Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 21
mér þá að ég hafi aldrei komið að
tómum kofunum hjá honum.
Pabbi var afar lítillátur og
gerði ekki miklar kröfur fyrir
sjálfan sig en var alltaf boðinn og
búinn að hjálpa öðrum. Sem
dæmi setti hann það ekkert fyrir
sig að keyra daglega til Reykja-
víkur til að heimsækja mömmu
sína á elliheimilið, bara til að
kaupa handa henni ís eða vín-
arbrauð. Einnig var hann alltaf
kominn á stundinni heim til mín
ef það vantaði eitthvað að dytta
að. Ekkert skutl var of langt fyr-
ir hann og ekkert verkefni svo
lítið að það tæki því ekki að
keyra til Reykjavíkur til að sinna
því. Eitt af því sem hann grín-
aðist oft með var að við ættum
ekkert að hafa fyrir honum með
miklu tilstandi þegar hann væri
allur, auðvitað var það grín en
samt svo lýsandi. Pabbi vildi
ekkert láta hafa fyrir sér og var
alltaf þakklátur fyrir það sem
fyrir hann var gert. Eftir að
mamma kvaddi var hann fasta-
gestur á heimili okkar systkina
og man ég aldrei eftir öðru en að
hann hrósaði matnum í hástert,
allt væri svo gott og við öll snill-
ingar að elda og höfðingjar heim
að sækja.
Þakklæti og lítilæti fylgdu
honum fram að kveðjustundinni,
en hann dvaldi seinustu dagana á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Þar var hann til smá vandræða
af því að hann hringdi aldrei
bjöllunni til að fá aðstoð heldur
reyndi bara að redda sér sjálfur
og var mjög þakklátur fyrir alla
aðhlynningu sem hann fékk.
Verðið fyrir kærleikann er
sorg og nú er komið að skulda-
dögum, mikið á ég eftir að sakna
þín, elsku pabbi minn.
Margrét Pétursdóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
✝
Guðbrandur
Kristmundsson
fæddist 15. sept-
ember 1930 á
Kaldbak í Hruna-
mannahreppi.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 1. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Elín Halls-
dóttir, f. 12. júní
1896, d. 20. júní 1942, og Krist-
mundur Guðbrandsson, f. 1.
maí 1897, d. 24. des. 1954, er
bjuggu á Kaldbak frá 1930 til
æviloka.
Systkin: Jónína Guðrún, f.
27. ágúst 1926, d. 9. desember
1967, Sigurður, f. 17. júní 1928,
d. 4. mars 2001, Guðmundur f.
15. september 1930, d. 11. maí
1999, Gunnar Marel, f. 5. nóv-
ember 1933, Kristinn, f. 8. sept-
ember 1937, d. 15. september
2010, Elín, f. 12. mars 1942.
Guðbrandur kvæntist 12. maí
1955 Sigrúnu Guðmundsdóttur
frá Högnastöðum í Hruna-
mannahreppi, f. 10. júní 1936.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðmundur Guðmundsson,
Daníel, f. og d. 2014, Eva Katr-
ín, f. 27.8. 2015. b) Stefán, f.
28.12. 1988, í sambúð með
Tinnu Þorradóttur, f. 30.3.
1995. Barn: Birnir, f. 2.5. 2018.
Guðbrandur og Sigrún
bjuggu eitt ár á Kaldbak í
Hrunamannahreppi í félagsbúi
með Guðmundi, tvíburabróður
Guðbrands, og Kristrúnu, konu
hans. Árið 1957 fluttu Guð-
brandur og Sigrún að Bjargi í
sömu sveit en þar bjó föður-
bróðir hans, Guðjón Guð-
brandsson og kona hans, Guð-
laug Matthíasdóttir. Næstu
áratugina byggðu þau upp
jörðina á Bjargi og endurnýj-
uðu húsakost. Guðbrandur
vann í fjölmörg ár við lög-
gæslustörf á sumrin hjá Hér-
aðslögreglunni í Árnessýslu,
einnig mörg haust við slátrun í
Laugarási og á Selfossi. Hann
var alla tíð virkur í félags-
málum, m.a. formaður Naut-
griparæktarfélags Hruna-
manna 1977-1986.
