Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 1

Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 1
Fyrst vító,svo fram-lenging 18. JÚLÍ 2021SUNNUDAGUR Saga afmælanna Bragi V. Berg-mann, fyrrver-andi dómari,vill fækkasektarlömb-um í spark-heimum. 12 Umræða ávilligötum Enginn stjórnmála-maður getur efnt loforðum að innleiða „nýjustjórnarskrána“ sisona,það er blekking, segirKristrún Heimisdóttirlögfræðingur í viðtali. 8 Hvers vegna og hvenærbyrjuðum við að fagnafæðingardegi okkar? 18 Algjör nagli!Fannar Guðmundsson mun hlaupa heilt maraþon í næsta mánuði í nafni sonar síns, Theodórs Mána, og til styrktar Barnaspítala Hringsins. Theodór Máni fæddist með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og er ekki hugað langt líf. Hann hefur komið öllum á óvart með seiglu sinni og lífsgleði og auðgað líf foreldra sinna og margra annarra. 14 L A U G A R D A G U R 1 7. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 166. tölublað . 109. árgangur . ÞRÓTTUR Í FYRSTA SINN Í BIKARÚRSLIT VÖLUSPÁ TÓK HANN Á LÖPP JÓN GNARR Á SÖGULOFTINU 34ÍÞRÓTTIR 32 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um fimmti hver kaupandi lúxus- íbúða við Austurhöfn er erlendur. Sumir hafi tengingu við Ísland en aðrir hyggjast dvelja hér í fríum. Gunnar Thoroddsen, eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum, segir búið að selja íbúðir á Austurhöfn fyrir tæplega fjóra milljarða króna. Íbúðirnar séu að seljast hraðar en áætlað var. Meðal annars var þakíbúð, sem snýr að Hörpu og höfuðstöðvum Landsbankans, seld á 295 milljónir en hún er um 200 fermetrar. Hún er því ein dýrasta íbúðin sem selst hef- ur í sögu miðborgarinnar. Gunnar segir verðhækkanir á fasteignum, lága vexti og skort á íbúðum hafa örvað söluna. Verð á lúxusíbúðum á uppleið Fasteignamarkaðurinn hefur verið á hreyfingu og hafa t.d. selst nýjar þakíbúðir á Kársnesi fyrir vel á annað hundrað milljónir króna. Almennt hefur markaðurinn með íbúðir sem kosta 100-200 milljónir stækkað og hefur það sett íbúðirnar á Austurhöfn í nýtt samhengi. Eftirspurn að utan - Erlendir aðilar hafa keypt lúxusíbúðir á Austurhöfn fyrir hundruð milljóna - Íbúðir seldar fyrir nærri fjóra milljarða MSalan nálgast fjóra milljarða »16 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Við Hörpuna Íbúð með þessu útsýni seldist á 295 milljónir króna. Fannar Guðmundsson ætlar að hlaupa heilt maraþon í Reykjavík- urmaraþoninu 21. ágúst í nafni tíu mánaða sonar þeirra Önnu Grétu Oddsdóttur, Theodórs Mána, og safna um leið áheitum sem renna munu óskipt til Barnaspítala Hringsins. Theodór Máni er með af- ar sjaldgæfan erfðasjúkdóm og er ekki hugað langt líf. „Þegar ég var að byrja að æfa átti ég frekar von á því að hann yrði far- inn þegar loksins kæmi að hlaupinu. Nú er ég ekki viss. Það er auðvitað ekki í okkar höndum, en yrði algjör draumur að Theodór Máni tæki á móti mér þegar ég kem í mark og ég fengi að knúsa hann. Það yrði ómet- anleg minning,“ segir Fannar. Rætt er við hann í Sunnudagsblaðinu. Morgunblaðið/Eggert Nánir Feðgarnir Fannar Guð- mundsson og Theodór Máni. Það yrði ómetanleg tilfinning Þrátt fyrir hvimleitt sólarleysi er þó hægt að busla og leika sér á ylströndinni í Nauthólsvík. Pollagalli, húfa og uppbrettar buxur nægja. Íbú- ar á suðvesturhorninu geta þó verið bjartsýnir á að hægt verði að sóla sig í dag en spáð er sól- björtu veðri víða um land um helgina. Morgunblaðið/Unnur Karen Pollagallinn klár á ylströndinni Arnar Sigurðsson, eigandi netversl- unarinnar Sante.is, hyggst leggja fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sak- argiftir. „Forstjórinn sendir bréf á ríkisskattstjóra og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og sakar mig og fyrirtæki mín um umfangsmikil skattaundanskot. Hann hefur ekkert fyrir sér í því annað en þá fullyrð- ingu að fyrirtæki mitt í Frakklandi sé ekki með virðisaukaskattsnúmer. Hann hefði getað haft samband við skattinn áður en hann lagði af stað í þennan leiðangur og staðreynt að fyrirtækið er með þetta númer, sem er 140848.“ Bendir Arnar á að ásakanir þær sem forstjórinn haldi fram varði jafnvel fangelsisrefsingu og því sé mjög íþyngjandi að sitja undir dylgjum um slík lögbrot. »11 Kærir for- stjóra ÁTVR VAR & HVENÆR SEM ER ýningarsalurinn okkar er alltaf opinn! www.hekla.is s H Vef HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Í sumar er opið alla virka daga hjá HEKLU á Laugavegi og Kletthálsi en lokað er á laugardögum. Audi Q4 e-tron Verð frá 5.790.000 kr. ÍÞRÓTTA- OG FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Skráning í fullum gangi á ulm.is Unglingaland smót Selfossi um verslunarmanna helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.