Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 6

Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 af sér, hafði fengið fallega laxa en sagði líka að það væru fiskar á öll- um helstu veiðistöðum, sem héldi mönnum vel við efnið, þótt yfir tutt- ugu stiga hiti dag eftir dag gerði veiðina erfiða; laxinn væri þá ekki viljugur í töku. Sturla Birgisson, staðarhaldari við Laxá á Ásum, tekur undir með Bubba að takan sé erfið þegar hit- inn sé yfir tuttugu gráðum dag eftir dag. Á Ásunum gangi lax nú inn með hverju flóði en ekki í miklu magni. Sturla hefur samt trú á því að það gerist nú í vikunni en venju- lega komi stór ganga 16. júlí. smálaxi, þá setti hann í stórlax sem náði að slíta og slapp. Næst hnýtti Aðalsteinn litla Sunray Shadow undir og hana tók annar stórlax. Viðureignin tók um hálftíma og um hríð leit út fyrir að sá stóri ætlaði niður fossinn. En hann endaði í háfnum og var mældur 104 cm. Blaðamaður ræddi við Bubba Morthens sem hefur verið við veið- ar í Aðaldal síðustu daga og með breyttu fyrirkomulagi veiðir hann ekki aðeins á Nesveiðum, eins og mörg undanfarin ár, heldur öll laxasvæðin, líka þau sem Laxár- félagið hafði í áratugi. Bubbi lét vel STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er fullt af fiski í Elliðaánum – það hafa nálægt 900 farið gegnum teljarann og mikið að ganga,“ segir Óskar Örn Arnarson, umsjónar- maður við árnar. Og veftengingin við teljarann staðfestir það, á sólar- hring fyrir tveimur dögum fóru til að mynda 134 í gegn. Það tengist spurningunni sem laxveiðimenn hafa spurt sig um land allt, hvort smálaxagöngurnar mæti með stór- streyminu sem er í dag og hvort veiðin muni þá mögulega ná ein- hverju sem kalla má meðalveiði. Því laxinn hefur gengið seint í ár. Óskar bætir við að í blíðviðri undanfarið hafi laxinn ekki tekið af neinu kappi og tyllt verið í fleiri en landað. „En veiðin gengur ágæt- lega og það eru engir núlldagar,“ bætir hann við. Barnadagar voru í Elliðánum um helgina og fengu rúmlega tuttugu börn og ungmenni að spreyta sig á laxveiði. Hrafn og Ólafur Ágúst Haraldssynir, sem kalla sig „caddis- bræður“, sáu um veiðina og sagði sá síðarnefndi að það hefði gengið frábærlega og góð stemning væri við bakkann. „Og áin er malbikuð af laxi,“ bætti hann við. Fiskur væri í öllum hyljum. „Það veiddist fullt af fiski og að minnsta kosti einn maríulax sem Kári Steinn Örvarsson 11 ára fékk. Við fengum veiðibúðirnar í bænum til að gefa 25 eintök af þeirri flugu sem þeim þætti líklegast að veiddist á og við settum þær í box sem krakkarnir fengu. Maríulaxinn fékkst á rauða Frances sem Veiði- hornið gaf í púkkið.“ Þorgils Helgason er við veiðar í Laxá í Leirársveit og segir mikið ganga af laxi í ána nú á hverju flóði. Síðasta holl hafi landað 33 og „það er ógrynni af fiski í Laxfossi og Vaðstrengjum þar fyrir neðan,“ sagði hann í hléinu í gær. Sjálfur hafi hann sett í fjóra laxa á klukku- stund í Mjóhyl í gærmorgun og landaði tveimur þeirra. Hollið fékk átta þá á morgunvaktinni og þar af voru þrír maríulaxar. Tekur illa í yfir tuttugu gráðum Frést hefur af nokkrum tuttugu punda löxum í sumar, 100 cm og stærri, og þann stærsta veiddi Aðal- steinn Jóhannsson í Mjósundi ofan við Æðarfossa í Laxá í Aðaldal í lið- inni viku. Hann átti þar æsilega veiðistund; landaði fyrst fallegum Ljósmynd/Þorgils Helgason Laxadans Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, steig fimlega dans við lax í Leirársveitinni í gær þar sem vel hefur veiðst. „Áin malbikuð af laxi“ - Mikið af laxi hefur gengið um teljarann í Elliðaánum - Vaxandi göngur nú á stórum straumi - 104 cm í Aðaldal Sá fyrsti Kári Steinn Örvarsson 11 ára með 60 cm langan, sjö punda maríu- laxinn sem hann veiddi í Barnadegi í Elliðaánum í gær, á rauða Frances. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Síðustu tveir bólusetningardag- arnir fyrir sumarhlé verða 13. og 14. júlí í þessari viku að sögn Ragn- heiðar Óskar Erlendsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Endurbólusett verður með Pfi- zer frá kl. 10-14 á þriðjudag,“ segir hún. „Samhliða því verður opið hús þar sem allir sem eiga eftir að fá bólusetningu og hafa jafnvel verið að bíða eftir bóluefni Pfizer eru vel- komnir.“ Opna húsið er þó ekki ætl- að börnum á aldrinum 12-15 ára enda hefur sóttvarnalæknir ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort og hvenær eigi að bólusetja þann aldurshóp að sögn Ragnheið- ar. „Við bíðum bara eftir tilkynning- unni. Ef þessi hópur verður bólu- settur verður það gert áður en skól- arnir byrja í haust,“ segir hún. Stefnt er að því að ljúka endur- bólusetningum með bóluefni Mod- erna og AstraZeneca á miðvikudag- inn. „Það eiga um 1.700 manns eftir að fá seinni sprautuna af Moderna og um það bil 2.000 eiga eftir að fá seinni sprautuna af AstraZeneca,“ segir Ragnheiður. „Þetta verður vonandi bara létt og ljúft svona síð- ustu vikuna.“ Nú fer hver að verða síðastur - Síðustu bólusetningar fyrir sumarfrí Morgunblaðið/Eggert Bólusett Nærri 230 þúsund manns á Íslandi hafa nú verið fullbólusettir. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Snjómokstri á Öskjuleið lauk í síðustu viku og er leiðin því orðin fær fjórhjóladrifnum fjalla- jeppum. Þórir Stefánsson hefur séð um að moka þessa leið frá árinu 1989 og þekkir svæðið þar af leiðandi vel. Í ár sá hann um að moka síðasta legg leiðarinnar sem er 8 kíló- metrar á lengd og nær frá skálunum í Dreka og upp á Vikraplan. Frá Vikraplani er aðeins um 2,5 km gangur að Öskjuvatni, sem er vin- sæll ferðamannastaður á hálendinu. Þórir segir moksturinn hafa gengið vel þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Þetta gekk þokkalega allt saman en það var óvenjumikill snjór þarna síðustu 1,5 kílómetr- ana því það hafði verið svo kalt í júní en það var snjótroðari ofan í þessu sem hjálpaði til við að ýta þessu aðeins frá.“ „Það var óvenjumikill snjór þarna“ Lindá Þórir á heflinum í miðri Lindá norðan Herðubreiðarlindar. Ljósmynd/Þórir Stefánsson Snjóþungt Óvenjusnjóþungt var á síðustu kílómetrum leiðarinnar að sögn Þóris.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.