Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 22

Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Smáauglýsingar Garðar » Jarðvinna » Drenlagnir » Hellulagnir » Þökulagnir Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög prostone@prostone.is 519 7780 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald » Smíðavinna » Múrvinna » Málningarvinna Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög prostone@prostone.is 519 7780 með morgun- "&$#!% Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Gönguferð um hverfið kl. 10.30-11.15. Leir ogTie dye smiðja, opin öllum kl. 13.30. Kundalini jóga kl. 14.5, ókeypis. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 1411-2701. Allir velkomnir. Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðaþing Ferð í Guðmundarlund 15. júlí kl. 14-16, lagt af stað frá félagsmiðstöðvunum kl. 13.30, skrá þarf þátttöku síðasta lagi í dag, 12. júlí, eyðublöð eru á félagsmiðstöðvum. Félagsvist í BOÐANUM annan hvern mánudag kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, blöðin og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45.Tríó Velferðarsviðs kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Brids í Jónshúsi kl.13. Ganga fyrir fólk með göngugrind frá Jónshúsi kl. 14. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl. 13 – 16. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Fjölbreytt leikfimi frá kl. 11.15-12 með Hönnu. Útifjör, ganga, teygjur og fleira með Höllu Karenu, frá kl. 13 (fer eftir veðri hvort farið er út). Alltaf allir velkomnir. Gjábakki Ferð í Guðmundarlund 15. júlí kl. 14-16, lagt af stað frá félagsmiðstöðvunum kl. 13.30, skrá þarf þátttöku síðasta lagi í dag, 12. júlí, eyðublöð eru á félagsmiðstöðvum. Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á málningu, pensla og blöð. Kennsla á ipad: Kennt verður á spjaldtölvu í Gjábakka alla þriðjudaga milli kl. 13 og 15 í sumar. Botsía verður alla miðvikudaga í sumar í Gjá- bakka kl. 10. Systurnar Ingibjörg og Herdís Linnet munu flytja íslensk þjóðlög og dægurlög föstudaginn 16. júlí kl. 13.30. Samsöngur í Gjábakka, Hannes Guðrúnarson mætir með gítarinn og spílar sígild sönglög sem allir geta sungið með, 13. júlí kl. 11. Gullsmári Ferð í Guðmundarlund 15. Júlí kl. 14-16, lagt af stað frá félagsmiðstöðvunum kl. 13.30, skrá þarf þátttöku síðasta lagi í dag, 12. júlí, eyðublöð eru á fèlagsmiðstöðvum. Félagsvist kl. 20. Sam- söngur í Gullsmára í dag kl. 11, Hannes Guðrúnarson mætir með gítarinn og spilar sígild sönglög sem allir geta sungið með. Milli kl. 13 og 15 verður boðið upp á kennslu á snjalltæki, spjaldtölva á staðnum. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Stólaleik- fimi kl. 13.30. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, leikfimi í salnum Skóla- braut kl. 11, handavinna og samvera í salnum Skólabraut kl. 13. Snjallsímanámskeið kl. 13.30. Á morgun förum við í gönguferð í Öskjuhlíð. Skráning í þessa ferð er til hádegis í dag og viljum við endilega fá sem flesta. Við verðum með borð á Nauthóli og hver og einn getur farið á sínum hraða eða bara tyllt sér á Nauthól og keypt sér kaffisopa. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Sævar Þór Hilmarsson var fæddur í Reykjavík 31. ágúst 1970. Hann andaðist á heimili sínu í Haugesund í Noregi 14. októ- ber 2020. Foreldrar Sæv- ars eru Hilmar Kristensson, f. 17.7. 1947, og Helga Margrét Gestsdóttir, f. 29.10. 1949. Bræður Sævars eru Jón Gestur Sortveit, f. 24.9. 1968, og Kristinn Adolf, f. 14.5. 