Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 26
með besta móti og mikilvægt fyrir liðið að næla í þrjú stig eftir svekkj- andi 2:3 tap gegn Breiðabliki síðast- liðið þriðjudagskvöld,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Markaskorarar Þróttar, þær Cousins og Ólöf Sigríður skoruðu báðar sitt sjötta mark í úrvalsdeild- inni í sumar. Þróttarar hafa skorað 22 mörk í deildinni á tímabilinu og þær Cousins og Ólöf Sigríður hafa því skorað yfir helming marka liðs- ins. ÍBV krækti í stig fyrir norðan Hanna Kallmaier bjargaði stigi fyrir ÍBV þegar liðið heimsótti Þór/ KA á SaltPay-völlinn á Akureyri. Colleen Kennedy kom Akureyr- ingum yfir á 48. mínútu eftir skelfi- leg mistök Auðar Scheving í marki Eyjakvenna áður en Hanna Kall- maier jafnaði metin fyrir Eyjakon- ur með skoti af stuttu færi úr teign- um og 1:1-jafntefli því niðurstaðan á Akureyri. „Úrslitin í þessum leik þýða það að Þór/KA hefur ekki ennþá unnið leik á heimavelli sem hlýtur að telj- ast áhyggjuefni,“ skrifaði Aron Elv- ar Finnsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Jafnteflið gerir lítið fyrir bæði lið 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – ÍBV ........................................... 1:1 Þróttur R. – Tindastóll............................. 2:0 Staðan: Valur 9 6 2 1 22:12 20 Breiðablik 9 6 0 3 31:15 18 Þróttur R. 10 4 3 3 22:17 15 Selfoss 9 4 2 3 14:12 14 Stjarnan 9 4 1 4 11:13 13 ÍBV 10 4 1 5 16:19 13 Þór/KA 10 3 3 4 10:14 12 Keflavík 9 2 3 4 9:15 9 Fylkir 9 2 3 4 9:18 9 Tindastóll 10 2 2 6 6:15 8 2. deild kvenna SR – Einherji ............................................ 1:1 Hamrarnir – Álftanes .............................. 2:0 Fram – Fjarðab/Hött/Leikn ................... 4:3 Sindri – ÍR................................................. 0:3 Staðan: Fjarðab/Höttur/Leiknir 8 7 0 1 35:11 21 Völsungur 8 7 0 1 21:9 21 KH 7 6 0 1 27:4 18 Fjölnir 7 5 0 2 31:9 15 Fram 7 5 0 2 18:10 15 Hamrarnir 8 3 1 4 20:18 10 ÍR 7 3 1 3 16:14 10 Hamar 7 2 2 3 13:17 8 Sindri 6 2 0 4 12:18 6 Einherji 7 1 3 3 5:12 6 SR 7 1 1 5 14:12 4 Álftanes 7 1 0 6 6:14 3 KM 8 0 0 8 1:71 0 Lengjudeild karla Kórdrengir – Vestri ................................. 2:0 Staðan: Fram 11 10 1 0 33:9 31 ÍBV 11 7 1 3 20:11 22 Kórdrengir 11 5 4 2 18:14 19 Grindavík 11 5 4 2 22:20 19 Fjölnir 11 5 2 4 13:12 17 Vestri 11 5 1 5 16:21 16 Þór 11 4 3 4 23:18 15 Grótta 11 4 2 5 21:19 14 Afturelding 11 3 4 4 21:23 13 Selfoss 11 2 3 6 19:27 9 Þróttur R. 11 2 1 8 20:28 7 Víkingur Ó. 11 0 2 9 14:38 2 2. deild karla Völsungur – Njarðvík .............................. 1:0 KF – Haukar............................................. 5:0 Kári – Magni ............................................. 1:2 Staðan: Þróttur V. 11 7 3 1 25:11 24 Njarðvík 11 5 5 1 26:12 20 KV 11 5 4 2 22:16 19 KF 11 5 2 4 20:17 17 Völsungur 11 5 2 4 22:23 17 ÍR 11 4 4 3 22:18 16 Haukar 11 4 3 4 25:24 15 Reynir S. 11 4 3 4 22:21 15 Magni 11 3 4 4 21:24 13 Leiknir F. 11 4 0 7 17:27 12 Kári 11 1 3 7 15:26 6 Fjarðabyggð 11 0 5 6 6:24 5 3. deild karla Tindastóll – KFS ...................................... 1:2 Ægir – Höttur/Huginn ............................ 1:1 Víðir – Einherji......................................... 3:0 Dalvík/Reynir – Augnablik...................... 3:1 Sindri – KFG............................................. 4:0 Staðan: Höttur/Huginn 11 7 2 2 17:13 23 Augnablik 11 6 3 2 27:15 21 KFG 11 5 4 2 17:14 19 Elliði 11 6 0 5 26:16 18 Sindri 11 5 3 3 23:17 18 Ægir 11 4 5 2 15:12 17 Dalvík/Reynir 11 4 2 5 18:16 14 Víðir 11 3 4 4 16:19 13 ÍH 11 2 5 4 16:23 11 Tindastóll 11 2 4 5 22:23 10 KFS 11 3 1 7 13:26 10 Einherji 11 2 1 8 14:30 7 Svíþjóð Östersund – Gautaborg .......................... 2:3 - Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 55 mín- úturnar með Gautaborg og skoraði. Hammarby – Degerfors.......................... 5:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. Mjällby – Norrköping ............................. 