Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 18

Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 ✝ Steindór Ingi- mar Steindórs- son fæddist 19. nóv- ember árið 1936 á Hofstöðum í Helga- fellssveit. Hann lést á Landspítalanum 2. júlí 2021. Foreldrar hans voru Steindór Ingi- mar Steindórsson, f. 3.3. 1917, d. 13.2. 1989 og Anna Guð- jónsdóttir, f. 22.8. 1917, d. 29.4. 1986. Bræður Steindórs: Svanur Eyland Aðalssteinsson, f. 10.2. 1934, d. 24.10. 1973, Jón Þor- berg Steindórsson, f. 6.7. 1939, d. 12.3. 1974 og Ellert K. Stein- dórsson, f. 13.10. 1951. Eftirlifandi eiginkona Stein- dórs er Sólveig Sigrún Sigur- jónsdóttir, f. 3.3. 1944, þau gift- ust 31. desember árið 1962. Börn Sólveigar og Steindórs eru fjögur: 1. Anna Steindórsdóttir, f. 15.6. 1963, eiginmaður hennar 2. Steindór Ingimar Stein- dórsson, f. 8.4. 1967, barnsmóðir Rósa Margeirsdóttir, f. 5.6. 1970. Dóttir þeirra er Thelma Sól Steindórsdóttir, f. 7.8. 1992, sambýlismaður Ari Páll Sam- úelsson, f. 4.6. 1981. 3. Dagbjört Ósk Steindórs- dóttir, f. 17.9. 1968, sambýlis- maður Guðbjörn Haraldsson, f. 29.2. 1948, barnsfaðir Björn Magnússon, f. 18.9. 1966. Börn þeirra: a) Árni Guðjón Björns- son, f. 9.12. 1986. b) Magnús Már Dagbjartarson, f. 11.9. 1989, d. 28.1. 1991. c) Sigfús Már Dagbjartarson, f. 24.11. 1991, og d) Jórunn Sóley Björns- dóttir, f. 18.11. 1993, sambýlis- maður Jan Hendrik Remme, f. 4.2. 1986. 4. Jón Þorberg Steindórsson, f. 21.5. 1975, eiginkona Sigríður Theodóra Kristinsdóttir, f. 10.2. 1977. Börn þeirra: a) Karen Engilbertsdóttir, f. 20.12. 1995, sambýlismaður Jóhann Jónsson, f. 4.2. 1993 og saman eiga þau dreng, f. 11.6. 2021. b) Kristinn Ásgeir Þorbergsson, f. 28.10. 2003 og c) Steindór Orri Þor- bergsson, f. 8.4. 2008. Útför Steindórs fer fram frá Grafarvogskirkju 12. júlí 2021 klukkan 15. var Svavar Krist- insson, f. 25.1. 1961, d. 28.10. 2017. Börn þeirra: a) Sólveig María Svavarsdóttir, f. 14.3. 1983, eigin- maður Jón Heiðar Hannesson, f. 25.11. 1983 og börn þeirra eru Steindór Sólon, f. 2004, Ísold Svava, f. 2009, Bjarmi Sær, f. 2014 og Maísól Mirra, f. 2016. b) Svavar Már Svavarsson, f. 7.6. 1987, sam- býliskona Elísabet Ester Sæv- arsdóttir, f. 23.10. 1988 og sam- an eiga þau Baltasar Frosta, f. 2020. c) Sigríður Inga Svav- arsdóttir, f. 30.1. 1990, eigin- maður Rósant F. Skúlason, f. 15.3. 1989, börn þeirra eru Ronja, f. 2017 og Skúli, f. 2020. d) Sindri Snær Svavarsson, f. 29.11. 1993, sambýliskona hans er Heiðrún Sæmundsdóttir, f. 19.6. 1994. Elsku pabbi minn er dáinn, þetta er staðreynd sem ég þarf að takast á við og mæta nýjum degi, vitandi það að ég get ekki lengur heyrt, séð né fundið pabba og faðminn hans. Pabbi var mikill karakter og sterkur maður af gamla skólanum. Það var aldrei neitt hálfkák og ekki var til í hans orðaforða að vera þreyttur. Hann var mikill hand- verksmaður og alveg sama hvað þurfti að gera þá kunni hann það. Viðkvæðið var gjarna hjá okkur börnunum að pabbi reddar þessu, eða pabbi veit og kann það. Alls staðar í vinnu endaði pabbi sem stjórnandi og það átti vel við hann, honum líkaði að stjórna og hafa yfirsýn yfir allt. Pabbi var traustur og ég man aldrei eftir því að pabbi hafi sagt ósatt. Pabbi var náttúrubarn og hafði unun af ferðalögum. Hann elskaði Ísland og ferðuðust mamma og pabbi mikið með okk- ur börnin og seinna meir þau tvö. Pabbi