1976. Sævar ólst upp í foreldrahúsum Hafnarfirði til sjö ára aldurs en þá flutti fjöl- skyldan á Hvolsvöll og bjó Sævar þar með foreldrum sín- um og bræðrum í nokkur ár. Síðan lá leiðin til Hafnar- fjarðar. Hann varð stúdent frá Flensborg, þaðan lá leiðin til Frakk- lands í háskóla í Toulouse, eftir Frakklandsdvölina flutti Sævar til Bergen í Noregi og var þar í há- skóla, sneri síðan til Íslands og gerðist kennari í Nesjaskóla við Hornafjörð, kenndi þar í grunnskólanum í nokkur ár, flutti síðan í Hafn- arfjörð og gerðist kennari í Áftanesskóla. Á skólaárunum starfaði Sævar m.a. í Kjöt- miðstöðinni, Miklagarði og í Miðvangi í Hafnarfirði. Flutti til Noregs 2009 þar sem hann lést. Sævar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. júlí 2021, kl. 13. Það vill gjarnan verða við leiðarlok að maður verður lág- vær og langsótt getur verið í orðanna sjóð hvað draga skuli fram að lokum. Sagt er að það sé gott að velja sér eina góða minn- ingu og halda í hana þegar sorg- in virðist ætla að verða yfir- þyrmandi. Sævar Þór Hilmarsson var fæddur 31. ágúst 1970 á Landspítalanum. Sævar ólst upp að mestum hluta í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu í Haugesund í Noregi 14. október sl. Manni finnst það vera dálítið sérkennilegt að for- eldrar skuli þurfa að standa í því ömurlega hlutverki að kveðja og jarðsyngja barnið sitt. Vonandi hefurðu fundið frið elsku fallegi sonur. Við elskum þig og hafðu þökk fyrir allt. Reynum að finna styrkinn saman og ylja okkur við allar þær frábæru minningar sem við eigum öll um einstakan og ljúfan dreng. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þinn pabbi Hilmar. Það er skrýtin tilfinning og erfitt að fylgja bróður sínum til grafar, en líka gott að geta kom- ið honum til hvíldar í sumarland- inu sínu, þar sem honum líður örugglega vel núna. Ég og Sævar Þór ólumst upp saman í Hafnarfirði að mestu leyti og vorum alltaf eins klædd- ir, bestu vinir, leikfélagar. Standa upp úr dásamlegar minn- ingar þegar við vorum litlir og lékum okkur mikið saman og voru uppátækin ansi mörg. Alls- konar tilraunastarfsemi með rakettur, flugvélamódel, kúre- kaleikir, kofasmíði o.fl. Sævar var mjög tengdur börnum okkar Áslaugar, þeim Fannari Alexander, Jóni Aski og Guðrúnu Helgu, enda eiga þau bara yndislegar minningar með Sævari frænda. Hann var frá- bær föðurbróðir, passaði fyrir okkur, kom svo oft í heimsókn, borðaði með okkur og oft eldaði hann fyrir okkur mat. Lýsir honum best eins og Jón Askur segir, hann var alltaf svo þolinmóður þegar hann var barn, kubbaði með mér og gaf mér allan tímann í veröldinni og svo voru afmælis- og jólagjaf- irnar svo skemmtilegar frá hon- um. Eitt aðaleinkenni Sævars var að hann var alltaf svo blíður og góður við alla. Vinum sínum var hann traustur og góður vinur. Hann hafði einstakan og skemmtilegan húmor og fyndinn og það var svo gaman að vera með honum þegar hann var í góðum gír. Svo standa svo upp úr allar heimsóknirnar til þín til Noregs og þá sérstaklega til Stavanger. Frábær ferð þegar við fórum saman í fallega Lýsufjörðinn. Efst í huga er heimsókn þegar við Áslaug komum og gistum í litlu íbúðinni þinni og héldum upp á brúðkaupsafmælið okkar og áttum yndislegan tíma sam- an. Nú kveðjum við ástkæran bróður, vin, mág og frænda. Dreng með fallegt hjartalag sem fór allt of snemma en gaf öllum af sér sem kynntust honum. Minningin þín mun lifa, elsku Sævar okkar! Þinn bróðir, Jón Gestur Sørtveit. Elsku Sævar, við andlát þitt er höggvið stórt skarð hjá okkur fjölskyldunni þinni, það