allt var
svo snyrtilegt, svo vel við haldið,
litla húsið sem var samt svo
stórt því þar var alltaf nægt
húsrúm. Maturinn hennar
Huldu var dásamlegur, meira að
segja signi fiskurinn bragðaðist
vel, furstakakan sú besta, hnoð-
aða sveskjutertan sem ég reyndi
ár eftir ár að baka og að lokum
var samþykkt af eiginmannin-
um. Ég er svo þakklát Huldu
fyrir hve vel hún tók á móti mér
og mínum, hún var þessi ró-
lynda kona sem æsti sig ekki yf-
ir hlutunum heldur ræddi af yf-
irvegun um lífið og tilveruna,
enda búin að lifa langa ævi,
missa eiginmann, tvo syni og
barnabarn.
Ég vil þakka elsku Huldu
tengdamóður minni fyrir sam-
fylgdina og að hafa kennt mér
að taka hlutunum með æðru-
leysi því í engu getur maður
breytt þeim áföllum sem verða á
lífsleiðinni. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa kynnst og átt sam-
leið með Árholtsfólkinu sem er
traust og gott fólk.
Minningin lifir.
Margrét Einarsdóttir.
Elsku amma mín
Það var óskemmtilegt símtal
sem ég fékk að kvöldi 4. júlí síð-
astliðins, með þeim fréttum að
þú hefðir kvatt okkur. Við vor-
um öll farin að hlakka svo mikið
til að koma norður á Húsavík og
knúsa þig og fagna með þér 100
ára afmælinu 11. júlí. En því
miður náðist það ekki.
Þegar ég hugsa til þín koma
sterkt til mín þrjú orð; þakk-
læti, virðing og stöðugleiki. Ef
það fylgdi mynd með hverju
orði í íslensku orðabókinni væri
mynd af þér fyrir utan Árholt
við hliðina á orðinu stöðugleiki.
Það var alltaf hægt að stóla á
það að þú værir í Árholti, og
alltaf var allt hreint og fínt, allir
hlutir á sínum stað, alltaf rólegt
og alltaf heitt inni. Þakklæti, ég
er ofsalega þakklátur fyrir þann
tíma og þolinmæði sem þú sýnd-
ir mér sem ungum dreng, sem
eflaust var ekki alltaf hinn ró-
legasti. En þú gafst þér tíma til
þess að setjast niður með mér,
tala við mig, róa mig niður,
kenndir mér að lesa og varst
alltaf einhvern veginn til staðar
þó svo ég byggi langt í burtu.
Virðing, ég bar á einhvern hátt
mikla og hreina virðingu fyrir
þér. Ekki þannig virðingu sem
byggð er á ótta, því að aldrei
man ég eftir að þú hafir nokk-
urn tímann æst þig við mig eða
skammað mig. Heldur virðing
sem byggðist á kærleika. Það
verður skrýtin tilfinning að
koma á Húsavík þegar engin er
amman. En eitt er öruggt í
þessu lífi og það er að við deyj-
um, og ég held og ég veit að þú
áttir fyrirmyndarævi, þau tæpu
100 ár sem þú lifðir.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Sigurjón Baldursson.
Elsku besta amma mín.
Að kvöldi 4. júlí fékk ég sím-
tal með þeim fréttum að þú
værir dáin. Það var nákvæm-
lega vika í 100 ára afmælið þitt
og ætluðum við fjölskyldan að
fagna þeim áfanga með þér. Í
staðinn munum við fylgja þér
síðustu sporin.
Amma mín var besta konan í
öllum heiminum.
