Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú græðir lítið á því að láta alla hluti fara í taugarnar á þér. Nú skiptir máli að vera léttur í lund og sýna sínar bestu hliðar. 20. apríl - 20. maí + Naut Það þarf ekki mikið til þess að ýta undir köfnunartilfinningu eða að þér finnist þrengt að þér núna. Vertu því vel und- irbúinn og hafðu öll þín mál á hreinu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sá er vinur sem í raun reynist. Beygðu þig undir forystu aðila sem þú virð- ir. Og þegar maður gefur, miklast maður ekki, heldur hefur það fyrir sjálfan sig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ef þú ert ekki ánægður með verk annarra skaltu bara taka þau að þér sjálfur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Forðastu allt rifrildi við förunaut þinn um málefni heimilisins. Fáðu ástvinina með þér í dásamlegan leik. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hugdirfska þín leiðir þig á framandi slóðir og þú munt upplifa mikil ævintýr. Mundu bara að virða skoðanir annarra, líka þótt þú sért ekki sammála þeim. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hópvinna virkar alltaf best þegar allir vinna saman. Ekki gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér finnst þú bara verða að kaupa einhvern ákveðinn hlut í dag. Gerðu umhverfið þannig úr garði að það ýti undir ástleitni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þetta er góður dagur til að ræða við foreldra þína eða yfirmenn. Ynd- islegur aðstoðarmaður hjálpar þér í hví- vetna, hvort sem það er við að laga fjárhag- inn eða flikka upp á útlitið. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu ekki atburðarásina kippa undan þér fótunum heldur stattu fastur fyrir og haltu þínu striki ótrauður. Daður, skemmtanir og aukin vellíðan munu ein- kenna líf þitt á næstunni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef þú vinnur í einrúmi áttu á hættu að missa þig í hinum ýmsu blæ- brigðum viðfangsefnisins, þar til heild- armyndin er ekki nema dauf minning. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Búðu þig undir mikla vinnu. Ef þú eignast nýja vini fjölgar atvinnutækifær- unum að sama skapi. Settu þig því í réttar stellingar og vertu ákveðinn. Johnsen, sem var mjög gaman.“ Mikil vinna hafði þó slæm áhrif og Walter þurfti að fara í brjósklos- aðgerð á baki. „Þá ákvað ég að skipta um vettvang og réð mig til Flugmála- stjórnar og var þar í 26 ár í flug- stjórnarmiðstöðinni.“ Árið 2000 fór Walter að vinna hjá Kögun við hug- búnaðarprófanir og starfaði þar uns fyrirtækið var m.a. sameinað SKÝRR og EJS og varð Advania. Hann hætti árið 2015 og fór á eft- irlaun. Walter segir að þau hjónin og fjöl- skyldan öll séu mikið útivistarfólk. „Við áttum stóran fjallatrukk í tíu ár taki og fór að vinna í stækkun Mjólk- árvirkjunar uppi á Glámujökli í Arn- arfirði á sumrin. Á veturna vann ég við uppsetningu viðlagasjóðshúsa á Hellu, Hvolsvelli og Stokkseyri vegna Vestmannaeyjagossins auk annarra verkefna. Þegar búið var að bjarga öllum frá Eyjum hófst uppbygging- arstarfið. Þá var Ístak fengið til að ryðja hrauni frá húsunum svo Vinnslustöðin gæti hafið starfsemi að nýju.“ Walter segir að mikil samstaða hafi verið hjá þeim sem voru að vinna úti í Eyjum og góður andi. „Þarna smakkaði ég fyrst reyktan lunda og svo fór ég í lundasúpupartí hjá Árna W alter Hjartarson fæddist á Nesvegi í Reykjavík 12. júlí 1951. Hann flutti í Vogana og gekk í Vogaskóla og var í sveit á Gullbera- stöðum í Lundarreykjadal á sumrin við gott atlæti. Á veturna var hann sendill með skólanum og notaði aust- urþýska Möve-hjólið til starfans. Hann var sendill í einn vetur hjá Frjálsri þjóð en næstu tvö árin þing- sveinn á Alþingi. „Þá voru Bjarni Ben. og Óli Thors upp á sitt besta og þá sentist maður oft til að ná í laun þingmanna. Þetta voru aðalmenn- irnir í bænum og maður skalf oft á beinunum af ábyrgðartilfinningu að vera að sendast með fulla tösku af peningum. Í eitt skiptið náði ég í laun Auðar Auðuns og ég stalst til að kíkja á ávísunina sem var upp á heilar 32 þúsund krónur og þá varð ég hrædd- ur og hjólaði sem mest ég mátti að skila þessu af mér. Þá hafði ég 1.500 krónur fyrir allan veturinn, en fékk reyndar 500 aukalega í hjólastyrk. En þetta var allt mjög spennandi og ég var bara 12-13 ára.