Haustið 1990 söðluðu þau
hjónin um og fluttu á Selfoss.
Guðbrandur starfaði við bú-
rekstrardeild Kaupfélags Ár-
nesinga til ársins 2000 þegar
hann lét af störfum vegna ald-
urs. Hann tók virkan þátt bæði
í starfi eldri borgara á Selfossi
og í Hrunamannahreppi.
Útför Guðbrands fer fram
frá Hrunakirkju í dag, 12. júlí
2021, og hefst athöfnin kl. 13.
bóndi á Högnastöð-
um, f. 27.10. 1904,
d. 20.1. 1965, og
Kristbjörg Svein-
bjarnardóttir, f.
13.8. 1903, d. 16.5.
1987.
Börn Guðbrands
og Sigrúnar eru: 1)
Kristmundur, f.
15.11. 1955. 2)
Guðmundur, f.
21.3. 1960. Kona
hans er Helga Björk Birgis-
dóttir, f. 12.9. 1960. Börn
þeirra eru a) Daldís Ýr, f. 17. 8.
1979, gift Bjarka Bjarnasyni, f.
15.12. 1984. Börn: Freydís
Vera, f. 10.7. 2008, Védís Eir, f.
29.8. 2015, Grímur Kári, f. 24.6.
2019. b) Arnþór Daði, f. 13.12.
1993, í sambúð með Þóru Krist-
ínu Reinharðsdóttur, f. 21.6.
1991. Barn: Vilhelm Logi, f.
26.5. 2020. 3) Elín Kristbjörg, f.
28.11. 1966. Hennar maður er
Jóhann Ingvi Stefánsson, f.
25.10. 1964. Börn þeirra eru: a)
Sigrún, f. 25.8. 1985, gift Ás-
þóri Sædal Birgissyni, f. 3.4.
1975. Börn: Jóel Birgir, f. 3.8.
2009, Hanna Berglind, f. 16.11.
2010, Mikael Kári, f. 5.11. 2012,
Pabbi kvaddi okkur að morgni
1. júlí. Hann var ferðbúinn og
hafði orð á því síðustu mánuðina
að nú færi hann líklega að leggja
af stað í lönguleitina. Hugurinn
leitaði æ meir í átt til heimahag-
anna upp í Hrepp.
Faðir okkar fæddist á Kald-
bak í Hrunamannahreppi 15.
september 1930 ásamt tvíbura-
bróður sínum Guðmundi sem lést
1999. Þeir bræður voru mjög
nánir alla tíð, eins og reyndar öll
systkinin frá Kaldbak. Hin mikla
sorg sem þau urðu fyrir þegar
móðir þeirra lést úr lungnabólgu
sumarið 1942 frá sjö börnum,
hinu yngsta fárra mánaða, mót-
aði systkinahópinn. Þau vissu af
eigin raun hve mikilvægt það var
að standa saman og styðja hvert
annað. Faðir þeirra og elsta syst-
irin, Jónína, héldu fjölskyldunni
saman.
Pabbi fór snemma að heiman
og var vetrarmaður víða á bæj-
um. Alltaf setti hann sem skilyrði
að hann kæmist heim að Kaldbak
12. mars, í afmæli til Ellu, litlu
systur sinnar. Aðeins átján ára
gamall vann hann eitt ár á skurð-
gröfu á vegum Vélasjóðs. En
lengst af var hann hjá Gísla
Hjörleifssyni í Unnarholtskoti og
vann ýmis störf. Hann tók þátt í
að sækja fé norður í Mývatns-
sveit í fjárskiptunum árið 1953.
Yfir þeim ferðum var mikill æv-
intýraljómi og alltaf kom viss
glampi í augun þegar þær voru
rifjaðar upp.
Og svo kom ástin, hann og
mamma urðu par og og giftu sig
12. maí 1955. Þau bjuggu eitt ár
á Kaldbak með Guðmundi bróð-
ur hans og Kristrúnu, einn vetur
voru þau á Högnastöðum hjá
móðurforeldrum okkar og árið
1957 fluttu þau fram að Bjargi en
þar bjó Guðjón afabróðir okkar
og Guðlaug kona hans. Ungu
hjónin var dugmikil og kappsöm,
ræktuðu upp jörðina og bættu
húsakost. Í nýtt einbýlishús
fluttu þau haustið 1967. Pabbi
var mikill ræktunarmaður og
einstaklega natinn við skepnur.
