Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 „ÞAÐ ER Í LAGI MEÐ BÍLSTJÓRANN SEM KEYRÐI AFTAN Á ÞIG – EN HANN VILL FÁ JÓLATRÉÐ SITT TIL BAKA.“ „VIÐ HÆKKUM VENJULEGA VERÐIÐ UM 30 PRÓSENT!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að setja mikilvægasta jólaskrautið upp fyrst. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HEF LÍKA VERIÐ GÓÐUR! HEI! ÞETTA ER NETSPJALLIÐ MITT VIÐ JÓLA! HVAÐA DRASL ER ÞETTA? ÞETTA ER TIL SKRAUTS! ÞETTA ER EKKI „SKRAUT“ EF ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ Á DISKNUM! SÁSTU EKKI BAUNINA Í MIÐJUNNI? MEGRUNIN ENDAR Í DAG! Steingrímsdóttir, f. 29.10. 1950, fv. bankastarfsmaður og húsnæðis- fulltrúi Mosfellsbæjar. Þau bjuggu í 30 ár í Árbæjarhverfi en hafa búið í Mosfellsbænum frá 2001. Foreldrar Kristbjargar eru hjónin Steingrímur Aðalsteinsson alþingimaður, f. 13.1. 1903, d. 20.12. 1993 og Sigríður Jens- ína Þóroddsdóttir frá Alviðru í Dýra- firði, húsfreyja, f. 13.11. 1915, d. 4.12. 1999. Þau voru búsett í Reykjavík. Börn Walters og Kristbjargar eru 1) Steingrímur, f. 7.6. 1971, húsasmiður hjá Aðalvík, kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur, teymisstjóra hjá Út- lendingastofnun, f. 29.8. 1972. Þau eiga börnin Kristbjörgu, f. 1977 og Finnboga, f. 2001 og eru búsett í Mosfellsbæ. 2) Hjörtur, f. 19.2. 1976, tölvunarfræðingur hjá Bláa Lóninu, kvæntur Sæborgu Reynisdóttur kennara, f. 13.6. 1977. Þau eiga Wal- ter, f. 2000, Kristjönu Sigríði, f. 2004 og Reyni Sæberg, f. 2008 og eru bú- sett í Grindavík. 3) María, f. 6.7. 1977, starfsmaður hjá Margt Smátt, gift Sveinbirni Ólafi Sigurðssyni, f. 10.6. 1974, bílstjóra hjá Loftorku. Þau eiga synina Guðjón, f. 2003 og Þórð, f. 2006 og eru búsett í Reykjavík. 4) Sigrún, f. 26.3. 1980, skólaliði á Ísa- firði, gift Stefáni Erni Jónssyni, f. 6.2. 1979, starfsmaður Örnu í Bolung- arvík. Þau eiga börnin Aðalstein, f. 2001, Sólveigu Birnu, f. 2005 og Val- borgu, f. 2011 og eru búsett í Bolung- arvík. Systkini Walters eru Haraldur, f. 14.5. 1947, framkvæmdastjóri; Þor- geir, f. 10.9. 1955, bílstjóri; Eyþór, f. 24.11. 1956, vélstjóri og Jónas, f. 27.3. 1961, sölumaður. Hálfsystir Walters er Elsa Friedlaender, f. 26.12. 1936, fv. afgreiðslukona hjá ÁTVR. Foreldrar Walters eru Hjörtur Haraldsson vélstjóri, f. 27.8. 1914, d. 27.9. 2008 og Sigrún Haraldsdóttir, húsfreyja frá Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði, f. 14.12. 1923, búsett í Reykjavík. Walter Hjartarson Martha Danziger f. í Zulz í Slesíu í Póllandi Joseph Friedlaender járnsmiður og sjóliðsforingi, f. í Berlín, féll í orrustu á SMS Pommern haustið 1914 Hjörtur Haraldsson vélstjóri í Reykjavík (hét áður Heinz Karl Friedlaender) Þórey Jónsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Haraldur Brynjólfsson fiskmats- og hrepps- nefndarmaður í Neskaupstað Guðrún Valborg Haraldsdóttir prestsfrú á Kolfreyjustað Haraldur Jónasson sóknarprestur á Kolfreyjustað og prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi Rannveig Gísladóttir prestsfrú í Sauðlauksdal á Rauðasandi, V-Barð. Síðar húsfreyja í Reykjavík Jónas Björnsson sóknarprestur í Sauðlauksdal á Rauðasandi, V-Barð. Úr frændgarði Walters Hjartarsonar Sigrún Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Gissurarson skrifar á Boðnar- mjöð: „Nokkuð oft undanfarnar vikur hefur hefur bláleit móða frá eldgosinu í Geldingadölum, stund- um í bland við moldarmökk og þoku takmarkað útsýnið héðan frá Víði- mýrarseli. Alloft hefur móða þessi verið svo dimm að fjallahringur Skagafjarðar hefur verið illsjáan- legur eða alveg hulinn sjónum og þá jafnvel þó engin ísaþoka hafi blandast móðunni. Nú hefur birt til og fjörðurinn allur blasir við í sum- arblíðunni, en hér andar vindur 3. m. sek. af suðsuðvestri með 14 gráðu hita. Himinhvolfið er þó að talsverðu leyti hulið skýjum, en út- sýnið engu að síður fallegt“: Undurfagurt útsýnið yljar huga mínum. Blönduhlíðin blasir við björt og fögur sýnum. Á blámóðunni býðst nú hlé baðast ljósi jörðin. Aftur núna yfir sé allan Skagafjörðinn. Anton Helgi Jónsson skrifaði á fimmtudag: „Ég verð á Cafe Dun- haga, Tálknafirði, kl. 20.30 föstu- dagskvöldið 9. júlí og ætla mér að lesa alls konar kveðskap, segja frá tengslum mínum við Vestfirði, við Djúpið og djúpin og fara í huganum yfir heiðina Hálfdán á vit forföður míns Einars Thorlaciusar sem var prestur í Otradal. Það stefnir í að ég verði all-hress en ekki hálf-dán einsog limrubókarpersónan Beggi Stínu sem fór einu sinni yfir heiðina í hauströkkri“: Tvílráð er trú mín á heiðinni en treysta má sjálfrennireiðinni. Ég bensínið gef í botn en ég hef samt bremsurnar niðri í leiðinni. Friðrik Steingrímsson segir fréttir að norðan: Blíðan í sveitinni breytist ei neitt og blómin í golunni vaggast. Friðrik er sveittur og ferlega heitt og frúin er heldur að braggast. Vigfús M. Vigfússon segir „gamla ferðasögu endurunna: Fuglarnir flögra um gleypnir, fótsmáir, snarir og hleypnir. Þeir koma upp ungum í klöngrum og sprungum, hvar hófanum sló niður Sleipnir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Frá Geldingadölum í Skagafjörð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.