Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Friðrik Sigurjónsson bóndi, Frissi í
Skóghlíð, átti margan sprettinn á
sinni tíð. Eitt sinn mæltist honum
svo: „Jæja, það er best að vera ekki
að vinna fyrir tefjandi fólki.“
- - -
Eitt sinn að sumri til leit Frissi
út að morgunlagi og sá að hafði
gránað í fjöll. Honum sagðist svo
frá: „Ég ætlaði ekki að trúa mínum
eigin fjöllum þegar ég leit út í
morgun.“
- - -
Kjartan Ingvarsson var stórverk-
taki á Egilsstöðum. Hjá honum
vann Reynir Magnússon frá
Stakkahlíð í Loðmundarfirði (Reyn-
ir Lomm). Reynir var bæði vélvirki
og bifvélavirki og var búinn að
reyna að fá kauphækkun hjá Kjart-
ani út á tvöfalda menntun sína, en
Kjartan vildi ekki taka það í mál.
Eitt sinn voru þeir að brasa við bil-
aða vél og verður Reyni þá að orði:
„Hvað ætli geti verið að þessu?“ Þá
svarar Kjartan: „Þú ættir nú að vita
það, þú ert með tvö próf.“
- - -
Ármann Halldórsson gröfumaður
er einstaklega athugull maður og
fer fátt fram hjá honum. Eitt sinn
var hann á gröfu sinni að vinna í
vegagerð fyrir ofan bæinn Hrólfs-
staði á Jökuldal þegar hann tekur
eftir beinahrafli sem kemur undan
skóflunni. Hann stöðvar vélina og
athugar málið og kemst að því að
þetta muni vera mannabein. Snar-
lega eru kallaðir til fornleifafræð-
ingar og brátt kemur í ljós að þarna
er um að ræða kuml úr heiðni.
Sjónvarpsfréttamenn mæta síðan á
staðinn og taka meðal annars viðtal
við Ármann þar sem hann lýsir allri
atburðarás varðandi beinafundinn.
Daginn eftir sjónvarpsviðtalið hittir
Magnús Jóhannsson vegagerðar-
verkstjóri Ármann og segir í stríðn-
istóni: „Það kom ekki fram í viðtal-
inu við þig í gær hver hann hefði
verið þessi náungi sem þú grófst
upp.“ „Nei,“ segir Ármann snúðugt,
„það lá í augum uppi að þetta var
vegagerðarmaður.“ „Af hverju held-
urðu það?“ spyr Magnús. Ármann
svarar: „Af því að hann fannst liggj-
andi í vegkanti, og þegar litið var
inn í höfuðkúpuna sást þar ekkert
nema grjót og drulla.“
- - -
Magnús Guðmundsson (Maggi
Svönu) var lengi til sjós á Reyð-
arfirði, fyrst á Gunnari SU 139 og
síðar togaranum Snæfugli SU 20.
