Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 10

Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Öll merki eru um að efnahagsbat- inn á Íslandi næstu misseri verði mikill og hraður. Fyrirtækin hafa flest fengið byr í seglin og þau verða, að því er virðist, fljót úr al- gjörri kyrrstöðu í eðlilegt ástand,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Ráðstafanir stjórn- valda til þess að halda efnahagslíf- inu gangandi í faraldrinum virkuðu vel í meginatriðum. Staðan í dag er um margt eftirsóknarverð og henni megum við ekki tapa. Efnahags- málin hljóta því að verða áherslu- atriði í kosningabaráttu haustsins.“ Skilur milli feigs og ófeigs Að undanförnu hafa forsvars- menn SA farið víða um land og tek- ið hús á atvinnurekendum og öðr- um og kynnt sér hvernig landið liggur. „Allir hafa gott af því að fara út á land og kynna sér að- stæður. Víða eru stór uppbygging- arverkefni í gangi og fjárfestingar miklar,“ segir Halldór Benjamín. Á vegum sveitarfélaga sé víða unnið að umhverfisbótum og inn- viðagerð. Í ferðaþjónustu sé margt í gangi. Í sjávarútvegi sé mikið fjárfest og í tengslum við útgerðina dafni sprotastarfsemi, sem gjarnan sé mikils vísir. „Góð uppsjávarvertíð sem skil- ar 20 milljörðum króna er nokkuð sem mjög munar um. Þetta sést best þegar loðnubrestur verður. Í byggðarlögum til dæmis á Aust- fjörðum skilur veiði uppsjávarteg- unda í fiski milli feigs og ófeigs og ánægjulegt að sjá kraftinn þar,“ segir Halldór og áfram: „Þá finnst mér gleðilegt að sjá virka þátttöku almennings í hluta- fjárútboðum, til dæmis í Íslands- banka, Síldarvinnslunni, Icelandair og Play. Um 40.000 manns tóku þar þátt og settu sparnað sinn í hlutafé, sem staðfestir að þegar fyrirtækj- unum í landinu vegnar vel á það einnig við um heimilin. Allt helst í hendur. Skilning á þessu þarf að styrkja.“ Enginn kannast við kreppu á Selfossi Niðursveifla í hagkerfinu kom misjafnlega niður á greinum at- vinnulífsins og landsvæðum. Mest varð bakslagið á Suðurnesjum, vegna alþjóðaflugvallarins og þess sem honum tengist. „Austur á Selfossi og þar í kring kannast enginn við kreppu, enda mikið byggt. Mest varð niður- sveiflan þar sem ferðaþjónustan hefur verið öflugust. Hægt er að fara hringinn um landið og sjá mjög ólíkar myndir. Í þessu sam- bandi hefur verið talað um hval- rekahagkerfi og að stoðir í hag- kerfinu þurfi að vera fleiri. Slíkt er alveg rétt, en umræðan er ekki ný. Nærri seinni heimsstyrjöld var byrjað að virkja á Íslandi, og í framhaldi af því kom stóriðjan. Svo efldist ferðaþjónustan og einnig eru áberandi nú nýsköpunarfyr- irtæki í iðnaði, sem gjarnan verða til út frá starfsemi sem fyrir er. Hvalrekar hljóta þó alltaf að koma.“ Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar var skráð atvinnuleysi á landinu 7,4% í júní. Það hefur þó farið hratt niður að undanförnu; það er í nánast sama takti og bólu- setningum vegna kórónuveirunnar hefur miðað áfram. Halldór Benja- mín segist þó hefðu viljað sjá at- vinnuleysið ganga hraðar niður. „Við eigum að taka þeirri vinnu sem býðst“ „Að undanförnu höfum við heyrt frá stjórnendum fyrirtækja, svo sem í sjávarútvegi, verslun og þjónustu og ferðaþjónustu, sem segja að þrátt fyrir talsvert at- vinnuleysi gangi illa að fá fólk til vinnu. Slíkt gengur ekki. Íslenski hugsunarhátturinn er sá að við eig- um að taka þeirri vinnu sem býðst hverju sinni. Ef þau viðhorf eru breytt þarf umræðu, ekki bara í at- vinnulífinu, verkalýðshreyfingu og stjórnmálunum, heldur við eldhús- borðið á öllum heimilum.