Vinnusemi og dugnaður voru
honum í blóð borin, hann vildi
drífa í hlutunum og lét verkefnin
ekki bíða til morguns. Hann var
orðheldinn og hann kenndi okkur
fljótt að loforð skyldu standa.
Þau mamma áttu góð ár á Bjargi
í sambýli við Guðjón frænda og
Laugu. Milli þeirra frændanna
ríkti ávallt gagnkvæm virðing og
hlýja.
Árið 1990 urðu þáttaskil þegar
jörðin á Bjargi var seld og þau
fluttu niður á Selfoss. Pabbi fékk
vinnu við búrekstrardeild Kaup-
félags Árnesinga. Hann var fljót-
ur að kynnast nýju fólki og þótti
lipur og úrræðagóður.
Hann var góður afi og naut
þess að hafa barnabörnin í kring-
um sig og dekra við þau. Dökka
hárið var aðalsmerki pabba,
barnabörnin veltu raunar stund-
um fyrir sér hvort afi þeirra væri
nokkuð að bera skósvertu í hárið.
Hann var mikið snyrtimenni og
var mikið í mun að komast reglu-
lega til rakara.
Pabbi var mikill gæfumaður í
sínu lífi, þau mamma fetuðu sam-
an lífsbrautina í rúmlega 65 ár og
voru samhent hjón.
Við systkinin eigum margs að
minnast og þakka fyrir á þessari
kveðjustund. Hann bar hag okk-
ar mjög fyrir brjósti og eins og
hann sagði eitt sinn: „Ef ég veit
að þið eruð hamingjusöm og líð-
ur vel, þá líður mér vel.“ Elsku
pabbi okkur, hjartans þakkir fyr-
ir allt og allt.
Kristmundur, Guðmundur
og Elín Kristbjörg.
„Átt þú lödudrusluna hérna
úti?“ var eitt það fyrsta sem
tengdafaðir minn sagði þegar við
hittumst á Bjargi fyrir hartnær
40 árum.
Guðbrandur gat við fyrstu
kynni virkað svolítið harðneskju-
legur og stífur á meiningunni.
En fljótlega skynjaði maður að
bak við hrjúft yfirborðið var mik-
il tilfinningavera og stutt í kímn-
ina og jafnvel kvikuna. Það kom í
ljós þegar hann rifjaði upp áföll
sem hann varð fyrir í æsku, t.d.
þegar hann missti móður sína
barn að aldri. Þá átti röddin það
jafnvel til að bresta.
En þó fyrsta kveðjan væri
kannski aðeins hryssingsleg þá
bar aldrei skugga á okkar sam-
skipti. Guðbrandur tók mér strax
vel og sýndi mér virðingu og vin-
áttu. Hann var boðinn og búinn
að aðstoða okkur unga parið í
okkar fyrstu skrefum út í lífið.
Hann hafði mikinn áhuga á öllum
framkvæmdum sem við höfum
staðið í og spurði reglulega
hvernig verkin gengu. Hvort
sem um var að ræða kartöflu-
rækt, bílaviðgerðir eða fram-
kvæmdir heima fyrir. Guðbrand-
ur var mikill verkmaður og vildi
láta hlutina ganga hratt. Líklega
var honum því orðið um og ó
þegar ný bílskúrshurð hafði legið
úti í skúr hjá okkur á þriðja ár en
alltaf spurði hann hvernig gengi
að setja upp hurðina.
Barnabörnin og síðar barna-
barnabörnin urðu honum mikil
gleði og hann spurði reglulega
hvernig þeim vegnaði. Við rifj-
uðum stundum upp þegar við
vorum stödd uppi á Bjargi og
Sigrún okkar ákvað að koma í
heiminn, aðeins á undan áætlun.
Þá vorum við Guðbrandur eins
og einn maður í því að láta hlut-
ina ganga, ekki síst þegar búið
var að bjóða sjúkraflutnings-
manninum í kaffi og fæðingin um
það bil að fara í gang.