0:1 - Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping og lagði upp sigurmarkið, Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn, Jó- hannes Kristinn Bjarnason var ónotaður varamaður. Malmö – Sirius ......................................... 4:0 - Aron Bjarnason lék ekki með Sirius vegna meiðsla. Staðan: Malmö 11 7 2 2 24:16 23 Djurgården 9 6 2 1 16:6 20 Elfsborg 11 6 1 4 15:12 19 Norrköping 10 5 2 3 14:9 17 AIK 10 5 2 3 13:11 17 Hammarby 10 4 3 3 20:15 15 Kalmar 9 3 5 1 9:8 14 Degerfors 10 4 2 4 13:13 14 Gautaborg 10 2 6 2 11:10 12 Sirius 10 3 3 4 11:18 12 Halmstad 9 2 4 3 8:9 10 Mjällby 10 2 4 4 7:10 10 Häcken 9 2 3 4 12:13 9 Östersund 10 2 2 6 14:14 8 Varberg 10 2 2 6 12:20 8 Örebro 10 2 1 7 6:21 7 B-deild: Helsingborg – Akrapolis ........................ 1:0 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. 50$99(/:+0$ ÞRÓTTUR – TINDASTÓLL 2:0 1:0 Katherine Cousins (víti) 29. 2:0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 47. M Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti) Katherine Cousins (Þrótti) Lorena Yvonne Baumann (Þrótti) Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) Shea Moyer (Þrótti) Kristrún María Magnúsdóttir (Tinda- stóli) Murielle Tiernan (Tindastóli) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 8. Áhorfendur: Um 300. ÞÓR/KA – ÍBV 1:1 1:0 Colleen Kennedy 48. 1:1 Hanna Kallmaier 65. . M Colleen Kennedy (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Hanna Kallmaier (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: 112. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þróttur úr Reykjavík er kominn í þriðja sæti úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deild- arinnar, eftir sigur gegn nýliðum Tindastóls á Eimskipsvellinum í Laugardal í tíundu umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 2:0-sigri Þróttara sem voru mun sterkari að- ilinn í leiknum allan tímann. Katherine Cousins kom Þrótti yfir á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en hún fór þá illa með varnarmenn Tindastóls áður en Bryndís Rut Haraldsdóttir braut á henni innan teigs. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir tvö- faldaði svo forystu Þróttara í upp- hafi síðari hálfleiks þegar Linda Líf Boama átti frábæra fyrirgjöf frá hægri á Ólöfu sem skoraði með við- stöðulausu skoti upp í samskeytin. Þróttarar eru með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar, stigi meira en Selfoss sem á leik til góða á Þrótt, en Tindastóll vermir botnsætið með 8 stig og er stigi frá öruggu sæti. „Spilamennska heimakvenna var en Þór/KA er með 12 stig í sjöunda sætinu á meðan ÍBV er í því sjötta með 13 stig. _ Akureyringurinn Colleen Ken- nedy skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í áttunda byrjunarliðs- leiknum en Þór/KA hefur einungis skorað 10 mörk í deildinni í sumar. Þróttarar í þriðja sætið Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason Vörn Þróttarinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í baráttunni við Sauðkræking- inn Bryndísi Rut Haraldsdóttur á Eimskipsvellinum í Laugardal í gær. - Akureyringar bíða ennþá eftir sínum fyrsta deildarsigri á heimavelli í sumar _ Ángel Di María reyndist hetja Arg- entínu þegar liðið mætti Brasilíu í úr- slitaleik Ameríkubikarsins, Copa Am- erica, á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu á laugardaginn. Leiknum lauk með 1:0-sigri Argentínu en Di María skoraði sigurmark leiksins á 22. mín- útu. Þetta var fimmtándi sigur Argent- ínu í Ameríkubikarnum en liðið vann síðat keppnina árið 1993. Þá var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, vinnur bikar með landsliðinu en fjórum sinnum hef- ur hann hafnað í öðru sæti á stór- móti með landslið- inu; þrívegis í Am- eríkubikarnum og á HM 2014 þegar Argentína tapaði 0:1 fyrir Þjóð- verjum í fram- lengdum úrslita- leik í Ríó í Brasilíu. _ Birnir