“ Í apríl 2019 voru lífskjara- samningarnir svonefndu undirrit- aðir. Í kjölfar þeirra var sjónarmið margra atvinnurekenda að boginn væri spenntur hátt og tæpast væri svigrúm til þess að greiða laun samkvæmt því sem þarna var sam- ið um. Um þetta segir Halldór Benjamín ljóst að launastigið í landinu nú sé ósjálfbært. Liggja þurfi fyrir hvað er til skiptanna hverju sinni og þá eigi almenni vinnumarkaðurinn að leiða þróun mála. Nú sé ríkið hins vegar komið fram úr einkageiranum; kjarabæt- ur í krafti gildandi lífskjarasamn- inga hafa komið sterkast fram í launahækkunum opinberra starf- manna. Fyrirtækin bera ekki hærri launakostnað „Í fjölda atvinnugreina bera fyrirtæki ekki hærri launakostnað og við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Í síðustu samningum var útbúin samsett lausn til að bæta lífskjör, meðal annars að undir- byggja að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti eins og gekk eftir. Heim- ilin eru flest með húsnæðislán á breytilegum vöxtum, svo fari efna- hagslífið úr böndum má ætla að bankinn hækki vexti sem bíta fljótt,“ segir framkvæmdastjóri SA og að lokum: „Kjarasamningarnir falla út eftir 18 mánuði og nýir samningar þurfa að byggjast á góðu jafnvægi ólíkra þátta. Staðreyndin er sú að hér eru að meðaltali greidd hæstu laun sem þekkjast, sérstaklega í neðri hluta tekjustigans. Atvinnu- rekendur geta verið stoltir af þeim góðu launum sem þeir greiða og á síðustu árum hefur samstillt átak skilað miklu í því endalausa verk- efni að bæta lífskjörin.“ Atvinnuleysi mælist 7,4%, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að gangi hraðar niður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hagkerfi Efnahagsbatinn verður hraður, segir Halldór Benjamín Þor- bergsson sem var á Sauðárkróki í sl. viku að kynna sér útgerðina þar. Fljótt úr kyrrstöðu í eðlilegt ástand - Halldór Benjamín Þorbergs- son hagfræðingur er fæddur árið 1979. Lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford- háskóla. Framkvæmdastjóri SA frá 2016. Var fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar Icelandair Group hf. í sjö ár. Hefur einnig unnið í fjár- málafyrirtækjum og kennt þjóð- og rekstrarhagfræði á háskólastigi. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hellulagt Víða vantar fólk til starfa um þessar mundir, svo sem vegna ýmissa verklegra framkvæmda. Gangstígagerð á Selfossi um helgina. Fyrstu 10 dagar júlímánaðar voru hlýir og er þetta raunar hlýjasta júlí- byrjun aldarinnar um landið norð- austan- og austanvert og á miðhá- lendinu. Þetta kemur fram á bloggvef Trausta Jónssonar veðurfræðings, hungurdiskum. Meðalhiti í Reykja- vík þessa tíu daga var 11,8 stig, 0,6 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og 0,7 stigum ofan með- allags síðustu tíu ára og í 8. hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir tíu árið 2009, meðalhiti var þá 13,4 stig, en kaldastir 2018, meðalhiti þá 9,1 stig. Meðalhiti á Akureyri þessa daga var 14 stig, 3,2 stigum ofan með- allags 1991 til 2020 og 3,5 stigum of- an meðallags síðustu tíu ára. Er þetta fimmta hlýjasta júlíbyrjun á Akureyri frá upphafi mælinga, að sögn Trausta. 20 stiga hiti í 18 daga Þá segir hann að 20 stiga hiti hafi nú mælst einhvers staðar á landinu í óvenjumarga daga í röð, þeir voru í gær orðnir 18 en metlengdin er 23 dagar. Í dag er því spáð að hiti fari yfir 20 stig á Norður- og Austur- landi. Morgunblaðið/Hafþór Hlýtt Börnin á Húsavík hafa kælt sig í hitanum með því að hoppa í sjóinn. Fyrstu dagar júlímánaðar hlýir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.