Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Opið
laugardag
kl. 11-15
ENN MEIRI AFSLÁTTUR
40-60%
ÚTSALA
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALA
Meiri verðlækkun!
40% - 60%
afsláttur
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og
mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65a á Selfossi og á skrifstofu
Grímsnes- og Grafningshrepps, Borg, 805 Selfoss.
Starfsleyfisskilyrði fyrir Orku Náttúrunnar ohf., vegna orkuvinnslu í
Nesjavallavirkjun, Nesjavöllum, Grímsnes- og Grafningshreppi, 805 Selfoss
Starfsleyfisskilyrðin eru einnig aðgengileg á heimasíðu HSL: https://hsl.is/
Athugasemdum skal skilað skriflega á skrifstofu HSL að Austurvegi 65a, Selfossi.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. ágúst næstkomandi.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Austurvegur 65a • 800 Selfossi • Sími: 480 8250 • https://hsl.is/
Starfsleyfi til kynningar
Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær
um nýja könnun MMR í samstarfi
við mbl.is og Morgunblaðið stóð að
fimm flokka þyrfti til að mynda rík-
isstjórn án Sjálfstæðisflokks og átta
án Sjálfstæðisflokks og Pírata. Rétt
er að fjóra flokka þarf í það minnsta
til að mynda stjórn án Sjálfstæð-
isflokksins og fimm án Sjálfstæð-
isflokks og Pírata. Leiðréttist það
hér með.
LEIÐRÉTT
Rangur fjöldi flokka
til stjórnarmyndunar
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Arnari Sigurðssyni þykir ÁTVR full-
snemma í því að spá fyrir um skatt-
svik í ljósi þess að ekki sé komið heilt
virðisaukaskattstímabil frá því að
netverslunin hóf starfsemi sína. Þess
þá heldur sé ekki komið að uppgjöri á
slíku tímabili. Honum þykir þetta ný-
tilkomna eftirlitshlutverk ekki fara
ÁTVR vel.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,
ÁTVR, hefur kært Arnar Sigurðsson,
auk frönsku netverslunarinnar San-
tewines SAS og inn-
flutningsfyrirtækisins Sante ehf. til
lögreglu og skattayfirvalda fyrir
meint skattsvik. Fyrirtækin eru bæði
í eigu Arnars.
„Það er erfitt að spá fyrir, sérstak-
lega um framtíðina en þeir eru
kannski betri spámenn en aðrir,“ seg-
ir Arnar og vísar til stjórnenda
ÁTVR.
Aðspurður hvort Arnar hafi í
hyggju að svíkjast undan skatti segir
hann kíminn að það hafi ekki verið
rætt sérstaklega innanhúss. Hann
veltir fyrir sér hvort rétt sé að líta á
þetta sem tillögu frá ÁTVR frekar en
ásakanir.
„Ef meiningin hefði verið að svíkj-
ast undan skatti þá er það ekki alveg
tímabært.“
Arnar bendir á að virðisaukaskatt-
ur á áfengi sé ekki nema 11%, líkt og
á öðrum matvælum. „Manni þætti
það nú ljótur leikur að reyna að
svindla á svo hógværum virðisauka-
skatti.“
Númerið kemur fram
Í kærunni er helst byggt á því að
hið franska félag hafi hvorki íslenska
kennitölu né virðisaukaskattsnúmer
og því enga heimild til þess að inn-
heimta hér virðisaukaskatt en þrátt
fyrir það sé lagður 11% skattur á
vörusölu fyrirtækisins.
Arnar segir að virðisaukaskatt-
snúmerið komi fram á reikningum fé-
lagsins og kveðst því ekki hafa séð
nein haldbær rök fyrir ásökununum.
Ekki góð stjórnsýsla
„Ég hef aldrei svikist undan skatti
og það hefur bara ekki hvarflað að
mér. Það er fangelsi við þessu og
svona, ekkert mjög aðlaðandi,“ segir
Arnar.
Það að gefa út rangar sakargiftir
að órannsökuðu máli þykir Arnari
ekki góð stjórnsýsla. Nauðsynlegt sé
að bregðast við og að höfðu samráði
við lögfræðinga mun hann í nýrri viku
leggja fram kæru á hendur forstjóra
ÁTVR vegna rangra sakargifta.
Hann bendir á að Sante sé að selja
sömu vörur og ÁTVR á 25% lægra
verði. Þetta henti ekki ÁTVR. „Þá er
kannski bara hægt að grípa til róg-
burðar eða rangra sakargifta.“
Að sögn Arnars hefur ÁTVR verið
iðið við að blekkja almenning á Ís-
landi í gegnum tíðina. „Í fyrsta lagi að
stofnunin tryggi gott vöruúrval, í
öðru lagi lágt vöruverð, í þriðja lagi
torvelt aðgengi og svo kannski það
fjórða, að allir samkeppnisaðilar
þeirra séu skattsvikarar.“
Líkt og áður kom fram er ÁTVR
búin að leggja fram kæru á hendur
Sante bæði til lögreglu og til skatta-
yfirvalda.