elskaði tónlist og hann hafði fallegan tenór, á ferðalög- um sungu mamma og pabbi mik- ið saman. Það er þeim að þakka að ég er eins og „jukebox“ varð- andi texta og lög. Pabbi var bestur þegar ég var veik, þá var enginn betri. Þegar ég var lítil brenndist ég og það þurfti að bera smyrsl á fæturna á mér á hverju kvöldi í mörg ár og það gerði hann, hann hafði svo góðar hendur. Þegar ég fæ hita þá fer það svo í taugakerfið að ég fer að gráta. Um daginn hringdi ég, kona á sextugsaldri, ýlandi í pabba með hita til að láta hann vita ég elski hann og ég þurfi að heyra röddina hans og hann hafi og sé alltaf bestur þegar ég er veik. Svona var pabbi, ef eitthvað var að þá var hann mættur og ég held svei mér að ég hafi aldrei vaxið upp úr því að vilja bara hafa pabba ef ég er veik. Hann var sögumaður og fór létt með að búa til draugasögur og ævintýri. Draugasögurnar voru ekki settar í umbúðir handa okkur börnunum og ef við báðum til dæmis um draugasögu, þá kom kannski saga um Írafells- móra með blóðug lafandi augu, svo ég reyni að gefa ykkur hug- mynd um hversu krassandi draugasögurnar voru. Svo var það ævintýrið um Dísu mús, eitt- hvað sem bara ég og pabbi áttum saman. Dísa var mús sem gekk um bæinn, ferðaðist um í strætó og fór á kaffihús, hún var alltaf flott í tauinu í pilsi með veski og hún var skapmikil. Ég skil ekki hvernig pabbi hafði þolinmæði til þess að segja mér fréttir af Dísu mús. Öll hádegin þegar hann kom heim til að borða og hlusta á fréttir þá sat ég fyrir honum og beið eftir að hann kláraði það, og þá loksins fékk ég að heyra af Dísu mús og þá lá ég í handar- krikanum hans og ég man alltaf eftir hvað mér leið vel að hlusta á ævintýri dagsins. Pabbi skilur vel við. Hann var með allt sitt á hreinu og hugsaði vel um sitt og sína því þannig maður var hann og ég þarf hvergi að bera kinnroða vegna föður míns. Ég get litið stolt framan í hvern einasta mann og sagt já, hann var pabbi minn! Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig svona lengi og fyrir allt sem þú hefur kennt og gefið mér. Ég bið fyrir því að ferðin yfir í sumarlandið reynist þér létt. Ég veit að þú hittir allt þitt elskaða fólk og að það er gleði yfir endur- fundum ykkar, ég elska þig, pabbi minn. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Eitt er með öllu óumflýjanlegt í lífinu og það er dauðinn. Þú ert farinn héðan, elsku afi. Lífið er hringur og það vissir þú manna best. Ég þekkti engan sem var æðrulausari gagnvart dauðanum en þig. Þú hafðir oft mætt honum á lífsleið þinni og vissir vel að einn daginn yrði hann ekki umflúinn. Okkar síðasta samtal í síma snerist um einmitt um lífið og dauðann. Ég var fyrsta barnabarn ykk- ar ömmu. Mínar fyrstu minning- ar um þig tengjast því að sitja í fanginu þínu. Þar var alltaf pláss fyrir litla stelpu og hlýtt að vera. Þú varst mikill sögumaður og það var gaman að hlusta að sög- urnar þínar. Fáir létu mig skjálfa jafn mikið á beinum sem barn og þú! Þegar við vorum úti á landi og myrkrið skall sem svartast á sagðir þú barnabörnunum ógur- legar draugasögur. Sögur af mörum, mórum, skottum og öðr- um furðuverum. Oftast voru þessar sögur tengdar þeim stöð- um sem við gistum á og þá gat verið ansi erfitt fyrir litlar sálir að festa svefn! Sannarlega varstu mikill verk- maður og þér líkaði það ekki illa þegar handlagnir menn komu í ættina. Þú fylgdist alla tíð vel með lífi mínu og ég fann að þú varst stoltur af mér. Þegar ég fann minn lífsförunaut varstu ánægður með valið. Þú komst reglulega á heimili okkar og iðu- lega kom spurningin: „Hvað er hann Jón að fást við núna?