Það var draumi líkast fyrir
lítinn strák úr borginni að fá að
koma norður á Húsavík til
ömmu og afa í Árholtið. Að
koma í litla rauða húsið við ána
og fá hlýtt faðmlag frá ömmu,
það var ekkert betra í heim-
inum. Amma hafði alltaf tíma
fyrir mann, hvort sem maður
vildi spila á spil eða bara segja
frá einhverju mismerkilegu sem
komið hafði fyrir. Í minningunni
er ekkert notalegra en að sitja í
borðstofunni með kalda mjólk í
glasi, borða volgar kleinur og
spila við ömmu. Amma kunni
nefnilega öll spilin fannst mér,
hvort sem það var rommý, marí-
as eða bara ólsen-ólsen. Litla
herbergið, Prins Valiant-bæk-
urnar, Vísnaplöturnar og að
gefa öndunum eru hlutir sem ég
tengi mjög sterkt við ömmu og
Árholtið. Eins merkilegt og það
er þá var alveg sama hvenær og
á hvaða aldri maður var, í Ár-
holti var maður alltaf litli strák-
urinn hennar ömmu.
Takk, elsku amma, fyrir að
vera best, ég á eftir að sakna
þín mikið.
Þinn ömmustrákur,
Þórhallur Baldursson.
Á blómum skrýddu holti á
fallegasta stað við Búðará á
Húsavík stendur vinalegt, gam-
alt hús. Yfir dyrunum er skilti:
ÁRHOLT byggt 1891. Árið 1943
fluttu þar inn nýgift hjón, Hulda
Þórhallsdóttir og Jónas Egils-
son, bróðir minn, og eignuðust
þar og ólu upp sex hæfileikarík
og listræn börn. Skörð eru kom-
in í þann hóp, Jónas lést 1998,
75 ára, tveir synir og sonarson-
ur féllu einnig frá, alltof ungir.
Hjónin héldu alla tíð gamla,
góða Árholti við og breyttu nán-
ast engu nema til viðhalds.
Gestkvæmt var í litla gamla
húsinu, af bæði vinum og
ókunnugu fólki, og leiðsögu-
menn ferðamanna, íslenskra
sem erlendra, lögðu iðulega leið
sína að Árholti og inn á gafl,
vegna sögu hússins.
Hulda bjó áfram í Árholti eft-
ir lát Jónasar, en stuttu fyrir 75.
jólin hennar í Árholti datt hún
og meiddist illa á fæti og var
flutt á Sjúkrahús Húsavíkur og
þaðan á Dvalarheimilið Hvamm,
Þeim alvarlegu tímamótum tók
hún af æðruleysi eins og öðru í
lífinu. Á Hvammi dvaldi hún þar
til hún lést aðeins 7 dögum fyrir
100 ára afmæli sitt, ennþá al-
gjörlega heil andlega og lík
sjálfri sér, og fer vel á því að
kveðja þessa virtu og elskuðu
mágkonu mína á þeim merka af-
mælisdegi hennar.
Hulda og Jónas voru óvenju
samstillt hjón og fyrirmyndar-
foreldrar. Hún var yndisleg eig-
inkona og móðir, ósérhlífin, hóg-
vær, glaðlynd og heiðarleg,
sannkölluð lífslistakona. Hún
hampaði ekki mannkostum sín-
um útávið, vegvísir hennar
stefndi til fjölskyldunnar og far-
sældar hennar, þó samferðafólk
annað nyti oftar en ekki góðs af
veglyndi þeirra.
Ekki þekki ég neina aðra fjöl-
skyldu nátengdari foreldrum
eða æskustöðvum sínum en af-
komendur Huldu og Jónasar.
Eitt sinn tóku þau að sér ein-
stæðingskonu og átti hún árum
saman athvarf í Árholti uppi á
loftinu lága. Gestir gömlu kon-
unnar þurftu að ganga þvert í
gegnum pínulitla eldhús ungu
hjónanna til að komast í stigann
sem lá upp í risið, en aldrei urðu
neinir árekstrar.
Fyrir skömmu heimsótti ég
Huldu á Hvamm og þar áttum
við hlýja og ógleymanlega stund
sem reyndist okkar síðasta sam-
an.