“ Walter lauk gagnfræðaprófi vorið 1966. Eftir það fór hann til New York, þar sem föðurbróðir hans bjó og var þar í undirbúningsnámi fyrir erlenda nemendur sem hugðu á há- skólanám. „Þetta voru alveg æðisleg- ir tímar. Ég vildi búa í New York og langaði ekkert heim. Þarna var kosn- ingabarátta Nixons og Humphreys í hávegum og þá voru ekki allir þessir vefmiðlar eins og núna, og baráttan eiginlega háð á götum úti og kosn- ingaræður haldnar út um borgina. Ég bjó á horni 96. strætis og Broad- way í miðri hringiðunni. Svo var spenningurinn yfir tunglferð Arm- strongs í hámarki og alveg magnað að vera á fimmta breiðstræti þegar skrúðgangan fagnaði með strimlum og knöllum.“ Bandaríkjaævintýrinu lauk árið 1969 og stuttu eftir heimkomuna kynntist hann Kristbjörgu konu sinni í Júdódeild Ármanns og urðu þau strax par. Hann hóf nám í húsgagna- smíði hjá Jóni Péturssyni í JP inn- réttingum en lauk sveinsprófi árið 1973 hjá Sveini Guðmundssyni á Sogaveginum. „Þá hóf ég störf hjá Ís- og höfum farið út um allt land og upp á hálendið. Síðan fórum við um tíma nánast á hverjum degi í Bláfjöll með krakkana og þá var ég plataður í stjórn Skíðadeildar Ármanns, svo SKRR og var síðan ritari hjá Skíða- sambandi Íslands.“ Flestir þekkja þó Walter mest úr golfheiminum. „Ég byrjaði í golfi 52ja ára og tók þetta föstum tökum og spilaði mig inn í landslið eldri kylfinga og fór með hópi góðra manna til Slóvakíu árið 2011.“ Fjölskylda Eiginkona Walters er Kristbjörg Walter Hjartarson húsgagnasmiður, fluggagnafræðingur og golfari – 70 ára Fjölskyldan Hér er öll fjölskyldan saman í 70 ára afmæli eiginkonu Walters, Kristbjargar, í Borgarnesi. F.v.: María, Steingrímur, Sigrún, Walter, Sæborg, Hjörtur, Kristbjörg, Stefán Örn, Elín Rósa og Sveinbjörn Ólafur. Þeystist um á Möve-hjóli fyrir þingið Hjónin Walter og Kristbjörg fóru í Geldingadali að skoða gosið. Fram og KR Hér er Framarinn Walter umkringdur KR-ingunum Jókim Gunnari Jóakimssyni og Birgi Guðbjörnssyni og skartar sundhettu KR. Til hamingju með daginn 50 ÁRA Elín Jóna ólst upp í Unnarholti í Hrunamannahreppi. Hún gekk í Flúðaskóla og var mikið í frjálsum íþróttum á ungl- ingsárunum. Eftir grunnskólann ákvað hún að fara í Kvennaskól- ann og var þar í eitt ár, en flutti sig síðan yfir til Menntaskólans að Laugarvatni. Árið 1989-90 var El- ín Jóna skiptinemi í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. „Þetta voru mikil viðbrigði en mjög gaman og ég þroskaðist mikið á þessum tíma og bý að því enn. Það er hollt að kynnast öðrum þjóðfélögum. Elín Jóna varð stúdent frá ML 1992 og fór þá beint í Íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan tveimur árum seinna og fór að búa á Tungufelli upp úr því. „Ég kynntist mann- inum mínum strax á Réttarballinu á Flúðum haustið sem ég byrjaði í Íþróttakennaraskólanum, en hann bjó í sveitinni, svo ég vissi alveg hver hann var.“ Meðfram bústörfunum fór Elín Jóna að kenna á Þingborg og svo í Flúðaskóla. „Ég vinn núna sem verkefnastjóri í kerfisstjórnun í ML. Helsta áhugamál Elínar Jónu er saumaskapur. „Þegar ég var yngri stóð valið á milli Íþróttakennaraskólans eða að fara í fatahönnun í Iðnskólanum, en ég hef saumað á mig alveg frá því að ég náði upp á saumavélina.“ Eftir Elínu Jónu liggja allnokkrir þjóðbúningar og skartar hún eigin búningi á myndinni. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Elínar Jónu er Svanur Einarsson, f. 16.7. 1964, bóndi í Tungufelli, og þau eiga þrjú börn: Maríönnu, f. 24.10. 1995, sem er að læra gullsmíði og vinnur núna hjá Siggu og Tímó; Einar Trausta, f. 18.12. 1998, atvinnuflugmann sem vinnur hjá Drop flutningaþjónustu, og Elínu Helgu, f. 20.11. 2011, heimasætu í Tungufelli. Foreldrar Elínar Jónu eru Trausti Indriðason bóndi, f. 17.2. 1935 og Elín Guðfinnsdóttir, bóndi, f. 1.2. 1936. Þau búa á Flúðum. Elín Jóna Traustadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.