“ Svo fylgdist þú áhugasamur með því sem átti sér stað, tókst út verkið og varst óspar á hrósyrðin. Mikið var nú gaman að sýna þér hænu- ungana okkar um daginn. Þú hafðir svo gaman af öllu svona og áttir auðvelt með að staldra við og dvelja í „núinu“. Þegar ný börn fæddust í ætt- ina voruð þið amma að jafnaði með þeim fyrstu á staðinn. Hvort sem um var að ræða afa- eða langafabörn var gleðin ómæld. Þú gast kjassað, spjallað og hald- ið óralengi á ungbörnunum. Þú sýndir börnum virðingu og hafðir þann einstaka eiginleika að geta gleymt stund og stað í leik með þeim. Þú varst án efa orðinn mik- ið veikur þegar þú komst í barna- afmæli hjá mér í maí. En það skipti litlu. Þegar lætin voru hvað mest sást glitta í þig úti í garði á kafi í leik með langafabarni þínu. Upp kom sú tilfinning hjá mér að aldur er afstæður – þarna voru tveir glaðir drengir að leik. Sú minning er falleg! Elsku afi, lífið þitt var ekki alltaf auðvelt en samt kvartaðir þú aldrei. Þú bjóst yfir gríðar- legri seiglu. Þegar eitthvað bját- aði á í lífinu varstu alltaf mættur, ósérhlífinn og stóðst með fólki sem klettur. Þú sýndir mér það fyrir tæpum fjórum árum, þegar við mættum dauðanum saman, að það þyrfti að halda áfram að lifa. Það var mér mikill heiður að fá að fylgja þér síðasta spölinn hér í þessum heimi. Fyrir þá stund verð ég ævinlega þakklát sem og fyrir allt sem þú hefur kennt mér í lífinu. Það er nefnilega þannig að þið sem farið á annan stað í líf- inu lifið áfram í okkur hinum. Elsku amma – við nöfnurnar höldum áfram. Þú hefur margoft stappað í mig stálinu á erfiðum stundum og núna erum við mörg sem stöppum í þig stálinu. Minn- ing lifir um einstakan mann og einstakan afa og langafa. Sólveig María Svavarsdóttir. Elsku afi minn, orð fá því ekki lýst hversu yndislegur og hversu mikill afi þú varst alltaf fyrir okk- ur barnabörnin. Ég skrifa með tárin í augunum því að nú skrifa ég til afa míns sem fallinn er frá og farinn í sumarlandið. Afi, þú skapaðir dýrmætar minningar fyrir hvert og eitt okkar barna- barnanna, þú með þín uppátæki og hinar klassísku draugasögur – Mórinn og fleira, smalaðir okkur barnabörnunum saman og spól- aðir okkur upp á háaloftinu í Kögurselinu, slökktir ljósin og við sátum í hring uppi á lofti og þú sagðir okkur draugasögur. Þú hafðir svo gaman af því að spenna okkur barnabörnin upp með draugasögunum þínum, svo hrædd vorum við gríslingarnir að við þorðum ekki að fara í svefn- inn. Þá brostir þú, afi minn, með barnabörnin þín allt í kring. Elsku afi minn, það má heldur ekki gleyma því er þið amma fluttuð í Fannafoldina, að þá vor- um við Telma mjög gjörn á að fara prílandi upp á loft að leika okkur, nema hvað þú, afi minn, sagðir einn daginn við mig og Telmu að það væri miltisbrandur uppi á lofti og að við mættum alls ekki príla upp. Það gæti verið hættulegt því að við gætum feng- ið miltisbrandinn. Við létum okk- ur ekki segjast heldur fórum við frændsystkinin upp á loft og lék- um okkur, jæja gott og vel. Nema hvað, þegar við ætluðum að fara niður þá gátum við ekki opnað lofthlerann, við urðum frekar skelkuð og góluðum niður að við gætum ekki opnað og