Eftir því sem árin hafa liðið þá
kom mjúka hliðin á Guðbrandi æ
betur í ljós. En þó sást í gamla
harðjaxlinn, alveg fram á síðustu
stundu.
Ég þakka fyrir samfylgdina.
Jóhann I. Stefánsson.
Það er komið að leiðarlokum
og við minnumst afa með þakk-
læti fyrir samfylgdina. Það var
alltaf gott að koma til afa og
ömmu í Grashagann. Í seinni tíð
var afi oft að brasa í skúrnum
eða dytta að húsinu. Hann var
fljótur að leggja frá sér verkfær-
in og koma inn til að spjalla þeg-
ar okkur bar að garði. Hann var
gjarnan fljótur að draga fram
það bakkelsi sem var til eða
hlaupa út í bílskúr til að sækja ís.
Við eigum góðar minningar um
umhyggjusaman afa sem hafði
áhuga á okkur barnabörnunum
og því sem við vorum að fást við í
lífinu. Margs er að minnast og
margs er að sakna.
Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt.
Þar upp til fjalla er helgisetrið mitt,
er morgungeislans mildi fyrst ég naut
við móðurskaut.
Í hinum gamla, göfga minjasal
þú geymir Skálholt, Þingvöll,
Haukadal.
Því segir Ísland: Sjá, við háborð mitt
er sæti þitt.
Nú læt ég hætta hugarstarfið mitt
við hlíðarfaðm og sezt í grasið þitt
og ilmi þínum anda þar að mér,
svo enginn sér.
(Eiríkur Einarsson)
Fyrir hönd barnabarna,
Sigrún.
Afi Gras er farinn á vit nýrra
ævintýra. Við barnabörnin köll-
uðum hann það gjarnan eftir að
þau amma fluttu í Grashaga á
Selfossi árið 1990. Þar áður voru
þau bændur á Bjargi í Hruna-
mannahreppi þaðan sem ég á
mínar sterkustu æskuminningar.
Afi kom fram við mig af virð-
ingu og væntumþykju og ég fann
alltaf hvað hann var stoltur af
mér og okkur barnabörnunum.
Hann var blíður og góður afi en
lífið hafi ekki alltaf farið blíðum
höndum um hann sjálfan. Hann
var alinn upp á heiðarbýlinu
Kaldbaki í Hrunamannahreppi.
Elín Hallsdóttir móðir hans lést
frá sjö börnum sínum þegar afi
var tólf ára en Jónína elsta systir
hans tók þá að einhverju leyti við
hlutverki húsmóður en yngsta
systirin, Elín, var þá kornabarn.
Jörðin Kaldbakur er einn af
efstu bæjum sveitarinnar og var
ekki í alfaraleið. Afi sagði mér
frá því að þegar hann var krakki
gekk hann langa leið á sauð-
skinnskóm til að komast til
kirkju á jóladag.
Það mótaði mig mikið að alast
upp við þau forréttindi að eiga
afa og ömmu í sveit. Ég fékk
tækifæri til að kynnast sveitalíf-
inu og öllu sem því fylgir. Ég
fékk að fylgja afa í útiverkunum,
fara í fjósið, reka kýrnar, sækja
egg til hænsnanna, hjálpa til í
sauðburði og klæða kettlinga í
dúkkuföt. Amma hjálpaði mér að
sauma og baka, fór með mér í
búleik og göngutúra. Það var líka
hægt að dunda sér með henni í
gróðurhúsinu heilu dagana. Ég
var eins og blómi í eggi í sveit-
inni. Bíltúrar á Flúðir eða heim-
sóknir til systkina afa í sveitinni
voru líka spennandi. Afi var
mjög náinn Guðmundi tvíbura-
bróður sínum í Skipholti og
saknaði hans alltaf mikið eftir að
hann lést árið 1999. Afi var
reyndar í góðu sambandi við öll
systkini sín. Þau hittust gjarnan
og spiluðu bridge, en spila-
mennskan var eitt helsta áhuga-
mál afa og þótti hann einkar
lunkinn spilari. Afi var næstum
alltaf til í að taka í spil með mér,
en ef hann var upptekinn gat ég
yfirleitt platað ömmu eða hlaupið
yfir í gamla bæinn til Laugu og
Guðjóns.