Eitt sinn, áður en haldið var í
karfatúr á Snæfuglinum, keypti
Maggi sér ný stígvél. Þegar fyrsta
halið er tekið ákveður Maggi að
nota gömlu stígvélin áfram til að
eiga ekki á hættu að skemma þau
nýju í karfakösinni. Þegar trollið er
komið inn vill svo slysalega til að
stór fiskilúga skellur á annan fót
Magnúsar sem varð til þess að hann
missti allar tærnar. Við höggið sest
hann niður og blóðflekkurinn fer
ört stækkandi á dekkinu. Skips-
félagarnir bregðast skjótt við og fá
Magnús til að leggjast út af til að
hægja á blóðtapinu meðan börur
eru sóttar. Magnús leggst aftur og
virðist falla í hálfgert mók um
stund, en nokkrir
skipsfélagar bíða hjá
honum. Skyndilega
kallar Maggi til
þeirra veikri röddu:
„Strákar!, ? strákar!“
Þeir beygja sig allir
niður að honum ef
vera kynni að þetta
væri hinsta bónin. Þá
segir Maggi: „Djöfull
var heppilegt að ég
var ekki kominn á
nýju stígvélin.“
- - -
Séra Einar Þór
Þorsteinsson varð prestur í Kirkju-
bæjarsókn á eftir séra Sigurjóni
Jónssyni. Í kjölfar embættistöku
séra Einars var prestssetrið fært til
Eiða þar sem presturinn sat eftir
það. Þegar Einar prestur spurði
séra Sigurjón, forvera sinn, um það
hvernig honum hefðu gengið prests-
verkin á löngum embættisferli á
Héraði, svaraði Sigurjón: „Mér
gekk alltaf vel að skíra, ferma og
gifta, en þeir sem ég jarðaði, gengu
allir aftur.“
- - -
Fljótsdalshreppur er vel statt
sveitarfélag eftir að Kárahnjúka-
virkjun kom til sögunnar. Má segja
að þjónustustig til sveita sé vart
hærra en í Fljótsdal. Ferðamanna-
straumur hefur vaxið þar mikið
enda margt áhugavert í boði, svo
sem fjallahótel með heitri laug,
óbyggðasetur, þjóðgarður, Gunn-
arsstofnun, Hengifoss og síðast en
ekki síst Lagarfljótsormurinn sem
fólk úr öllum heimsálfum kemur til
að hitta eftir að Hjörtur Kjerúlf,
bóndi á Hrafnkelsstöðum, náði af
honum mynd og birti á YouTube.
Hjörtur hefur nú sett af stað ferða-
þjónustu til að geta boðið gistingu
þeim sem vilja skima eftir orm-
inum.
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps
ákvað að senda eina milljón króna á
hvern bæ til að menn gætu bætt
ásýnd á heimahlaði vegna þessa
mikla gestagangs í
sveitarfélaginu. Þegar
frá leið sýndist mönnum
eitthvað lítið hafa gerst
hjá Hirti í ásýnd-
armálum og var hann
spurður hvort hann ætl-
aði ekki að nýta skerf-
inn með sýnilegum
hætti. „Jú,“ sagði
Hjörtur. „Ég ætla að fá
mér nýjar tennur til að
geta brosað almenni-
lega framan í túrist-
ana.“
- - -
Eitt sinn tók Hákon Aðalsteins-
son, skógarbóndi og hagyrðingur,
að sér að fylgja tveimur ungum
sonarsonum sínum á Seyðisfjörð til
keppni á innanhússmóti í fótbolta.
Hann hafði ekki fram að því sýnt
fótboltaiðkun afkomenda sinna mik-
inn áhuga, en ákvað að bæta úr því
þarna og styðja dyggilega við bakið
á strákunum. Fyrsti leikur þeirra
hefst og fljótlega liggur boltinn í
netinu. Með það sama stekkur
Hákon á fætur í stúkunni og fagnar
æðislega. Þá koma afastrákarnir
hlaupandi í áttina til hans og kalla
hneykslaðir: „Afi! Hvað ert’að pæla!