þá, afi minn, gólaðir þú upp að við vær- um komin með miltisbrandinn og að við gætum ekki komið niður og ég skal segja þér það, afi minn, að við höfum sjaldan verið jafn hrædd og þú hefur sjaldan brosið jafn mikið því að þú vissir alveg hvað þú varst að gera, þetta var eitt af ótalmörgum minningum sem þú skapaðir. Afi, það voru líka húsbílaferðirnar á Árvakinum, það eru dýrmætar minningar sem við barnabörnin munum ávallt eiga í minningunni, þú mátt líka eiga það, afi minn, að ég hef aldrei kynnst jafn sterkum einstaklingi og þú ert. Þú, elsku afi minn, skilur eftir svo margar og fallegar minningar. Það var enginn eins og þú, með þína hlýju og kærleik. Afi, ég á líka svo fal- legar minningar um þig í Kög- urselinu, þar sem þú sast í stof- unni og söngst með þinni einstöku rödd, á meðan ég sat og hlustaði á þig, það fannst mér svo notalegt þegar þú söngst með þinni fallegu tenórrödd. Elsku afi, ég gaf þér loforð, það loforð stendur og mun ávallt standa, því lofaði ég þér og mun framfylgja því. Elsku afi minn, þú munt ávallt lifa í minningu okkar – fjöl- skyldu þinnar. Við elskum þig að eilífu, okkar afi Steindór. Sigfús Már Dagbjartarson. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín kemur alltaf sterkt til mín þessi góða til- finning frá ferðalögunum með þér og ömmu á Árvak. Á meðan amma slappaði af fyrir framan húsbílinn með Capri og kaffibolla gast þú hinsvegar ekki setið kyrr. Þér fannst best að hafa eitt- hvað að gera og þá tókstu oft okkur afabörnin með þér í könn- unarleiðangra um tjaldsvæðin. Stundum hjálpaðirðu okkur að njósna um fólkið i nágrannabíl- unum með kíkinum þínum, en eftir á að hyggja held ég að það hafi oft snúist alveg jafn mikið um að svala þinni eigin forvitni sem og okkar. Þú varst svo ótrúlega skemmtilegur afi og hafðir svo gaman af að vera með okkur barnabörnunum þínum. Ég man sérstaklega eftir því þegar við Ninni vorum á húsbílaflakki með þér og ömmu og þú fórst með okkur í göngutúr til að skoða kríuvarpið rétt hjá tjaldsvæðinu. Þú sagðir mér og Ninna að labba inn í kríuvarpið og að sjálfsögðu komu kríurnar fljúgandi og skrækjandi og drituðu á okkur. Þú hlóst mikið yfir eigin uppá- tæki þegar við komum hlaupandi til baka og sagðir okkur að mað- ur ætti sko aldrei að labba inn í kríuvarp. Ég spyr sjálfa mig hvort þú hafir þann daginn kennt okkur um kríurnar á þinn ein- staka hátt með því að senda okk- ur inn í varpið svo við gætum sjálf upplifað afleiðingarnar af því? Þú kunnir svo mikið um náttúruna og dýrin og varst alltaf að sýna okkur og segja frá. Manstu eftir tjaldsegginu sem ég fann þegar við vorum í fjöru- ferð saman ég og þú? Þú bjóst til hreiður fyrir eggið úr nestisboxi og ullartrefli af mikilli natni, og varst svo þolinmóður við mig þegar ég dröslaðist með eggið með mér hvert sem við fórum restina af ferðinni, því ég var handviss um að ég gæti klakið það sjálf. Einn daginn var ég að- eins of áköf í brussuganginum mínum svo eggið brotnaði, og með því draumurinn um að verða fuglamamma. Þann daginn var gott að hafa afa eins og þig til að hugga sig. Ég spurði þig fyrir nokkrum árum, þegar við töluðum saman um hjartveikina þína, úr hverju þú værir eiginlega gerður, því það gæti ómögulega verið úr því sama og við hin. Þú svaraðir mér að þú værir gerður úr nákvæm- lega sama efni og við hin, en að þú hefðir hinsvegar aldrei lagst