Við mér blöstu bæði nýjar og
gamlar fjölskyldumyndir og þar
sá ég mágkonu mína unga, með
sitt fallega rauða liðaða hár,
sem ég dáðist alltaf að. En næst
stólnum hennar stóðu myndir af
liðnum ástvinum og kerti í
stjaka. Hulda brosti: Á hverju
kvöldi kveiki ég á kertinu og
spjalla við þá og býð þeim góða
nótt áður en ég fer að sofa. Mér
finnst ég halda svolítið í þá með
þessari venju.
Nú þarf ég að kveðja, – sagði
ég, en frá barnæsku og alltaf
síðan ef ég var í návist ykkar
bróður míns og augu ykkar
mættust, stundum af engu til-
efni, fann ég sterkan straum
fara á milli ykkar – þó engin orð
fylgdu. Var þetta hrifning? –
nei, eitthvað miklu dýpra og
dýrmætara. Segðu mér nú, ef
þú treystir þér til, var þetta
ekki sjálf ástin í sinni fegurstu
mynd?
Hulda leit niður fyrir sig svo-
lítið feimnisleg eins og ung
stúlka og sagði: Já, þetta var
þannig.
Hafðu heila þökk fyrir trún-
aðartraustið og öll okkar ein-
lægu og góðu samskipti.
Herdís Egilsdóttir.
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Þessi mynd Davíðs Stefáns-
sonar af umhyggju og fórnar-
lund kemur mér í huga þegar ég
kveð ástkæra föðursystur mína,
sem lokið hefur löngu ævistarfi
- ævinlega í þágu annarra, alltaf
með hag annarra, velferð þeirra
og vellíðan í huga. „Hún fer að
engu óð, er öllum mönnum góð,
og vinnur verk sín hljóð,“ bætir
skáldið við og engin orð lýsa
Huldu betur.
Fjölskyldan öll frá Djúpavogi
og úr Formannshúsi á Húsavík
hafði þessi sömu einkenni;
skyldurækni og alúð. Hulda er
síðust þeirra systkina að hverfa
á braut og eflaust heilsast þau
nú hinum megin á sinn hátt með
því að segja: Sælinú.
Þótt Hulda hafi alla tíð verið
heilsuhraust og átt lengra líf en
flest okkar mega búast við, þá
kom brottför hennar okkur öll-
um á óvart, sem ætluðum að
samfagna henni á aldarafmæl-
inu. En viku fyrir það kvaddi
hún þennan heim á sinn hljóð-
láta hátt, rétt eins og skáldið
Davíð orðaði; „læðist út úr stof-
unni og lokar á eftir sér.“
Eftir sitja afkomendur og við
ættingjar með fullan huga af
þakklæti, minningum og for-
dæmi um að setja hag okkar
nánustu í öndvegi, umfram eigin
hag. Og með fullt hjarta af gleði
yfir lífi hennar sem gerði líf
okkar annarra svo ríkt.
Bjarni Sigtryggsson.
Móðursystir mín hún Hulda í
Árholti á Húsavík er látin í
hárri elli og verður borin til
grafar á hundraðasta afmælis-
degi sínum.
Minningin um Huldu er sú að
þar hafi farið glaðlynd, hlý og
elskuleg kona sem ekkert aumt
mátti sjá. Hún var umhyggju-
söm við ættingja sína, fylgdist
vel með öllum og var minnug á
alla hluti. Hún tók ævinlega á
móti öllum með gleði og það var
eins og enginn annar en við-
komandi væri til í heiminum.
Sjálfur var ég tíður gestur á
heimili hennar í Árholti, bæði
meðan ég bjó sem barn á Húsa-
vík og einnig á sumrin þegar ég
vann í Kristinsbúð, eða
Klemmu, hjá Óla föðurbróður
mínum og Ingu konu hans frá
fermingarsumri mínu og þar til
ég fór suður í Háskólann. Við
Baldur sonur Huldu vorum jafn-
aldrar og brölluðum mikið sam-
an.