skarð getum við einungis fyllt með endalausum góðum minningum um góðan og ljúfan húmorista. Ég kynntist þér sem stelpa á Hvolsvelli og tókst með okkur mikil vinátta, þú og Jón Gestur og við krakkarnir brölluðum ým- islegt og mikið, við byggðum kofa, lékum í öllum skemmtilegu útileikjunum sem þá voru leikn- ir. Sem stelpa fann ég strax hversu góður strákur þú varst og nærvera þín einstök. Þið bræður skemmtuð okkur með bröndurum jafnvel út um herbergisgluggann og við vin- konurnar hlógum endalaust að ykkur. Við fengum að horfa á Dýrlinginn í litasjónvarpinu heima hjá ykkur í Norðurgarð- inum á miðvikudögum og svo margt annað skemmtilegt sem rifjast upp. Fjórtán árum síðar felldu foreldrar okkar hugi sam- an og urðu hjón. Strax í fyrstu heimsókn tókum við upp þráðinn og mikil, góð og djúp vinátta hófst á ný, við grínuðumst oft með það að nú værum við orðin systkini. Þá tók við nýr kafli hjá okkur, endalausar góðar sam- verustundir heima hjá mömmu og pabba þínum, við erum dug- leg að hittast og hafa gaman saman, grillveislurnar, jólaboðin og bara mánudagskaffi. Alltaf var jafn gaman að hitta þig, þú varst einstakur gullmoli með góða nærveru, alltaf stutt í húm- orinn og glensið. Þegar við fjöl- skyldan hittumst er alltaf gam- an, stuð og þið bræður hélduð okkur við hláturinn sem oft á tíðum varð til þess að maður fór heim með magakrampa úr hlátri. Þú komst reglulega til okkar Ómars og varst alltaf svo afslappaður og áttum við nota- legar stundir saman. Þú og Óm- ar urðuð góðir vinir og gerðum við grín að því að þú værir hans helsti stuðningsmaður í hjóna- bandi okkar. Það er óbærileg sorg og erfiðara en tárum taki að kveðja góðan vin eins og þig. Við fjölskyldan reynum eftir fremsta megni að rifja upp og ylja okkur með frábærum minn- ingum um þig, elsku Sævar. Börnin okkar kveðja einstakan frænda sem gaf sér alltaf góðan tíma til að spjalla. Þú varst einn- ig snillingur að smíða og gera fallega hluti í höndunum. Seinni ár hittumst við alltof sjaldan þar sem þú bjóst í Noregi, en auðvit- að gafst þú þér reglulega tíma til að hringja í mig og þykir mér endalaust vænt um þau samtöl. Elsku elsku Sævar minn, hvíldu í friði og við hittumst síðan aftur og höldum áfram að byggja kofa, hlæja og bralla eitthvað skemmtilegt. Þín vinkona og systir, Linda Björk Halldórsdóttir. Sævar frændi var stór hluti af minni barnæsku. Hann var okkur systkinunum mjög góður og var alltaf stutt í grínið. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og fór stundum með okkur í menningarferðir til Reykjavík- ur. Sævar frændi elskaði ís og við elskuðum þegar Sævar frændi kom með ís. Mér leið alltaf eins og hann hefði keypt alla ísbúð- ina. Rjómaís, sósur og nammi, allt fyrir okkur. Hann kom líka stundum og hjálpaði okkur að læra heima, hann var nefnilega svo þolin- móður og góður kennari. Sævar var góður að hlusta og reyndi alltaf að tala við mig um hluti sem ég hafði áhuga á, hvort sem það var nýjasta tónlistin, hvað væri að frétta úr skólanum eða um bloggarana í Noregi. Hann sendi mér oft greinar um hina og þessa bloggara. Sæv- ar frændi var alltaf bara Sævar frændi, skemmtilegi bróðir hans pabba. Mér finnst mjög sárt að vita til þess að honum hafi liðið svona illa. Ég vildi óska að hann hefði fengið að hitta Áslaugu Rún Sørtveit. Þegar ég var lítil þá gaf ég Sævari frænda passa- mynd af mér sem ég hafði fengið úr skólanum. Ég sagði við Sæv- ar: „Hérna er mynd af mér, svo þú gleymir mér aldrei.