Eftir að afi og amma fluttu á
Selfoss gat ég heimsótt þau oftar
en saknaði þess að geta farið í
sveitina. Þau söknuðu hennar
líka en leið vel á Selfossi. Afi fór
að vinna hjá Kaupfélagi Árnes-
inga og naut þess að hitta fólk og
spjalla. Það var alltaf hægt að
leita til afa og hann skutlaði mér
út um allan bæ ef á þurfti að
halda. Við afi fórum í mörg ár tvö
saman í kirkjuna á aðfangadags-
kvöld og hlökkuðum alltaf bæði
til stundarinnar. Afi þekkti flesta
í kirkjunni og margir héldu að ég
væri dóttir hans en ekki barna-
barn því ég hef sterkan svip úr
föðurfjölskyldunni. Ég veit að afi
saknaði þessara stunda þegar ég
hætti að koma á Selfoss um jólin.
Ég sakna líka allra góðu stund-
anna með afa og ömmu og þykir
einstaklega vænt um allar end-
urminningarnar úr sveitinni.
Afi var örugglega tilbúinn í
ferðalagið. Hann varð níræður
síðastliðið haust og kroppurinn
var farinn að gefa eftir. Hann
saknaði systkina sinna og þess
að geta farið á hestbak, í réttir
og að geta spilað Bridge. Ég
minnist afa með hlýju og þakk-
læti fyrir samfylgdina.
Daldís Ýr Guðmundsdóttir.
Elsku Guggi okkar hefur sofn-
að svefninum langa eftir langa
ævi, þreyttur og sáttur. Hann
bjó síðustu árin á Hjallatúni í
Vík, á Ási í Hveragerði og á
Ljósheimum á Selfossi þar sem
hann lést. Þegar við Jóndi heim-
sóttum hann í Hjallatún var
hann svo ósáttur við það að vera
svona langt að heiman frá Rúnu
sinni og börnunum. Hann grét
þegar við fórum og ég grét alla
leiðina heim, þetta var svo átak-
anlegt. Hann þráði svo heitt að
vera með Rúnu sinni í nýju íbúð-
inni þeirra.
Guggi var tvíburabróðir Guð-
mundar tengdapabba míns. Þeir
voru mjög líkir og samheldnir
bræður. Þegar Guðmundur dó í
maí 1999 fannst Gugga hann
þurfa að koma í hans stað fyrir
okkur Jónda og börnin okkar.
Hann fylgdist mjög vel með
hverjum og einum og var okkur
öllum svo einstaklega góður.
Við Jóndi höfum boðið Rúnu
og Gugga ásamt mömmu minni
og Jóhanni manninum hennar
heim á annan í jólum í ömmu og
afa-jólakaffi. Hans verður sárt
saknað þar.
Fyrst man ég eftir Gugga þeg-
ar þeir tvíburabræðurnir fóru
saman á fjall 1970 í tilefni af 40
ára afmæli þeirra. Þeir komu ríð-
andi frá Kerlingarfjöllum yfir til
Tungnamanna sem þá voru í
Fossrófum. Þeir þáðu kaffi í
vagninum hjá mömmu og pabba.
Þá var ég bara krakki og man
hvað ég var hissa hvað þeir gátu
verið líkir.
Góða minningu á ég um
Gugga í heyskap á Fossi. Þau
heyjuðu saman tengdaforeldrar
mínir, hjónin í Skipholti og
Guggi og Rúna en þau bjuggu á
Bjargi. Skemmtilegar stundir
þar, og auðvitað var alltaf gott
nesti.
Árið 1998 fórum við Jóndi með
tvíburunum og konunum þeirra í
eftirminnilega ferð. Hringinn um
landið á fjórum dögum með A-
tjald. Við nýtrúlofaða parið sváf-
um í kórnum í tjaldinu sem kall-
að var þá og þau fjögur fyrir
framan. Þá var ekki boðið upp á
grill og sjoppufæði. Nei, það var
soðinn lax með nýjum kartöflum
og venjulegur heimilismatur. Og
bakkelsið hjá Rúnunum var það
allra besta. Ferðin gekk í alla
staði mjög vel. En mikið hlógum
við oft þegar þessi ferð var rifjuð
upp.