niður og gefist upp, að þú hefðir alltaf haldið áfram sama þótt á móti hefði blásið, það stóð hrein- lega aldrei til boða að gefast upp. Þessi orð þín finnst mér lýsa þér svo vel. Ég hef alltaf litið upp til þín og þú skilur eftir hjá mér lífsins góðu gildi um heiðarleika, dugn- að og þrautseigju. Þú lifir áfram í okkur öllum, hvort sem það eru börnin þín, barnabörn eða lang- afabörn. Þú verður alltaf með okkur þó svo þú sért farinn frá þessari jörðu, því þú ert og verð- ur alltaf órjúfanlegur hluti af okkur öllum. Jórunn Sóley Björnsdóttir. Það var alltaf svo ævintýralegt að vera í kringum hann afa. Þeg- ar við krakkaormarnir gistum í Kögurselinu þá var mikið sagt af sögum. Sögum af vættum, huldu- fólki og ófreskjum. Hann afi hafði auðvitað mest upp úr því að hræða úr okkur líftóruna svona rétt fyrir svefninn en skildi síðan ekkert í því að við enduðum öll uppi í holunni þeirra ömmu fyrir miðnætti. Afi þurfti að vísu oft að henda í eins og eitt „hverandskotinn“ á þessum gistinóttum okkar barna- barnanna en þrátt fyrir hans ein- staklega stutta þráð fyrir litlu hlutunum þá hafði hann óbilandi þolinmæði fyrir okkur á allan hátt, sem skipti raunverulegu máli. Hann sat með okkur, lék við okkur og spurði okkur út í okkar upplifun af hinu og þessu og virkilega hlustaði þegar flóðgátt- irnar opnuðust. Ég vissi alltaf að þarna var maður sem ég gat treyst. Við barnabörnin slógumst um það hverjir fengju að fara sam- ferða ömmu og afa í árlegu túrana vestur í Goðdal. Þá var lagt af stað mörgum dögum á undan hinum. Keyrt stuttar vegalengdir á hverjum degi, helst á meðan amma svaf ennþá aftur í bílnum og afi að tönnlast á því hve-andskotinn konan gæti sofið svona mikið. Ætli honum hafi ekki þótt gott að hafa okkur gormana með í för svo hægt væri að drífa sig út á morgnana og brasa eitthvað. Honum þótti nefnilega ekki gott að sitja auð- um höndum. Ég hugsa að ég hafi verið orð- in 14 ára þegar ég fór síðast með þeim í ferðalag. Ég held að það séu meðmæli af bestu gerð, að ná unglingnum með þér á Síldaræv- intýrið á Sigló um strangheiðar- lega verslunarmannahelgi. Manni þykir rosalega vænt um þær minningar sem maður á úr þessum ferðum í dag, ferðunum sem einkenndust af þjóðsögum, söng, heimilismat af bestu gerð og njósnaferðum með afa. Elsku afi, þú varst ósérhlífinn og umhyggjusamur maður sem varst alltaf til staðar fyrir mig. Hvíldu í friði. Þín, Inga. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt, hvíldu í guðs friði. Þinn sonur Jón Þorberg Steindórsson. Steindór Ingimar Steindórsson Elsku mamma, amma, systir, frænka og kær vinkona, SÆDÍS HAFSTEINSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 25. júní. Jarðarför hennar mun fara fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 21. júlí klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning barna hennar vegna útfarar (0582-14-602127), SÁÁ eða Konukot. Hafdís Ósk Birgir Þór Hilmar Aron Ásta Guðrún Hafsteinn Már Dagur Breki Svava Sif Viktor Frosti Ísold Ösp Daníel Ísak Ólöf Jóhanna og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR, Strandvegi 18, Garðabæ, lést á Hjartadeild Landspítalans 15. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bergþóra Andrésdóttir Sigurbjörn Hjaltason Elísabet María Andrésdóttir Kolbrún Andrésdóttir Örn Viðar Andrésson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.