“ Sævari frænda fannst þetta mjög fyndið og geymdi alltaf myndina í vesk- inu. „Litla Dúna“ kallaði hann mig oft og ég kallaði hann „Sæsa frænda“ á móti. Elsku Sævar, ég vona að þér líði betur hvar sem þú ert. Þín er sárt saknað. Þín frænka, Guðrúna Helga Sørtveit. Seltzer, mágkonupasta og mörgæsir. Ég man hreinlega ekki eftir mér án þín, þú varst alltaf í endaherberginu á ganginum til hægri og þó að ég hafi sjálfur farið í þetta herbergi nokkrum árum seinna þá var þetta alltaf herbergið þitt. Þetta herbergi var töfraheimur ungs manns. Tinnabækur, tölvuleikir og hin ógleymanlega skúffukaka sem hvarf. Hún var víst sérstaklega bökuð fyrir saumaklúbbinn hennar mömmu en einhvern veginn hvarf, reyndar ásamt lítra af mjólk, en það var í sjálfu sér ekkert skrítið, því þú varst rammgöldróttur. Þú gast galdrað fram Seltzer hvenær sem var, þannig að auðvitað gastu látið eina vesæla skúffu- köku hverfa, það var eflaust lítið mál. Ég man bara hvað mamma var reið og hvað þú og pabbi flis- suðuð mikið þegar hún sá ekki til. Ég man líka alltaf eftir bros- inu sem kom á þig líka þegar minnst var á þetta. Bókastaflar, sokkar og skrítn- ar svefnstellingar. Í eitt skipti þegar ég kom inn til þín sá ég hann Magga Mörgæs á skrif- borðinu. Það var ást við fyrstu sýn, ég man hvað ég suðaði í þér að þetta væri það eina sem ég vildi. Hann var reyndar ætlaður einhverri draumadísinni en end- aði hjá mér. Ég á hann enn og hann verður í minni vörslu þar til einhver annar eða önnur þarf meira á honum að halda. En hann hefur það gott, vildi bara að þú vissir það. Minningarnar eru svo margar og veit ég hreinlega ekki alveg hversu langt ég á að hafa þetta en eitt sem ég verð að þakka þér fyrir að lokum er mágkonu- pastað sem þú eldaðir svo oft. Penne pasta með skinku, aspas úr dós og nóg af rjómaosti. Sem ungur maður að geta galdrað þetta fram í eldhúsinu var betra en hvaða töfrabragð sem er. En ég vil enda þessa minning- argrein á orðum eftir annan mann því að ég get ekki ímynd- að mér betri orð: „Ekki sam- hryggjast mér, en ég þakka samhug ykkar.“ En ég gat kall- að hann Sævar vin. Þinn frændi, Fannar Alexander. Í dag minnumst við Sævars frænda. Hann ákvað að kveðja þetta líf í október. Við sem eftir sitjum munum ekki skilja það frekar en svo margt annað í þessu flókna lífi. Sævar frændi var einn af strákunum sem ég passaði, son- ur Helgu systur, og eru margar eftirminnilegar minningar frá þeim tíma þegar ég passaði strákana hennar. Sævar bjó líka á Höfn um tíma. Þar kenndi hann með mér í grunnskólanum í nokkur ár. Hann var daglegur gestur heima hjá okkur Jóhanni á Silfurbrautinni þar sem við áttum góðar fjölskyldustundir. Eldri börnin mín eiga góðar minningar um Sævar frænda og geta rifjað upp kennslustundir frá því Sævar frændi var að kenna. Þau minnast þess að oft var mikið hlegið í tímum og kunnu nemendur vel að meta Sævar. Hann hafði gott lag á nemendum og náði vel til þeirra. Einnig útbjó hann kennsluefni sem vakti gleði og spenning inn- an nemendahópsins. Mörg kvöldin sátum við á Silfurbraut- inni og ræddum saman um lífið og tilveruna. Eftir að Sævar flutti í Hafn- arfjörðinn og svo seinna til Nor- egs ræddum við reglulega sam- an í gegnum tölvuna. Það hefði mátt vera miklu oftar. En minningin um Sævar frænda á alltaf eftir að lifa með okkur og minni fjölskyldu. Við hugsum til hans með þakklæti um leið og við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Helgu, Jóns Gests, Kristins og Hilmars og fjölskyldna þeirra. Kristín, Jóhann, Emil, Sólveig og Salóme. Sævar Þór Hilmarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.