Guggi var í héraðslögreglunni
og var því oft á böllum í gamla
daga, flottur og virðulegur í lög-
reglubúningnum. Það var alltaf
gott að vita af honum þar.
Guggi kom gagngert til okkar
til að bjóða í 80 ára afmælið sitt
ef hann þá tórði eins og hann
sjálfur orðaði það svo skemmti-
lega. Það gerði hann svo sann-
arlega, því hann hefði orðið 91
árs í september.
Undir dalanna sól, við minn einfalda
óð
hef ég unað, við kyrrláta för.
Undir dalanna sól, hef ég lifað mín
ljóð,
ég hef leitað og fundið mín svör.
Undir dalanna sól, hef ég gæfuna gist,
stundum grátið, en oftar í fögnuði
kysst.
Undir dalanna sól á ég bú mitt og ból
og minn bikar, minn arin, minn svefn-
stað og skjól.
(Hallgrímur Jónsson
frá Ljárskógum)
Ég þakka fyrir góðar sam-
verustundir bæði í Grashaganum
og Lambhaganum en þær voru
þó nokkrar.
Með virðingu og þökk kveð ég
elsku Gugga okkar og þakka fyr-
ir allt.
Elsku Rúna, Kristmundur,
Gummi, Ella og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Blessuð sé minning Guð-
brands Kristmundssonar frá
Kaldbak.
Lilja Smáradóttir.
Guðbrandur
Kristmundsson
Ævistarfið varð sjósókn og út-
gerð fiskibáts með frændum
sínum en síðustu starfsárin
vann hann á netaverkstæði á
Húsavík. Systir hans minnist
þess ennþá hve hún hlakkaði til
komu hans af vertíðunum því
ævinlega færði hann litlu systir
einhverja fallega gjöf við heim-
komuna. Fyrir nokkrum dögum
fór Íbbi á sjúkrahús á Akureyri
þar sem hann, fáum dögum síð-
ar hitti ferjumanninn mikla og
þar sem enn var laust pláss
kom þeim saman um að hann
fengi far með síðustu siglingu
kvöldsins. Þeir fengu góðan
byr yfir álinn djúpa og náðu til
hafnar á Sumarlandinu sama
kvöld þar sem eiginkona, for-
eldrar og vinir voru saman-
komin til að fagna heimkomu
hans.
Hin löngu kynni okkar Íbba
hafa alla tíð verið einstaklega
kær en þau hófust fyrir tæpum
sextíu og þremur árum er ég
kom til Húsavíkur í þeim til-
gangi að nema burt heimasæt-
una í Vogum, sem tókst mót-
mælalaust. Tveimur árum
seinna skruppum við hjónaleys-
in til Húsavíkur til að dvelja
þar yfir jól og áramót og rétt
fyrir áramótin gengum við
Björg Skarphéðinsdóttir og
systkinin úr Vogum upp eftir
til sr. Friðriks A. Friðrikssonar
sóknarprests á Húsavík og
klukkustund síðar gengu tvenn
brúðhjón heim til Voga. Þetta
brot af eilífðinni sem við gist-
um þessa jörð líður en ljúfar
minningar sitja eftir í hugan-
um. Ég veit að heimkoma Íbba
til Sumarlandsins hefur verið
hamingjustund og að hann
muni una þar vel hag sínum.
Vonandi hittumst við þar innan
ekki allt of margra ára og get-
um þá endurnýjað kunnings-
skapinn. Að lokum biðjum við
algóðan guð að gæta vinar okk-
ar og sendum afkomendum
hans, ættingjum og vinum öll-
um okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Dagbjartur
Sigursteinsson,
Bjargey
Júlíusdóttir.
✝
Sölvi Vík-
ingur Aðal-
bjarnarson
fæddist á
Unaósi 4. febr-
úar 1929. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Dyngju 4. júlí 2021. Útförin fer
fram frá Egilsstaðakirkju 12. júlí
2021 klukkan 13.
Meira á www.mbl.is/andlat.
Minningar á mbl.is
Sölvi
Víkingur
Aðalbjarn-
arson