Hulda og Jónas ráku nokkuð
stórt og gestkvæmt heimili, áttu
6 börn og bjuggu lengst af í Ár-
holti. Allir þekkja Árholt, litla
rauða húsið við bakka Búðarár
rétt neðan við stífluna. Fallegt
hús sem hefur oft verið sýnt
ferðamönnum. Hulda lagði rækt
við litla garðinn sinn, eins og
allt annað, og hugsaði vel um
blómin sem döfnuðu vel í hlýj-
unni og sólinni og við umhyggju
hennar. Hún hafði gaman af því
að fara í göngutúra og var mikið
á ferðinni um allan bæ og gekk
oft upp að Botnsvatni. Hún hélt
þeirri venju þangað til fæturnir
fóru að gefa sig, og jafnvel leng-
ur. Hugsun hennar hélst skýr
allt til enda og alltaf var gaman
að rifja upp með henni sögur af
fólkinu hennar og mörgum sem
hún hafði kynnst á langri ævi.
Handavinnan var aldrei langt
undan, allt jafn myndarlegt og
vel gert og alveg ótrúlegt hvað
hún var með fína og fíngerða
vinnu, meira að segja síðustu
árin var hún að hekla milliverk í
sængur- og koddaver úr fínasta
garni, og ekki með uppskrift
fyrir framan sig.
Með andláti Huldu eru öll
systkinin átta, börn Kristbjarg-
ar Sveinsdóttur og Þórhalls Sig-
tryggssonar, búin að kveðja
jarðlífið og má því segja að þau
hafi sameinast handan þessa
heims og líklega er glatt á hjalla
hjá þeim þessa dagana. Þau áttu
það sameiginlegt systkinin að fá
blik í auga og bros á vör þegar
talað var um uppvaxtarárin.
Ég kvaddi Nönnu systur
hennar með eftirfarandi orðum
sem ég læt líka fylgja Huldu.
Nú hallar degi
kvöldroðinn færist yfir
og umvefur sálina.
Okkar himneski faðir,
í hæstu hæðum, hefur kallað
og sálin kveður þetta jarðlíf.
Hjá Drottni skín morgunsólin,
hin eilífa sól,
og hlý golan leikur um sálina.
Englar Drottins
syngja honum til dýrðar
og svífa um í golunni
í sínum eilífðar dansi
og fagna komu sálar
í ríki Drottins þar sem
sorg og tregi eru ekki til
en alltaf gleði og friður.
(SA)
Takk fyrir að veita okkur
systurbörnum þínum, Aragrú-
anum, ánægju, gleði og hlýju
gegnum tíðina. Einnig er hinsta
kveðja frá Jónu konu minni og
dætrum okkar Helenu og Krist-
björgu. Við minnumst Huldu
með væntumþykju, hlýhug og
þakklæti.
Sveinn Arason.
Hulda
Þórhallsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI GARÐAR ÓSKARSSON
frá Húnakoti, Þykkvabæ,
lést fimmtudaginn 1. júlí.
Útför fer fram í kyrrþey.
Sigrún Ósk Bjarnadóttir
Óskar Gíslason
María Anna Gísladóttir
Ægir Garðar Gíslason
og fjölskyldur
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR EINARSSON
skipstjóri,
Reynigrund 36, Akranesi,
lést á Landspítalanum mánudaginn 5. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragnheiður Jóhanna Pétursdóttir
Halldóra Gunnarsdóttir Hafþór Ólafsson
Pétur Emil Gunnarsson Ramona Höhne
Einar Örn Gunnarsson Stine Laatsch
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR EGGERT BJÖRNSSON,
Huddinge, Stokkhólmi,
lést þriðjudaginn 29. júní eftir stutt veikindi.
Birgitta Granqvist
Anna
Stella og Magnus
Daniel og Ting
Martin og Johanna
barnabörn og barnabarnabörn