Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 32

Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 32
Skissa eftir endurreisnarmanninn Leonardo da Vinci af bjarnarhöfði var seld í liðinni viku á uppboði í Christies fyrir 8,9 milljónir sterlingspunda, jafnvirði um eins og hálfs milljarðs króna. Er það metupphæð fyrir teikn- ingu eftir listamanninn á uppboði, að því er segir í frétt The New York Times. Verkið er afar smátt, um sjö og hálfur sentimetri á hvora hlið, og talið vera frá upphafi níunda áratugar fimmtándu aldar. Agnarsmá skissa seld fyrir jafnvirði eins og hálfs milljarðs króna Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tempeh, fersk og gerjuð vegan- matvara sem er algerlega framleidd á Íslandi, er væntanleg í matvöru- verslanir á næstu tveimur mánuðum að sögn Kristjáns Thors, eins af stofnendum Vegangerðarinnar sem sér um að þróa og framleiða tempeh, meðal annars úr íslensku byggi. Um er að ræða rétt sem á uppruna sinn að rekja til Indónesíu og er lítið þekktur hér á landi þrátt fyrir að vera einn vinsælasti próteingjafi heims. Kristján, sem er með matreiðslu- gráðu frá Le Cordon Bleu í Banda- ríkjunum, segir að hugmyndin um að byrja íslenska framleiðslu á tempeh hafi sprottið upp árið 2019 eftir að hann kynntist vörunni í Kaupmanna- höfn og varð yfir sig hrifinn. Kynnti hann hugmyndina í kjölfarið fyrir meðstofnanda Vegangerðarinnar, Atla Stefáni Yngvasyni. Höfðu þeir þá tekið eftir því að nánast öll vegan- matvæli á landinu voru frosin og inn- flutt og fundu sig knúna til að finna lausn. „Við hugsuðum bara: Af hverju getum við ekki gert þetta hérna heima úr íslenskum hráefnum? Af hverju þarf að vera að flytja inn allan þennan mat?“ segir Kristján í sam- tali við Morgunblaðið. Lausnina sáu Kristján og Atli í tempeh sem auð- velt er að framleiða á Íslandi með al- gerlega hreinu og fersku hráefni. Losar steinefni og vítamín Aðalhráefni tempeh er indónes- ískur myglusveppur sem er settur saman við bygg, nærist á því og losar í kjölfarið um steinefni og vítamín. „Þetta eru hlutir sem eru í raun læst- ir inni í bygginu og við komumst ekki í. Ef þú sýður 100 grömm af byggi þá færðu meira út úr 100 g af tempeh,“ útskýrir Kristján. Hann segir að betaprófanir á tem- peh hafi gengið mjög vel og að flestir séu mjög spenntir og ánægðir með vöruna sem er þó afar ólík flestu því sem Íslendingar eru vanir. „Þegar [Íslendingar] sjá tempeh fyrst þá lítur þetta bara út eins og myglaður kubbur. En þetta er nátt- úrlega bara það, þetta er myglu- sveppur,“ segir Kristján kíminn í bragði. „Þetta er sveppur sem tekur mjög mikið bragð í sig. Marinerast mjög vel. Ég hef verið að elda þetta fyrir fjölskylduna til dæmis með því að skella þessu á grillið og búa til eins konar „berbecue“,“ segir Kristján. „Það er í raun og veru hægt að gera allt með þetta. Þú getur hakkað þetta niður, þú getur búið til hakk fyrir lasagna eða pastasósuna, þú getur skorið þetta niður og steikt á pönnu og sett í pítuna þína. Ef þér dettur eitthvað í hug þá ættirðu að geta gert það með þessari vöru,“ seg- ir Kristján. Vegan Kristján vonar að með tempeh muni fjölbreytni í ferskri vegan-matvöru sem framleidd er á Íslandi aukast. Glæný íslensk vegan- vara úr myglusveppi - Hugmyndin kom vegna skorts á íslenskri vegan-matvöru ÞINN STUÐNINGUR ER OKKAR ENDURHÆFING Ljósavinir hafa snert líf mitt án þess að vita það. Komdu í hópinn! ljosid.is MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Baldvin Þór Magnússon náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í frjálsum íþrótt- um sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina. Langhlauparinn hafnaði í þriðja sæti í 5.000 metra hlaupi á tímanum 13:45,00 mínútum og setti um leið Íslandsmet í greininni. Þá hafnaði Erna Sóley Gunnars- dóttir í níunda sæti í kúluvarpi en hún kastaði kúlunni lengst 15,75 metra í úrslitum. Erna bætti sig umtalsvert frá undankeppninni þar sem hún kastaði 15,57 metra en Íslandsmet hennar í greininni er 16,77 metrar. »26 Hafnaði í þriðja sæti í 5.000 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.