Það var hitt liðið sem skoraði!“
- - -
Pétur Jónsson, bóndi á Egils-
stöðum, var lengi formaður Hesta-
mannafélagsins Freyfaxa og setti
öll mót og samkomur sem haldnar
voru á vegum þess. Ávörp Péturs
voru yfirleitt hátíðleg og ræður
hans voru allt að því ljóðrænar þeg-
ar best lét. Eitt sinn ávarpaði hann
samkomu með þessum orðum:
„Heiðraða samkoma, hestar og
hestamenn!“
- - -
Sveinn Jónsson, stórbóndi á Eg-
ilsstöðum og bróðir Péturs, eign-
aðist snemma herjeppa, sem þótti
mikið þarfaþing fyrir stórt bú eins
og Egilsstaðabúið. Sveinn notaði
jeppann mikið, en slíkur flýtir var á
honum stundum, þegar hann lagði
jeppanum, að hann gleymdi að setja
hann í gír þegar hann steig út. Seig
þá jeppinn gjarnan af stað eftir ein-
hverja stund og rann oftar en ekki
inn á tún hjá Pétri. Eitt sinn lítur
Pétur út um gluggann og segir: „Er
hann kominn í túnið eina ferðina
enn, jeppinn?“
- - -
Gunnar Jónsson, bóndi á Egils-
stöðum, þurfti eitt sinn með ungan
son sinn til læknis. Þegar þeir
mæta á heilsugæslustöðina, þar
sem öll samtöl byrja á kennitölum,
spyr konan í glerinu hvenær dreng-
urinn sé fæddur. Gunnar verður
þögull og hugsar þetta atriði dálitla
stund, en svarar síðan: ? „Það var
haust.“
- - -
Þegar Þórunn Sigurðardóttir,
húsfreyja á Skipalæk, var orðin
ekkja og nálgaðist tíræðisaldurinn
var Baldur, sonur hennar og skrá-
setjari þessarar bókar, vanur að líta
reglulega inn hjá henni til að at-
huga daglega líðan. Aðspurð hvern-
ig henni farnaðist í ellinni, svaraði
Þórunn: „Baldur kemur reglulega,
hann vill alls ekki að ég deyi ein og
hjálparlaust!“
- - -
Gunnar Egilson, flugumferðar-
stjóri á Egilsstaðaflugvelli og síðar
bóndi á Grund í Eyjafirði, var
heimagangur hjá Pétri bónda á Eg-
ilsstöðum (Pétri Jónssyni). Pétur,
sem var sérfræðingur í að finna
mönnum viðurnefni sem festust við
þá, breytti strax ættarnafni Gunn-
ars úr Egilson í „Egilsen“ og var
Gunnar upp frá því undantekning-
arlítið kallaður „Egilsen“. Gunnar
hafði um tíma hesta sína hjá Pétri
og fannst Pétri hann stundum koma
seint til að gefa þeim. Talandi um
þetta sagði Pétur: „Hann má nú
eiga það, hann Egilsen minn, að
þegar hann gefur þá gefur hann
vel.“
- - -
Pétur fékk eitt sinn til sín ungan
og fádæma viljugan vinnumann,
sem hann nefndi „Blæ“ eftir góð-
hestinum Blæ frá Langholtskoti
sem stóð efstur tvö landsmót í röð.
Blær, þ.e.a.s. vinnumaðurinn, var
svo kappsfullur að Pétur hafði gam-
an af því að leggja fyrir hann þraut-
ir. Meðal annars sagði hann Blæ að
Egilsen væri Íslandsmeistari í sjó-
manni og yrði hann að reyna sig við
hann við fyrsta tækifæri. Blær beið
ekki boðanna og birtist einn daginn
uppi í flugturni hjá Gunnari og bar
upp erindið: „Pétur segir mér að þú
sért Íslandsmeistari í sjómanni og
nú vil ég reyna mig við þig.“ Gunn-
ar fattaði strax grínið hjá Pétri og
segir við Blæ: „Nei, það vill svo illa
til að ég er tognaður í hendinni
núna og get ekki keppt, við verðum
að reyna síðar.“ Nokkru seinna
kemur Egilsen á Egilsstaðabúið og
þá snarast Blær strax til hans og
segir: „Jæja, hvernig er handlegg-
urinn, getum við ekki keppt núna?“
„Nei, því miður,“ segir Egilsen, „nú
er togaraverkfall og bannað að fara
í sjómann á meðan.“
Gamansögur af Héraðsmönnum
Bókarkafli | Í bókinni
Hérasmellir, sem
Baldur Grétarsson á
Skipalæk tók saman,
eru gamansögur af
Héraðsmönnum
Frissi Friðrik Sigurjónsson bóndi, Frissi í Skóghlíð, átti margan sprettinn.
Afasaga Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi og hagyrðingur.
Stórverktaki Kjartan Ingvarsson var stórverktaki á Egilsstöðum.
Heimagangur Gunnar Egilsen.