Freyr Hálfdánarson bar sigur úr býtum í 200 metra fjórsundi og tryggði sér þar með gullverðlaun á Norðurlandameistaramóti æskunnar í sundi í Litháen sem lauk í gær. Snorri Dagur Einarsson og Veigar Hrafn Sig- þórsson nældu sér svo báðir í brons- verðlaun á mótinu. Birnir Freyr synti í gær á tímanum, 2:09,92, en hans besti tími í greininni var 2:11,20. Í gær synti svo Snorri Dagur 100 metra bringusund á tímanum 1:07,48, sem er nærri hans besta tíma. Snorri varð í þriðja sæti í sundinu og tryggði sér bronsverðlaun. Á laugardaginn synti Veigar Hrafn 1.500 metra skrið- sund á tímanum 16:57,26 og tryggði sér þar með bronsverðlaun í greininni. Þetta er besti árangur íslensks sund- fólks á NÆM síðan árið 2013 en þá komu íslensku keppendurnir heim með fern bronsverðlaun. _ Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir setti á laugardaginn tvö heimsmet á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum í Tékklandi í Plzen. Elsa er 61 árs gömul og keppti í -76 kg þyngdarflokki í ald- urshópnum 60-69 ára. Hún setti heimsmet í hné- beygju þegar hún lyfti 117,5 kg. Hún tvíbætti svo eigið heimsmet þegar hún lyfti næst 125 kg og svo 130 kg. Fyrra heimsmet var 116 kg. Í réttstöðulyftu lyfti hún 157,5 kg og er það sömuleiðis heims- met. Hún hafði áður á mótinu lyft 140 kg í greininni. Elsa lyfti auk þess 52,5 kg og 60 kg í bekkpressu og bætti hún þar með einnig heimsmetið í saman- lögðum árangri um 12,5 kg er hún lyfti samtals 347,5 kg á mótinu. Hún varð einnig stigahæsti öldungurinn í sínum aldursflokki þvert á þyngdarflokka. Eitt ogannað Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr FH stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún varpaði kúl- unni 9,1 metra á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í Kapla- krika á laugardag. Fyrra met henn- ar, sem hafði staðið frá árinu 2018, var 8,89 metrar. Þá náði Patrekur Andrés Ax- elsson úr FH sínum besta árangri í 400 metra hlaupi í flokki blindra. Bergrún og Patrekur taka bæði þátt á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó sem hefst í næsta mánuði. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik keppti svo í þremur greinum í flokki þroskahamlaðra og stóð uppi sem sigurvegari í þeim öllum; 100 metra hlaupi, 400 metra hlaupi og langstökki. Ljósmynd/Jón Helgi Glaðbeitt Bergrún Ósk hæstánægð með árangur sinn á Íslandsmótinu. Stórbætti eigið met Baldvin Þór Magnússon náði frá- bærum árangri á Evrópumeistara- móti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina. Langhlauparinn hafnaði í þriðja sæti í 5.000 metra hlaupi á tímanum 13:45,00 mínútum og setti um leið Íslandsmet í greininni. Baldvin Þór sló með því viku- gamalt Íslandsmet Hlyns Andrés- sonar sem hann setti 3. júlí og hljóp þá á 13:45,20 mínútum á KBC Nacht-mótinu í Belgíu. Baldvin, sem er 22 ára gamall, er fyrsti íslenski karlmaðurinn til þess að vinna til verðlauna á Evrópu- meistaramóti U23. Kúluvarparinn Erna Sóley hafn- aði í níunda sæti í kúluvarpi en hún kastaði kúlunni lengst 15,75 metra í úrslitum. Erna bætti sig umtalsvert frá undankeppninni þar sem hún kast- aði 15,57 metra en Íslandsmet hennar í greininni er 16,77 metrar. Þá jafnaði Tiana Ósk Whitworth sinn besta árangur á árinu í undan- rásum í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á tímanum 12,21 sekúndu en það dugði ekki til þess að komast áfram í undanúrslit. Kringlukastarinn Mímir Sigurðs- son var fimm sentímetrum frá sæti í úrslitum þegar hann kastaði kringl- unni lengst 54,54 metra í undan- keppninni en hann á best 60,32 metra í greininni. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp svo á tímanum 24,40 sek- úndum í undanrásum í 200 metra hlaupi sem dugði ekki til að komast áfram í undanúrslit. Fyrstur til að vinna til verðlauna á EM Ljósmynd/Þórir Tryggvason 3 Baldvin Þór náði bestum árangri íslensku keppendanna í Tallinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.