„Eigum við ekki bara að leyfa þess-
um ágætu stofnunum, sem eru sem
betur fer sjálfstæðar, að vinna sína
vinnu og það verður þá bara haft
samband við okkur ef þau gruna okk-
ur um skattsvik.“
Arnar spyr síðan hvenær ÁTVR
hafi orðið að eftirlitsstofnun. „Mér
sýnist þeir jafnvel lélegri í þessu en í
vali á vínum.“
ÁTVR heldur því jafnframt fram
að viðskipti þau sem Santewines
SAS, hið franska félag, bjóði upp á sé
„augljós málamyndagjörningur“ þar
sem vínið sem selt er til neytenda sé
flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en
svo selt áfram til Santewines SAS
sem selji það svo áfram í gegnum
verslun sína á netinu á meðan vínin
sitji allan tímann í sömu vörugeymsl-
unni.
Arnar gefur lítið fyrir þetta. Hann
sé ekki að reyna að sniðganga lögin
heldur séu viðskiptin sett upp með
þessum hætti til þess einmitt að vera í
samræmi við lög. Hér sé ekki um að
ræða verslun sambærilegri þeim sem
ÁTVR rekur.
„Hér er bara vöruhús og netversl-
un. Við erum ekki í Smáralind eða
Kringlunni að trana okkur fram með
útstillingargluggum, framan í andlit-
ið á veiklinduðum sem eiga leið
framhjá að kaupa í matinn.“
Arnar telur að stjórnendur ÁTVR
ættu að líta í eigin barm og einbeita
sér að því að mæta samkeppni með
betri þjónustu, lægra verði og betra
úrvali. „Afrakstur hjá þessu félagi
verðlega, vörulega og úrvalslega er
ekki í samræmi við það að yfirstjórn-
in kosti 350 milljónir á ári,“ segir Arn-
ar.
Segir ÁTVR blekkja almenning
Morgunblaðið/Eggert
Víninnflytjandi Arnar Sigurðsson hjá Santé svarar kæru ÁTVR.
Arnar segir undarlegt að ÁTVR
snúist gegn sér en ekki öðrum
netverslunum með áfengi.
„Efnameiri einstaklingar hafa
hingað til getað keypt vín í
miklu magni af erlendum vef-
síðum. Nú þegar almenningi
býðst að kaupa algengar teg-
undir á borð við Stellu eða Pe-
roni á fjórðungi lægra verði, rís
yfirstjórn ÁTVR upp á afturlapp-
irnar til að verja hagsmuni
sinna hilluplásshafa.“
ÁTVR gegn
almenningi
LÆGRA VERÐ
- Eigandi Santé segir forstjóra ÁTVR stunda rógburð í garð samkeppnisaðila
- Spyr hvort ÁTVR sé orðin eftirlitsstofnun í stað verslunar - Leitar réttar síns
Atvinna
Eftir eins og hálfs dags hlé tók eld-
gosið í Geldingadölum aftur við sér
í gær. Gosóróinn jókst og tók al-
mennilega við sér upp úr klukkan
tíu í gærmorgun. Hraunflæðismæl-
ingar fara almennt fram með þeim
hætti að flogið er yfir svæðið og
mælt úr lofti. Vegna töluverðrar
þoku undanfarna daga hefur lítið
verið hægt að mæla. Í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi sagði
náttúruvársérfræðingur á vakt að
ætla mætti að hraunflæði væri um
10 rúmmetrar á sekúndu. Flugvél á
vegum Veðurstofunnar flaug
nokkrum sinnum yfir svæðið í gær
og mátti sjá að gígurinn var að fyll-
ast. Það var svo seinni part dags að
sjá mátti á vefmyndavél mbl.is að
hraun tók að flæða úr gígnum af
miklum krafti. Um mikið sjónarspil
var að ræða en hraunið fossaði upp
úr gígnum, spýttist af krafti í allar
áttir og rann inn í Meradali.
Hraun rennur af full-
um krafti í Meradali
Kraftur Eldgosið í Geldingadölum tók aftur myndarlegan kipp í gær.
Morgunblaðið/Vefmyndavél mbl.
María Björk Ein-
arsdóttir hefur
verið ráðin fram-
kvæmdastjóri
fjármálasviðs
Eimskips en Egill
Örn Petersen,
sem hefur verið
fjármálastjóri frá
ársbyrjun 2019,
hefur sagt stöð-
unni lausri vegna
persónulegra ástæðna og mun taka
við nýju starfi á Fjármálasviði, seg-
ir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
María Björk hefur sl. sjö ár starf-
að sem framkvæmdastjóri Ölmu
íbúðafélags (áður Almenna leigu-
félagið). Hún er með B.Sc. í rekstr-
arverkfræði með áherslu á fjármál
frá HR og próf í verðbréfavið-
skiptum. María er í sambúð með
Ellerti Arnarsyni, eiga þau tvö
börn.
María nýr fjármála-
stjóri Eimskips
María Björk
Einarsdóttir